Langtíma hnattræn hlýnun og kólnun

Til viðbótar við áratugasveiflum hnattrænnar kólnunar og hlýnunar, þá hafa breytingar á hitastigi yfir lengri tíma verið skráðar vísindalega. Áður en við skoðum þessar breytingar, íhugið hinn mikilvæga þátt loftslags plánetunnar okkar sem ekki má gleyma – hin stöðuga inngeislun sólarinnar. Árleg meðalinngeislun sólarinnar er ótrúlega stöðug og sýnir enga umtalsverða breytingu síðan maðurinn hóf mælingu á henni. Reyndar breytist inngeislun sólarinnar minna en 1/1.366 á 11 ára sveiflum sólblettanna, með mjög stuttum ljósdeplum af og til. Þessi stöðugleiki geislunar finnur sér hliðstæðu í lögmálinu um fastan tíma sem fjallað verður um í kafla 20 undir heitinu Tímalíkanið.

Vegna þess að inngeislun sólarinnar helst svo stöðug og vegna þess að hún er talin vera eina náttúrulega orkuuppsprettan sem hefur áhrif á lofthjúp jarðarinnar, þá vísa stuðningsmenn hnattrænnar hlýnunar í gróðurhúsaáhrifin til að útskýra hnattræna hlýnun.

Í 2005 útgáfu á tímaritinu Nature, gerðu fimm rannsakendur rannsókn á breytingum á hnattrænu hitastigi, en sú rannsókn er talin vera ein af þeim yfirgripsmestu til þessa. Þeir rannsökuðu mikið magn af eðlisrænum auðkennum hitastigs síðustu 2000 ár. Þessi auðkenni voru m.a. trjáhringir, íslög, borkjarnar, frjóduftsýni, skeljar, kísilþörungar, dropasteinskerti og fleira. Næsta mynd sýnir þróun meðalhitastigs sem hlaust úr rannsókninni. Línuritið sýnir greinilega tvö vel þekkt tímabil með breytingum á hitastigi: Hlýskeiðið á miðöldum og litla ísöldin. Bæði tímabilin eru vel skráð í evrópskum annálum og áhrif þeirra olli gífurlegum breytingum á efnahagi Evrópu og á lífsstíl fólksins sem bjó þar.

9.9.2

Rannsakendur viðurkenndu að slíkar breytingar á hitastigi hafði í för með sér „mikinn náttúrulegan óstöðugleika … sem er líklegur til að halda áfram“:

Samkvæmt okkar samsetningu áttu há hitastig – svipuð þeim sem mældust á tuttugustu öldinni fyrir 1990 – sér stað í kringum 1000 til 1100 e.Kr. og lágmarks hitastig sem er um það bil 0,7 gráðum lægri en meðaltal 1961-1990 átti sér stað í kringum 1600 e.Kr. Þessi mikli náttúrulegi óstöðugleiki í fortíðinni er vísir á mikilvægt hlutverk náttúrulegs óstöðugleika yfir fleiri aldir sem er líklegur til að halda áfram. (Highly Variable Northern Hemisphere Temperatures Reconstructed From Low- and High-Resolution Proxy Data, Anders, Moberg, Nature, Vol. 433, 10. Febrúar 2005, bls. 614).

Hægra megin á línuritinu er línan græn og merkt „Athugunarvilla úr mælitækjum?“. Hún sýnir stigvaxandi hitastig á ótrúlega stuttu tímabili, en er vöxturinn í hitastigi skráður almennilega miðað við áður skráð tímabil – tímabil þar sem hitastig voru fengin á annan hátt en með nútíma mælitækjum? Síðan á 20. öld hefur nútíma tækni leyft söfnun mjög nákvæmra gagna frá fleirum stöðum á jörðinni en á nokkru öðru tímabili í sögunni. Við getum nú litið heiminn frá sjónarhorni gervihnatta á braut og með háþróaðri tækni, en það þýðir að við erum að bæta við gögnum algerlega annars eðlis en þeirra sem söfnuð hafa verið fyrr á línuritinu. Þarafleiðandi getur óvart skapast athugunarvillur úr mælitækjum þegar mælingar úr nútíma tækni eru bornar saman við gamaldags mælingar.

Annar möguleiki er sá, að við gætum verið að lifa í einum af hlýjasta skeiði síðastliðin tvö þúsund ár. Jafnvel þá er meðaltal hlýnunar brot af gráðu árlega, varla skynjanlegt manninum. Ef þetta væri tilfellið, þá er til auðveld leið til að vita að hlýnunin stafar ekki af brennandi jarðefnaeldsneyti.

Ef CO2 væri að valda hinum skyndilega hitastigstoppi (græna línan í línuritinu), þá yrði hin stigvaxandi hækkun að hafa fylgni í vexti á CO2 í andrúmsloftinu á sama tímabili – en slíkt er ekki tilfellið.

Þess vegna er það mjög ólíklegt að agnarlítill og stöðugur vöxtur á CO2 í andrúmsloftinu sé að valda hlýnuninni. Við verðum að hafa í huga að CO2 í andrúmsloftinu er mjög lítill hluti andrúmsloftsins (± 0,03%) í samanburði við vatnsgufu, argon, súrefni og köfnunarefni. Lítum næst á nokkrar vísbendingar úr koldíoxíði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

 ""Við verðum að hafa í huga að CO2 í andrúmsloftinu er mjög lítill hluti andrúmsloftsins (± 0,3%) "" 

Þarna vantar eitt núll.   CO2 er núna 0,04% og var 0,03% fyrir 100 árum

Guðmundur Jónsson, 2.1.2020 kl. 15:12

2 Smámynd: Ronald Björn Guðnason

Þetta er hárrétt, ég laga þetta undir eins.

Ronald Björn Guðnason, 2.1.2020 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband