Raunveruleikinn í Miklagili – steingervingar sem vantar

Heimasíða Miklagils þjóðgarðsins sýnir samansafn af steingervingum sem fundnir hafa verið í gilinu. Í 446 km flæðir Colorado áin í gegnum djúpt gil sem er 16 km breitt að meðaltali á milli brúna. Heimasíðan segir frá steingervingum úr sjó og landi, en einnig öðrum ‚nýlegum‘ steingervingum.

Hinir svokölluðu nýlegir steingervingar eru í raun ekki steingervðar leifar, heldur eru þeir bein, hár og önnur lífræn efni sem venjulega eru fundin í hellum. Steingervingar úr landi eru aðallega „mót“ plantna, „mót drekaflugu“ og „spor“ dýra í sandsteininum. Mótin eru aðeins stimpill gamalla lífvera á jörðinni – ekki leifar þeirra sjálfra. Steingervingarnir úr sjó eru aðallega skeljar með nokkrar aðrar smáplöntur og dýr.

Lög Miklagils eiga að tákna tíma sem spannar hundruði milljóna ára plöntu- og dýralífs, þar á meðal fimm mismunandi skipti þar sem svæðið var þakið sjó, samkvæmt þeim vísbendingum sem útdauðar sjávartegundir gefa.

Tilvitnun bls 135

11.2.9

Skýringamyndin um steingervinga Miklagils sem vantar, sem sýnd er hér að ofan, greinir frá allt annarri mynd af Miklagili en sú sem nútíma jarðfræðin sýnir. Heimasíða Miklagils þjóðgarðsins og næstum önnur hver bók um Miklagil og steingervinga þess, yfirsjást einn mikilvægasta þátt í sögu steingervinga Miklagils – þá steingervinga sem vantar!

Reyndar eru steingervingarnir sem eru ekki til staðar mjög mikilvægir og hafa þeir víðtækari afleiðingar fyrir steingervingafræðinga, og fyrir alla, heldur en steingervingarnir sem eru til staðar. Ef gilið hefði myndast á milljónum ára og eftir að hafa verið dýpt niður í sjó fimm sinnum, þá myndi það hafa orðið fyrir gríðarlegum breytingum á vistkerfinu á þeim hundruði ferkílómetrum þar sem gilið er staðsett. Þetta myndi þýða að leifar af þúsundir, ef ekki milljónir plantna og dýra ættu að vera á meðal steingervinganna í steinaskrá gilsins.

Steingervingafræðingar í dag reyna að ímynda sér hvernig milljónir fiska, skriðdýra og annarra dýra bjuggu við Miklagil í mörg milljón ár, stundum skilið eftir eitt og eitt fótspor en lítið annað. Til þessa hefur ekki fundist eitt einasta steingervt bein í Miklagili:

Í þessum [Coconino] sandsteini í Miklagili hafa, þótt undarlegt megi virðast, engin bein verið fundin enn. (The Geology of Grand Canyon, Edwin Mckee).

Þó svo að rannsakendur hafa vitað af þessu í rúma öld, þá veit enginn hvers vegna. Frá árinu 1931, en þá var síðasta tilvitnun skrifuð, hafa rannsakendur grannskoðað gilið, en samkvæmt heimasíðu þjóðgarðsins, þá hafa enn engin bein verið fundin í garðinum:

Enginn hefur nokkurn tímann fundið steingervt skriðdýrabein eða bein innan Miklagils. Steingervð fótspor hafa fundist frá 20 tegundum skriðdýra og froskdýra, en hvorki tennur né bein! (www.nps.gov/grca/forteachers/curriculummaterials.htm, heimasíða ekki lengur aðgengileg).

Enn merkilegra er þó sú staðreynd að engar steingervðar plöntur hafa fundist í Miklagili heldur, þó svo að nokkur mót séu til. Til eru miklu fleiri steingervðar plöntur en steingervð dýr á heimsvísu og eru þær algengustu steingervingarnir (fyrir utan leifar af örverum). Í öllu sem varðveist hefur á landi í dag, er meirihluti lífmassans plöntur. Með slíkt magn af plöntuefni, hvar eru plöntuleifarnar í Miklagili og hvað með sökkvun í sjó fimm sinnum á síðastliðnum hundruði milljóna árum? Hinn frægi þjóðgarður Petrified National Forest (steingervð tré) er aðeins tæpir 200 km suðvestur af Miklagili, en þar eru stórir trjábolir varðveittir. Hins vegar í sjálfu Miklagili er ekki svo mikið sem kvistur, grasstrá, né steingervður sjávargróður til.

Steingervingafræðingar hafa reynt að segja með gleraugu þróunar, að þjóðgarðurinn með steingervðu trén sé 225 milljón ára gamall og að Miklagil byrjaði að myndast fyrir 245 milljónum árum síðan, sem útskýrir í þeirra hugum hvers vegna engin steingervð tré séu að finna í gilinu. Hins vegar sýndi kaflinn um aldurslíkanið að það eru engar staðreyndir til fyrir hinn meinta aldur. Það þarf heldur ekki mikið til að komast að raun um að ef sagan um þróunina væri rétt, þá væru mörg smærri plöntur og dýr sem kæmu á undan hinum stóru barrtré í steingervða skóginum, en sum þeirra eru meira en 30 m há.

Ennfremur, fyrir utan steingervingana, eru önnur lífræn jarðlög sem vantar í Miklagili. Það eru engin kol- eða saltlög, né eru olíupyttir í lögum Miklagils og staðreyndin að þetta vantar, sýnir að þróunar- og jarðfræðisaga Miklagils sé röng.

11.2.10

U.S. Geological Survey (Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna) gaf út bækling undir heitinu Fossils, Rocks, and Time (Steingervingar, steinar og tími), sem innihélt mynd sem sést hér að ofan, en hún gefur yfirlit yfir set steingervinga „síðustu 600 milljón ár“. Skýringamyndinni er lýst þannig:

Ljósmyndaklippur sem lýsa fjölbreytni og þróun lífsins á jörðinni síðustu 600 milljón ár. Elsti steingervingurinn er neðst og sá yngsti er efst. Hæð hvers hólfs með tímabili er í réttu hlutfalli við lengd tímabilsins. (Heimasíða USGS).

Listræna túlkunin er ekkert meira en lýsandi og ímyndaðar ljósmyndaklippur af steingervingum sem raðaðar hafa verið í ‚svokallaða‘ þróunarröð steingervingasögunnar. Hvers vegna eru ekki sýndar raunverulegar ljósmyndir?

Tilvitnun bls 136

Heimasíða þjóðgarðsins Petrified National Forest ‚klárar söguna‘ um steinaskrá steingervðu trjánna:

Menn halda að rof hafi sópað burtu steinum frá júra- og kríttímabilunum áður en Chinle steinar voru þaktir af yngri steinum úr Bidahochi mynduninni, sem skapaði hlé á steinaskránni – sem er ósamræmi. Ósamræmið á milli Chinle mynduninni frá síðla tríastímabilinu og Bidahochi mynduninni frá síðjökultímanum er hægt að sjá frá Whipple Point. Í þjóðgarðinum þýðir þetta gap að 200 milljón ár vantar í jarðfræðisögunni! (Heimasíða Petrified Forest).

Þarna höfum við það. Steingervingafræðingurinn áttar sig á því að steingervingaskráin með röðuðum steingervingum er ekki til vegna þess að steinlögin sem steingervingarnir ættu að vera í eru ekki til! Mjög hagkvæmt.

Hvert hurfu 200 milljón ára setin sem vantar? Setin og steingervingarnir hljóta að hafa farið eitthvert! En rannsakendur geta ekki sýnt hvar einhversstaðar er, greinilega er bara allt týnt. Þetta þýðir einnig að samfellda skráin um þróun tegunda er týnd, eins og David Berlinski, kennari of fyrrum prófessor við Columbia háskólanum, bendir á:

Nákvæm og samfelld skrá um þróun tegunda er týnd, þessi nettu setlög, eins og Gould sagði í sí og æ, sem aldrei sýndu nákvæmlega fyrirbærið sem Darwin reyndi að útskýra. Þetta er varla mál sem steingervingafræðingar hafa verið fámálir um. Alveg í upphafi í fræðiritinu sínu Vertebrate Paleontology and Evolution, tekur Robert Carrol nokkuð réttilega eftir því að ‚flestar steingervingaskrárnar styðja ekki stranglega frásögninni um hægfara þróun‘. ‚Hin stranglega frásögn um hægfara þróun‘ er nákvæmlega það sem kenning Darwins krefur um: Hún er hjarta og sál kenningarinnar. (The Devil’s Delusion, Atheism and its Scientific Pretensions: David Berlinski, Crown Forum, 2008, bls. 188-189).

Rannsakendur frá tíma Darwins héldu alltaf að sá dagur myndi renna upp að einhver myndi finna týndu steingervingana – það væri bara spurning um tíma og að grafa meira. En tíminn hefur sannað að týndu steingervingarnir eru týndir að eilífu, og munu aldrei finnast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband