Bloggfærslur mánaðarins, mars 2020
Tafla með sögu vísindanna
27.3.2020 | 16:31
Hvað eru hinir myrku tímar vísindanna? Hafa vísindin ekki þrátt fyrir allt gert framför síðan á miðri 19. öld? Allir þeir 100 vísindamenn sem fjallað eru um í bókinni 100 Scientist Who Saped World History eftir John Hudson Tiner, Bluewood Books, 2000 (sjá mynd hér til vinstri), voru flokkaðir í tímaröð og skoðaðar voru uppgötvanir þeirra, tækni, kenningar og náttúrulögmál sem þekkt eru þeirra vegna. Þegar þetta var gert, var hægt að sjá þróun á áhugaverðu mynstri, tengsl sem sýna sterka afturför í uppgötvun náttúrulögmála hina myrku tíma vísindanna. Þetta tímabil vísindalegrar afturfarar er ekki eintóm tilgáta og virðist þessi sögulega staðreynd ekki hafa verið veitt eftirtekt í nútímanum.
Vísindamennirnir 100 sem höfundurinn valdi í nefndri bók veita okkur nokkuð góða samantekt á vísindalegum uppgötvunum síðustu 2.500 ár.
Með því að raða þessa virtu vísindamenn bæði í tíma- og efnisröð samkvæmt framlagi þeirra til vísindanna, hljótum við nýja sýn á þá stefnu sem nútíma vísindi eru að fara, sjá töflu hér að neðan. Þessi tafla inniheldur hvorki alla vísindamenn né öll vísindaafrek, né er þetta listi frá UM, heldur eru einungis þeir í henni sem nefndir eru í áður getinni bók. Sumir vísindamenn koma oftar en einu sinni fyrir í töflunni, þar sem sérhverju afreki er úthlutað efnisflokk uppgötvun, tækni, kenningu eða náttúrulögmáli.
Eitt af þeim fyrstu mynstrum sem kemur fram er stöðugleikinn í færslunum í dálkunum Nýjar uppgötvanir og Ný tækni. Í þessum dálkum, einkum í dálkinum Nýjar uppgötvanir, eru framlögin óslitnar í allri sögunni.
Þetta sviptir hulunni af þeirri undirliggjandi staðreynd að fyrir þessa efnisflokka, Uppgötvanir og Tækni, halda uppgötvanir áfram að eiga sér stað og ný þekking verður til. Þeir standast klárlega próf sannleikans, sem er tími, eins og lýst er í kafla 1.5. Fyrir nokkrum öldum síðan tók Galíleó í fyrsta sinn eftir því að tunglið hafi gíga. Við getum enn skoðað þá í dag vegna þess að þeir eru raunverulegir þeir eru sannir. Thomas Edison fann upp ljósaperuna. Hún virkaði þá, hún virkar núna og við höfum enga ástæðu til að ætla að hún virki ekki á morgun.
Í þriðja dálkinum sem listar upp Nýjar kenningar, sjáum við fjölgun í þeim upp úr miðja 19. öld. Hvar eru kenningarnar fyrir þann tíma? Fyrir miðja 19. öld prófuðu og sannreyndu vísindamenn kenningar sínar í rannsóknum sínum og komu fram með náttúrulögmál eða höfnuðu kenningunum ella.
Berum saman fjórða dálkinn, Ný lögmál, við dálkinn um Nýjar kenningar til að sjá mjög skýra fylgni: á meðan nýjum kenningum fjölgaði, dvínaði fjöldi nýrra lögmála, allt í að hverfa algerlega.
Þessi spurning verður jafnvel enn erfiðari að átta sig á þegar við fylgjum henni með þessum spurningum:
- Eru fleiri vísindamenn til í dag en fyrir 100 árum síðan?
- Eyðum við meiri peningum til rannsókna en við gerðum fyrir 100 árum síðan?
- Eigum við greiðari aðgang að háþróaðri tækni en við gerðum fyrir 100 árum síðan?
Þar sem augljósa svarið við öllum þessum spurningum er já, þá:
Jafnvel með óteljandi fleiri vísindamönnum, gífurlegum fjármunum og með gríðarlegum tækniframförum, þá sjáum við í raun skort á uppgötvunum á náttúrulögmálum. Hefur nokkur gert sér í hugarlund hvers vegna það gerðist? Hugmyndin um hvers vegna fór að skýrast þegar við tókum saman svar við þessu fyrirbrigði.
Vegna þess að tæknin gerir okkur kleift að rýna í náttúruna sem aldrei fyrr, og vegna þeirrar athyglisverðrar nýsköpunar sem við notum daglega, höldum við að vísindin hafa gert umtalsverð framför í skilningi sínum á eðlisheiminum, en UM uppgötvanir benda til annars.
Lykillinn að þraut
20.3.2020 | 13:47
Lausnin að þraut er lykill hennar. Ef þú þekkir lykilinn að þraut sem er pirrandi ráðgáta, þá er auðvelt mál að leysa hana. Ein vinsæl þraut níu punkta þrautin verður notuð hér til að sýna þetta atriði. Teiknaðu níu punkta í 3x3 mynstur (sjá mynd fyrir neðan) og dragðu síðan fjögur bein strik í gegnum alla níu punkta án þess að lyfta blýantinum. Lausnin verður að hafa þessi randskilyrði, að strikin verða að vera bein og tengja alla punkta á samliggjandi hátt, og það mega aðeins vera fjögur strik. Þú ert hvattur til að reyna þetta!
Þetta gæti virst ómögulegt ef þú þekkir ekki þessa þraut, og tilraunir þínar gætu hafa verið að draga línur eftir jaðrinum, teikna þríhyrning eða kannski krossmynstur, og í hvert skipti er einn punktur eftir ótengdur. Lausnin krefst þess að líta út fyrir punktana; lykill þrautarinnar er að skilja verkefnið og að hafa opinn huga.
Þessi þraut krefst þess að hugsa út fyrir rammann, bókstaflega. Röðun punktana virkar eins og takmörkun fyrir hugann sem maður heldur að maður þurfi að halda sér innan við. Ef maður hins vegar leyfir blýantinum að hætta sér út í tóma svæðið utan mynstursins, opnast margir nýir möguleikar, þar á meðal rétta lausnin við getum tengt alla níu punkta með aðeins fjórum beinum strikum.
Við getum borið saman lykilinn að þessari þraut við lykilinn að púsluspili náttúrunnar. Tæki og tól eða löng formúla leiðir mann ekki endilega að lyklinum sem opinberar svarið við mörgum af spurningum náttúrunnar. Svör koma með því að hugsa með opnum hug og með því að spyrja réttar spurningar á réttan hátt.
Að sjá með opnum hug
Það erfiðasta við að skilja Universal Model mun ekki vera stærðfærðin, tungumálið eða tilraunirnar, heldur baráttan við að sigrast á lokuðum hug. Það er eðlilegt að streitast á móti nýjum upplýsingum sem virðast stangast á við reynslu okkar og því sem við höfum áður lært, en stundum gæti verið að það sem við höldum að sé okkar reynsla, er í raun ekki okkar eigin reynsla. Samansafn hugmynda okkar og hugsana sem við höfum með áhorf á bíómyndir og sjónvarp, lestri bóka, hlustun á kennara eða í gegnum aragrúa af annarri miðlun upplýsinga, mynda meðvitaða reynslu okkar, þannig að það er brýnt að bæði áhugamenn og vísindamenn leitast eftir eigin reynslu með tilraunum og athugunum sem finna má í UM. Á þennan hátt mun hugur þinn vera opinn til að skilja hugmyndir Universal Model um náttúruna.
Hinn vel þekkti vísindamaður Carl Sagan gefur okkur dæmi um hvernig lokaður hugur getur útilokað mikilvægar nýjar hugmyndir. Á árunum eftir 1960 tók áhugamaðurinn um stjörnufræði, Charles Boyer, myndir sem hann sagði að sýndu fjögurra daga snúning efri lofthjúpsins á plánetunni Venus. Sagan, faglegi stjörnufræðingurinn, hafði þetta að segja um staðhæfingu Boyers:
Fjögurra daga snúningurinn er fræðilega ómögulegur, og sýnir þetta hversu heimskuleg vinna reynslulausra áhugamanna getur verið. (Clouds of Venus, Sky & Telescope, júní 1999, bls. 60).
Aðeins áratug síðar, árið 1974, tók Mariner 10 nærflug á Venus og safnaði gögnum úr mælingum á plánetunni. Geimkönnuðurinn afhjúpaði beina sönnun á fyrri fullyrðingu Boyers:
Mariner 10 geimkönnuðurinn, sem var í nágrenni Venusar í febrúar á því ári, tók myndir af plánetunni á útfjólubláum bylgjulengdum í aðfluginu sínu. Þegar þessar myndir voru settar saman í myndskeið, staðfestist fjögurra daga snúningsferli efri lofthjúpsins á áhrifaríkan hátt. (Clouds of Venus, Sky & Telescope, júní 1999, bls. 60).
Jafnvel þó að gögnin úr Mariner 10 réttlætti Boyer að lokum, þá vísaði skortur á opnum hug að hálfu fagmannanna sannleikann á bug og bældi niður vísindalegri framför. Sagan stærði sig greinilega af hinni fræðilegri takmörkun nútíma vísinda, en fordæmir á sama tíma reynsluathuganir heimskulegs áhugamanns. Þegar ný hugmynd kemur fram með bakland í gögnum sem leggja fram sannanir, jafnvel þó að slík hugmynd spornir við viðurkenndar kenningar, ætti besti bandamaður fagmannsins að vera opinn hugur.
Þetta er því miður of oft ekki tilfellið og fræðilegar forsendur bola reglulega niður raunverulegum sönnunum vegna þess að þær eru í mótsögn við nýjustu kenningar. Niðurstaða slíkrar ringulreiðar er að vísindin hafna stykki úr pússluspili náttúrunnar eða setja það á skakkan stað, og sum glatast jafnvel algerlega.
Svör við spurningum
13.3.2020 | 09:34
Það er þekkt staðreynd að vatn fyrirfinnst á mörgum af reikistjörnunum og á tunglum þeirra í sólkerfinu okkar og hafa vísindin uppgötvað vatn í stjörnunum og jafnvel í okkar eigin sólu. Hversu algengt er eiginlega vatn í alheiminum og hversu mikilvægt er það? Jarðfræðingar eru almennt sammála um að salt sjávar kom vegna veðrunar úr fjöllum, en er það satt er það að gerast í dag? Við finnum steingervð tré viður sem breyttist í fastan stein um allan heim í öllum heimsálfum. Hvernig gátu tré sem eitt sinn lifðu, steinrunnið í kvars kristallaðan stein áður en þau rotnuðu? Ef alheimurinn er afleiðing miklahvells, hvers vegna er geimurinn ekki fylltur með handahófsdreifðu efni? Hvers vegna snúast stjörnur, reikistjörnur og stjörnuþokur allar á reglubundinn hátt?
Réttu svörin við spurningum sem þessum marka upphafið á nýjum skilningi á vísindum sem mun hafa víðtæk áhrif á daglegt líf okkar. Við svörum spurningum sem þessum og hundruðum annarra í Universal Model. Spurningar mynda grunninn grundvöllinn að réttum vísindum og það þarf átak til að spyrja þær á réttan hátt.
Hversu mikilvægar eru spurningar? Spurningar örva mannshugann. Þær hrinda af stað innri íhugun og ytri tjáningu. En fyrir öllu, svör koma með því að spyrja spurninga. Spurningar eru undirstaðan fyrir lærdóm og margt er hægt að segja um þessa reglu. Við kynnum margar réttar reglur í Universal Model og þetta er sú mikilvægasta af þeim öllum Reglan um svarið:
Leit er ferðalag í áttina að markmiði, alveg eins og spurning er ferðalag í átt að þekkingu og vísdómi. Spurningar koma á mörgu formi og hafa oft mjög mismunandi tilgang. Spurning sem orðuð er óheppilega getur gefið rangt svar eða kannski ekkert svar. Oft krefst spurningin þess að hugsa út fyrir boxið til að ná réttu svarinu. Í næstum því öllum tilfellum er það þannig, að lykillinn að svarinu krefst rétts skilnings á spurningunni.
Sjá einnig greinina Svör koma frá spurningum.
Þróun andspænis vísindalegum staðreyndum
10.3.2020 | 12:21
Þróun sem kenning þarf að dæma eftir vísindalegum staðreyndum. Persónulegar skoðanir og hlutdrægni ætti að sleppa, alveg eins og í kviðdómi. Þó svo að vísbendingarnar benda á dagskrá trúlausra þróunarsinna, þá verðum við að gera tilkall til vísindalegra staðreynda ef umbylta á þróunarkenningunni. Enn fremur má hin tíða víxlun á sannleik smáþróunar (aðlögun) og áróðri stórþróunar ekki rugla okkur. Smáþróun, eða breytingin innan tegundarinnar, er raunveruleg, enda er hún sjáanleg á endurtekinn hátt. Á hinn bóginn er stórþróun, eða tegundamyndun þar sem ein gerð lífvera verður að annarri, ekki raunveruleg, enda hefur hún aldrei sést, hvað þá endurtekið. Þannig að vísindalega séð er hún ekki staðreynd. Munum einnig að hugtakið þróun eins og það er notað af þróunarsinnum (og hér í UM almennt) vísar í þá ósönnuðu hugmynd um stórþróun eða tegundamyndun.
Tökum nú á ný samantekt á nokkrum af þessum staðreyndum. Að sjálfsögðu er þetta ekki tæmandi listi, en í stuttu máli er hægt að nefna hér nokkrar beinar vísindalegar sannanir sem fella skal úrskurð um.
- Enginn óratími, engin þróun
- Engin tegundamyndun, engin þróun.
- Engin steinruni í gangi, engin þróun.
- Ekkert þróunartré, engin þróun.
Afleiðing einhverra þessara fjögurra staðreynda, sérhver þeirra byggð á og staðfest af eigin orðum þróunarsinna eða af athugunum sem hver og einn getur gert, ákvarðar hver fyrir sig að þróun er röng. Með sannanirnar fyrir framan þig getur þú dæmt nokkuð auðveldlega án nokkurs vafa. Það er einföld spurning:
Ef þú svarar með já, að til sé sönnun sem sýnir án nokkurs vafa að þróun eigi sér ekki stað, þá þurfum við einnig að svara þessari spurningu:
Börn hafa nóg að læra án þess að bæta þurfi við uppspunnar kenningar. Það er undirstöðuatriði að við losum skóla okkar við þessa röngu og ógrundvölluðu falskenningu. Hvoru megin munt þú standa í þessari óumflýjanlegu og sögulegu byltingu? Munt þú taka virkan þátt, eða bara fylgjast með þegar hún gengur um?
"Allir sögðust vera vissir..."
4.3.2020 | 13:23
Sannleikur þróunarinnar ætti að vera sá, að meðal alls þess gríðarlegs fjölda lífvera sem samanstendur af milljónum tegunda á jörðinni, ættu allar að hreyfast með óslitinni röð tegundamyndunar. Þróun getur ekki hulist neins staðar, hún hlýtur að vera alls staðar! Hún hlýtur að birtast hvaðanæva þar sem líf er annars vegar, sem er í raun alls staðar ef horft er til heims uppgötvana allt í kringum okkur. Með þúsundir á þúsundir ofan af líffræðingum sem hafa ásett sér að leita að dæmum um þróun, þá hlýtur þetta vissulega að vera meðal háleitustu markmiðunum, toppurinn af tilverunni í uppgötvunum í nútíma líffræði nema að sannanir séu taldar það sannfærandi, að allir hafi hætt við leitinni. Hér lýsir einn yfir ákveðnu andvaraleysi vegna þess að allir virðast svo vissir um sönnunina:
Hvers vegna virðist vera þvílíkur skortur á áhuga á að greina frá athugunum á tegundamyndunum? Í fyrsta lagi virðist líffræðisamfélagið álíta þetta vera útkljáða spurningu. Mörgum rannsakendum finnst það vera til nægar vísindagreinar. Fáir þeirra hafa í raun skoðað þær nánar. Til að prófa þessa hugmynd, spurði ég um 25 nema í framhaldsnámi og fræðimenn innan háskóladeildarinnar þar sem ég er í námi, hvort það hafi verið til dæmi þar sem tekið var eftir tegundamyndun og birt í vísindaritum. Allir sögðust vera vissir að svo væri. Því næst spurði ég þá um tilvísanir eða lýsingar. Aðeins átta af þeim sem ég ræddi við gátu nefnt dæmi og aðeins þrír gátu nefnt meira en eitt. En allir voru vissir um að það séu til skýrslur um þetta í vísindaritum. (Observed Instances of Speciation).
Gögnin styðja ekki staðhæfinguna um að þróunin sé ein af traustustu staðreyndum sem vísindin hafa nokkurn tíma staðfest. Enn fremur vísar hinn greinilegi skortur á áhuga á að greina frá athugunum á tegundamyndunum í undirliggjandi vandamál: greinilega fyrirfinnast engar tegundamyndanir til að skrifa skýrslu um!
Þróunarsinnar hafa mikinn áhuga á að sannfæra heiminn um að þróunun sé raunveruleg. Til að skapa þá tálvon um að svo sé, styðjast líffræðingar við þá vísindafjarveru að aðrir líffræðingar hafa nú þegar sannað tegundamyndun, að einhver annar hafi raunverulega sjálfur fylgst með því. Í vísindaritum gefa gaumgæfileg valin orð í skyn að staðreyndin um þróun sé ótvírætt viðurkennd í vísindasamfélaginu.
En maður þarf ekki að líta langt til að sjá korn efasemda. Án sjáanlegra sannanna á tegundamyndun eiga þróunarsinnar einungis vonina eftir. Í júlí 2002 útgáfunni af Scientific American birtist mótsagnarkennd grein um þróun, þar sem höfundurinn, John Rennie, segir að vísindin hafa komið með sannleik þróunarinnar án nokkurs vafa. Hann talaði til andmælendur þróunar sem hafa sagt:
Enginn hefur nokkurn tímann séð nýja tegund þróast.
Svar Rennies við þessa ásökun var þetta:
Engu að síður eiga vísindaritin að hafa innihaldið greinar um tegundamyndun í plöntum, skordýrum og möðkum. (15 Answers to Creationist Nonsense, John Rennie, Scientific American, júlí 2002, bls. 82).
Slyngð orð Rennies í svarinu kveða á um að greinar um tegundamyndun eiga að hafa verið til einhversstaðar í vísindaritunum. Hvernig getur eitthvað verið sannleikur án nokkurs vafa, byggt á skýrslum um tegundamyndun sem eiga að hafa verið til? Frekari rýrnun á trúverðugleika greinarinnar kemur frá dæminu sem Rennie notar sem sönnun. Í stað þess að nota sönnun á raunverulegum viðburði tegundabreytingar, vitnar hann í rannsókn á ávaxtaflugum. Greinilega var besta dæmið hans um sönnun á þróun þessi:
Til dæmis sýndu William R. Rice frá Háskólanum í New Mexico og George W. Salt frá California háskólanum, að ef þeir flokkuðu hóp af ávaxtaflugum eftir því hvernig þær kjósa ákveðið umhverfi, og ræktuðu þessar flugur í sitt hvoru lagi í 35 kynslóðir, þá myndu flugurnar sem af þeim koma neita að æxlast með flugum úr mjög frábrugðnu umhverfi. (15 Answers to Creationist Nonsense, John Rennie, Scientific American, júlí 2002, bls. 83).
Öll undirstaðan á sönnunum Rennies var að ávaxtaflugur neituðu að æxlast eftir 35 kynslóðir. En þær voru enn ávaxtaflugur! Eigum við að samþykkja að bara vegna þess hópur af ávaxtaflugum vill ekki æxlast við annan hóp af ávaxtaflugum, að þá hafi ný tegund myndast? Í hundaheiminum, ef 2,5 kílóa Smá-Pinscher ákveður að æxlast ekki með 50 kílóa Newfoundland hundi, myndi það sanna þróun?
Bæði dýrin eru hundar. Þau eru af sömu tegund, en úr mismunandi kynræktun. Og flugurnar eru eftir sem áður flugur, þrátt fyrir kynslóðabilið. Sú tilraun vísindamanna að sannfæra almenninginn um þróun með slíkum ófullnægjandi sönnunum er hlægileg. Fyrir einstaklinga í leit að sannleika er þetta vissulega viðvörunarljós.
Hvert þessara tegunda á veggnum sýnir einhverja sönnun fyrir þvi að hafa komið frá einhverri annarri tegund? Hinn mikli leyndardómur í allri þróun kemur fram með undirliggjandi spurningu hvar eru sannanirnar? Það eru engar sannanir til um tegundamyndun í nútíma vísindum í dag. Takið eftir svipnum á drengnum í spegilmyndinni.