Ómótmælanlega sönnunin á steingervingum

Kaflinn um vatnsplánetulíkanið setti vatnsinnlyksur fram sem ‚ómótmælanlega vísindalega sönnun‘ sem styður vatnsplánetulíkanið. Umlukið kvars kristöllum, varðveita innlyksur úr vatni, lofti eða úr öðrum vökva vísbendingar um hið forna umhverfi vaþrývarma.

Tilvitnun bls 155-3

Það væri sjaldgæft að finna lífveru sem hefur umbreyst í kvars steingerving með vatnsinnlyksu sem gerði okkur það kleift að ‚sjá‘ vatnið sem útfelling steingervingsins gerðist í. Vatnsinnlyksu-steingervingur væri vissulega ómótmælanleg sönnun á steingervingum. Í undirkafla 8.16, Vegsummerki innlyksu, kom fram að innlyksur í vatnsinnlyksum væru í raun steindir og gös sem voru til staðar í sjónum á tímapunkti myndunarinnar. Þær innihéldu einnig vísbendingar um þrýsting og hitastig umhverfisins.

Uppgötvun vatnsinnlyksu-steingervings myndi auk þess sanna að steingervingurinn myndaðist í vaþrývarma, líkt og vatnsinnlyksu steinarnir. Að sjálfsögðu væri besta dæmið kvars steingervingur sem afhjúpar vísbendingar um það vaþrývarma umhverfi sem hann óx úr fyrir þúsundum árum síðan.

Dean Sessions, höfundur bókaraðarinnar Universal Model, skrifar reynslu sína:

Í meira en áratug hafði ég verið að safna vatnsinnlyksum og var í þeirri erfiðri leit að vatnsinnlyksu-steingervingi, en án árangurs. Hvergi var slíkur steinn til sölu og engin rannsókn fannst. En síðan gerði ég óvænta uppgötvun í febrúar 2006 þegar ég var á stærstu steina- og gimsteinasýningu heims.

Sýningin í Tucson, Arizona, laðar steina- og steingervingasöfnurum en einnig söluaðila að úr hverju heimshorni. Hvaða stein eða steingerving sem hægt er að hugsa sér er hægt að finna þarna og söluaðilar eru með bása og hafa leigt sér hótelherbergi og stór tjöld víða um alla borgina. Það er ómögulegt að sjá alla hlutina sem eru til sölu, jafnvel eftir að hafa rýnt í gegnum að því er virðist endalaus söfn í sölubásum dögum saman.

Það var erfitt að finna góð eintök af vatnsinnlyksum með því að skoða óteljandi marga bakka og kassa, þannig að ég bað um aðstoð sölumanna. Brasilía, Kína, Rússland og önnur lönd buðu öll úrval af vatnsinnlyksum, enginn vissi hvernig þær mynduðust, en allir voru ákafir í að selja þessi æ verðmætari gripi.

Á sýningunni 2006 sagði einn sölumaður sem ég hafði þekkt um nokkurra ára bil, að hann ætti engar vatnsinnlyksur, þó svo að hann væri með aðra fallega steina og steindir sem hann og vinur hans höfðu safnað í norðvestur hluta Bandaríkjanna. Þegar ég var að fara, kallaði hann á eftir mér: „Ég er samt með eitthvað sem þú gætir haft áhuga á.“

Hann sótti sívalningslaga box úr bakpokanum sínum. Hann sagði að hann geymdi hér eitthvað sem hann sjálfur hafði fundið fyrir mörgum árum síðan. Þetta væri ekki til sölu, en hann kom með þetta á sýninguna til að sýna vinum og samstarfsmönnum. Þetta var ótrúlegt eintak af vatnsinnlyksu-steingervingi hjartíguls (sjá mynd að neðan), sú eina sinnar tegundar sem ég hef nokkurn tímann séð.

Nokkrir stuðningsmenn UM sem voru með mér skoðuðu hann og voru allir yfir sig hrifnir eins og ég sjálfur. Ég vissi að þetta var mikilvægur UM gripur. Ég eyddi nokkrum mínútum í að kynna eigandanum fyrir UM, og eftir að hafa útskýrt mikilvægi gripsins var hann reiðubúinn að selja hann. Þetta var sérstakt augnablik fyrir þá sem voru viðstaddir.

11.3.15

Steingervðir hjartíglar eru þekktir sem steingervingar ígulkers. Flest ígulker hafa holan innvið, en verða venjulega hörð í steinrunaferlinu, eins og sést á myndinni neðst til hægri. Skel ígulkera í dag er gerð úr kalsíumkarbónat og þegar þau deyja, þorna þau hratt og fíngerða skelin brotnar auðveldlega. Steingervingar ígulkera úr kvarsi eru frekar sjaldgæfir og eru ekki hálfgagnsæir eins og þær vatnsinnlyksur sem hafa verið skoðaðar, einkum þær með sjáanlegar vatns- eða gasbólur.

Þessi vatnsinnlyksu-steingervingur af hjartígli sem fannst undan strönd Washington fylkis í Bandaríkjunum, er sönnun um það að kvars steinrunaferli er ekki viðburður lágs hitastigs og lágs þrýstings: þetta næstum hreina kvarseintak gat aðeins hafa myndast í umhverfi kristöllunarferlis kvars, sem fyrirfinnst hvergi á yfirborði jarðar í dag.

Steingervingaheimurinn er fullur af dæmum sem vitna um ferli vaþrývarma og engin ein bók getur mögulega sýnt allar vísbendingarnar. Að lokum mun ég enda umræðuefnið um uppruna steingervinga með umræðu um steinrunaferlin þrjú. Þessi ferli eða aðferðir gefa okkur yfirsýn yfir þrjár mikilvægar gerðir steingervinga og hvernig þeir mynduðust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og þremur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband