Vísbendingin um steingervðan ormétinn við

11.3.13

Myndin hér að ofan sýnir ormétinn steingervðan trévið frá Ástralíu, almennt þekktur sem ‚wormwood‘. Holurnar eru líklega vegna orma eða skordýra en slík dýr eru enn að éta skógarvið á jörðinni í dag.

Hvað gerir þennan sérstaka og áhugaverðan steingerving mikilvægan? Sjaldgæf og sérstök eins og hún er, þá gefur okkur þessi tegund af steingervðu tré mikilvægar vísbendingar um steinrunaferli trés og hún staðfestir uppruna margra algengra steinda úr vaþrývarma, og þar með úr allsherjar flóðinu. Fáar rannsóknir eru til á uppruna wormwood, þrátt fyrir þá stórfenglegu vísbendingu holanna um steinrunaferlið.

Ytri hlutinn á sýni nr. 1, efst til hægri á myndinni, lítur alveg eins út og margir steinar frá svæðinu þar sem steingervða tréð var fundið. Fallega lituðu agat steindirnar á yfirborðinu á þessu sýni teygja sig áfram inn í holurnar á viðnum, sem þýðir að þær fylltust og steingervðust saman með trjábútnum, þó það gæti hafa verið einhverjar breytingar á blöndunni á meðan steinrunaferlið í vaþrývarma allsherjar flóðsins átti sér stað. Stórar holur gætu hafa leyft ísíun einnar steindar í mettuðu vatni, á meðan fínar hárpípur viðsins hafi ekki gert það. Síðar með auknum þrýstingi og breytingu á samsetningu vatnsins, kísilrunnu nýir hópar af steindum holrými eða lífrænt efni.

Þetta er mikilvægt vegna þess að það sannar að steinar sem finnast í nánd við steingervð tré og sem eru úr sama efni og því sem fyllti holurnar, eiga ekki uppruna sinn í ‚myndbreyttu‘ bergi. Þeir koma úr vaþrývarma. Nútíma jarðfræði verður að viðurkenna að tré sem grófust grunnt undir yfirborðið voru ekki kaffærð djúpt inn í jarðskorpuna til að verða að myndbreyttu bergi. Þess vegna hljóta svipaðir steinar, eins og agat molar, sem finnast í grennd við wormwood, að hafa svipaðan uppruna en hafa klárlega ekki myndbreyst í milljónir ára eins og nútíma kenning segir til um.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og sautján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband