Veðursilyrði El Niño og La Niña

El Niño og La Niña veðurkerfin samanstanda af lotubundnum sveiflum á hitastigi og hæð yfirborðs sjávar sem eiga uppruna sinn í hitabelti austurhluta Kyrrahafsins. Myndin hér að neðan inniheldur tvær NASA gervihnattarmyndir af jörðinni sem sýna Kyrrahafið á meðan El Niño og La Niña stóðu yfir árin 1997 og 1999. Skilyrði El Niño olli flóðum, þurrkum og öðrum víðáttumiklum veðurtruflunum víða um heim.

9.4.1 El Nino La Nina Diagram

Í grein í Time tímaritinu undir heitinu Is it El Niño of the century? voru viðburðirnir frá 18. ágúst 1997 skrásettir eins og þeir gerðust:

El Niño er venjulega í hámarki í kringum desember, sem er ástæðan fyrir því að sjómenn í Perú gáfu aðkomuveðrinu á aðventunni nafn sem þýðir á spænsku ‚Kristbarn‘. Ef hlýnunin heldur áfram, segja vísindamenn, gæti El Niño á byrjunarstigi dælt svo miklum hita í hafið að meðalhiti yfirborðs sjávar gæti hækkað um 3,5°C – og ef það gerist, myndu áhrifin vera gætt langt inn í nýja árið. Hamfarirnar sem myndu fylgja væru m.a. aurskriður, flóðbylgjur, miklir vindar og uppskerubrestir. (Is it El Niño of the century?, J. Madeleine Nash, Time, 18. ágúst 1997, bls. 56).

Íbúar Perú er mjög vitaðir um hversu mikið El Niño getur breytt lífi þeirra, en restinn af heiminum byrjaði að taka eftir þessu fyrir nokkrum áratugum síðan. Samantekt af viðburðunum sem spáð var um árið 1997 var birt í nóvember 1998 útgáfunni af Reader´s Digest:

Á hringrás síðasta tímabils hækkaði hitastig á yfirborði sjávar vesturstrandar Suður-Ameríku úr venjulegum [23°C] í [30°C]. Þetta gríðarlega stóra svæði volgs vatns, tvöfalt flatarmál Bandaríkjanna, víxlverkaði við andrúmsloftið sem myndaði storma og færði hávinda úr stað.

El Niño færði regn sem flæddi annars þurr strandsvæði Ekvadors, Chile og Perú. Á sama tíma geysuðu sterkir vindar í Ástralíu og Indónesíu.

Eldar hafa eyðilagt fimm milljónir ekrur af skógum Indónesíu. Sterku vindarnir, ásamt efnahagskreppu, hafa skilið um fimm milljónir Indónesíubúa eftir með brýna þörf fyrir matvæli og drykkjarvatni. Þessar aðstæður hjálpuðu við að leggja grunninn að óeirðum sem leiddu til endaloka á stjórnartíð Suharto.

Nær heimaslóðum: það rigndi meira en 750 mm í Los Angeles frá 1. júlí 1997 til og með 30. júní 1998 – tvöfalt venjulegs magns. San Fransisco mældi rúm 1200 mm úrkomu, næstum 27 sinnum meira en venjulega. Miklar úrkomur gjöreyddu uppskerur á mörgum svæðum Kaliforníu.

El Niño var einnig ábyrgt fyrir miklum vindum og hita í Texas sem hækkaði hitatigið í bænum College Station í yfir 38°C í 30 daga í röð sl. sumar, sem var met. Hitabylgjan kostaði 125 mannslíf í ríkinu. Á meðan Flórída upplifði vætusamari vetur en ella, breyttist blómlegur gróðurinn í þurran brennivið á óvenju heita og þurra sumrinu, og kynti undir gróðureldum sem herjuðu á ríkið. (Here Comes More Weird Weather, Per Ola, Emily dAulaire, Reader´s Digest, nóvember 1998, bls. 139).

Með slíka truflun á athöfnum mannsins er skilningurinn á orsökum og breytingum á þessum hnattrænum veðurkerfum bráðnauðsynlegur! Á meðan El Niño setur venjulegt hnattrænt veður algerlega á hvolf, ýkir La Niña almennt venjuleg veðurskilyrði. En geta veðurfræðingar spáð fyrir um þessi hnattrænu veðurkerfi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband