Leyndardómurinn um algengustu steindina
4.5.2017 | 12:30
Algengasta steind jarðarinnar - hver ætli hún sé? Íslendingum dytti kannski basalt í hug eða jafnvel kvars, en svarið kemur á óvart: það er salt!
Jú, salt er að vísu ekki í jarðskorpunni heldur í sjónum en það er engu að síður á jörðinni og það í miklum mæli. Hvaðan kom það upprunalega? Hvað er börnunum kennt í grunnskóla? Eitthvað á þá leið að ár hafi skolað salti úr bergi og flutt það í sjóinn, ferli sem á að hafa tekið milljónir ára eða eitthvað.
Skoðum þá magnið af salti í sjónum, hversu mikið salt er komið þangað? Ég lagði eftirfarandi þraut fyrir son minn: Ef ég gæti fjarlægt allt salt úr öllum höfum og lagt með því jafn þykkt saltlag yfir öll meginlönd jarðarinnar, hversu þykkt yrði þetta lag? Þú mátt alveg doka við og að minnsta kosti giska. Sonur minn gúgglaði nokkrar upplýsingar, reiknaði og gaf mér hárrétt svar (reyndar í annarri tilraun)!
Svarið við þessari gátu er 152 m! Salt, meira en tvær Hallgrímskirkjur á hæð yfir allt Reykjavík, allt landið, alla Evrópu og öll hin löndin og meginlöndin líka! Þetta er gífurlegt magn af salti, einkum ef við þekkjum meðalhæð allra meginlanda. Ef við gætum jafnað niður öll fjöll og breitt úr þeim yfir öll meginlönd þannig að öll lönd væru jafn há yfir sjávarmáli, hver væri þessi meðalhæð? Svarið við þeirri spurningu er 125 m!
Spurningin sem við stöndum frammi fyrir er sú, er það rétt sem vísindin halda fram, að 152 m há saltsúla hafi myndast úr 125 m háu bergi? Ertu sannfærð/ur um að það sé rétt? Eitthvað af efni hefur sjálfsagt veðrast og borist burt en hve mikið af bergi hefur þurft að fjarlæga til þess að dæmið gangi upp? Ég dreg a.m.k. þá ályktun að salt sjávarins hafi ekki borist með ám yfir gífurlega langan tíma. Að skilja uppruna salts er hluti af þeim skilningi um hvernig meginlöndin hafi myndast.
Síðan er eitt sem maður veltur fyrir sér: Ef uppruni alls er kvika, þá væri hægt að skoða efnasamsetningu storkubergs til að skoða þau frumefni sem þar finnast. Þetta hefur verið gert og sýnir næsta mynd meðaltal magns af þeim frumefnum sem finnast í öllu storkubergi.
Við vitum að salt er NaCl en þegar við skoðum þessa töflu, þá vaknar spurningin: Hvar er klórið? Klórið ykkur í hausnum, það er eina klórið sem þið finnið. Það er ekkert klór. Hvernig myndaðist þá saltið? Örugglega ekki úr bergi!
Það eru fleiri leyndardómar um salt sem ég mun birta hér bráðum sem vísindin gefa í mesta lagi kjánalega útskýringar á, en augljóst er að salt myndast ekki á þann hátt sem jarðfræðin kennir okkur í dag.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bindi I - Kafli 6, Vísindi og fræði | Breytt 24.1.2018 kl. 17:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.