Hnattræn kólnun var aldrei manngerð

Umræðunni um hnattræna hlýnun er ekki lokið án þess að þekkja söguna um hnattræna kólnun. Hnattræn kólnun er ekki umræðuefni sem hrakspámenn hnattrænnar hlýnunar kæra sig um að ræða um í dag, en líkt og í tilvikinu um ósongatið, þá er hér lexía sem hægt er að læra og erum við dæmd til að endurtaka söguna ef við lærum ekki af henni.

Frá um 1940 og inn í 8. áratug síðustu aldar varð jörðin fyrir tímabili hnattrænnar kólnunar, sem margir rannsakendur síns tíma töldu vera vísir á að jörðin væri á leiðinni í næstu ‚ísöld‘. Hrakspámenn kólnunar þjáðust af sömu meini og stuðningsmenn hlýnunar þjást af í dag. Þegar allt kemur til alls, hefur nútíma loftslagsfræði sannað að þau hafa ekki vísindalegt bolmagn til að spá fyrir um skammtíma veðurmynstur á áhrifaríkan hátt, hvað þá langtíma veðurmynstur, þannig að hvernig geta þau þá spáð um upphaf stefnumarkandi hlýnunar eða kólnunar?

Nútíma rannsakendur eru algerlega meðvitaðir um þetta, eins og lýst er með þessu sjónarmiði í grein um hnattræna loftslagsbreytingu í Science American frá 2005:

Hluti af þeirri ástæðu hvers vegna stjórnvöld áttu erfitt með að styðja upphaflegu spárnar um  hnattræna hlýnun upp úr 1980, var að fjöldi vísindamanna höfðu eytt áratugnum á undan í að segja öllum nánast nákvæmlega hið gagnstæða – að ísöld væri í vændum. (How Did Humans First Alter Global Climate?, William F. Ruddiman, Scientific American, mars 2005, bls. 53).

Hnattræn kólnun var talin vera manngerð fyrir aðeins nokkrum áratugum síðan, og nú er ætlast til að treyst sé á sömu vísindi sem á að hafa sannað að hnattræn hlýnun sé einnig manngerð – hvar er röksemdin? Hið raunverulega umræðuefni er ekki hnattræn hlýnun eða hnattræn kólnun, heldur er það langtíma veðurlotur og breytingar á hitastigi. Þessar breytingar hafa verið viðvarandi í gegnum alla líftíð jarðarinnar. Spurningin er hvort mannkynið hefur þýðingamikil áhrif á framvindu hlýnunar með bruna á jarðefnaeldsneyti eða með ‚þátttöku kolefnis‘ á annan hátt. Þessi undirkafli rannsakar nokkrar raðir vísbendinga sem sýna að hnattræn hlýnun og hnattræn kólnum eru náttúrulegir og lotubundnir viðburðir, og að mannlegi þátturinn hafi engin umtalsverð áhrif.

Vonandi munu vísbendingarnar úr veðurlíkaninu varðandi uppruna veðurs, El Niño, La Niña, fellibylji, jarðskjálftaský og skara annarra veðurfyrirbrigða valda hliðrun á umræðunni um hnattræna hlýnun og kólnun. Hinn sanni uppruni þessa veðurskilyrða myndu haldast áfram óútskýrðir án skilnings á að kvikufalskenningin sé röng og án uppgötvunar á vatnsplánetulíkaninu sem jarðsviðslíkanið og veðurlíkanið byggist á.

Margir vísindamenn vita að langtíma veður jarðarinnar inniheldur sveiflur í hækkandi og lækkandi hitastigi á hnattræna vísu, þó svo að ekkert gangvirki sem veldur þeim hafa verið uppgötvuð af þeim. Gagnvirki veðurlíkansins gerir grein fyrir aðra hitauppsprettu, fyrir utan sólina, sem knýr vaskjávarma í jarðskorpunni, en áhrif þess gegna mikilvægu hlutverki í breytingum á hitastigi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hnattræn kólnun var aldrei viðtekin skoðun meðal vísindamanna. Þessi hugmynd hlaut hins vegar nokkra athygli í fjölmiðlum á áttunda áratugnum.

Þorsteinn Siglaugsson, 30.12.2019 kl. 12:58

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Góð grein Ronald.

Benedikt Halldórsson, 30.12.2019 kl. 17:02

3 identicon

Ástæðan fyrir spá um hnattræna kólnun var einfaldlega sú að útgeislun sólarinnar er sveiflukennd. Þetta vita stjarnfræðingar og hafa nokkuð örugga vissu um að útgeislunin fari minnkandi, a.m.k. næstu áratugina.

Þessi spá stóðst ekki, loftslagið hefur hlýnað. Hlýnunin er einkum áberandi á norðlægum og suðlægum slóðum, á vetrum og að næturlagi, þ.e. þegar sólar nýtur ekki við.

Hvað veldur því að hitastig jarðar hækkar þrátt fyrir minni útgeislun sólar? Það stafar af minni varmaútgeislun jarðarinnar. Það er eitthvað í lofthjúp jarðarinnar sem veldur því. Eru það ekki gróðurhúsalofttegundir?

Þetta hef ég eftir þýska stjarneðlisfræðingnum, Harald Lesch.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 30.12.2019 kl. 19:03

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hlýskeiðið umrædda stóð frá 1920 og hélst til 1965, en ekki aðeins til 1940. Ég minnist þess ekki að því hafi verið haldið fram á þeim tíma að kólnun veðurfars væri af mannvöldum. 

Ómar Ragnarsson, 31.12.2019 kl. 00:31

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Samkvæmt gögnum veðurstofunnar hlýnaði nokkuð hratt hér á landi frá lokum nítjándu aldar, reyndar með nokkrum frávikum á fyrstu tveim áratugum tuttugustu aldar, fram undir 1940. Þá kólnaði aftur og náði hitastig lágmarki seint á áttunda áratugnum. Eftir það fór aftur að hlýna.

Sem dæmi um kulda í lok áttunda áratugarins, fór ekki klaki úr jörðu hér á suð vestur horninu fyrr en í lok júní, árið 1979. Þetta veit sá sem þetta skrifar af eigin reynslu, var að baslast við að rækta tún það vor. Kom ekki fræi í jörðu fyrr en í byrjun júlí og fékk enga sumaruppskeru af því það ár. Uppskerubresti gleymir bóndi ekki, jafnvel þó langt um liðið sé frá því búskapi lauk.

Og vissulega var mikið fjallað um að ísöld væri á leiðinni á áttunda áratugnum, enda kuldar miklir ár eftir ár, sérstaklega vestan hafs en einnig um Evrópu.

Gunnar Heiðarsson, 31.12.2019 kl. 06:26

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og sautján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband