Vísbendingin um steingervðan ormétinn við
25.10.2019 | 10:35
Myndin hér að ofan sýnir ormétinn steingervðan trévið frá Ástralíu, almennt þekktur sem wormwood. Holurnar eru líklega vegna orma eða skordýra en slík dýr eru enn að éta skógarvið á jörðinni í dag.
Hvað gerir þennan sérstaka og áhugaverðan steingerving mikilvægan? Sjaldgæf og sérstök eins og hún er, þá gefur okkur þessi tegund af steingervðu tré mikilvægar vísbendingar um steinrunaferli trés og hún staðfestir uppruna margra algengra steinda úr vaþrývarma, og þar með úr allsherjar flóðinu. Fáar rannsóknir eru til á uppruna wormwood, þrátt fyrir þá stórfenglegu vísbendingu holanna um steinrunaferlið.
Ytri hlutinn á sýni nr. 1, efst til hægri á myndinni, lítur alveg eins út og margir steinar frá svæðinu þar sem steingervða tréð var fundið. Fallega lituðu agat steindirnar á yfirborðinu á þessu sýni teygja sig áfram inn í holurnar á viðnum, sem þýðir að þær fylltust og steingervðust saman með trjábútnum, þó það gæti hafa verið einhverjar breytingar á blöndunni á meðan steinrunaferlið í vaþrývarma allsherjar flóðsins átti sér stað. Stórar holur gætu hafa leyft ísíun einnar steindar í mettuðu vatni, á meðan fínar hárpípur viðsins hafi ekki gert það. Síðar með auknum þrýstingi og breytingu á samsetningu vatnsins, kísilrunnu nýir hópar af steindum holrými eða lífrænt efni.
Þetta er mikilvægt vegna þess að það sannar að steinar sem finnast í nánd við steingervð tré og sem eru úr sama efni og því sem fyllti holurnar, eiga ekki uppruna sinn í myndbreyttu bergi. Þeir koma úr vaþrývarma. Nútíma jarðfræði verður að viðurkenna að tré sem grófust grunnt undir yfirborðið voru ekki kaffærð djúpt inn í jarðskorpuna til að verða að myndbreyttu bergi. Þess vegna hljóta svipaðir steinar, eins og agat molar, sem finnast í grennd við wormwood, að hafa svipaðan uppruna en hafa klárlega ekki myndbreyst í milljónir ára eins og nútíma kenning segir til um.
Vísbendingin um standandi steingervðu trén í Yellowstone (Hluti 2)
17.10.2019 | 10:53
Annar þáttur í grein Fritz sem styður líkan hans, er blandan af bæði tempruðum og hitabeltisplöntum í sama Yellowstone laginu. Eldri túlkanir höfðu sagt að hitabeltisplönturnar hafi verið frá eldri jarðfræðitímabili, en ýtarlegu athuganir Fritz staðfestu að báðar plöntutegundirnar höfðu blandast:
Heldur er margleitni plantanna til vegna blöndunar. Hæðarmismunurinn á svæðinu var mikill og plöntur úr hærri hæðum fluttust niður á við þar sem þær söfnuðust og blönduðust þeim plöntum úr lægri hæð yfir sjávarmáli. (Reinterpretation of the depositional environment of the Yellowstone fossil forests, William J. Fritz, GEOLOGY, Vol. 8, júlí 1980, bls. 310).
Blandan af mörgum vistfræðilegum plöntum, litaða setið og fína lífræna setið eru beinharðar sannanir á því að atburðurinn sem átti í hlut var ekki aðeins öskufall úr eldgosi eða eðjuhlaup. Fyrir skarpa hugsuði, þá gerðist eitthvað djúpstæðara hér. Þetta ákveðna lag af steingervðum trjám er líklega það mest rannsakaða. Vísindarit eru full af rannsóknum á þeim og hafa þau verið þekkt í rúma öld, en þau eru ekki einstök. Til eru þúsundir svipaðra svæða víða um heim. Sum hafa verið rannsökuð eilítið, sum alls ekki, en öll hafa þau eitt sameiginlegt uppruna sinn.
Það var vel gert hjá Fritz að draga saman þær gerðir af jarðfræðilegum atburðum sem urðu að hafa gerst, en honum tekst þó ekki að útskýra hvernig þeir gerðust allir samtímis:
Sum upprétt tré með langa trjáboli og vel varðveittum rótum voru greinilega kaffærðar og varðveittar á staðnum. Á sama tíma var öskufalli skolað í ár og vötn, ásamt laufblöðum og plöntuúrgangi, sem myndaði lagskipt svæði. Þegar gosvirkni og þar með þeytingu á gosefni hægði á sér undir lok Lamar River myndunarinnar, dró smám saman úr eðjuhlaupum. (Reinterpretation of the depositional environment of the Yellowstone fossil forests, William J. Fritz, GEOLOGY, Vol. 8, júlí 1980, bls. 313).
Meiriháttar slagveður og eðjuhlaup úr eldfjalli eru ekki algeng í dag, en þau útskýra suma af þáttum steingervingana í Yellowstone. Útskýring Fritz sem innihélt kaffæringu með flóði var stórt skref í rétta átt en líkan hans hefur enn þrjú vandkvæði: Í fyrsta lagi, gefur það enga útskýringu á því hvernig varðveisla (steinruni) skógarins eigi sér stað. Án efa myndi rotnun strax byrjað að brjóta niður plönturnar. Í öðru lagi, meiriháttar slagveður og gosaska geta ekki búið til steingervt tré. Steingervðu trén í Yellowstone eru grundvallaðar á kvarsi, sem krefst hás hitastigs, þrýstings og kísilríks vatns, sem eru ekki til staðar við meiriháttar slagveður og eðjuhlaupum. Í þriðja lagi, skærlitaða setið sem umlykur plöntuefnið kemur aðeins úr gosbrunnum og úr hlutum tengda líffræði, sem er ekki til staðar í slagveðri eða eðjuhlaupi.
Grein Fritz var gefin út í júlí 1980, stuttu eftir gosið í St. Helens fjallinu. Það gos hefði verið fullkomin sönnun fyrir líkan Fritz um kaffæringu og steinruna plöntuefna. Desember 1980 tölublað tímaritsins Geology birti ályktun Fritz á nýliðnu gosinu:
Jarðlög vegna eðjuhlaups St. Helens fjallsins þjónar sem nútíma hliðstæða á jarðlögum úr steingerðum skógi Yellowstones þjóðgarðsins frá eósentímanum. (Geology).
Myndin hér að ofan sýnir tvær myndir af trjábolum og bútum sem grafnir voru í eðju, eftir gosið í St. Helens fjallinu. Það vakna þrjár spurningar varðandi trjábolina sem sjást á myndunum:
- Varðveitast eitthvað af þessum kaffærðum trjábolum?
- Er eitthvert trjáanna að steingervast?
- Finnst skærlitað set sem tengjast þessum trjám?
Svarið við öllum þremur spurningum er nei, og þar með hrynur líkan Fritz. Ekkert þekkt líkan, annað en líkanið um allsherjar flóðið, útskýrir alla þætti steingervinganna í Yellowstone.
Önnur sláandi uppgötvun sem Fritz gerði á endurmati sínu um jarðlögin í Yellowstone, var að það voru í raun engin steingervingalög:
Ég fann ekkert lykil jarðlag eða lög í þeirri mynd sem tengjast frá einu þversniði til annars (með mögulega undantekningu á hvítu öskunni sem sést á köflum Cache Creek, Amthyst fjalls og Hornaday fjalls). Í raun koma flest jarðlög fyrir sem linsur eða teygja sig inn í aðrar steintegundir og geta verið rakin hliðlægt aðeins í 100 m eða minna. (Geology).
Þetta var annað dæmi um það að sönnunargögn hrekja hugmyndinni um mörg lög steingervinga. Steingervingalögin voru öllu heldur sameinaðar linsur, þykkari í miðjunni og þynnast út til jaðranna með öðrum steintegundum.
Það að Fritz minnist á hvíta ösku leiðir okkur til annarrar vísbendingar fyrir virkum gosbrunni. Hvít kísilrík set eru algeng vísbending um virkni í gosbrunnum, eins og mjallhvítur kísill á brún vatnsgígsins í Arizona. Kísilrík set í hvítum, grænum, fjólubláum, appelsínugulum og rauðum litum gusu upp á yfirborðið í röð gosbrunnasprenginga, og þöktu yfir lífræna afganga og lögðu þannig grunninn að ferli varðveislu og steinruna. Þetta leiddi til þess að marga steingervinga er hægt að finna í lituðum kísilsetum úr gosbrunnum sem þessum.
Fjórum árum síðar, árið 1984, skrifaði annar rannsakandi, Richard F. Yuretich, grein um steingervða skóginn í Yellowstone, eftir að hafa stundað eigin rannsóknir. Í greininni sem birtist í Geology, mistúlkaði Yuretich greinilega sumt að uppgötvunum Fritz. Eftir samskipti á milli þeirra beggja, útskýrði Fritz:
Í lokin, þá hefði Yuretich getað vitnað í heimildirnar betur, til að sýna að á grundvelli upprunalegu athugana minna í Yellowstone og frá nýlegri gögnum St. Helens fjallsins, tel ég að um 85% uppréttu trjábolanna í Yellowstone voru varðveittir á staðnum, en ekki í lagköku af skógum. Hins vegar sýnir umhverfið við St. Helens fjallið í dag að flutningur á 10%-15% uppréttu trjábolanna er eðlilegur jarðfræðilegur atburður sem maður ætti að búast við í máttugu eldfjallaumhverfi eins og steingervði skógurinn er. (Yellowstone fossil forest: New evidence for burial in place, Richard F. Yuretich, Geology, október 1984, bls. 638).
Fritz skýrði að flestir trjábolanna voru varðveittir á staðnum en ekki í lagköku af skógum eins og rannsakendur höfðu áður sagt, og Yuretich var sammála eftir eigin rannsókn á steingervða skóginum:
Þessir skógar eru ekki raðaðir snyrtilega eins og í lagköku eins og fyrrum höfundar hafa gefið í skyn. Öllu heldur eru aðeins einstaka hlutar varðveittir að handahófi samkvæmt því sem gerist þegar algeng set myndast. Mörg smáatriði í tengslum við bergásýnd í Lamar River mynduninni þarf enn að rannsaka, en ég tel að við höfum að minnsta kosti komist að rótum skógarvandamálsins og þurfum ekki lengur að vera slegin út af laginu vegna uppruna þessara steingervðu trjáa! (Yellowstone fossil forest: New evidence for burial in place, Richard F. Yuretich, Geology, október 1984, bls. 639).
Yuretich og Fritz höfðu að lokum sýnt fram á að steingervði skógurinn hafði verið grafinn í vatnsflóði, nú skrásett eftir ýtarlegar rannsóknir. Því miður var þó vandamálið um uppruna skógarins aldrei í raun leyst. Stutt af rótum gamla jarðfræðiviðmiðsins, verða rannsakendur áfram slegnir út af laginu vegna uppruna þessara steingervðu trjáa, vegna þess að viðmiðið þeirra er enn heit og bráðnuð milljarða ára gömul jörð.
Í samantekt sýna standandi steingervðu trén í Yellowstone nokkur vandamál varðandi falskenninguna um myndun steingervinga. Á margan hátt eru vandamálin svipuð þeim vandamálum sem tengd eru falskenningunni um loftsteinagíginn í Arizona. Í báðum tilfellum gerðu fyrstu rannsakendur ekki nægilega ýtarlega rannsókn á þeim staðreyndum sem umlykja jarðfræðilega umhverfinu, hvorki í vatnsgígnum né í standandi steingervða skóginum. Eftirfarandi er hluti af lista af ósamræmi í tengslum við uppruna steingerðva skógarins, byggt á útskýringu falskenningarinnar um steingervinga nútíma vísinda:
- Fallaska er ekki í samræmi við athuganir á greftrun á steingervðum trjám.
- Greftrun með eðjuhlaupi hefði fellt stór tré.
- Eðjuhlaup hefði ekki komið í veg fyrir rotnun.
- Eðjuhlaup er ekki ábyrgt fyrir bæði gróft og fínt marglitað set völubergs í aðskildum lögum.
- Eðjuhlaup, tími og vatn eitt og sér geta ekki steinrunnið tré.
Þetta er til vandræða fyrir falskenninguna um steingervinga nútíma vísinda, en ekki fyrir steingervingalíkan UM. Á meðan á allsherjar flóðinu stóð, streymdi upp set hlaðið vatn sem flæddi úr iðrum jarðar, sums staðar á kraftmikinn hátt, en á öðrum stöðum knúið af jarðskjálftum og flot jarðvegs. Þetta vatn, ásamt vatninu úr slagveðrinu, skolaði burt plöntuefni. Gosbrunnar spúðu út kísilset, stundum litað vegna lífrænna sambanda djúpt úr jörðinni, sem kaffærði leifar dýra og plantna. Komið var í veg fyrir rotnun í snöggu og heitu súrefnislausu umhverfi. Þrýstingur jókst hratt þegar ofanáliggjandi vatnsborðið hækkaði, þar til skilyrði vaþrývarma var fyrir hendi. Steinruninn gerðist hratt á mörgum stöðum um allan heim.
Ferillinn er nú óvirkur og gerist hvergi á yfirborði meginlandanna í dag. Hins vegar, djúpt á sjávarbotni, á mjög litlum kvarða, dæla heit op svartar og hvítar strýtur vatni, sem er hliðstætt við allsherjar flóðið.
Uppstreymi vatns úr iðrum jarðar er eitt af lykilatriðunum sem þarf til að skilja hvernig sum tré steingervðust standandi. Slík tré stóðu á svæði þar sem flóðið var ekki nógu öflugt til að velta þeim. Þau voru öllu heldur umlukin rísandi vatni þar til dýpt, þrýstingur og ofurmettað kísilríkt vatn var nægilegt til að steingerva trén á staðnum.
Upphaf flóðsins og óveður skoluðu minni trjám og fínu lífrænu efni burt í minni hæð þar sem kísilrík set úr gosbrunnum þöktu og varðveittu fínu efnin þar til þau gátu steinrunnið í vaþrývarma.
Standandi steingervðu trén eru einstök. Flest steingervð tré í heiminum sýna ofsa, tré rifin upp úr rótum sínum af öflugu vatnsflóði, liggjandi í kísilríkum árframburði þar sem steinruni myndi eiga sér stað um leið og nægilegum þrýstingi yrði náð.
Þættirnir og hráefnin fyrir steinrunaferli vaþrývarma eru hluti af mjög sérhæfðri uppskrift. Hitastigið, þrýstingurinn, hráefnin og suðutíminn verður að vera hárréttur, annars gefst engin afurð. Þegar allt er fullkomið og þegar sérhver þáttur í vaþrývarma kemur saman, myndast steingervingar. Hið raunverulega ferli og tilraunirnar sem afhjúpuðu þetta ferli mun vera rætt síðar. Það tók 27 mismunandi tilraunir á fjögurra ára tímabili fyrir okkur til að læra þættina sem eiga í hlut þegar búa á til steingervð tré.
Vísbendingin um standandi steingervðu trén í Yellowstone (Hluti 1)
11.10.2019 | 12:46
Falskenningin um steingervinga skrásetti skort steingervingafræðinga á sönnunum sem styðja myndi steingervingaskrána þeirra sem byggði á þróunarkenningunni. Þrátt fyrir þetta halda sumir vísindamenn áfram blekkingum sínum með því að halda fram að steingervingar séu til í lögum samkvæmt þróunarkenningunni. Þeir þurfa enn að færa fram sannanir fyrir þessari kröfu, enda reiða þeir sig einungis á manngerð sviðsýni á söfnum og myndskreytingar.
Á síðustu öld viðhélst ein goðsögn um klassískt steingervingalag við steingervða skógana í Yellowstone. Þar var sagt að mörg steingervingalög væri hægt að sjá við Specimen hrygginn og Amethyst fjallið. Þau væru besta þekkta dæmið um heila skóga sem grófust niður yfir jarðfræðilegan tíma, einn yfir öðrum. Skýrsla frá 1955 um skóginn sagði m.a. þetta:
Í Yellowstone þjóðgarðinum dó hinn svokallaði steingervði skógur standandi undir gríðarlega miklu öskulagi 15 heilir skógar, einn yfir öðum, sem gefa okkur besta þekkta dæmið og eru sýnileg á Specimen hryggnum og á Amethyst fjallinu meðfram Lamar ánni í norðausturhluta garðsins. (Petrified Forest Trails: Jay Ellis Ransom, Mineralogist Publishing Company, 1955, bls. 14).
Höfundurinn sýndi stórar steingervðar risafurur með þvermál trjástofnsins í allt að sex metrum, sem myndi vera rúmlega 30 metra hátt. Samkvæmt yfirlýsingunni hans voru þau grafin ösku og kviku í snöggu gosi á tertíertímabilinu:
Oft voru heilu skógarnir grafnir í ösku og kviku í snöggu gosi á tertíertímabilinu. Allt frá suðurhluta Arizona til Okanagan svæðisins í Kanada voru ótal trjábolir, flestir fallnir en þó nokkrir standandi þar sem þeir uxu, grafnir og steingervðust. (Petrified Forest Trails: Jay Ellis Ransom, Mineralogist Publishing Company, 1955, bls. 14).
Nútíma vísindamenn hafa aldrei séð skóg með stórum risafurum standandi þar sem þau uxu, grafin í ösku og kviku. Það eru í raun engir skógar í hvaða stærð sem er til sem styðja þessa hugmynd. Gosaska og kvika myndu brenna trén eða sprengikraftur eldfjallsins myndi hafa splundrað þeim. Það eru engin þekkt dæmi til að fallandi aska nái eitthvað nálægt 30 metra dýpi. Það sem kemur því næst er gos í St. Helens fjallinu 1980, sem er það stærsta í sögu Norður-Ameríku sem jarðfræðingar hafa nokkru sinni fylgst með. Það gaus áætlað (óþjappað) 0,2 rúmkílómetrum af ösku sem þakti u.þ.b. 57.000 ferkílómetra svæði.
Öskufallið olli aðeins nokkra sentimetra þykku öskulagi, kannski 30 cm þar sem það var mest.
Hvað getur grafið há tré og jafnvel heilu skóga? Eðjuhlaup úr gosrásum gosbrunna. Það voru tvö eðjuhlaup í St. Helens fjallinu og þau grófu skógi vaxin svæði. Vísindafjarveran í öskufallinu hefur viðhaldist í áratugi í vísindaritum án nokkurra sannana til að styðjast við. Það fór þó að halla undan fæti á þessari falskenningu eftir gosið í St. Helens fjallinu 1980.
Á heimsvísu liggja steingervð tré í ljósum og fínum leirlögum. Þau eru klárlega ekki botnfall úr ám, og þó svo að sumir hafa haldið því fram að þetta sé gosaska, þá er þetta í raun set úr gosbrunnum sem gusu í flóðinu, eins og útskýrt er í undirkafla 8.5.
Til baka til sögunnar um 15 heila skóga, einn yfir öðum í Yellowstone sem eiga að hafa þakist af gosösku, þá hefur verið talað um lög steingervða skóga vegna þeirra steingervðu trjáa sem fundist höfðu standandi á mismiklu dýpi á mörgum hryggjum (sjá mynd að neðan). Þetta leiddi til þeirrar ályktunar að hæðirnar innihéldu lög af steingervðum trjám. Í mörg ár bentu vísindamenn á þetta sem sönnun fyrir líkanið um marglaga set af steingervingum. Hins vegar grófu vísindamenn aldrei niður í hæðirnar til að rökstyðja þá kröfu.
Með tímanum óx hið meinta skógivaxna svæði. Árið 1976 var sagt að það hafi verið 21 mismunandi skógur, hver ofan á annan:
Yellowstone þjóðgarðurinn í Wyoming, Idaho og Montana fylkjum innihalda stórar víðáttur af standandi steingervðum skógum. Þau grófust niður fyrir einhverjum 50 milljónum árum vegna röð eldgosa, en yfir 21 mismunandi skógur stendur ofan á hverjum öðrum. (Oddities of the Mineral World, William B. Sanborn, Van Nostrand Reinhold Co., 1976, bls. 102).
Síðan 1872 gáfu vísindamenn út ofgnótt af vísindagreinum um þessi frægu steingervðu tré, en það var alltaf fjöldi vandamála með kenningunum í kringum þau. Hvernig getur myndun á standandi steingervðum skógi verið útskýrður? Þekktari steingervðu trén í Arizona og flest önnur steingervð tré eru steingervingar sem liggja á yfirborðinu, þakið flóðseta eða gosösku. Væntanlega eftir greftrun átti grunnvatn að umbreyta viðinn í stein með tímanum, en það eru sex ástæður fyrir því að það gerist ekki. Í fyrsta lagi, magn gosöskunnar sem þarf til að kaffæra heilan skóg með öskufalli hefur aldrei sést. Í öðru lagi hefði fallandi aska varðveitt mikið af öllu trénu, þar á meðal smáar greinar, laufblöð og köngla. Þetta sést þó sjaldan:
Steingervð barrtré eru mjög algeng en hvers vegna það skortir varðveitta köngla virðist erfitt að útskýra í mörgum tilfellum. (Petrified Forest Trails: Jay Ellis Ransom, Mineralogist Publishing Company, 1955, bls. 8).
Næst, grunnvatn, þar með talið flest jarðhitavatn, inniheldur ekki nægilega mikið af uppleystum kísil til að mynda kvars. Í fjórða lagi er myndast ekki nægilega hár þrýstingur í greftrun í ösku til þess að virkja kvarskristöllun. Í fimmta lagi er ekki til nægilega mikill hiti til að knýja steingervingaferlið til að breyta við í kvars. Í sjötta lagi var viðurinn sem kaffærður var í ösku líklega ekki í súrefnislausu umhverfi, þannig að hann hefði rotnað. Og að lokum, langstærsti hluti þeirra svæða þar sem steingervð tré finnast á yfirborðinu (t.d. í austurhluta Bandaríkjanna) eru með fá ef nokkur eldfjöll, og þess vegna getur eldgos ekki verið ábyrgt fyrir uppruna steingervða trjáa.
Kenningin um öskufallið var vinsæl vegna þess að hún virtist útskýra hvernig tré gátu varðveist standandi upprétt yfir alla hlíðina. Fallandi aska myndi nefnilega halda trjánum uppréttum en mikil eðjuhlaup myndu hins vegar velta trjánum. Hugmyndin um greftrun í ösku leiddi rannsakendur til að vangavelta að hvert tímabil skógræktar skildi tré eftir standandi í lögum sem nú eru grafin, og að þau lög væru að finna djúpt undir hlíðinni, ef þeim dytti í hug að grafa þau upp. Hugmyndin var sú að á jarðfræðilegum tíma hafi endurtekin lota á vexti nýs skógar átt sér stað, þ.e. alger (eða því sem næst) kaffæring í öskufalli, síðan veðrun og vöxtur skógar á ný. Rannsakendur höfnuðu útskýringum með flóði eða kaffæringu í aur, vegna þess að kenningar sem fjölluðu um mikil flóð og eðjuhlaup voru ekki vinsælar í jarðfræði.
Síðan á 8. áratug síðustu aldar lögðu nýjar rannsóknir til, að endurmeta standandi steingervð tré. Einn leiðandi fræðimaður, William J. Fritz, gaf út grein í tímaritinu Geology árið 1980. Greinin hét Reinterpretation of the depositional environment of the Yellowstone fossil forests (Endurmat á umhverfi sets við steingervðu skógana í Yellowstone). Fritz tók ýtarlegar lýsingar á svæðinu með í reikninginn, og kom þannig sterkum grunni á fót fyrir greinina sína. Hann skrifaði að í staðinn fyrir að sjá set úr eldfjalli, þá séu flest setin árframburður eða vatnsset:
Steinar úr Absaroka eldfjalla yfirhópi hafa venjulega verið vísað í sem úr eldfjalli og skógurinn túlkaður sem hann væri varðveittur úr lotubundnum þursabergs- og öskugosum [sem] kaffærðu endurtekið skóga á eósentímanum (Brown, 1961). Dorf (1964b) áætlaði fjölda og tíðni eldgosa á grundvelli fjöldans á röð eldfjalla-laga sem innihalda steingervða trjáboli í Lamar River mynduninni. Síðar vísuðu Smedes og Prostka (1972) í flest varðveittu steingervðu trén sem vatnsset og kölluðu þetta efni ásýnd árframburðar, jafnvel þó að engar ýtarlegar lýsingar á steininum voru gefnar (Parsons, 1974). Ég fann einnig flest steingervðu trén í setbergi með ásýnd vatnsframburðar. Með því að fylgja tillögu Parsons (1974), vísa ég í flesta steina sem grófu viðinn sem völuberg og sandstein og hugtakið þursaberg notist frekar fyrir minniháttar gosefni sem kom úr Hornaday fjallinu. (Reinterpretation of the depositional environment of the Yellowstone fossil forests, William J. Fritz, GEOLOGY, Vol. 8, júlí 1980, bls. 310).
Þetta væri staðfesting á hliðrun viðmiðunar í hugsunarhætti jarðfræðinnar, úr eldfjalla- í vatnsframburð þegar kemur að uppruna setsins sem kaffærði standandi steingervðu trén. Völubergið sem minnst er á í greininni er set í mismunandi stærð: stórir steinar eins og steinvölur og malarhnullungar, en einnig fíngert set. Stærri steinarnir bera vott um þá orku og krafti í vatninu og aurnum sem flæddi á trén. Fritz hafði greint frá því að hraunflæði og flikruberg (úr ösku) samanstandi minna en 10% af mynduninni:
Hraunflæði og flikruberg mynda minna en 10% af Lamar River mynduninni. (Reinterpretation of the depositional environment of the Yellowstone fossil forests, William J. Fritz, GEOLOGY, Vol. 8, júlí 1980, bls. 310).
Gangvirkið á myndun steingervinga í allsherjar flóðinu (vaþrývarminn) er að hluta til gosvirkni sem lítill þáttur, þó svo að hún hafi verið víðtæk. Jarðskjálfta-núningshiti olli gosum í gosbrunnum og útkasti á móbergssetum, ásamt mörgum öðrum fínkorna setlögum.
Greinin eftir Fritz innihélt ýtarlegar athuganir sem mörgum öðrum rannsakendum yfirsást; athuganir á skærblá-græna og gráu setunum og á frjókornum, laufblöðum og nálum í miklum mæli og nokkuð af könglum sem fundust aðeins á ákveðnum leiðarlögum. Þessi algerlega aðskilin lög (trjábolir í völubergi og lítill tréefni í lituðu seti) afhjúpa mikilvæga staðreynd: trén dóu ekki vegna eins staks eðjuhlaups úr eldfjalli eða einu öskufalli. Fritz leggur til að vatnsskolun úr meiriháttar slagveðri hafi valdið plöntunum til að bókstaflega staflast upp:
Á Amethyst fjallinu og Specimen hryggnum er móbergsleiti standsteinnin skærblá-grænn, en á öðrum stöðum er hann grár. Þó svo að móbergsleiti sandsteinslögin innihalda færri hluta af steingervðum trjám heldur en í völuberginu, þá innihalda þau frjókorn, laufblöð og nálar í miklum mæli og nokkuð af könglum. Þessar vel varðveittu lífrænar leifar eru algengar á ákveðnum leiðarlögum, á stöðum þar sem rætur lóðrétta trjábola eru. Það hefur verið lagt til að kalla þær paleosol (fornjarðveg). Hins vegar hafa ekki fundist A, B eða C leiðarlög, og eru svæðin mjög þunn, eru vel klofin, hafa enga rotnaða lífræna afganga og leggjast sum staðar yfir stór grjót. Leifar lóðréttra trjáa í ásýnd völubergs hafa venjulega ekkert lífrænt svæði eða sjáanlega veðrun tengda rótunum. Lífrænu svæðin koma líklega ekki fram sem jarðvegur, heldur frekar sem haug af plöntuúrgangi sem varð fyrir vatnsskolun, mögulega í meiriháttar slagveðri í tengslum við eldvirkni. (Reinterpretation of the depositional environment of the Yellowstone fossil forests, William J. Fritz, GEOLOGY, Vol. 8, júlí 1980, bls. 311).
Skærblá-græna móbergsleita lagið sem Fritz minntist á, er raunverulega set úr gosbrunnum í allsherjar flóðinu og er ekki fornjarðvegur (paleosol), rökstutt að hluta til með þeirri staðreynd að ekkert skærblá-grænt móberg sést myndast úr eldfjöllum í dag. Auk þess sýnir lífræna bergmylsnan enga rotnun, sem krefst súrefnislaust umhverfi. Tillaga hans um hvernig stæði á þessum framburði vatnsskolun, sem er í raun vatnsflóð svarar aðeins hluta af leyndardómnum. Ef efnið var borið fram vegna yfirborðsflóða, hvað varðveitti efnið frá rotnun og hver er uppruni skærblá-græna setsins? Þetta er mikilvæg grundvallar spurning:
Þetta finnst hvergi, vegna þess að steinrunaferli allsherjar flóðsins er mjög skilmerkilegt, og gerðist aðeins einu sinni, á heimsvísu.
(Framhald hér)
Bindi II - Kafli 11 | Breytt 10.3.2020 kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Steinrunaferlið
4.10.2019 | 10:56
Hin einfaldaða sex-þrepa steinrunaferlið er sýnt í mynd hér að ofan. Eins og áður hefur verið sýnt, eru steingervingar oftast ekki að myndast í dag. Þrepið fyrir flóðið er einfaldlega óhreyfða umhverfið með alla sína vistfræðilegu þætti: plöntur og dýr sem lifa og deyja, mörg sem hafa útrýmst í dag vegna náttúrulegra breytinga á hnattrænu umhverfinu. Á þessum tíma voru veðurbreytingar ekki endilega öfgakenndar lítilvæg hækkun í hitastigi leyfði útbreiðslu á plöntum, sem mörg hver innihéldu beiskjuefni, eiturgerð í plöntum fyrir mörg dýr. Þetta gæti hafa haft djúpstæð áhrif á risaeðlur sem átu plöntur, en mörg gætu hafa byrjað að deyja út fyrir allsherjar flóðið. Sum þeirra beina sem hafa varðveist af löngu dauðum dýrum á tíma flóðsins, gætu komið til greina að hafi steinrunnið, ásamt leifar af dýrum og plöntum sem dóu í flóðinu sjálfu.
Annað þrep steinrunaferilsins er í raun upphaf flóðsins: gosbrunnar gusu um allan heim með látlausum ofsa meðfram úthafs- og meginlandsflekamörkum. UM halastjarnan sem fjallað var um í líkaninu um allsherjar flóðið, var líklega áhrifavaldur á bak við hnattrænu vatnsgosanna og kvikunarinnar í kjölfari þeirra (ris og sig jarðskorpunnar). Rísandi flóðvötn grófu híbýlasvæði dýra sem reyndu að flýja rísandi vatnið, en þetta er ein ástæða þess að þúsundir dýra eru fundin grafin í algengum flóðsetum í dag. Hlutfallslega sjaldgæfir steingervingar fugla eru afleiðing þess að fuglar geta flogið og sest á fljótandi hluti og forðuðust þeir þannig greftrun samstundis.
Þrep þrjú er ferli greftrunar, þar sem vatn og set úr gosbrunnunum hófu að þekja víðáttumikil svæði á jarðskorpunni. Þetta byrjaði hægt, en breytingar á yfirborði jarðar jukust hratt þegar núningur á milli flekanna hitaði vatnið snögglega sem var ofan á því sem olli gríðarlegum sprengigosum. Rólegra var á öðrum stöðum, allt eftir umfangi hruns og hreyfingu flekanna. Hægt vaxandi vatnið flæddi sum svæði sem kom úr fjarlægum sprungum og úr kvikun. Mikið af vatninu undir jarðskorpunni var súrefnissnautt, sem er umhverfi varðveislu lífræns efnis sem myndi steingervast síðar. Hin raunverulega umbreyting á varðveittu lífrænu efni í steingervinga gerðist í þrepi fjögur. Eftir tímabil niðurdýfingu, lágu meginlöndin grafin undir fleiri hundruði og jafnvel þúsundir metra djúpu heitu vatni. Hinn gífurlegi vatnsþrýstingur og núningshitinn úr hreyfingu jarðskorpunnar myndaði vaþrývarma. Steinefna- og kísilríka heita vatnið í vaþrývarmanum breytti allar gerðir lífræns efnis í steingervinga. Svo lengi sem vaþrývarma uppskriftin var ákjósanleg, með vatni, þrýstingi, hitastig, ákveðna steingera og gasþrýsting, héldu lífræn efni í umhverfinu áfram að kristallast í ferli sem lýst er í undirkafla 7.4. Þættir steinrunaferlisins eru svo nákvæmir, að það getur ekki hafa gerst í langan tíma. Nákvæmnin í umhverfinu útskýrir hvers vegna steingervingar finnast aðeins nálægt yfirborði jarðarinnar.
Alls staðar þar sem málmgrýti og aðrar kvars yfirborðssteindir finnast í dag, verða rannsakendur að viðurkenna að svæðin þar sem þau finnast í, voru einu sinni þakin djúpum og heitum höfum. Hátt hitastig sjávar og þrýstingur, lykileiginleikar steinrunaferlisins, voru til staðar á jarðskorpunni meðan á flóðinu stóð yfir, vegna þess að þessir eiginleikar eru nauðsynlegir til að mynda steingervinga og steindir byggða á kvarsi, eins og chert.
Árið 2003 leiddu rannsakendur frá Arizona State og Stanford háskólunum ítarlega rannsókn á chert frá Suður-Afríku, steini með mótsagnakenndum uppruna. Chert er einfaldlega dulkornótt útgáfa af kvarsi. Þetta er mjög algeng steind sem er til í miklum mæli og finnst víða um heim. Jarðefnafræðilegar rannsóknir leiddu í ljós uppruna sem rannsakendur nútíma vísinda hafa hafnað lengi: chert og kvars steinar eiga uppruna sinn í heitum höfum. Höf með hátt hitastig drepa mest allt líf í sjónum, þannig að þessum þætti var hafnað fyrir löngu síðan, en staðreyndir um myndun chert steindarinnar eru bara of einfaldar til að hunsa.
Rannsakendur mátu réttilega að styrkur kísils í sjónum í dag er of lár til að geta verið ábyrgur fyrir kísil í steingervingum. Þeir gera sér einnig grein fyrir því að gömul höf þar sem chert myndaðist var miklu heitari en sjórinn er í dag (þeir áætla 55-85°C). Hins vegar virðast rannsakendur ekki vita að chert getur ekki myndast nema hátt hitastigi og þrýstingur sé fyrir hendi á meðan myndunin stendur yfir:
Fyrir hið gífurlega magn útfellingar á kísil og efnaafleysingu þess í Onverwacht chert steinum, þarf gífurlegan hreyfanleika í kísilnum í sjónum og nýmyndunarvökva miðað við þá til forna. Í dag innihalda höf mjög lítið af uppleystum kísil (<1 part úr milljón) vegna þess að kísilþörungar botnfella fljótt nánast allan fáanlegan uppleystan kísil. Ef umfangsmikið lífrænt botnfall væri ekki til staðar, gæti uppleystur kísill í sjónum aukist upp í mettunarmörk fyrir ópal. Ef sjórinn á upphafsöld næði 55-85°C hita eins og við gerum ráð fyrir hér, gæti uppleystur kísill sem kemur í sjóinn í gegnum neðansjávar útblástur og niðurbrot, aukist í >300 parta úr milljón (gildi sem byggist á kísilleysnisgögnum í Krauskopf (1959)). Þetta er meira en þrjár stærðargráður hærri heldur en í sjónum í dag. Í túlkun okkar, þá var sjórinn á upphafsöld svo kísilríkur, að setmyndun ópals og kísilruni gátu hafist með krafti sem síðar hefur ekki tíðkast. Hið gífurlega magn kísilsetmyndunar og nýmyndun kísilruna á upphafsöld sem fundist hefur í grænsteinabeltinu eru því útskýrðar auðveldlega með háu hitastigi og þar af leiðandi hárri upplausn kísils sem var lagt fram hér. (High Archean climatic temperature inferred from oxygen isotope geochemistry of cherts in the 3.5 Swaziland Supergroup, L. Paul Kauth, Donald R. Lowe, Geological Society of America, Vol. 115, No. 5, maí 2003, bls. 578).
Þó svo að rannsakendur virtust vera á réttri leið þegar þeir komu auga á að aukið hitastigi í sjónum leyfði hærri mettun á uppleystum kísil sem þeir gerðu ráð fyrir að myndi fella út chert, þá fór eitt smáatriði fram hjá þeim: hið áætlaða hitastig upp á 85°C er heitt, en það er minna er helmingurinn af því hitastigi sem þarf til að botnfall kvars-chert geti átt sér stað.
Hinn markþátturinn í steinrunaferlinu sem fór fram hjá rannsakendum er sú staðreynd að hár þrýstingur er nauðsynlegur fyrir vöxt dulkornótts kvars (chert). Chert steinarnir í Suður-Afríku uxu ekki í grunnum og köldum (eða heitum) sjó, heldur í nokkurra kílómetra djúpum og heitum sjó.
Fimmta þrepið, veðrun, er sú vísbending að steinrunaferlið átti sér stað fyrir minna en 4400 árum síðan. Með því að líta á veðrun með viðmiði allsherjar flóðsins, þá kemur fram vísbending á nánast öllu landslagi þar sem náttúrulegir steingervingar finnast í dag. Myndin hér að ofan sýnir útkomu veðrunar frá tveimur stöðum, annar þeirra er í sunnanverðu Utah en hinn í norðanverðu Arizona. Í báðum tilfellum sýna leirset og steingervt tré lítilsháttar veðrun. Þetta er það sem við eigum von á, vegna þess að flóðið átti sér stað aðeins fyrir nokkrum þúsund árum síðan. Hefði það verið milljónir ár síðan, eins og nútíma jarðfræði gerir ráð fyrir, þá hefði grænu setinu löngu verið skolað burt, og flust niður hlíðarnar inn í dalsbotninn. Enn fremur sýna bæði tilfellin að brotnu hlutarnir af steingervðu trénu eru á takmörkuðu litlu svæði, sem bendir til lítillar hreyfingar á steingervingunum síðan myndun þeirra.
Þurra eyðimerkurumhverfið þar sem þessir steingervingar liggja, verður ekki fyrir mikilli rigningu, en milljónir ár myndu gersamlega hafa skolað út leirhæðirnar í dag sem breytast greinilega eftir hverja rigningahríð. Hneppi og ástand steingervðu trjáanna eru einfaldlega of fersk til að réttlæta veðrun yfir milljónir ára.
Þar sem meirihlutinn af öllum steingervingum mynduðust á eða nálægt yfirborðinu, kemur það ekki á óvart að það þarf mjög litla veðrun til að steingervingarnir líti dagsins ljós sem sjást á víðavangi í dag. Sjötta þrepið í steinrunaferlinu er þegar steingervingarnir koma í ljós eftir að hafa myndast í allsherjar flóðinu. Steingervingar eru einfaldlega steinar, nokkuð oft kristallaðir steinar byggðir á kvars, en kvars kristallar geta aðeins myndast í umhverfi vaþrývarma. Vegna þess að aðstæður þær sem steingervingar myndast í eru svo krefjandi, sýna tilvera þeirra, staðsetning þeirra og áhrif veðrunar á þá, allir raunveruleika allsherjar flóðsins.
Bindi II - Kafli 11 | Breytt 6.11.2019 kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndun steingervinga á náttúrulegan hátt
26.9.2019 | 10:12
Til er einföld ástæða fyrir því hvers vegna við sjáum ekki náttúrulega steingervinga myndast í dag. Umhverfisskilyrðin sem steingervingar á landi mynduðust í eru hvergi til á meginlöndunum í dag.
Hins vegar, ef við lítum nánar, þá eru til staðir þar sem plöntur og dýr varðveitast í mjúku kolefnisástandi sínu. Þau hafa ekki orðið að steinum, en dauði lífveranna leiddi ekki til rotnunar dýrsins eða plöntunnar, vegna þess að örverurnar sem valda rotnun hafa ekki getað lifað í því umhverfi þar sem lífveran dó, eða var grafin. Þetta er ágætis staður til að byrja að skilja uppruna steingervinga. Síðar munum við rannsaka vísbendinguna um pólsteingervinga, þar sem umhverfi í lágu hitastigi olli varðveislu lífvera. Í frosnu hitastigi er ekki mikið vatn til staðar þar sem örverur geta lifað.
Önnur leið sem lífverur geta varðveist í sínu mjúka ástandi er að þær verða umvafðar umhverfi þar sem lítið sem ekkert súrefni er til. Eitt gott dæmi um þetta eru svokallaðar bláar holur (sjá mynd), sem almennt eru op gosbrunna, nú fyllt með vatni. Bláar holur eru skildar sem kalksteinshellar sem sökkva venjulega niður í sjóinn þar sem óvenjulegt súrefnislaust umhverfi þrífst. Plönturnar og dýrin sem finnast þar eru ótrúlega vel varðveitt, eins og sagt er frá vísindamanni sem rannsakaði bláar holur á Bahamaeyjum:
Í sumum bláum holum, segir Albury, höfum við fundið heilar beinagrindur og mjúka vefi varðveitta á skjaldbökuskeljum, þúsundir ára gamlar. Laufblöð hafa enn byggingu sína og litarefni, og skordýravængir eru enn lithverfir, bláir og grænir. Eins og steingervingafræðingur leiðangursins Steadman útskýrir, er súrefnislausa umhverfið blárra hola fullkomið til að varðveita lífrænt efni. Væri það ekki vegna blárra holanna, segir Steadman, myndu mikið af steingervingaskrá dýranna frá Bahamaeyjunum sem eru þúsundir ára gömul, ekki vera til. (Deep Dark Secrets, Andrew Todhunter, National Geographic, ágúst 2010, bls. 52).
Vísindamenn hafa komið auga á umhverfi þar sem fínar lífrænar byggingar geta varðveist við yfirborðshitastig í súrefnislausu vatni. Að sjálfsögðu eru steingervingarnir sem eru á víð og dreif í landslaginu ekki á botni blárrar holu, en súrefnissnauða vatnið sýnir gerð umhverfis sem er nauðsynlegt til að varðveisla geti átt sér stað.
Fyrsta lykilhráefnið í uppskrift af náttúrulegum steinruna er vatn. Af þeim þúsundum steingervingum sem hafa verið fundnir og safnaðir í áratugi, var aldrei neitt tilfelli þar sem steingervingur myndaðist ekki í umhverfi vatns. Til að sýna mikilvægi vatns í steinrunaferlinu, bendi ég aftur á steingervðu sporin. Sporin eru útskýrð af nútíma steingervingafræðingum að þau hafi myndast í leðju og síðan þakin einhvern veginn í seti flóðs, áður en þau gátu skemmst.
Sum steingervð dýraspor, eins og þau í Coconino setberginu í norðanverðu Arizona, sýna för undir yfirborðinu (ekki undir berum himni):
Mikið af steingervðum sporum hryggdýra í Coconino setberginu í norðanverðu Arizona sýna nokkur atriði sem benda til þess að þessi spor mynduðust ekki undir berum himni. Sum sporin byrja eða enda snögglega á ótrufluðu lagseti og í öðrum sporum er stefna einstaka spora önnur en stefna leiðarinnar. Þessi atriði benda til uppdrifs dýrsins í vatni. Dýrin voru að hluta til að synda í vatninu og að hluta til að ganga á undirlaginu, og þau voru stundum að þoka sig upp halla á yfirborði sands undir vatni, á meðan þau voru að reka til hliðar af hliðarstraumum. Athuganir á hreyfingum á eðlum í settanki fylltan vatni, styðja þetta líkan. (Fossil vertebrate footprints in the Coconino Sandstone (Permian) of northern Arizona: Evidence for underwater origin, Leonard R. Brand, Thu Tang, Geology, Vol. 19, desember 1991, bls. 1201).
Slíkar athuganir gefa til kynna að varðveislan gerðist í vatni. Hins vegnar, alveg eins og sýnt var með bananaflögurnar varðveisla er ekki steinruni.
Þetta er eitt af stærstu ósvöruðum grundvallar spurningum nútíma vísinda. Eru laufblöð, skordýravængir eða annað fíngert lífrænt efni að breytast í kvarsstein í bláum holum eða í vatni í dag? Nei!
Hvers vegna ekki vegna þess að umhverfisskilyrðin eru ekki vaþrývarmi og þau samanstanda ekki af þeim nauðsynlegum efnum til að geta hlúað að vexti kvars. Til þess að geta búið til steingervinga, þá þurfum við fyrst að búa til steina.
Uppruni steingervinga
19.9.2019 | 15:25
Næstu færslur fjalla um hvernig náttúrulegir steingervingar myndast. Steinrunaferlið mun vera kynnt hér í smáatriðum og margir þættir ferlisins á ákveðnum steingervingum munu vera ræddir. Einkum verður uppruni steingervða trjáa skoðaður vandlega, þar sem þau eru svo algeng í steingervingaskrá jarðarinnar. Sú saga gegnir mikilvægu hlutverki í skilningi okkar á því hvernig steingervingar myndast.
Nokkur dæmi munu hjálpa við að koma uppruna steingervinga á fót: Standandi steingervðu trén í Yellowstone, ormétinn viður, steingervð tré með málmgrýti og ómótmælanlega sönnunin á steingervingum. Þessi undirkafli lýkur með hinum þremur grundvallar steinrunaferlum sem hjálpar að setja á fót ramman að steingervingalíkaninu í stærri skilningi, sem tekur tillit til ferla kísilruna, kölkunar og kolunar.
Gervisteingervingar
Kaflinn um falskenninguna um steingervinga útskýrði hvers vegna núverandi kenningar um steinruna í nútíma vísindum séu rangar. Til þess að skilja hvað steingervingar raunverulega eru, þá hjálpar það að vita hvað þeir eru ekki.
Fremst á myndinni hér að ofan sést hvernig þurrkaður banani er varðveittur vegna þess að allur raki var fjarlægður úr honum. Bananinn í bakgrunninum er ekki varðveittur en munurinn liggur í því að búið er að fjarlægja vatn úr sneiðunum áður en hrörnun gat átt sér stað. Þegar bananar falla af tré í náttúrunni, þá varðveitast þeir ekki. Aðeins sérstakt varðveisluferli mun gera bananasneiðarnar geymsluþolnar. Ferlið gæti innihaldið að dýfa sneiðarnar í sítrónusafa og sykurvatn áður en þær eru settar í þurrkara. Þetta hjálpar að viðhalda litnum og innsiglar efnið þannig að það hrörnar ekki í nokkur ár. Ef hins vegar vatni sé bætt í bananaflögurnar, þá byrja þær að hrörna samstundis og missa útlit sitt sem bananasneiðar. Bananaflögur eru klárlega ekki steingervingar. UM skilgreiningin á steingervingi er að hluturinn verður að verið varðveittur náttúrulega í allsherjar flóðinu (venjulega myndast steindir) áður en hægt sé að líta á hann sem steingerving. Til að skýra þetta enn frekar, þá getur lífvera steinrunnið í vaþrývarma á hafsbotni í dag (eða eins og við munum sjá brátt, í rannsóknarstofu), en til þess að verða að raunverulegum steingervingi eins og það er notað í UM, verður það að vera fornt. Þess vegna eru náttúrulegir steingervingar þau eintök sem eru tengd tímabili allsherjar flóðsins.
Myndin hér að ofan sýnir tvær myndir af gervisteingervingum sem mynduðust í nútíma steinsteypu. Laufblaðið og fuglasporin mynduðust á gangstétt og sýnir hvernig gervisteingervingar myndast. Gervisteingervingur er far eftir lífveru sem umbreyttist í stein á ónáttúrulegan hátt. Að sjálfsögðu er steinsteypan sem þessir gervisteingervingar mynduðust í, ekki að finna í náttúrunni. Þetta er ástæðan fyrir því að við finnum ekki slík fuglaspor eða far eftir laufblað varðveitast á náttúrulegan hátt í dag.
Til að skilja réttan uppruna á náttúrlegum steingervingum, þá verðum við að snúa okkur að dæmum í náttúrunni þar sem varðveisla hefur átt sér stað, og fylgja því síðan eftir hvernig hin varðveitta lífvera umbreyttist í steind.
Bindi II - Kafli 11 | Breytt 15.11.2019 kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Steingervð mót og fótspor
5.9.2019 | 12:41
Auðveldlega er hægt að mynda far í mjúkum farvegi með sporum dýra, manna, fugla og jafnvel skordýra þegar þau ferðast yfir farveginn. Spor hjartardýra í dag í leir og sandi eru sýnd í mynd hér að neðan. Fersku sporin munu þó ekki varðveitast lengi, það er aðeins spurning um nokkra daga að sporin hafa afmáðst algerlega. Hvernig er það mögulegt fyrir dýraspor að varðveitast í steini? Það er ólíklegt ferli þar sem við sjáum þetta hvergi gerast í náttúrunni.
En til eru þúsundir spora um allan heim. Í næstu mynd sjást varðveitt spor nokkurra risaeðla, skriðdýra og jafnvel sandgárur úr bylgjuhreyfingum. Hvernig er hægt að útskýra þetta undir þeim röngu forsendum sístöðuhyggju úr jarðfræðinni ef við sjáum ekki spor varðveitast í dag? Steingervð mót eru ein af einföldustu vísbendingum sem sanna að nútíma kenning steingervingafræðinnar sé röng.
Börn skilja strax að spor hjartardýra á fyrri myndinni munu aldrei verða að steini, en samt trúir steingervingafræðin því staðfastlega að það eru einhversstaðar ferli í gangi sem gæti hulið þessi spor og umbreytt þau í stein, þrátt fyrir að hafa aldrei tekið eftir slíkum ferlum. Reyndar getur hún ekki útskýrt hvernig það á að gerast.
Glundroði falskenningarinnar um steingervinga eykst vegna þess að það eru engin spor hjartardýra til, og hvergi í heiminum eru slík spor að steingervast. Það eru ekki til för eftir birni, úlfa, ljón, hesta eða þúsundir annarra dýra í steinum.
Spor nútíma dýra ættu að vera varðveitt á sama hátt og risaeðluspor voru varðveitt. Vegna þess að þessi dýr eru nýlegri, ættu fjölbreytni og dreifing steingervða spora að vera miklu meiri. Tölfræðilega séð, byggt á milljónum ára í kenningu steingervingafræðinnar, myndu eldri steingervingarnir vera eyðilögð að lokum, og endurnýjuð af yngri steingervðum sporum í miklu meira mæli, en samt er næstum því ekkert til af þeim!
Vísbendingar steingervða spora í dag hrekja núverandi kenningu um steingervinga og sannar staðfastlega að hugmynd að myndun steingervinga innan sístöðuhyggjunnar sé röng. Steingervðu sporin í síðustu mynd sýna nokkur dæmi um steingervðar sandgárur (neðst á myndinni). Gárurnar líta alveg út og þær sem sjást við sjávarströnd eða bakka stöðuvatna í dag. Til eru svona steinar út um allan heim!
Hugmyndin að gárur gætu grafist niður á svipstundu í flóðvatni í dag, og ekki skemmst, og umbreyst í stein á löngum tíma, er fjarstæðukennd. Þó er það nákvæmlega þetta sem vísindamenn eru að segja í dag. Enginn vafi leikur á því að steingervð spor og sandgárur í sandsteini eru alger leyndardómur í nútíma vísindum og það krefst nýrrar útskýringar á uppruna þeirra.
Í nokkur hundruð ár hefur maðurinn fundið fótspor dýra í steinum, en það eru ekki einu fótsporin sem fundist hafa í jarðfræðiskránni mannsspor og jafnvel sandalaspor hafa verið fundin. Ágreiningur er í kringum slíka fundi vegna ályktanir sem menn draga af þeim. Munum að steingervð fótspor eiga að taka milljónir ára til að myndast og nútíma maðurinn á ekki að hafa verið til fyrir milljónum árum síðan. Því miður hafa margar uppgötvanir ekki verið skráðar nægilega vel og sumar voru afhjúpaðar sem fölsun. Samt var borið kennsl á nokkrum vel skráðum fundum af mannssporum á síðastliðnum áratug eða svo, og skrifað var um það í vísindaritum.
Í undirkafla 10.6, Vísindalegi aldursleikurinn, var aldur 269 fótspora nálægt Mexíkóborg metinn. Mismunandi aðferðir aldursgreininga sýndu gersamlega ólíkan aldur milljóna ára og þúsundir ára gamla. Auðvitað geta þeir ekki verið bæði, en burt séð frá hinu greinilegu fráviki, þá var yngri aldurinn mikilvægur vegna þess að hingað til gerðu rannsakendur ráð fyrir því að steingervð spor gætu aðeins myndast á milljónum árum. Núna halda þeir því skyndilega fram að steingervð spor væru aðeins þúsundir ára gömul.
Árið 2003 voru uppgötvuð eitt stærsta safn steinrunnaðra mannsspora í Ástralíu (sjá mynd að ofan). Samkvæmt rannsakendum gengu einstaklingar yfir mjúkan leirinn og skilið eftir fótspor sín á milli 19.000 og 23.000 árum síðan:
Þeir fundu pönnusvæðu úr leir uppi í sandöldunum nálægt eitt af vötnunum og fundu fyrstu af síðar 450 uppgötvuðum fótsporum á rúmlega 700 fermetra svæði eða svo. Hann sagði að teymið hafi fundið 22 slóðir, sumar allt að 20 metra langar, þar sem einn maður gekk í eina átt. Sporin eru á milli 19.000 og 23.000 ára gömul, aldursgreint með hæð síðasta jökulskeiðs. (Earliest human footprints in Australia).
Eitt fyrstu vandamálana sem vísindamenn hittu á, meðan þeir reyndu að komast að aldri fyrir fótsporin, er að þeir gátu hvorki notað venjulegu geislakolsaðferðina né aðferð bráðnaðs bergs. Förin eru ekki kolefni og steingervðu fótsporin voru í setbergi, ekki í storkubergi. Þess vegna gátu menn ekki notað tvær af algengustu aðferðum aldursákvörðunar, en aðrar aðferðir nútíma vísinda eru ekki eins nákvæmar. Þess vegna gaf hin valda aðferð, aldursgreining með ljósi, óáreiðanlega aldra.
Vegna þess að fótsporin voru staðsett í setlögum sem talið er að sé tengt síðasta jökulskeiði, ákváðu rannsakendur að steingervðu mannssporin hljóta ekki að vera milljónir, heldur aðeins þúsundir ára gömul. Það er mikilvægt að skilja hvernig rannsakendur bjuggu til kenningar um hvernig leirset varð steinrunnið. Í fyrstu trúðu rannsakendur greinilega að steingervð fótspor voru hörnuð eins og steinsteypa vegna kalsíumkarbónats:
Hann sagði að fótsporin, sum allt að 15 mm djúp, hafi verið sett niður í leðjuborinn leir sem innihélt kalsíumkarbónat sem harðnaði eins og steinsteypa þegar hún þornar. Þurru sporin voru síðan þakin með meira leirlagi og loks af nokkrum metra af sandi úr sandöldunum. Sandurinn fauk síðan burt, sem afhjúpar þessi spor, sagði Cupper. (Earliest human footprints in Australia).
Eitt vandamál með þessa útskýringu er að leir og kalsíumkarbónat, eða kalk, þornar ekki í náttúrunni til að verða að sementi. Það þarf að hita sementsblönduna í hitastig sem er hærri en 1400°C til að mynda sement sem notað er í byggingaframkvæmdum. Hvergi á yfirborði meginlandanna getur hitastig sem þetta náðst á náttúrulegan hátt á stórum svæðum.
Rannsakendur fótspora, Steve Webb, Mathew L. Cupper og Richard Robins gáfu síðar út skýrslu árið 2006, þar sem þeir greindu frá því að gifs væri valdur sementsbindingarinnar:
Harða lagið í setinu er um það bil 150 mm þykkt og er samansett af að minnsta kosti tíu ofanáliggjandi þunnum sneiðum úr gifsríku leðjubornum leir. Þessi set hafa harðnað með fínkorna fylliefni úr gifsi. (Pleistocene human footprints from the Willandra Lakes, southeastern Australia).
Harðnaður gifs-leir kallar fram leyndardóm sem er enn óskiljanlegri en kenningin um sementsbindingar kalsíumkarbónats. Að minnsta kosti var nóg af útfallandi karbónati í náttúrunni til staðar í karbónat-sements kenningunni. En harðnað gifsset er ekki svo algengt og það er mjög sjaldgæft að finna ofurmettað vatnskerfi þar sem gifs fellur nægilega fljótt út til að útskýra varðveislu þessara fótspora. Af þessari ástæðu kom það ekki á óvart að rannsakendur gáfu enga útskýringu á því hvernig gifs-leir varð steinrunnið. Í næsta undirkafla komum við aftur að þessum leyndardómi í nútíma vísindum, sem einungis er hægt að skilja með þekkingu á vaþrývarma allsherjar flóðsins.
Rannsakendur einblíndu á mannfræðilegu hliðina á fótsporunum og framkvæmdu mjög góða og ýtarlega vinnu og útreikninga varðandi stærð beggja fótspora og á þeim einstaklingi sem gerði þau. Það kom á óvart að útreikningar þeirra sýndu að þrír hávöxnustu einstaklingarnir (vitað eru um átta einstaklinga) voru líklega karlmenn, 191 cm, 196 cm og 198 cm háir!
Lengd fótspors í T1-4 er á milli 270 mm og 300 mm, sem bendir til hávaxinna til mjög hávaxinna, næstum örugglega karlmanna. Hæðir rokka frá 1,78 ± 0,13 m í T2 og T4 til 1,98 ± 0,15 m í T1, sem er hávaxnasti einstaklingurinn á vettvangnum. (Pleistocene human footprints from the Willandra Lakes, southeastern Australia).
Jafnvel á okkar mælikvarða er 1,98 m hár maður mjög hávaxinn. Þess vegna skildu fótsporin rannsakendur eftir með miklu fleiri spurningar heldur en svör. Í þeirra huga eiga þeir erfitt með þá hugmynd að frumbyggjar Ástralíu eru afkomendur svo hávaxinna forfeðra. Sé þróunarkenningin rétt, hvers vegna eru íbúar Ástralíu að minnka? Næstu tveir kafla munu rekja og leysa eitthvað af þessum spurningum, en fyrir þessar stundar sakir standa nútíma vísindi án svara um það hvernig þessi steingervðu mannsspor mynduðust.
Raunveruleikinn í Miklagili steingervingar sem vantar
30.8.2019 | 08:17
Heimasíða Miklagils þjóðgarðsins sýnir samansafn af steingervingum sem fundnir hafa verið í gilinu. Í 446 km flæðir Colorado áin í gegnum djúpt gil sem er 16 km breitt að meðaltali á milli brúna. Heimasíðan segir frá steingervingum úr sjó og landi, en einnig öðrum nýlegum steingervingum.
Hinir svokölluðu nýlegir steingervingar eru í raun ekki steingervðar leifar, heldur eru þeir bein, hár og önnur lífræn efni sem venjulega eru fundin í hellum. Steingervingar úr landi eru aðallega mót plantna, mót drekaflugu og spor dýra í sandsteininum. Mótin eru aðeins stimpill gamalla lífvera á jörðinni ekki leifar þeirra sjálfra. Steingervingarnir úr sjó eru aðallega skeljar með nokkrar aðrar smáplöntur og dýr.
Lög Miklagils eiga að tákna tíma sem spannar hundruði milljóna ára plöntu- og dýralífs, þar á meðal fimm mismunandi skipti þar sem svæðið var þakið sjó, samkvæmt þeim vísbendingum sem útdauðar sjávartegundir gefa.
Skýringamyndin um steingervinga Miklagils sem vantar, sem sýnd er hér að ofan, greinir frá allt annarri mynd af Miklagili en sú sem nútíma jarðfræðin sýnir. Heimasíða Miklagils þjóðgarðsins og næstum önnur hver bók um Miklagil og steingervinga þess, yfirsjást einn mikilvægasta þátt í sögu steingervinga Miklagils þá steingervinga sem vantar!
Reyndar eru steingervingarnir sem eru ekki til staðar mjög mikilvægir og hafa þeir víðtækari afleiðingar fyrir steingervingafræðinga, og fyrir alla, heldur en steingervingarnir sem eru til staðar. Ef gilið hefði myndast á milljónum ára og eftir að hafa verið dýpt niður í sjó fimm sinnum, þá myndi það hafa orðið fyrir gríðarlegum breytingum á vistkerfinu á þeim hundruði ferkílómetrum þar sem gilið er staðsett. Þetta myndi þýða að leifar af þúsundir, ef ekki milljónir plantna og dýra ættu að vera á meðal steingervinganna í steinaskrá gilsins.
Steingervingafræðingar í dag reyna að ímynda sér hvernig milljónir fiska, skriðdýra og annarra dýra bjuggu við Miklagil í mörg milljón ár, stundum skilið eftir eitt og eitt fótspor en lítið annað. Til þessa hefur ekki fundist eitt einasta steingervt bein í Miklagili:
Í þessum [Coconino] sandsteini í Miklagili hafa, þótt undarlegt megi virðast, engin bein verið fundin enn. (The Geology of Grand Canyon, Edwin Mckee).
Þó svo að rannsakendur hafa vitað af þessu í rúma öld, þá veit enginn hvers vegna. Frá árinu 1931, en þá var síðasta tilvitnun skrifuð, hafa rannsakendur grannskoðað gilið, en samkvæmt heimasíðu þjóðgarðsins, þá hafa enn engin bein verið fundin í garðinum:
Enginn hefur nokkurn tímann fundið steingervt skriðdýrabein eða bein innan Miklagils. Steingervð fótspor hafa fundist frá 20 tegundum skriðdýra og froskdýra, en hvorki tennur né bein! (www.nps.gov/grca/forteachers/curriculummaterials.htm, heimasíða ekki lengur aðgengileg).
Enn merkilegra er þó sú staðreynd að engar steingervðar plöntur hafa fundist í Miklagili heldur, þó svo að nokkur mót séu til. Til eru miklu fleiri steingervðar plöntur en steingervð dýr á heimsvísu og eru þær algengustu steingervingarnir (fyrir utan leifar af örverum). Í öllu sem varðveist hefur á landi í dag, er meirihluti lífmassans plöntur. Með slíkt magn af plöntuefni, hvar eru plöntuleifarnar í Miklagili og hvað með sökkvun í sjó fimm sinnum á síðastliðnum hundruði milljóna árum? Hinn frægi þjóðgarður Petrified National Forest (steingervð tré) er aðeins tæpir 200 km suðvestur af Miklagili, en þar eru stórir trjábolir varðveittir. Hins vegar í sjálfu Miklagili er ekki svo mikið sem kvistur, grasstrá, né steingervður sjávargróður til.
Steingervingafræðingar hafa reynt að segja með gleraugu þróunar, að þjóðgarðurinn með steingervðu trén sé 225 milljón ára gamall og að Miklagil byrjaði að myndast fyrir 245 milljónum árum síðan, sem útskýrir í þeirra hugum hvers vegna engin steingervð tré séu að finna í gilinu. Hins vegar sýndi kaflinn um aldurslíkanið að það eru engar staðreyndir til fyrir hinn meinta aldur. Það þarf heldur ekki mikið til að komast að raun um að ef sagan um þróunina væri rétt, þá væru mörg smærri plöntur og dýr sem kæmu á undan hinum stóru barrtré í steingervða skóginum, en sum þeirra eru meira en 30 m há.
Ennfremur, fyrir utan steingervingana, eru önnur lífræn jarðlög sem vantar í Miklagili. Það eru engin kol- eða saltlög, né eru olíupyttir í lögum Miklagils og staðreyndin að þetta vantar, sýnir að þróunar- og jarðfræðisaga Miklagils sé röng.
U.S. Geological Survey (Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna) gaf út bækling undir heitinu Fossils, Rocks, and Time (Steingervingar, steinar og tími), sem innihélt mynd sem sést hér að ofan, en hún gefur yfirlit yfir set steingervinga síðustu 600 milljón ár. Skýringamyndinni er lýst þannig:
Ljósmyndaklippur sem lýsa fjölbreytni og þróun lífsins á jörðinni síðustu 600 milljón ár. Elsti steingervingurinn er neðst og sá yngsti er efst. Hæð hvers hólfs með tímabili er í réttu hlutfalli við lengd tímabilsins. (Heimasíða USGS).
Listræna túlkunin er ekkert meira en lýsandi og ímyndaðar ljósmyndaklippur af steingervingum sem raðaðar hafa verið í svokallaða þróunarröð steingervingasögunnar. Hvers vegna eru ekki sýndar raunverulegar ljósmyndir?
Heimasíða þjóðgarðsins Petrified National Forest klárar söguna um steinaskrá steingervðu trjánna:
Menn halda að rof hafi sópað burtu steinum frá júra- og kríttímabilunum áður en Chinle steinar voru þaktir af yngri steinum úr Bidahochi mynduninni, sem skapaði hlé á steinaskránni sem er ósamræmi. Ósamræmið á milli Chinle mynduninni frá síðla tríastímabilinu og Bidahochi mynduninni frá síðjökultímanum er hægt að sjá frá Whipple Point. Í þjóðgarðinum þýðir þetta gap að 200 milljón ár vantar í jarðfræðisögunni! (Heimasíða Petrified Forest).
Þarna höfum við það. Steingervingafræðingurinn áttar sig á því að steingervingaskráin með röðuðum steingervingum er ekki til vegna þess að steinlögin sem steingervingarnir ættu að vera í eru ekki til! Mjög hagkvæmt.
Hvert hurfu 200 milljón ára setin sem vantar? Setin og steingervingarnir hljóta að hafa farið eitthvert! En rannsakendur geta ekki sýnt hvar einhversstaðar er, greinilega er bara allt týnt. Þetta þýðir einnig að samfellda skráin um þróun tegunda er týnd, eins og David Berlinski, kennari of fyrrum prófessor við Columbia háskólanum, bendir á:
Nákvæm og samfelld skrá um þróun tegunda er týnd, þessi nettu setlög, eins og Gould sagði í sí og æ, sem aldrei sýndu nákvæmlega fyrirbærið sem Darwin reyndi að útskýra. Þetta er varla mál sem steingervingafræðingar hafa verið fámálir um. Alveg í upphafi í fræðiritinu sínu Vertebrate Paleontology and Evolution, tekur Robert Carrol nokkuð réttilega eftir því að flestar steingervingaskrárnar styðja ekki stranglega frásögninni um hægfara þróun. Hin stranglega frásögn um hægfara þróun er nákvæmlega það sem kenning Darwins krefur um: Hún er hjarta og sál kenningarinnar. (The Devils Delusion, Atheism and its Scientific Pretensions: David Berlinski, Crown Forum, 2008, bls. 188-189).
Rannsakendur frá tíma Darwins héldu alltaf að sá dagur myndi renna upp að einhver myndi finna týndu steingervingana það væri bara spurning um tíma og að grafa meira. En tíminn hefur sannað að týndu steingervingarnir eru týndir að eilífu, og munu aldrei finnast.
Manngerð söfn
23.8.2019 | 09:07
Náttúruvísindasöfn sýna aldrei raunverulegar ljósmyndir sem sýna myndu setlög með röðuðum steingervingum í röð þróunar, vegna þess að þau eru ekki til. En í staðinn eru sýndar stílfærðar skýringamyndir og útskýrandi veggklæðningar með eftirlíktum setlögum, eins og í þessari mynd, þar sem steingervingar hafa verið raðaðir á heppilegan hátt til að styðja ferli þróunarkenningarinnar. En þessi lög eru ekki táknræn um raunveruleg lög nokkurs staðar í náttúrunni. Blekkingin um röðun steingervingalaga, líkt og aldursblekkingin, er grundvölluð á yfirlýsingum sem hvorki hafa bakland né athuganir til að styðjast við.
"Saga" raðaðra steingervingalaga
20.8.2019 | 12:49
Í rúmlega tvær aldir hafa steingervingafræðingar kennt sömu gömlu söguna að steingervingar sem finnast í setbergi fylgja alltaf þeim næstu í þeirri sömu röð:
Árið 1799 kom William Smith, enskur landmælingarmaður skurða, orðum á einum af megin hugmyndum sem jarðvísindin hvíla á leið til að þekkja samanburðaraldur steinlaga. Hann benti á að steingervingar sem fundnir eru í setlögum fylgja alltaf þeim næstu í þeirri sömu röð. Steingervingar urðu þannig að lykli sem leyfði jarðfræðingum að þekkja hlutfallslegan aldur og röð steinlaga, án tillits til staðsetningar þeirra. (Marvel sand Mysteries of The World Around Us: General Consultant: Rhodes W. Fairbridge, Professor of Geology, Columbia University, The Readers Digest Association, Inc., 1972, bls. 18).
Það er nokkuð furðulegt að grundvöllur allra vísinda steingervingafræðinnar er byggður á skoðun landmælingamanns skurða. Staðhæfing Smiths var að steingervingar sem fundnir eru í setlögum fylgja alltaf þeim næstu í þeirri sömu röð. Þetta var kraftmikil og alger yfirlýsing, en hafði William Smith rétt fyrir sér eða skjátlaðist honum?
Eina leiðin til að vita, er að líta á steinana í setlögum frá mismunandi staðsetningum til að sjá hvort, eins og hann orðaði það, steingervingar fylgja alltaf þeim næstu í þeirri sömu röð! Síðustu rúmar tvær aldir hafa þúsundir steingervingafræðingar haft ríflegan tíma til að koma með dæmi um slík lög, en hver er útkoman og hvar eru dæmin? Svar:
Fyrir lesenda UM kemur þetta ekki mikið á óvart. Nútíma jarðfræði setur oft allt sitt á eitt spil og þegar menn komu fram með þessa megin hugmynd, virtist hún falla náttúrulega inn í þann hugsunarhátt sem kominn var á stofn í nútíma jarðfræði.
Maður sem fór til nokkurra jarðfræðinga og steingervingafræðinga fyrir nokkrum árum, varð heldur betur hissa þegar hann spurði þá hvert hann gæti farið og fundið lög steingervinga sem fylgja þeim næstu í réttri röð þróunar. Enginn gat sagt honum staðsetningu, reyndar allir sem spurðir voru sögðu í grunninn það sama:
Það sýndi sig að eini staðurinn þar sem nútíma vísindi sjá lög steingervinga í röð er í manngerðum söfnum. Í þessum söfnum getur forstöðumaðurinn skapað hvaða lög sem er, með hvaða steingervingum sem þeim þóknast að sýna, sem eru auðvitað alltaf settir í röð samkvæmt þróunarkenningunni með þróuðustu lífveruna efst. Hins vegar krefjast raunveruleg vísindi að slík lög séu skráð einhversstaðar í náttúrunni, ef þau eiga að teljast sem raunveruleg framsetning steingervingaskrárinnar.
Eftir að hafa heimsótt náttúrusöfn um víðan heim í tvo áratugi, var ekki eitt einasta náttúrulegt dæmi um röð steingervingalaga nokkurn tímann fundið. Ekki einu sinni ljósmynd né lýsing á raunverulegri röð steingervingalaga var sýnd. Hvað þýðir þetta?
Nærtækasta dæmið sáum við þegar vísað var í röð steingervingalaga eins og ofangreind mynd um fræðilegan aldur steingervinga spendýra sýnir. Hins vegar sýndi skýringamyndin ekki raunverulegar ljósmyndir af gilinu sem sýnir hina meintu röð steingervinga. Í skýringamyndinni eru aðeins gefnar tölur sem tákna fræðilegan aldur sets með steingervingum frá öllum Bandaríkjunum. Ekki er vitað til þess að einhver hafi nokkurn tímann lagt fram skýrslu sem sýnir staði um allan heim með röðum laga með mörgum steingervingum sem passar við þróunarkenninguna. Ef steingervingarnir væru raunverulega lagskiptir eins og William Smith lagði til, þá væri vissulega löngu búið að gera grein fyrir þeim lögum sem sýna þá röð.
Steingervingafræðingar og jarðfræðingar geta ekki tekið eftir því að regla Smiths um röð dýraríkisins hefur aldrei verið sýnd í raunverulegum lögum sem sjást djúpt í gjám. Smith byggði hugmyndum sínum á athugunum í skurðum, þverskurðum vega- og járnbrautagerðar og frá grjótnámum um allt Stóra-Bretland til að þróa jarðfræðikort yfirborðs á landinu árið 1815 (sjá mynd). Raunar táknar steingervingasafn Smiths engan veginn gott mat á hugmyndum hans um röð dýraríkis og hann kynnti það heldur aldrei sem slíkt. Þegar það var gefið út, var kort Smiths ekki álitið sem mikilvæg uppgötvun. Það var fyrst litið á það þannig eftir ritstuldinn á því af jarðfræðingum og öðrum vísindamönnum sem sáu röngu regluna um röð dýraríkis sem stuðning fyrir þróunarkenningunni.
Um allan heim eru flestir steingervingar fundnir nálægt, eða jafnvel á yfirborðinu en fáir finnast neðarlega í setlögum. Þetta er nákvæmlega þar sem Smith safnaði sínum gögnum á eða nærri yfirborðinu. En nútíma vísindi kom upp með sögu í kringum William Smith, sem breytti honum í nokkurskonar mikilmenni í vísindum, poster-boy sem á að hafa gert merkis uppgötvun. Þetta ætti að vera góð áminning fyrir alla þá sem leitast eftir vísindalegum sannleik, að maður ætti alltaf að draga allt í vísindum í efa með opnum hug.
Þegar þeir horfast í augu við raunveruleikann, munu nútíma vísindamenn líklega segja, að sjálfsögðu getum við ekki séð neina staði sem vitnar um steingervingaskrána. Þeir vita að enginn slíkur staður sé til, þannig að þeir detta í gömlu vísindafjarveruna um jarðfræðilegan tíma og rof. Þrátt fyrir meinta uppgötvun Williams Smith á raunverulegum steingervingalögum, þá er skortur á raunverulegum sönnunum í dag vísað á bug á þeim forsendum að með tímanum eru steingervingalögin skoluð burt og við ættum ekki að vænta þess nokkurn tímann að finna rétta röð steingervinga.