Færsluflokkur: Bindi I - Kafli 9

Vísindi hnattrænnar hlýnunar – Ein stór mistök

Því miður er staðhæfing Gores um 6 metra hækkun sjávarmáls ekki einu mistökin þegar kemur að vísindum um ‚hnattræna hlýnun‘. Annað dæmi kemur frá forstjóra Goddard stofnunarinnar fyrir geimrannsóknir NASA í grein í mars 2004 útgáfunni af Scientific American. Forstjórinn stendur fast á skoðun sinni að eina „ríkjandi málið“ í hnattrænni hlýnun væri – „breyting á sjávarmáli“:

Ríkjandi málið í hnattrænni hlýnun, að mínu mati, er breyting á sjávarmáli og spurningin um hversu hratt ísbreiður geta eyðst. (Defusing the Global Warming Time Bomb, James Hansen, Scientific American, mars 2004, bls. 73).

Þessi meðmælandi hnattrænnar hlýnunar gerir mikið mál úr mati IPCC um um aðeins „nokkra tugi sentimetra á 100 árum“ og honum finnst að við ættum að grípa til aðgerða. Hins vegar segir hann í síðustu setningunum í grein sinni:

Hámarks bráðnunarhraði eftir síðustu ísöld var viðvarandi bráðnun sem nam meira en 14.000 rúmkílómetra á ári – um það bil eins metra hækkun sjávarmáls á 20 ára fresti, sem viðhélst í nokkrar aldir. (Defusing the Global Warming Time Bomb, James Hansen, Scientific American, mars 2004, bls. 73).

Hinn hrópandi kjarni málsins hjá rannsakandanum hvað varðar hnattæna hlýnun, er að sjávarmál voru að hækka – langt fyrir tíma nútíma mannsins – á hraðanum einn metra á 20 ára fresti. Greinilega er hækkun sjávarmáls fyrir tíma mannsins algerlega náttúruleg! Hvernig er hægt að segja að maðurinn sé að valda hækkun sjávarmáls á sama tíma og það sé langtíma náttúrulegt fyrirbæri sem átti sér stað á miklu meiri hraða en er að gerast í dag?

Þar að auki viðurkenna nútíma loftslagsfræðingar að þeir vita ekki hvað olli síðustu ‚ísöld‘, né geta þeir bent á orsakir fyrir þeirri hlýnun sem síðan bræddi ísinn.

Það eru miklu fleiri villur í vísindunum um hnattræna hlýnun en hægt er að gera grein fyrir hér, en þær sem einblína á móðursýkina um ‚hækkun sjávarmáls‘ eru sérstaklega sláandi. Ein slík kemur frá Robin Bell, rannsakanda við Columbia háskólanum, í grein í Scientific American frá 2008:

Gnægð fljótandi vatns sem nýverið hefur verið uppgötvað undir stóru ísbreiðum jarðarinnar gæti aukið veikingaráhrif hnattrænnar hlýnunar á ísinn. Síðan, jafnvel án bráðnunar, gæti ísinn runnið í sjóinn og hækkað sjávarmálið hörmulega. (The Unquiet Ice, Robin E. Bell, Scientific American, febrúar 2008, bls. 60).

Í fljótu bragði virðist þessi staðhæfing einföld – ís fellur í vatn og vatnsborðið rís, en ef við lítum á það nánar, þá er villan augljós. Í næstu mynd hér að neðan er dæmi Bells sýnt með þremur vatnsglösum. Hún útskýrði að hið „hnattræna sjávarmál hækkar á sama hátt“ og vatnið gerir í glösunum:

9.9.4

Vatnsborðið í vinstra glasinu rís þegar ísi er bætt við (miðja). Þegar ísinn bráðnar, helst vatnsborðið óbreytt (til hægri). Hnattrænt sjávarmál hækkar á sama hátt og ís sem rennur af landi og í sjóinn. (The Unquiet Ice, Robin E. Bell, Scientific American, febrúar 2008, bls. 60).

En rannsakandinn gleymdi einum þýðingarmiklum hluta í sýnidæminu – meginlandinu!

Tilvitnun bls 780-2

Sá háttur sem sýnidæmið hefði átt að gefa, er sýnt hægra megin á myndinni, sem sýnir skál með vatni með fljótandi vikurstein sem stendur fyrir meginlöndin. Að bæta við ís, eða enn sniðugra, að láta ís renna af vikursteininum og í vatnið (sem lýsir ísi sem rennur í sjóinn), sýnir hvað myndi gerast.

Tilvitnun bls 780-3

Að bæta vatni í baðkeri þýðir aldrei að vatnsborðið á fljótandi gúmmíöndinni hækkar, né gerir það vatn úr bráðnuðum jökulís við meginlöndin. Það þarf engan vísindamann til að svara þessari spurningu, þannig að hvers vegna hafa þeir yfirsést hið einfalda svar? Hafa ber einnig í huga að ís norðurpólsins er nú þegar í sjónum og bráðnum hans getur ekki þýtt neitt um breytingu á sjávarmáli.

En fyrst þurfum við að skilja það sem jarðfræðingar vita – að meginlöndin „fljóta“, og að þau hafa þann eiginleika að rísa og sökkva; þetta er kallað „flotjafnvægi“:

Hugmyndin að meginlöndin eru eðlisléttari en möttullinn og fljóta ofan á honum, eins og björgunarvesti eða ísjaki sem flýtur á hafinu, er lögmál flotjafnvægis. (Understanding Earth – önnur útgáfa: Frank Press, Raymond Siever, W. H. Freeman and Company, 1998, bls. 490).

Flotjafnvægi hefur verið sannað með beinum mælingum og þessi hugmynd hefur áður verið sýnd í vatnsplánetulíkaninu, sem sýndi bréfklemmu úr málmi „fljótandi“ á vatni vegna yfirborðsspennu (hér að neðan skal sýnt Youtube myndband af krökkum að gera svipaða tilraun). Til eru rauntíma sannanir úr meginlöndunum, eins og greint var frá í maí 2009 um hraðasta rísandi landsvæði heimsins:

Hnattræn hlýnun kallar fram myndir af hækkandi sjó sem ógna strandsvæði. En í Juneau [Alaska], eins og nánast hvergi annars staðar í heiminum, hafa loftslagsbreytingar öfug áhrif: Þegar jöklar bráðna hér, rís landið, sem orsakar sjóinn til að hörfa.

Morgan DeBoer landeigandi opnaði níu hola golfvöll við mynni Jökulflóa [Glacier Bay] árið 1988, á landi sem var undir vatni þegar fjölskylda hans settist hér að fyrir 50 árum.

‚Hæstu flóð ársins myndu koma þangað þar sem innkeyrslan mín er nú‘, sagði hr. DeBoer.

Nú, þegar háflæðislínan hefur hörfað enn lengra, íhugar hann að bæta við öðrum níu holum.

Það heldur bara áfram að rísa‘, sagði hann.

Í Gustavus, þar sem eign hr. DeBoers er staðsett, rís landið nánast þrjár tommur [8 cm] á ári, sagði Dr. Molnia, sem gerir það að ‚hraðast hækkandi stað Norður-Ameríku.‘ (New York Times).

Hér sjáum við landmassa meginlands hegða sér eins og skip: Bætum við farmi og skipið mun byrja að sökkva niður í vatnið, fjarlægum farminn og skipið rís, alveg eins og landið í Alaska er að gera. Það sem virðist auðvelt, er það ekki fyrir jarðfræðinga. Fyrir þá:

Jarðfræðin er flókin… (New York Times).

Jarðfræðin er „flókin“ þeim sem halda að vökvinn sá sem meginlöndin eru að fljóta á sé kvika, en sá stutti tími þar sem meginlöndin afturkastast, oft innan daga, passar ekki í seigfljótandi kvikukenningunni.

9.9.5

Myndin hér að ofan sýnir flotjafnvægi á fljótandi ísjaka. Að fjarlægja ís úr jakanum veldur ekki hækkun á sjávarborði á hliðinni, heldur rís jakinn einfaldlega eins og skip sem losar farm sinn. Með því að gera sér grein fyrir breidd meginlandsflekanna miðað við þykkt þeirra, sem hægt er að líkja við húð á epli, þá flýtur hinn víði en þunni landmassi auðveldlega. Líkt og með bréfklemmu, gegnir yfirborðsspenna mikilvægu hlutverki, enda fljóta hinar eðlisþungu en þunnu meginlönd ofan á vatni undir jarðskorpunni. Eftir að hafa gert sér grein fyrir því að það er engin kvika, og að eplahúð-þunnu meginlöndin eru að fljóta á vatni í stað fyrir kviku, þá er fullkomið vit í landrisinu í Alaska og í því að hækkun sjávarmáls sé ekki til.


Víðtæk massadreifing vatns

Tveir af áður nefndu fimm rannsakendum gáfu einnig út grein í Science árið 2002 undir heitinu Redistributing Earth‘s Mass (Endurdreifing massa jarðarinnar). Þeir ræddu nýlegar mælingar á sjávarmáli frá gervihnöttum sem einfaldlega pössuðu ekki við athuganir á bráðnun íss.

Þeir vísa í þátt sem kallaður er J2 en hann skilgreinir breytilega pólfletju jarðarinnar, eða með öðrum orðum, J2 er mælikvarði á frávik jarðarinnar á kúlulögun eða hversu mikið hún flest út við pólana. Myndin hér að neðan hjálpar okkur skilja pólflata lögun jarðarinnar sem er líkt og kraminn bolti – um 0,3% víðari við miðbaug en við pólana. Myndin er ýkt til að sýna þessi áhrif.

9.9.3

Rannsakendurnir taka eftir því að engin núverandi kenning um hnattræna hlýnun „getur útskýrt athuganirnar“:

Cox og Chao greina frá röð gagna frá gervihnattarleysi frá fjölda gervihnöttum á árunum 1979 til 2001. Fyrir mestan hluta síðustu tvo áratugi hefur J2 verið stöðugt minnkandi. En snemma árið 1998 byrjaði það að vaxa verulega, sem gefur til kynna víðtæka endurdreifingu á massa úr háum breiddargráðum inn á miðbaugarsvæðið.

Cox og Chao ræða nokkur gangvirki sem gætu útskýrt þessar athuganir: bráðnun heimskautaíssins og bráðnun íssins á Norður-Íshafi. Samkvæmt núverandi þekkingu hins vegar, getur ekkert af þessu útskýrt athuganirnar. Bráðun íslaga ætti í raun að leiða til hækkunar á meðalsjávarmáli, en hin athugaða hækkun sjávarmáls síðan 1992 er ekki í samræmi við það magn bráðnaðs íss sem nauðsynlegt er til að útskýra breytinguna á J2 (jafnvel þó að hin athugaða hækkun myndi reiknast gersamlega á bráðnun íss, sem er ekki tilfellið).

Hvað þá er að valda þessum breytingum? (Redistributing Earth‘s Mass, Anny Cazenave, R. Steven Nerem, Science, Vol. 297, 2. ágúst 2002, bls. 783).

Eins og hefur verið minnst á áður í kaflanum um kvikufalskenninguna, eru meginlöndin að „fljóta“, en rannsakendur eru eftir að komast að raun um, á hverju þau eru að fljóta. Ein af þeim vísbendingum að meginlöndin séu að fljóta, er afturkast jökla. Þegar jöklar eða stór svæði íss bráðna, veldur samdrátturinn á massanum ‚afturkasti‘ eða hækkun meginlandanna, eða með öðrum orðum, meginlöndin rísa þegar ís bráðnar.

Samkvæmt athugunum var J2minnka fyrir rúmum tveimur áratugum, sem olli jarðvísindamönnum til að álykta að minnkunin hafi orsakast af bráðnun íss við pólana, sem olli landflæminu til að rísa vegna „afturkasts eftir jökla“:

Breytilega pólfletja jarðarinnar (J2) hefur verið að minnka vegna afturkasts eftir jökla (PGR). (Recent Earth Oblateness Variation: Unraveling Climate and Postglacial Rebound Effects, Jean O. Dickey o.fl., Science, Vol. 298, 6. desember 2002, bls. 1975).

En hins vegar þýddi skyndileg aukning í pólfletju jarðarinnar (J2) (sjá tilvitnun hér að ofan) að jafngildi sjö sinnum meiri ís (100 km3 í 700 km3) þyrfti að hafa bráðnað til þess að gera grein fyrir þessum skyndilegum breytingum. Þetta jafngilti greinilega víðtækri massadreifingu, sem var algerlega óskyld athugunum á bráðnun íss og jökla. Cox og Chao ræða þetta í grein sinni frá 2002 í tímaritinu Science:

Nýlegar rannsóknir gefa í skyn hröðun á massarýrnun jökla. Meðalrýrnun á jöklum næst heimskautunum hafði verið ~100 km3 vatns á ári fyrir árið 1997, en hefur aukið hraðann á síðasta áratugi. Til að útskýra breytinguna á hinu athugaða J2 gildi með meiri rýrnun jöklamassa, þá þyrfti viðbótar losun vatnsmagns upp á ~700 km3 á ári. Niðurstaða úr hækkuðu GSL [hnattrænt sjávarmál] um 2,0 mm/ári fyrir 1998 hefur ekki mælst. Það er ólíklegt að flutningur á vatni frá landi í sjóinn geti útskýrt breytinguna á J2, en hins vegar þarf fleiri nýlegri gögn um hæð jökla og íss að útiloka þetta algerlega. (Detection of a Large-Scale Mass Redistribution in the Terrestrial System Since 1998, Christopher M. Cox, Benjamin F. Chao, Science, 2. ágúst 2002, bls. 831).

Í fyrstu andrá virðist slík skjót hreyfing massa frá pólunum í áttina að miðbaug styðja hugmyndina um hnattræna hlýnun, en athuganirnar segja allt aðra sögu. Alveg eins og stigvaxandi hækkun hitastigs samsvaraði ekki línulega hækkun á CO2 á lengri tímabili, þá samsvarar hin víðtæka massadreifing ekki hinu mældu ístapi við pólana. Það var einfaldlega ekki nægilega mikill ís til að útskýra svo skjótt tap. Spurningin er:

Tilvitnun bls 781-1

Í kafla 7.7, sem fjallar um vatnsplánetulíkanið, var hringrás vatns endurskilgreind til að taka tillit til hins gríðarlega fjölda veita djúpt í jörðinni. Það eru til þýðingarmiklar vísbendingar um að fjöldi veita sem eru þúsundir kílómetra aðskildir, séu tengdir og að mikið vatnsmagn getur farið um þær. Enn fremur gefa hin skjótu umskipti á pólfletju jarðarinnar til kynna að hér séu lotubundnir viðburðir að baki. Þó svo að við vitum ekki nákvæmlega hversu mikið vatn er hægt að dreifa á ný í gegnum neðanjarðar veiti, þá er vatnsplánetulíkanið eina líkanið sem getur gert grein fyrir þær athuganir sem skráðar voru af Cox og Chao.

Við munum ávallt minnast hræðslunnar um hækkun sjávarmáls með Gore og aðra aktívista í fararbroddi sem vísindi sem runnin var af pólitískum rótum en með enga fótfestu í staðreyndum. Fyrirboðinn um 6 m hækkun sjávarmáls á þessari öld er gersamlega tilhæfulaus. Jafnvel ef við ættum að gera ráð fyrir hæsta vöxt sjávarmáls (3 mm/ári) sem hefur mælst á síðasta áratugi með gervihnattamælingum, þá jafngildir það aðeins 300 mm, eða 30 cm á heilli öld. Lotubundið eðli náttúrunnar á J2 jarðarinnar er klárlega tengt stjarnfræðilegum viðburðum, og það eru einnig hinar óvæntu breytingar sem Cox & Chao tóku eftir.


Hræðslan um hækkun sjávarmáls

Hvorki hækkun á styrk koldíoxíðs né hækkun hitastigs er nægilega mikil til að mannslíkaminn skynji þær. Þess vegna hafa stuðningsmenn hnattrænnar hlýnunar þurft að breyta um leiktækni sína til þess að láta hugmyndina um hnattræna hlýnun hljóma raunverulega. Leiktæknin þeirra? – hækkun sjávarmáls.

Í raun ætti þetta að vera eitt af auðveldu hlutunum til að meta hnattræna hlýnun. Heimildarmyndin An Inconvenient Truth eftir Al Gore var mjög skýr á því að árið 2100 muni sjávarmál heimsins hafa hækkað um 6 metra. Þetta myndi náttúrulega þýða að milljónir manna við strandlengjur þyrfti að flytja burt. En hvað hefur sjávarmálið verið að gera síðastliðin 50 ár? Hafði Gore rétt fyrir sér? Munu milljónir manns flytja innan einnar kynslóðar ef heimurinn heldur áfram að hlýna? Þetta er spurning sem vísindamenn myndu gjarnan vilja fá svar við.

Fimm rannsakendur unnu saman að skýrslu sem heitir Satellite Measurements of Sea Level Change: Where Have We Been and Where Are We Going, 15 Years of Progress in Radar Altimetry (Gervihnattamælingar á breytingum á sjávarmáli: Hvar höfum við verið og hvert stefnum við, 15 ára framvinda í ratsjárhæðarmælingum). Rannsakendur voru fljótir að taka eftir því að:

Skilningur okkar á breytingum á sjávarmáli hefur aukist verulega síðustu áratugi. (Sea Level Change: Where Have We Been and Where Are We Going, 15 Years of Progress in Radar Altimetry, Feneyjar, Ítalía, 13.-18. mars 2006, R. S. Nerem, D. P. Chambers, E. W. Leuliette, G. T. Mitchum og A. Cazenave).

Hvað vitum við raunverulega um breytingar á sjávarmáli og hvernig er sú meinta aukning mæld? Grundvallar spurning:

Tilvitnun bls 778

Til eru tvær aðferðir til að mæla sjávarmál, mælingar á sjávarföllum (sem mælir meðalhæð sjávarins) og hæðarmælingar frá gervihnöttum (sem mælir fjarlægðina milli gervihnattarins og yfirborð sjávar). Sama vandamálið varðandi langtíma hitastig og CO2 styrk sem tengist línuritinu um hnattræna hlýnun (sjá hér) á við um sögulegar mælingar á sjávarmáli – gögn úr mælingum á sjávarföllum ná yfir heila öld en gervihnattamælingar eru aðeins til í rúman áratug. Nákvæmin í gervihnattamælingum er ástæðan fyrir því að rannsakendur telja að skilningur þeirra hafi „aukist“ á breytingum á sjávarmáli. Hins vegar er þessi mæliaðferð of ný til að geta gefið okkur nýja innsýn á einhverjum raunverulegum breytingum yfir tíma.

Flest mæligildi á sjávarföllum eru yngri en 50 ára, þannig að rannsakendur hafa þurft að framreikna gildin til þess að komast að meðaltalinu fyrir síðustu öld. Engu að síður viðurkenna þeir í skýrslu frá 2006 um sjávarmál að:

Engin marktæk hröðun á hækkun sjávarmáls hefur mælst með gögnum úr sjávarfallamælingum… (Sea Level Change: Where Have We Been and Where Are We Going, 15 Years of Progress in Radar Altimetry, Feneyjar, Ítalía, 13.-18. mars 2006, R. S. Nerem, D. P. Chambers, E. W. Leuliette, G. T. Mitchum og A. Cazenave).

Jafnvel þótt þeir lýsi því yfir að „engin marktæk hröðun“ hafi átt sér stað, koma þeir með töluna 1,8 mm/ári fyrir framreiknuð gildi á sjávarfallamælingum. En engin óvissumörk eru gefin, þannig að það er undir okkur sjálfum komið til að giska á hversu nákvæm talan raunverulega er.

Rannsakendur ætluðu sér að sjálfsögðu að leggja áherslu á nýju sjávarstöðugögnin úr gervihnöttum, jafnvel þó að einungis nokkurra ára gömul gögn séu tiltæk – og gögnin eru ekki í samræmi við sjávafallamælingarnar. Þeir töluðu um meðalhækkun sem nam 3,2 ± 0,4 mm/ári, byggt á gervihnattarmælingunum. En það eru nokkur vandamál við það að gera ráð fyrir að mælingarnar sýni breytingar sem orsakaðar eru af hnattænni hlýnun af manna völdum.

Í fyrsta lagi viðurkenna rannsakendur að líklega sé sumt af hækkun sjávarmáls vegna bráðnunar á heimskautum og jöklum, en restin sé vegna hitaþenslu sjávar. Enginn veit nákvæmlega hversu mikið kemur úr hvorum þætti. Ein ástæða fyrir því að þetta sé óþekkt meðal loftslagsvísindamanna nútíma vísinda, er að hlýnun sjávar er ekki einungis orsökuð af sólinni, eins og sýnt hefur verið áður.

Annað vandamál með hina meintu hækkun sjávarmáls eru óvissumörkin. Vísindamenn viðurkenna að gervihnattatækin hafa nákvæmni upp á ±4-5 mm, sem setur gildið 3,2 mm undir óvissumörkin, sem hækkar skekkjumörkin verulega. Þessi staðreynd er staðfest í skýrslu frá 2012 frá rannsóknargögnum sem hlutust með GRACE gervihnettinum. Gögnin sýndu hækkun sem nam aðeins „1,5 millimetra“ á ári á árunum 2003 til 2010, langt undir óvissumörkum.

Í greininni Himalayan glaciers have lost no ice in the past 10 years, new study reveals (Jöklar Himalajafjalla hafa ekki tapað neinum ís síðastliðin 10 ár, samkvæmt nýjustu rannsóknum), sýndu höfundar að fyrrum spár um bráðnun jökla höfðu verið misvísandi og að ný gögn komu „vísindamönnum í opna skjöldu“:

SÞ skjátlaðist varðandi jökla Himalajafjalla – og sönnunin er hér loksins. Höfundar stefnuviðmiðs SÞ um loftslag voru rauðir í framan fyrir tveimur árum þegar kom í ljós að þeir höfðu spáð ranglega fyrir um að jöklar Himalajafjalla myndu bráðna algerlega á 25 árum, og hverfa árið 2035. Rajendra Pachauri, formaður Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) og aðalframkvæmdarstjóri Engergy and Recources Institute (TERI) í Nýja Delhi, Indlandi, gaf að lokum út yfirlýsingu þar sem hann harmar það sem kom í ljós að hafi verið illa rannsökuð yfirlýsing. Ný skýrsla sem kom út fimmtudaginn 9. febrúar í vísindatímaritinu Nature, sýnir fyrstu umfangsmiklu rannsókninni á jöklum og jökulhettum jarðarinnar, og ein af niðurstöðum hennar kom vísindamönnum í opna skjöldu. Með því að nota GRACE, par gervihnatta á braut í kringum plánetuna í 300 mílna hæð, þá kemur hið ótrúlega í ljós, að Himalajafjöllin hafa varla bráðnað nokkuð síðastliðin 10 ár. (Foxnews).

Jöklafræðingurinn Jonathan Bamber frá Bristol háskólanum, sagði að niðurstöðurnar voru „mjög óvæntar“:

‚Hinar mjög óvæntu niðurstöður var hið smávægilega massatap úr háum fjöllum Asíu, sem er ekki merkjanlega annað en núll,‘ sagði hann við Guardian. (Foxnews).

Sömu sögu er að segja um jökul suðurskautsins. Á heimsíðu NASA (sjá hér) frá 2015 er greint frá því að þó svo að jöklar séu að afhlaðast (bráðna) á útnesjum, þá sé jökullinn í heild sinni að vaxa. Þetta þýðir að suðurskautið, sem talið er vera stærstu ferskvatnsbirgðir jarðarinnar, er að binda æ meira vatn en er ekki að losa það í sjóinn.

Suðurskautsís

Sumt af því ósamræmi og regluleysi í mælingum á sjávarmáli er mögulega hægt að hafna með gagnasafni lengri tímabils, en jafnvel þá stöndum við andspænis stærri vandamálum þegar það kemur að því að mæla breytingar á sjávarmáli.


Vísbendingar frá koldíoxíði

Það eru tvö megin umfjöllunarefni varðandi koldíoxíð og hnattræna hlýnun. Í fyrsta lagi er það hin lítt þekkta staðreynd að með hækkandi hitastigi hækka mælingar á CO2. Við uppgötvuðum þetta fyrir meira en áratug síðan, á meðan tilrauninni ‚veðurkrukka‘ stóð yfir. Hitun og kólnun á lofti í innsiglaðri krukku með því að setja hana inn í og út úr sólarljósi, olli mælingum á CO2 til að hækka og lækka í samræmi við hitastigið.

Magn CO2 gass í tilrauninni með innsiglaða krukku breyttist ekki. Krukkan varð því ekki fyrir „gróðurhúsaáhrifum“ vegna hækkunar á CO2, heldur frekar að þegar hitastigið hækkaði, þá var fylgni á mælingum á CO2!

Í eðlisfræði tilraunastofu í Fjölbrautaskóla Suðurlands endurtók ég þessa tilraun og fullvissaði mig um sannleiksgildi þessarar nýrrar þekkingar. CO2 mælir í lokuðu íláti sendi gögn í stofuhita en síðan var ílátið hitað upp með hitablásara. Niðurstöðurnar má sjá hér að neðan. Sama magn lofts sýndi um 510 ppm CO2 í stofuhita en rauk upp í rúmlega 850 ppm í heitu lofti.

CO2 línurit

Þetta gæti verið annar þáttur í hinni skyndilegu hækkun í línuritinu í mynd frá síðustu færslu. Til viðbótar þeirri skekkju sem myndast við að bera saman hitastig í dag við hitastig eldri tímabila vegna eðli mælanna sem notaðir voru, gætu mælingar á koldíoxíði frá sömu tímabilum hafa öðlast svipaðar skekkjur. Einn vel gefinn rannsakandi og loftslagsfræðingur, Vincent R. Gray, sem átti sæti í IPPC (Intergovermental Panel on Climate Change eða Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar), tók eftir vandamálinu um óstöðugleikann á koldíoxíði og hitastigi, og lýsti því yfir að vegna þessa þyrfti að fara „til baka á byrjunarreit með líkanið af hringrás kolefnis“:

Það er til baka á byrjunarreit með líkanið af hringrás kolefnis. Magn koldíoxíðs í andrúmsloftinu breytist á hátt sem ekki var rétt spáð fyrir um með núverandi líkönum. Það var þýðingarmikil breyting áður en það gat verið framlag frá manninum. Þessi breyting virðist hafa fylgt breytingum á hitastigi, frekar en að hafa verið ábyrgt fyrir þeim. Jafnvel þótt það hafi verið hækkun á tímabili iðnvæðingarinnar, þá hefur hækkunin ekki verið einsleit. Þar af leiðandi sýndi tímabilið 1935-1945 engar breytingar. Tímabilið eftir 1972, þegar hækkun hefur verið línuleg þrátt fyrir yfir 45% hækkun á útblæstri, segir til um að það eru nýir kolefnisviðtakar að myndast í sjónum og í lífhveli jarðarinnar sem gleypa vöxtinn. Þessi hegðun veldur usla með fyrrum spám um hnattræna hlýnun, en það er erfitt að segja til um hversu lengi hinn núverandi augljósi stöðugi vöxtur muni halda áfram. (Atmospheric Carbon Dioxide).

Gray hélt áfram samræðum með Richard Courtney varðandi breytingar á koldíoxíði vegna breytingar á hitastigi:

Staðreyndin að litla ísöldin hafi valdið lækkun á koldíoxíði þýðir að að minnsta kosti hluti af síðari hækkun koldíoxíðs hlýtur af hafa verið orsökuð af hækkun á hitastigi, eins og þú hefur bent endurtekið á í tilvísun þinni í skýrslunni eftir Kuo og fleiri 1990. Ég er ekki viss um hvort ég geti fylgt staðhæfingu Nigel Calder um að hækkun á hitastigi er eingöngu ábyrgt fyrir hækkun á koldíoxíði, en eitthvað af því verður að vera og fólk mun eiga erfitt með að útskýra restina. (Atmospheric Carbon Dioxide, tölvupóstasamskipti á milli Vincent Gray og Richard Courtney).

Rannsakendur eiga enn erfitt með að skilja eða útskýra hækkun og lækkun á koldíoxíði, vegna þess að hringrás kolefnis hefur ekki verið fyllilega skilin, vandamál sem verður útskýrt síðar.

CO2 Diagram PSD

Þá snúum við okkur að hinni vísbendingunni frá koldíoxíði. Megin ástæðan fyrir því að hringrás kolefnis helst misskilin, er vanþekking á vatnsplánetulíkaninu, sem inniheldur gífurlegt magn vatns og örvera í jarðskorpunni. Þegar við höfum skilið vatnsplánetulíkanið og hið gríðarlega magn örvera í jarðskorpunni, eins og sýnt hefur verið í líkaninu um allsherjar flóðið, þá getum við farið að skilja að þýðingarmikil uppspretta CO2 í lofthjúpnum hvílir undir jarðskorpunni.

Í undirkafla 9.2 er greint frá því að  A. A. Tronin, rússneskur vísindamaður, hafi sagt að hækkun hitastigs lofts í 10°C hafi verið upphitun stórs svæðis í kjölfari jarðskjálftanúnings. Þessi eina athugun breytir gersamlega möguleikunum á hitauppsprettu sem knýr hnattræna hlýnun. Fyrir utan hækkun á hita í meginlöndunum vegna vaskjávarma, þá er hitun úthafsfleka þýðingarmikið framlag á hnattrænni hlýnun. Meira um það síðar, en núna munum við einblína á koldíoxíðið sem talið er að komi frá mannlegum þáttum. Til er uppspretta náttúrulegs koldíoxíðs sem er hlutfallslega óþekkt nútíma vísindum, og hún breytir algerlega umræðunni um hnattræna hlýnun. Tronin skrifaði:

Vettvangsmælingar á styrk CO2 í andrúmsloftinu nálægt yfirborðinu og í jarðvegi við Kopetdag sprungusvæðinu eru sýndar í mynd 16. Það er hækkun á styrk í CO2 sem nemur í allt að 0,3% í jarðveginum og í allt að 0,1% í andrúmsloftinu nálægt yfirborðinu með bakgrunnsgildi hins síðastnefnda í um það bil 0,03%. Það var samsvörun á milli radon geislunar í svæðinu með háan CO2 styrk, og hitastigsins í 1,5 m dýpi undir yfirborðinu. Svæðið með hátt yfirborðshitastig mælt kl. 6:00 árdegis fylgir svæði með háu hitastigi og styrk gass undir yfirborðinu. (Satellite Thermal Survey – A New Tool for the Study of Seismoactive Regions, A. A. Tronin, Int. J. Remote Sensing, 1996, Vol. 17, No. 8, bls. 1451).

Hækkun CO2 í loftinu í 0,1% var þreföld hækkun á koldíoxíði í andrúmsloftinu á umræddu svæði sem spannaði yfir þúsundir ferkílómetra. Með öðrum orðum, þessi eini viðburður þrefaldaði CO2 í andrúmslofti svæðisins.

Uppruni þessa CO2 voru örverur úr vaskjávarma undir yfirborðinu – ekki bílar, orkuver eða dýr á sveitabæjum! Þó það sé mælanlegt, þá er oft horft fram hjá örverum, jafnvel þá þegar menn vita hvað maður er að leita að. Litlir gerlar eiga mjög stuttan líftíma, sem varir kannski einhverja klukkutíma eða jafnvel mínútur. Þeir geta legið aðgerðarlausir, hlutfallslega fáir í tölu í jarðveginum, þar til hitastigið og rakastigið í umhverfinu hækkar í hagstætt ástand fyrir æxlun, en það gerist einmitt með litlum jarðskjálftahrinum. Um leið og hitastigið hækkar í vaskjávarma, þá verður það að raunverulegum vortíma fyrir örverurnar. Neðanjarðar örveruheimurinn kemur til lífs og vex með veldisvaxandi hraða þar til hitastigið fellur og örverurnar verða aðgerðarlausar á ný. Þetta ferli sýnir hingað til óuppgötvaða uppsprettu metans og koldíoxíðs (CH4 og CO2) sem verður að taka tillit til í öllum hringrásum kolefnis.

Rússar voru ekki þeir einu sem tóku eftir „gróðurhúsalofttegundum“ sem komu úr vaskjávarma. Þegar kínverskir rannsakendur byrjuðu að skrá yfirborðsgildi á CH4 og CO2 samtímis með innrauðum hitaskynjurum úr gervihnöttum, fundu þeir óvænta samsvörun á milli jarðskjálftasvæða, hækkunar hitastigs og losunar náttúrulegra CH4 og CO2 gastegunda:

Rannsakað hefur verið gangvirki á styrk varma-innrauðra geisla hitastigs og aukningu á hitastigi með gervihnöttum. Tilraunir eru gerðar með gassýni sem tekið er nálægt skjálftamiðju. Með gassýninu kom í ljós að það inniheldur gróðurhúsalofttegundir eins og CH4 og CO2 sem hafa aukist tugþúsunda sinnum. Auk þess sanna rannsóknir úr rannsóknarstofum einnig að CH4 og CO2 geta hlotið orku vegna skammtíma virkni rafsviða með losun hita, sem leiðir þar með til hækkunar á hitastigi sem nemur 2-6°C. (Satellitic thermal infrared brightness temperature anomaly image – short-term and impending earthquake precursors, Zuji Qiang o.fl., Science in China Series D: Earth Sciences, Vol. 42, No. 3, júní 1999).

Kínverska teymið tók eftir aukningu á CO2 sem nam „tugþúsunda sinnum“ hærri en bakgrunnsgildi CO2. Mikilvægi þessa spennandi uppgötvana virðist gersamlega hafa farið fram hjá nútíma vísindum. Gersamlega nýtt rannsóknarsvið mun opnast fyrir okkur þegar vísindasamfélagið tekur eftir þessari nýju uppsprettu náttúrulegra „gróðurhúsalofttegunda“. Við munum halda áfram síðar að læra um mikilvægi örvera fyrir allar lífverur í örverulíkaninu. Þýðing örvera úr vaskjávarma og áhrif þeirra á plánetuna er enn að mestu leyti óþekkt, en um leið og tekið verður eftir þeim, verður hægt að meta aukningu á koldíoxíði í andrúmsloftinu af hlutlægni og áhrif þess á hnattræna hlýnun verður hægt að rannsaka á réttan hátt.


Hnattræn kólnun var aldrei manngerð

Umræðunni um hnattræna hlýnun er ekki lokið án þess að þekkja söguna um hnattræna kólnun. Hnattræn kólnun er ekki umræðuefni sem hrakspámenn hnattrænnar hlýnunar kæra sig um að ræða um í dag, en líkt og í tilvikinu um ósongatið, þá er hér lexía sem hægt er að læra og erum við dæmd til að endurtaka söguna ef við lærum ekki af henni.

Frá um 1940 og inn í 8. áratug síðustu aldar varð jörðin fyrir tímabili hnattrænnar kólnunar, sem margir rannsakendur síns tíma töldu vera vísir á að jörðin væri á leiðinni í næstu ‚ísöld‘. Hrakspámenn kólnunar þjáðust af sömu meini og stuðningsmenn hlýnunar þjást af í dag. Þegar allt kemur til alls, hefur nútíma loftslagsfræði sannað að þau hafa ekki vísindalegt bolmagn til að spá fyrir um skammtíma veðurmynstur á áhrifaríkan hátt, hvað þá langtíma veðurmynstur, þannig að hvernig geta þau þá spáð um upphaf stefnumarkandi hlýnunar eða kólnunar?

Nútíma rannsakendur eru algerlega meðvitaðir um þetta, eins og lýst er með þessu sjónarmiði í grein um hnattræna loftslagsbreytingu í Science American frá 2005:

Hluti af þeirri ástæðu hvers vegna stjórnvöld áttu erfitt með að styðja upphaflegu spárnar um  hnattræna hlýnun upp úr 1980, var að fjöldi vísindamanna höfðu eytt áratugnum á undan í að segja öllum nánast nákvæmlega hið gagnstæða – að ísöld væri í vændum. (How Did Humans First Alter Global Climate?, William F. Ruddiman, Scientific American, mars 2005, bls. 53).

Hnattræn kólnun var talin vera manngerð fyrir aðeins nokkrum áratugum síðan, og nú er ætlast til að treyst sé á sömu vísindi sem á að hafa sannað að hnattræn hlýnun sé einnig manngerð – hvar er röksemdin? Hið raunverulega umræðuefni er ekki hnattræn hlýnun eða hnattræn kólnun, heldur er það langtíma veðurlotur og breytingar á hitastigi. Þessar breytingar hafa verið viðvarandi í gegnum alla líftíð jarðarinnar. Spurningin er hvort mannkynið hefur þýðingamikil áhrif á framvindu hlýnunar með bruna á jarðefnaeldsneyti eða með ‚þátttöku kolefnis‘ á annan hátt. Þessi undirkafli rannsakar nokkrar raðir vísbendinga sem sýna að hnattræn hlýnun og hnattræn kólnum eru náttúrulegir og lotubundnir viðburðir, og að mannlegi þátturinn hafi engin umtalsverð áhrif.

Vonandi munu vísbendingarnar úr veðurlíkaninu varðandi uppruna veðurs, El Niño, La Niña, fellibylji, jarðskjálftaský og skara annarra veðurfyrirbrigða valda hliðrun á umræðunni um hnattræna hlýnun og kólnun. Hinn sanni uppruni þessa veðurskilyrða myndu haldast áfram óútskýrðir án skilnings á að kvikufalskenningin sé röng og án uppgötvunar á vatnsplánetulíkaninu sem jarðsviðslíkanið og veðurlíkanið byggist á.

Margir vísindamenn vita að langtíma veður jarðarinnar inniheldur sveiflur í hækkandi og lækkandi hitastigi á hnattræna vísu, þó svo að ekkert gangvirki sem veldur þeim hafa verið uppgötvuð af þeim. Gagnvirki veðurlíkansins gerir grein fyrir aðra hitauppsprettu, fyrir utan sólina, sem knýr vaskjávarma í jarðskorpunni, en áhrif þess gegna mikilvægu hlutverki í breytingum á hitastigi.


"Það er engin sannfærandi vísindaleg sönnun til"

Hnattræn hlýnun, eða loftslagsbreytingar eins og pólitíkin kýs að kalla hana, er mest umrædda umræðuefni á sviði vísinda meðal nútíma vísindastofnana. Því hefur verið þröngvað upp á almenninginn í gegnum fjölmiðla og í skólum á fyrsta áratug hinna nýju aldar, en hefur hins vegar ekki verið mikið umfjöllunarefni hér í Universal Model. Ástæðan er sú að falskenningin um hnattræna hlýnun hefur verið hrakin af æ fleiri vísindamönnum. Þetta var þó ekki tilfellið á síðasta áratug síðustu aldar, en eftir aldamót hófu þúsundir vísindamanna um allan heim, þar á meðal fjöldi loftslagsfræðinga, að sjá stórkostlega galla og uppgötva það að vísindin um manngerða hnattræna hlýnun voru gjörsamlega götótt og án staðreynda.

Síðan þá hefur undirskriftarlisti verið safnaður með rúmlega 31.000 bandarískum vísindamönnum sem trúa því að „það er engin sannfærandi vísindaleg sönnun til“ að losun mannsins á koldíoxíði sé að valda alvarlegri hlýnun jarðarinnar:

Við hvetjum ríkisstjórn Bandaríkjanna að hafna samkomulaginu um hnattræna hlýnun sem skrifuð var í Kyoto, Japan í desember 1997, ásamt öllum öðrum svipuðum tillögum. Fyrirhugaðar takmarkanir á gróðurhúsalofttegundum myndi skaða umhverfið, hindra framfarir vísinda og tækni, auk þess að skaða heilsu og velferð mannkyns.

Það er engin sannfærandi vísindaleg sönnun til um að losun mannsins á koldíoxíði, metani eða öðrum gróðurhúsalofttegundum sé að valda eða muni í fyrirsjáanlegri framtíð valda alvarlegri hlýnun á andrúmslofti jarðarinnar og truflunum á loftslagi jarðarinnar. Enn fremur eru til efnismiklar vísindalegar sannanir á því að aukning á koldíoxíði í andrúmsloftinu skapar mörg gagnleg áhrif á umhverfi plantna og dýra á jörðinni.

Því miður hefur umræðan um hnattræna hlýnun þróast úr vísindalegri í pólitíska umræðu. Reyndar hefur hinn pólitíski vinstrivængur Bandaríkjanna, þar með talið meginstraumur fjölmiðlanna, tekið afstöðu með hinni manngerðri hnattrænni hlýnun, á meðan hinn pólitíski hægrivængur hneigist til að líta á hlýnunina vera drifna af náttúrlegum orsökum. Fyrir fjölmiðla og frægt fólk eins og Al Gore er litið svo á að umræðunni sé lokið og hinir 31.000 vísindamenn verða algerlega hunsaðir á meðan margir aktívistar um hnattræna hlýnun lýsa því yfir hvað eftir annað að enginn lögmætur loftslagsfræðingur telur hnattræna hlýnun vera náttúrulegt fyrirbæri.

Á meðal nútíma vísindamanna halda því margir fram að ‚samhljómur‘ meðal samstarfsmanna sinna sé sönnun á gildi kenninga sinna. En hvar er listi þúsunda vísindamanna sem hafa sett nöfn sín á beiðni til stuðnings manngerðrar hnattrænnar hlýnunar? Árið 1989 safnaði Union of Concerned Scientists (Samband áhyggjufullra vísindamanna) saman 700 manna lista, en aðeins örfáir loftslagsfræðingar voru þar á meðal. Uppfært yfirlit af vefsíðu þeirra (www.ucsusa.org) sýnir engan lista vísindamanna, þó svo að þeir haldi því fram hann hafi vaxið í 1.700, þar á meðal hagfræðinga. Hvers konar önnur leit að hópi sem styður hnattræna hlýnun með löngum lista var árangurslaus.

Á sama tíma eru fleiri vísindamenn framleiddir árlega, eins og William Gray frá deild lofthjúpavísinda í Colorado State háskólanum, sem er ósammála hópnum sem aðhyllist hnattræna hlýnun. Gray, sem rannsakar fellibylji, segir að Obama forseta og öðrum stjórnmálamönnum skjátlast þegar þeir reyna að gefa í skyn að hnattræn hlýnun sé að valda aukningu á stormunum. Gray sagði árið 2008:

Nýkjörinn forseti Barack Obama sagði í síðustu viku að ‚stormar eru að verða sterkari með hverju fellibyljatímabili‘ (og gefur í skyn að þetta sé vegna hækkunar á CO2). Hann er að endurtaka það sem Al Gore hefur verið að segja í áraraðir og það sem hefur verið gefið í skyn af þúsundum fréttum fjölmiðla eftir eyðileggingu frá Atlandshafinu á tímabilinu 2004-2005. Skoðanakannanir hafa sýnt að hlutfallslega há prósentutala bandarískra borgara telja að manngerð hnattræn hlýnun hafi aukið á virkni fellibylja.

Já, sést hefur mikil aukning á stórum fellibyljum frá Atlandshafinu á 14 ára tímabilinu 1995-2008 (3,9 að meðaltali á ári), miðað við á 25 ára tímabili á undan 1970-1994 (1,5 á ári að meðaltali). En hefur aukning á CO2 á nokkurn hátt verið ábyrgt fyrir hina nýlegu uppsveiflu á fellibyljum frá Atlandshafinu síðan 1995?

Ég ásamt fjölda samstarfsmanna minna telja að þessi mikla aukning á stórum fellibyljum á Atlandshafinu sé fyrst og fremst vegna fjöláratuga aukningar á varma-seltu-hringrás Atlandshafsins (THC) sem er knúin af sveiflum í seltu Atlandshafsins. Þessar fjöláratugabreytingar í Atlandshafinu hafa einnig verið kallaðar fjöláratugasveiflur Atlandshafsins (AMO). Þessar aukningar orsakast ekki af hnattrænu yfirborðshitastigi né af aukningu á CO2.

Jafnvel þó að yfirborðshitastig hefur hækkað á síðustu öld og á síðastliðnum 30 árum, þá eru nú margar athugunarrannsóknir sem benda til þess að það hafa ekki verið nein langtíma aukning á tíðni fellibylja né á styrk hitabeltisstorma á neins af vatnasviðum heimsins. (Heimasíða Gallups).

Þótt undarlegt megi virðast og jafnvel þótt tugþúsundir vísindamanna halda áfram að segja á mjög afdráttarlausan hátt að ríkisstjórnir ættu ekki að reyna að stjórna vísindum um hnattræna hlýnun, þá hafa ríkisstjórnir heimsins haldið áfram að koma á sköttum tengda hnattræna hlýnun með því að gefa út strangar reglugerðir á veitufyrirtæki og á önnur tengd fyrirtæki. Þessi fyrirtæki rétta þessa huldu skatta einfaldlega áfram á viðskiptavini sína með hærri verð.

Til eru bókstaflega þúsundir vefsíða sem fjalla um þá staðreynd að hnattræn hlýnun sé náttúrulegt fyrirbrigði. Næstu færslur munu aðeins eiga við sumt af því fjölbreytta umfjöllunarefni, en einkum þá við þann einstaka skilning sem tengist veðurlíkaninu. Fyrir þá sem langar að rýna í hlutlægar upplýsingar um hnattræna hlýnun, þá fylgir hér listi yfir vefsíður um vísindalega hnattræna hlýnun.

Colorado State University

Science and Public Policy Institute

Cato Institute

CO2 Science


Falskenningin um hnattræna hlýnun

Hvaða annað vísindalega umræðuefni hefur ollið eins miklum glundroða og umræðu eins og hnattræn hlýnun hefur gert? Ef ‚nútíma vísindin‘ á bak við viðfangsefnið um hnattræna hlýnun eru svo ótvíræð, hvers vegna eru þá svo margir að draga þau í efa?

Þessi undirkafli mun sýna að vísindalega viðhorfið gagnvart hinni svokallaðri manngerðri hlýnun jarðarinnar hefur breyst. Þegar æ fleiri rannsóknir koma í ljós, verða langtíma hnattræn hlýnun og kólnun greinilegri. Fjallað verður um koldíoxíð og hækkun sjávarmáls, ásamt þann einstaka skilning sem aðeins fæst með UM viðmiði. Að lokum ættum við að geta svarað því hvort það hafi verið þess virði að stíga upp á moldvörpuhaug hnattrænar hlýnunar.

Bruce Mole Hill  PSD

Falskenningin um hnattræna hlýnun af manna völdum skilgreind

Kenningin um hnattræna hlýnun, eins og svo margar aðrar kenningar nútíma vísinda, blandar saman sannleik og rangfærslur. Það getur verið erfitt að sía út sannleikann, en með veðurlíkaninu höfum við ný verkfæri sem auðvelda okkur fyrir. Breytingar á hnattrænu hitastigi, hvort sem það er hlýnun eða kólnum, hefur átt sér stað síðan jörðin myndaðist í upphafi. Núverandi kenning um hnattræna hlýnun felur í sér að gert sé ráð fyrir að mannkynið hafi einhvern veginn haft áhrif á veðrið nægilega mikið til að valda hnattrænni hlýnun. Hrakspámenn um hnattræna hlýnun halda því fram að þróun hlýnunar sé af manna völdum, á meðan aðrir vísindamenn eru ósammála. Umræðan snýst um spurninguna um hvort þetta sé satt eða ekki, þó svo að þröngsýnir einstaklingar og stjórnmálamenn lýsa því yfir að „umræðunni sé lokið“:

Tilvitnun bls 773

Aftur á móti er skýrsla IPCC (Intergovernmental Panel on Climate Change – Milliríkja pallborðsumræðuhópur um loftslagsbreytingar) frá 2007 ekki svo viss:

‚Flest hinna athugaðra hækkana á hnattrænu hitastigi síðan á miðri 20. öld er mjög líklega vegna mældrar hækkunar í manngerðum gróðurhúsalofttegundum.‘ (IPCC Fourth Assessment Report).

Jafnvel IPCC, sem er stofnun sem rekin er af talsmönnum hnattrænnar hlýnunar, getur aðeins sagt að hnattræn hlýnun sé „mjög líklega“ ollin af gjörðum manna. Umræðunni er langt frá því að vera lokið vegna þess að þessi vísindi hafa ekki staðist stöðlun allsherjar vísindalegrar aðferðarinnar. Svo lengi sem samanburðarnákvæmi getur ekki sýnt fram á koldíoxíð af manna völdum sé að valda hlýnun jarðar, þá mun umræðunni haldið áfram. Að sjálfsögðu væri það rökrétt fyrir vísindamenn sem halda því fram að vita hvernig heimurinn er að hlýna, að þeir skilji fyrst hvernig veður í raun virkar.

Eins og í öllum vísindalegum sannleik, verður „sannleikurinn“ í heimildarmynd Al Gore frá 2006 An Inconvenient Truth, að standast tímans próf. Til allrar óhamingju fyrir slíka eins og Gore, sem hafa gefið út skoðun sína á manngerðri hnattrænni hlýnun, hefur tíminn ekki eflt þeirra hlið umræðunnar. Á hverju ári efast æ fleiri vísindamenn um þá yfirlýsingu að maðurinn sé ábyrgur fyrir hlýnun á síðustu árum. Internetið er nú yfirfullt með þeim „óþægilega sannleik“ um heimildarmynd Gore. Sjá 35 Invonvenient Truths sem dæmi.

Flest okkar líta á náttúruna sem eitthvað fallegt og eru sammála um að heimurinn sem við búum í er stórkostlegur staður sem ætti að vernda og varðveita fyrir komandi kynslóðir. Margt fólk með góðum ásetningi finnst það færa sér hamingju og fullnægju að vera virk í stærri málstaði, og fyrir suma uppfyllir umhverfið þessa þörf. Til eru ‚öfgamenn‘ í umhverfismálum sem tekst að ná sínu fram, eins og að banna byggingu nýrra kjarnorkuvera í Bandaríkjunum, en þetta fólk er mjög fámennt í samanburði við meirihlutann sem vill yfirvegaða nálgun í umhverfismálum. Það munu alltaf vera margar hliðar á því, hver sú yfirvegaða nálgun eigi að vera, en hins vegar er hin manngerða, uppblásna hrakspámennskan um hlýnun jarðar og tilsvarandi lausnir á borð við ‚þak og skipti‘ allt annað en yfirvegaðar. Hnattræn hlýnun er orðið ein af þeim málstöðum sem margur góður ásetningur er með háreysti um og ættum við að hrósa þeim sem sækjast eftir að gera gott og gera plánetuna okkar að betri stað til að búa á.

Hins vegar gildir einu hversu góður ásetningur einhvers er, ef þeim skjátlast eða ef þeir valda skaða. Eins og Universal Model heldur áfram að benda á, þá eru nútíma vísindi, þar með talið veðurfræðin, í myrkum tímum. Til að komast út úr þeirri stöðu, þá þurfa loftslagsfræðingar að aðlaga kenningum sínum að hinu ný uppgötvuðum sannleik veðurlíkansins. Hversu stórar þessar aðlaganir munu verða, veltur að vissu leyti á því hversu „vissir“ þeir eru á því að mannlegar athafnir eru orsakir hlýnunar jarðar.

Úr grein í Scientific American frá 2007, með fyrirsögnina The Physical Science Behind CLITMATE CHANGE (Náttúruvísindin á bak við LOFTSLAGSBREYTINGAR):

Hvers vegna eru loftslagsfræðingar svo handvissir um að mannlegar athafnir eru að hlýja jörðina á hættulegan hátt? (The Physical Science Behind CLITMATE CHANGE,  William Collins og fleiri, Scientific American, ágúst 2007, bls. 64).

Við getum svarað þessari spurningu með eigin grundvallar spurningu:

Tilvitnun bls 774

Hinir „handvissu“ loftslagsfræðingar halda áfram og viðurkenna að sum af „helstu lykilatriðum loftslagsferlanna eru miður vel skildir“:

Að nota mörg líkön hjálpar til að ákvarða áhrif óvissunnar í mismunandi loftslagsferlum á sviði líkanahermunar. Þó svo að sumir ferlar eru vel skildir og vel lýstir með eðlisfræðijöfnum (loft- og hafstraumar eða dreifing sólarljóss og varma til dæmis), þá eru sum af helstu lykilatriðum loftslagsferlanna miður vel skildir, eins og ský, hringiður hafsins og útgufun plantna. (The Physical Science Behind CLITMATE CHANGE,  William Collins og fleiri, Scientific American, ágúst 2007, bls. 69).

Upphitun jarðarinnar, sem gert er ráð fyrir að sé bara sólin, á að vera „vel skilið“. En þar liggur meginástæða misskilningsins um hnattræna hlýnun. Þetta er dæmigert um það sem gerist: við höldum að við vitum nú þegar og það blindar okkur frá því að finna sannleikann. Án þekkingar á fyrsta og öðru lögmáli veðurs, sem útskýrir aðra hitauppsprettu jarðarinnar – vaþrývarma – hvernig eiga loftslagsfræðingar að geta sett upp líkan af veðri jarðarinnar á réttan hátt? Eða hvernig geta þeir vitað hvort „mannlegar athafnir séu að hlýja jörðina á hættulegan hátt?“ Sannleikurinn um manngerða hnattræna hlýnun getur aðeins komið frá vísindum sem útskýra á einfaldan og skýran hátt hvernig og hvers vegna loftslagsferli virka eins og þau gera. Jafnvel þeim sem hafa góðan ásetning og reyna að sannfæra almenning um manngerða hnattræna hlýnun, munu að lokum skjátlast hrapallega.

Skoðunarkönnunin Top Priorities for 2009 setti hnattræna hlýnun neðst á 20-liða listann fyrir Bandaríkin. Annarsstaðar gaf Gallup skoðunarkönnun 2007-2008 að „…meira en þriðjungur af íbúum jarðarinnar hefur aldrei heyrt um hnattræna hlýnun.“

Ef plánetan er að verða fyrir þýðingarmikilli hlýnun síðastliðna áratugi, hvers vegna eru ekki allir að finna fyrir því og hvers vegna eru þeir ekki að tala um það? Er fólk virkilega áhugalaust, eða trúir það að ‚vísindi‘ hnattrænnar hlýnunar sé pólitískt peningaplokk sem stjórnast af þeim sem leitast eftir að græða peninga með huldum ‚orkusköttum‘?

Í einni mjög vinsælli og vel dreifðri heimildarmynd var hugmyndin um hnattræna loftslagsbreytingu sett fram af varaforseta Bandaríkjanna Al Gore í myndinni frá 2006 An Inconvenient Truth. Síðar vann Gore óskarsverðlaun fyrir þessa mynd, jafnvel þó að myndin hafi verið full af ógrundvölluðum og hlutdrægum gögnum, sem í mörgum tilfellum voru algerlega skálduð. Þó að kynning hans hafi verið góð, þá var hinn undirliggjandi óþægilegi sannleikur í heimildarmyndinni um hnattræna hlýnun sá, að hann tapaði forsetakosningunum árið 2000. Þegar maður sýnir fleiri myndir af sjálfum sér og lífi sínu heldur en áreiðanlegar vísindalegar sannanir á hnattræna hlýnun af manna völdum, þá er erfitt að sjá ekki að hinn raunverulegi óþægilegi sannleikur snerist ekki um plánetuna, heldur um Al Gore. Ef til vill höfðu þeir sem studdu hann meiri áhuga á að hljóta næsta rannsóknarstyrk en á vísindalegum sannleik.

Al Gore


Hitastig sjávar er lykillinn

Eitt sem veðurfræðingar hafa réttilega ályktað varðandi hnattræn veðurkerfi er að frávik frá venjulegu hitastigi sjávar ákveður hvenær, hvar og hvernig miklir stormar eins og El Niño munu gerast í heiminum.

HITASTIG SJÁVAR ER LYKILLINN

Besti mátinn til að komast að raun um hvort El Niño eða La Niña er í aðsigi, er að fylgjast með mynstri af hitastigi yfirborðs sjávar á hitabeltissvæði Kyrrahafsins. Á meðan öflugir El Niño stormar standa yfir, verður yfirborðshitastig sjávar óvenju hátt yfir miðbaugssvæði austurhluta Kyrrahafsins, einkum við strendur Perú. (Weather, A Visual Guide: Bruce Buckley, Edward J. Hopkins, Richard Whitaker, Firefly Books Ltd., 2004, bls. 276).

Á meðan hækkun og lækkun á yfirborðshitastigi Kyrrahafsins er lykilþáttur og vísir að þróun El Niño eða La Niña skilyrðum, stöndum við andspænis þessari grundvallar spurningu:

Hvernig hitnaði yfirborð sjávarins?

Fyrir nútíma veðurfræðing virðist svarið við þessari spurningu nægilega einfalt – það hitnaði vegna sólarinnar. En ef við lítum á það örlítið nánar, þá virkar það svar ekki. Hvernig gat sólin aðeins hitað hlýja El Niño sjóinn, sýnt í hvítu á Mynd 9.4.2 (hægra megin efst), en á sama tíma ekki hitað kaldara yfirborð sjávar La Niña sýnt í fjólubláu á sömu mynd? Svæðið við miðbaug fær jafn mikinn hita frá sólinni og skýjahulur samsvara ekki hituðu eða kældu svæðin.

9.4.2

Fyrsta vísbendingin um hvernig yfirborð sjávar hitnaði, kemur frá gervihnattarmælingum sem notaðar voru til að búa til myndina. Þessi mynd og sú síðasta eru ekki gefnar úr innrauðum eða hitamælingum, heldur eru búnar til með gögnum sem mæla hæð yfirborðs, miðað við þá venjulegu!

Ef við skoðum kvarðann neðst til vinstri á síðustu mynd (sjá hér), þá sjáum við að yfirborð sjávar breyttist úr –18 í +14 cm miðað við meðaltal (venjulegt), samtals sveifla upp á 32 cm. Hvað hefur hækkun í sjónum með hitastigið að gera? Það kemur í ljós að  kaldara vatn hefur lægri staðfræðilega hæð, á meðan hlýrra vatn en meðalgildi hefur hærra:

Þessi gervihnöttur [TOPEX/Poseidon] notar radar hæðamæli sem endurvarpar radarmerki frá yfirborð sjávar til að hljóta nákvæmar mælingar á fjarlægð milli gervihnattarins og yfirborðsins. Þessar upplýsingar eru notaðar saman með hárnákvæmum brautargögnum úr GPS gervihnatta til þess að búa til kort af yfirborðshæð sjávarins. Slík kort sýna staðfræði yfirborð sjávar. Staðbundnar hækkanir (‚hólar‘) benda til hlýrra vatns en að meðaltali, á meðan lækkanir (‚dalir‘) benda til kaldara vatns en að meðaltali. (The Atmosphere An Introduction to Meterology: Frederick K. Lutgens, Edward J. Tarbuck, Pearson Prentice Hall, 10. útg., 2007, bls. 228).

Hvers vegna ætti hæð sjávar að samsvara hitastigi? Eini kosturinn sem veðurfræðingar hafa er vindurinn, en haugur af hlýju vatni úr vindum sem blása í áttina að hitanum er ekki rökrétt, og er ekki stutt af gögnunum. Reyndar er hið öfuga tilfellið. Eins og kaflinn um uppruna veðurs afhjúpaði, þenst hitað loft út sem veldur vindstefnu frá háþrýstisvæðum. Hlýr sjór gerir það sama, háþrýstisvæði myndast í sjónum sem knýr vatnið upp á við og síðan í burtu. Rannsakendur tóku eftir því að vindar eru ekki endilega orsökin:

Það eru miklu fleiri vestanvindar sem geysa en fjöldi El Niño, þannig að það er klárt að þessir vestanvindar sem geysa, ræsa ekki alltaf El Niño storm. (The Oryx Resource Guide to El Niño and La Niña, Joseph S. D‘Aleo, Oryx Press, 2002, bls. 16).

Sjór þenst aðeins út í litlum mæli þegar það er hitað, en megin ástæðan fyrir því að hlýtt vatn sýnir sig í hækkuðu yfirborði er sjáanlegt á Mynd 9.4.2, neðst til hægri. Vaskjávarmar á sjávarbotni eru orsökin fyrir hituðu vatni og þegar vatn rís, eykur það hæðina á hlýju vatninu. Hitaður sjór blandast illa við kaldan sjó, þar af leiðandi þegar vatn hitnar, rís djúpur sjór (hann rís vegna lægri eðlismassa) upp á yfirborðið í strókum sem síðan ‚flýtur‘ á toppnum á kaldara umliggjandi vatninu, en þetta leiðir bæði til hækkunar á hitastigi og staðfræðilegri hækkunar. Þegar virknin í vaskjávarma fjarar út, flæðir kaldari vatn frá gosbrunnum á sjávarbotninum. Þetta innleiðir tímabil samdrátts sem lækkar yfirborðið og hitastigið. Þessi skilyrði benda til La Niña hringrásar.

Takið eftir að þessi texti í kennslubók í loftslagsfræði lýsir hvað gerist á meðan El Niño viðburður stendur yfir, en gefur enga útskýringu á því hvers vegna yfirborð sjávar rís:

Þegar suðræna sveiflan [El Niño] á sér stað, breytast venjulegar aðstæður sem útskýrðar voru stórkostlega. Loftþrýstingur rís í kringum Indónesíu, sem veldur því að þrýstingsstigullinn meðfram miðbaug veikist og snýst jafnvel við. Afleiðingin er sú, að það dregur úr vindum sem voru stöðugir og geta jafnvel breytt um stefnu. Þessi snúningur veldur meiriháttar breytingum í straumkerfum miðbaugsins, með hlýtt vatn sem flæðir í austurátt. Með tímanum vex hitastigið í vatninu í mið- og austurhluta Kyrrahafsins og hæð yfirborðsins á svæðinu rís. (The Atmosphere An Introduction to Meteorology: Frederick K. Lutgens, Edward J. Tarbuck, Pearson Prentice Hall, 10. útg., 2007, bls. 220-221).

Veðurfræðingar eru enn ófærir um að útskýra hvers vegna yfirborð sjávar rís vegna hitunar frá sólu. Enn fremur geta rannsakendur ekki útskýrt hvers vegna El Niño og La Niña viðburðir sem sýndir eru í mynd hér að neðan gerast eingöngu vegna hita frá sólinni. Þessir viðburðir gefa vit ef hægt er að koma auga á aðra hitauppsprettu. Beina sönnunin um hina síðari hitauppsprettu – vaskjávarmanar – kemur úr djúpsjávarrannsóknum sem staðfesti tengsl milli jarðskjálfta og hitaðs vatns.

El Nino La Nina línurit


Veðurspá El Niño og La Niña

Árið 1997, á meðan stærsti El Niño sögunnar stóð yfir, vann Michael Glantz fyrir National Center for Atmospheric Research (Þjóðarmiðstöð loftslagsrannsókna). Hann tók eftir hve lítið var vitað á þeim tíma:

Ósamræmið milli þess sem við höldum að við vitum um El Niño og hvað hægt er að vita er væntanlega enn nokkuð stórt. (Is it El Niño of the Century?, J. Madeleine Nash, Time, 18. Ágúst 1997, bls. 57).

Fjórum árum síðar voru gögnin sem mátu spár tölvulíkans úr El Niño viðburðinum 1997 komin inn. Glantz segir frá eftirfarandi í bók sinni Currents of Change, Impacts of El Niño and La Niña on Climate and Society (Cambridge University Press, 2001):

Áhugavert að þetta hafi verið mesta áhorf allra tíma á El Niño, með rannsakendur og veðurfræðinga að spá, sem notuðu öll tiltæk hjálpargögn til að ákvarða ástand Kyrrahafsins nokkrum mánuðum fram í tímann: gervihnetti, baujur, skipakosti og tölvulíkön. Hins vegar héldu flestir athugendur aftur sínum spám þangað til yfirborðshitastigið tók að hækka mælanlega. Þetta var að hluta til vegna staðreyndarinnar að hið leiðandi líkan (sumir segja flaggskip) fyrir El Niño spáði að sterkur og kaldur viðburður (La Niña) myndi eiga sér stað árið 1997. Það var brátt uppgötvað að þetta líkan hafði rangt fyrir sér og að sjórinn var raunverulega að hita sig, og stefndi fljótlega í meiriháttar El Niño viðburð.

Það virtist vera að El Niño viðburðir héldu áfram að koma rannsakendum á óvart. Um leið og viðburður líður hjá, greina rannsakendur hvað gerðist og hvers vegna, til þess að finna ástæðuna fyrir því að hafa spáð rangt. Síðan gera þeir viðeigandi endurbætur og trúa að þeir hafa svo gott sem leyst El Niño gátuna. Sumir koma með afsakanir fyrir röngum spám sínum. Enn aðrir grípa til spunalækninga, það er að kynna rangar spár sínar eins og hafa haft einhvern veginn rétt fyrir sér.

Glantz og aðrir óháðir rannsakendur viðurkenndu að ekkert líkan spáði fyrir um styrk El Niño viðburðarins áður en hann gerðist:

Ekkert líkan spáði fyrir um styrk El Niño 1997-98 þar til hann var á góðri leið með að verða mjög sterkur á norðurhvelinu síðla vors 1997.

Þessi játning er tákn um afhjúpun myrku tíma vísindanna á 20. öldinni. Þrátt fyrir að hafa eytt miklum upphæðum í rannsóknarsjóði, tækniframförum og þúsundum rannsóknartíma, voru haffræðingar ekki færir um að spá fyrir um hvenær eða í hve miklu magni þessi hnattrænu veðurskilyrði myndu eiga sér stað, einfaldlega vegna þess að vísdómurinn um hvers vegna þeir eiga sér stað hélst óuppgötvaður. Þetta hins vegar hélt ekki suma aftur til að blekkja almenninginn með því að fullyrða að líkönin sín „náðu þessu loksins rétt“, eins og Glantz heldur áfram:

Á sama tíma og framfarir halda áfram að gerast í athugunum, líkanagerð og forspám á mismunandi þáttum El Niño, sýndu endurskoðun okkar að framfarir í að spá fyrir um upphaf El Niño hafa ekki verið eins góðar eins og vísindablaðamaðurinn Kerr (1988) og fréttir (NSF, 1998) hafa greint frá. Vafasamar yfirlýsingar um velgengni eins og ‚Stóru líkönin náðu þessu loksins rétt‘ og ‚El Niño og veðurfar er einfaldara að spá fyrir um en menn héldu‘, blekktu almenning og löggjafarmenn um ástand vísindanna og hefur mjög líklega hámarkað væntingar um betri spár fyrir næsta El Niño. Hinn eftirsótti hágæða árangur í spám hefur enn ekki verið náð. Yfirlýsingar sem lofsyngja árangur í spám hafa einnig þá tilhneigingu að koma almenningi, fjölmiðlum, ábyrgðarmönnum og jafnvel El Niño rannsakendum á óvart í næsta viðburð, enda hafa þeir verið sannfærðir af undanförnum fyrirsögnum frétta um að geta vísindasamfélagsins til að spá fyrir um upphaf El Niño hafi tekið miklum framförum.

Að blekkja almenning í málefnum vísindanna eru ekki sjaldgæf atvik hjá nútíma vísindum. Eitt af vandamálunum sem almenningurinn hefur, er að hvergi er hægt að fara til þess að ákvarða hinn raunverulega sannleika á allflestum vísindalegum málaflokkum. Þetta er einmitt megin markmið Universal Model, að leyfa opnu aðgengi að vísindalegum rannsóknum og gögnum til skoðunar og umræðu almennings. Universal Model mun innleiða algerlega ný svið vísindanna, þar sem hundruðir nýrra vísindalegra uppgötvana munu leyfa almenningi til að taka meiri þátt í vísindunum, og þar sem notkunin á allsherjar vísindalegum aðferðum (USM) og fullt gegnsæi mun vera normið. Þetta mun efla ábyrgðarskyldu í öllum rannsóknarverkefnum sem eru kostuð af hinu opinbera.


Veðursilyrði El Niño og La Niña

El Niño og La Niña veðurkerfin samanstanda af lotubundnum sveiflum á hitastigi og hæð yfirborðs sjávar sem eiga uppruna sinn í hitabelti austurhluta Kyrrahafsins. Myndin hér að neðan inniheldur tvær NASA gervihnattarmyndir af jörðinni sem sýna Kyrrahafið á meðan El Niño og La Niña stóðu yfir árin 1997 og 1999. Skilyrði El Niño olli flóðum, þurrkum og öðrum víðáttumiklum veðurtruflunum víða um heim.

9.4.1 El Nino La Nina Diagram

Í grein í Time tímaritinu undir heitinu Is it El Niño of the century? voru viðburðirnir frá 18. ágúst 1997 skrásettir eins og þeir gerðust:

El Niño er venjulega í hámarki í kringum desember, sem er ástæðan fyrir því að sjómenn í Perú gáfu aðkomuveðrinu á aðventunni nafn sem þýðir á spænsku ‚Kristbarn‘. Ef hlýnunin heldur áfram, segja vísindamenn, gæti El Niño á byrjunarstigi dælt svo miklum hita í hafið að meðalhiti yfirborðs sjávar gæti hækkað um 3,5°C – og ef það gerist, myndu áhrifin vera gætt langt inn í nýja árið. Hamfarirnar sem myndu fylgja væru m.a. aurskriður, flóðbylgjur, miklir vindar og uppskerubrestir. (Is it El Niño of the century?, J. Madeleine Nash, Time, 18. ágúst 1997, bls. 56).

Íbúar Perú er mjög vitaðir um hversu mikið El Niño getur breytt lífi þeirra, en restinn af heiminum byrjaði að taka eftir þessu fyrir nokkrum áratugum síðan. Samantekt af viðburðunum sem spáð var um árið 1997 var birt í nóvember 1998 útgáfunni af Reader´s Digest:

Á hringrás síðasta tímabils hækkaði hitastig á yfirborði sjávar vesturstrandar Suður-Ameríku úr venjulegum [23°C] í [30°C]. Þetta gríðarlega stóra svæði volgs vatns, tvöfalt flatarmál Bandaríkjanna, víxlverkaði við andrúmsloftið sem myndaði storma og færði hávinda úr stað.

El Niño færði regn sem flæddi annars þurr strandsvæði Ekvadors, Chile og Perú. Á sama tíma geysuðu sterkir vindar í Ástralíu og Indónesíu.

Eldar hafa eyðilagt fimm milljónir ekrur af skógum Indónesíu. Sterku vindarnir, ásamt efnahagskreppu, hafa skilið um fimm milljónir Indónesíubúa eftir með brýna þörf fyrir matvæli og drykkjarvatni. Þessar aðstæður hjálpuðu við að leggja grunninn að óeirðum sem leiddu til endaloka á stjórnartíð Suharto.

Nær heimaslóðum: það rigndi meira en 750 mm í Los Angeles frá 1. júlí 1997 til og með 30. júní 1998 – tvöfalt venjulegs magns. San Fransisco mældi rúm 1200 mm úrkomu, næstum 27 sinnum meira en venjulega. Miklar úrkomur gjöreyddu uppskerur á mörgum svæðum Kaliforníu.

El Niño var einnig ábyrgt fyrir miklum vindum og hita í Texas sem hækkaði hitatigið í bænum College Station í yfir 38°C í 30 daga í röð sl. sumar, sem var met. Hitabylgjan kostaði 125 mannslíf í ríkinu. Á meðan Flórída upplifði vætusamari vetur en ella, breyttist blómlegur gróðurinn í þurran brennivið á óvenju heita og þurra sumrinu, og kynti undir gróðureldum sem herjuðu á ríkið. (Here Comes More Weird Weather, Per Ola, Emily dAulaire, Reader´s Digest, nóvember 1998, bls. 139).

Með slíka truflun á athöfnum mannsins er skilningurinn á orsökum og breytingum á þessum hnattrænum veðurkerfum bráðnauðsynlegur! Á meðan El Niño setur venjulegt hnattrænt veður algerlega á hvolf, ýkir La Niña almennt venjuleg veðurskilyrði. En geta veðurfræðingar spáð fyrir um þessi hnattrænu veðurkerfi?


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband