Veðurspá El Niño og La Niña

Árið 1997, á meðan stærsti El Niño sögunnar stóð yfir, vann Michael Glantz fyrir National Center for Atmospheric Research (Þjóðarmiðstöð loftslagsrannsókna). Hann tók eftir hve lítið var vitað á þeim tíma:

Ósamræmið milli þess sem við höldum að við vitum um El Niño og hvað hægt er að vita er væntanlega enn nokkuð stórt. (Is it El Niño of the Century?, J. Madeleine Nash, Time, 18. Ágúst 1997, bls. 57).

Fjórum árum síðar voru gögnin sem mátu spár tölvulíkans úr El Niño viðburðinum 1997 komin inn. Glantz segir frá eftirfarandi í bók sinni Currents of Change, Impacts of El Niño and La Niña on Climate and Society (Cambridge University Press, 2001):

Áhugavert að þetta hafi verið mesta áhorf allra tíma á El Niño, með rannsakendur og veðurfræðinga að spá, sem notuðu öll tiltæk hjálpargögn til að ákvarða ástand Kyrrahafsins nokkrum mánuðum fram í tímann: gervihnetti, baujur, skipakosti og tölvulíkön. Hins vegar héldu flestir athugendur aftur sínum spám þangað til yfirborðshitastigið tók að hækka mælanlega. Þetta var að hluta til vegna staðreyndarinnar að hið leiðandi líkan (sumir segja flaggskip) fyrir El Niño spáði að sterkur og kaldur viðburður (La Niña) myndi eiga sér stað árið 1997. Það var brátt uppgötvað að þetta líkan hafði rangt fyrir sér og að sjórinn var raunverulega að hita sig, og stefndi fljótlega í meiriháttar El Niño viðburð.

Það virtist vera að El Niño viðburðir héldu áfram að koma rannsakendum á óvart. Um leið og viðburður líður hjá, greina rannsakendur hvað gerðist og hvers vegna, til þess að finna ástæðuna fyrir því að hafa spáð rangt. Síðan gera þeir viðeigandi endurbætur og trúa að þeir hafa svo gott sem leyst El Niño gátuna. Sumir koma með afsakanir fyrir röngum spám sínum. Enn aðrir grípa til spunalækninga, það er að kynna rangar spár sínar eins og hafa haft einhvern veginn rétt fyrir sér.

Glantz og aðrir óháðir rannsakendur viðurkenndu að ekkert líkan spáði fyrir um styrk El Niño viðburðarins áður en hann gerðist:

Ekkert líkan spáði fyrir um styrk El Niño 1997-98 þar til hann var á góðri leið með að verða mjög sterkur á norðurhvelinu síðla vors 1997.

Þessi játning er tákn um afhjúpun myrku tíma vísindanna á 20. öldinni. Þrátt fyrir að hafa eytt miklum upphæðum í rannsóknarsjóði, tækniframförum og þúsundum rannsóknartíma, voru haffræðingar ekki færir um að spá fyrir um hvenær eða í hve miklu magni þessi hnattrænu veðurskilyrði myndu eiga sér stað, einfaldlega vegna þess að vísdómurinn um hvers vegna þeir eiga sér stað hélst óuppgötvaður. Þetta hins vegar hélt ekki suma aftur til að blekkja almenninginn með því að fullyrða að líkönin sín „náðu þessu loksins rétt“, eins og Glantz heldur áfram:

Á sama tíma og framfarir halda áfram að gerast í athugunum, líkanagerð og forspám á mismunandi þáttum El Niño, sýndu endurskoðun okkar að framfarir í að spá fyrir um upphaf El Niño hafa ekki verið eins góðar eins og vísindablaðamaðurinn Kerr (1988) og fréttir (NSF, 1998) hafa greint frá. Vafasamar yfirlýsingar um velgengni eins og ‚Stóru líkönin náðu þessu loksins rétt‘ og ‚El Niño og veðurfar er einfaldara að spá fyrir um en menn héldu‘, blekktu almenning og löggjafarmenn um ástand vísindanna og hefur mjög líklega hámarkað væntingar um betri spár fyrir næsta El Niño. Hinn eftirsótti hágæða árangur í spám hefur enn ekki verið náð. Yfirlýsingar sem lofsyngja árangur í spám hafa einnig þá tilhneigingu að koma almenningi, fjölmiðlum, ábyrgðarmönnum og jafnvel El Niño rannsakendum á óvart í næsta viðburð, enda hafa þeir verið sannfærðir af undanförnum fyrirsögnum frétta um að geta vísindasamfélagsins til að spá fyrir um upphaf El Niño hafi tekið miklum framförum.

Að blekkja almenning í málefnum vísindanna eru ekki sjaldgæf atvik hjá nútíma vísindum. Eitt af vandamálunum sem almenningurinn hefur, er að hvergi er hægt að fara til þess að ákvarða hinn raunverulega sannleika á allflestum vísindalegum málaflokkum. Þetta er einmitt megin markmið Universal Model, að leyfa opnu aðgengi að vísindalegum rannsóknum og gögnum til skoðunar og umræðu almennings. Universal Model mun innleiða algerlega ný svið vísindanna, þar sem hundruðir nýrra vísindalegra uppgötvana munu leyfa almenningi til að taka meiri þátt í vísindunum, og þar sem notkunin á allsherjar vísindalegum aðferðum (USM) og fullt gegnsæi mun vera normið. Þetta mun efla ábyrgðarskyldu í öllum rannsóknarverkefnum sem eru kostuð af hinu opinbera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband