Svör koma frá spurningum

brookeimgSkrif eftir Brooke E. McKay – Click here for English

Einmitt sko, er það ekki augljóst? Þessi yfirlýsing er kannski augljós á yfirborðinu en dýpri þýðing hennar og notagildi getur leitt til ótrúlegra varandi afleiðinga. Það er vísað í þetta í UM sem svar-regluna og á eftir kemur einfaldlega spurninga-reglan sem er að spyrja alls með opinn huga. Ef þessar tvær reglur eru notaðar, þá geta þær leitt til meiri nýsköpunar, umbreytinga og uppgötvunar en þú getur nokkurn tímann ímyndað þér.

Hvernig get ég sagt þetta með slíku öryggi? Í þessar reglur hefur UM líklega vitnað mest í af öllum setningum þar. Það er minnst á þær næstum því í hvert sinn sem sannleikur í UM er kenndur einhverjum og það er góð ástæða fyrir því. Þær eru undirstaðan og einnig uppruni sérhvers nýs vísindalegs sannleika sem UM hefur uppgötvað. Að spyrja spurninga og eins að hvetja til spurninga getur verið hvati til stórfenglegra framfara og aukinnar þekkingar og visku.

Spurningar vakna vegna forvitni og enginn er forvitnari en okkar eigin börn. Með eigin fjögur börn, 8 ára og yngri, er heimili okkar fyllt með mikilli forvitni. Það ætti ekki að koma á óvart fyrir mömmur og pabba að nýleg könnun hafi sýnt að foreldrar eru þeir sem spurðir eru oftast í heiminum. Þeir eru spurðir fleiri spurninga á klukkustund en kennarar, læknar eða hjúkrunarfræðingar. Það kemur líklega heldur ekki á óvart fyrir marga foreldra fjögurra ára gamla barna að smábörn spyrja að meðaltali nýrrar spurninga á tæp tveggja mínútna fresti, eða rúm 350 spurningar á dag. Mæður víða um heim kinka kolli núna, enda hafa þær sjálfar upplifað þessa ótrúlegu staðhæfingu.

Ég skil það vel, spurningar geta fært svör og þekkingu en stundum hugsa ég með mér … ef ég þarf að hlusta á eina spurningu í viðbót á borð við hvert fer lyktin ef ég prumpa í baðkerinu eða hvers vegna er hor eins og salt á bragðið, þá gæti ég farið yfir um. Hvað eigum við að gera við allar þessar spurningar?!? Sjáum hvað sumir aðrir foreldrar eru að gera í dag.

Árið 2015 var gerð skoðanakönnun á Stóra-Bretlandi af Institution of Engineering and Technology. Í henni voru foreldrar barna á aldrinum 4–12 ára spurðir nokkurra spurninga. Niðurstöðurnar komu á óvart svo ekki sé meira sagt. 83% foreldranna gátu ekki svarað einföldum grunnskólaspurningum í náttúruvísindum þegar þeir voru spurðir. Þegar kom að því að svara spurningum barnanna sinna, óttuðust 61% raunverulega að vera spurð erfiðrar spurningar af barninu sínu sem leiddi til þess að þeir forðuðust að veita þeim svör almennt.

Ætti okkur að líða illa yfir því að geta ekki svarað þeim spurningum sem börnin okkar spyrja okkur? Ættum við að skammast okkar fyrir að muna ekki skilgreiningar vísindanna eða stærðfræðijöfnur sem við lærðum í skóla á sínum tíma? Svarið er nei, heilinn okkar getur aðeins haldið ákveðnu magni af upplýsingum í langan tíma og „meðgönguheili“ er raunverulega til, EN vandamálið er þegar þetta gerist: 63% sögðu einnig að þeir hafi gefið forvitna barninu sínu rangt svar í staðinn fyrir að játa fyrir þeim að vita ekki svarið.

Réttið upp hönd ef þið hafið lýst yfir að töfrar séu svar við spurningu barnanna ykkar um hvernig eitthvað virkar, þegar þið vitið ekki svarið eða nennið ekki að útskýra það (hönd mín er uppi núna). Sannleikurinn er sá að við öll erum fáfróð, hver á sínu sviði. En að viðurkenna þetta og velja að svara börnum okkar sannsögul, þá munu bæði foreldrið og barnið hagnast. Sem foreldrar höfum við skyldu gagnvart börnum okkar til að kenna þeim og leiðbeina í átt að sannleika. Þú sem foreldri þeirra hefur megin ábyrgðina á lærdómi og þroska þeirra. Með því að kæfa spurningar eða að taka ekki þátt í stöðugri leit þeirra að sönnum svörum, ert þú að missa af eina af ótrúlegustu reynslum þess að vera foreldri.

Nýtt lærdómsferli er gefið í kafla 1.3 í Universal Model. Fyrstu skrefin í ferlinu fela í sér að læra hvernig á að spyrja en einnig hvað eigi að spyrja. Ég ólst mest allt mitt líf upp við að hljóta kennslu í þessu ferli og það var uppörvandi að finna annan hóp í „hinu raunverulega lífi“ sem var að reyna að keppast eftir þessum sömu hlutum. Stofnunin The Right Question Institute (Stofnun hinnar réttu spurningar) er félagasamtök menntunnar sem starfar með fyrirtæki, skólum og foreldrum til að hjálpa við að rækta nýsköpun, forvitni og vöxt með því að hvetja nemendur á meðvitaðan hátt til að spyrja spurninga og kenna þeim bestu leiðina til að þess. Þeir bjóða upp á fjölbreytt úrval nýrra fræðsluauðlinda sem gera það mögulegt fyrir alla, óháð menntun þeirra eða tekna, að læra að hugsa og starfa á hagkvæmari hátt fyrir þeirra eigin hönd. Viðbrögðin við úrræðin þeirra hafa verið ótrúleg. Tækni þeirra með spurningauppskriftum passar við nýja lærdómsferlið í Universal Model á margan hátt og nýtist á svo margan hátt í lífinu. Það er auðvelt að sjá tæknina þeirra að verki í gegnum myndskeið þeirra á netinu eins og þetta:

Ég kem þessum einföldum skrefum í verk í dag með tvö eldri börnin mín, 6 og 8 ára. Við horfðum á einfalt myndskeið um náttúrulega fyrirbærið vatn sem getur runnið niður snúru úr einum bolla í annan vegna þess að vatnssameindirnar dragast hvor að annarri. Að hlusta á þau spyrja spurninga um ákveðið eðli vatns á meðan ég skrifaði þær allar niður var ótrúlega spennandi. Þau skildu mjög vel mismuninn á milli lokaðra spurninga (þekkingar) á borð við hver, hvað, hvenær og opinna spurninga (vísdóm) á borð við hvers vegna og hvernig. Þau skildu einnig hag beggja tegundar spurninganna. Þau spurðu nokkrar mjög góðrar spurninga en áttu auðvelt með að þrengja þær niður í þær spurningar sem þeim fannst mikilvægastar eða þær sem þau virkilega óskuðu eftir að uppgötva sannleik í. Við gerðum þessa tilraun sjálf og var skemmtilegt að heyra strákana ískra af spenningi þegar það heppnaðist fyrir þeim líka. Ég held að þeir hafi að hluta til talið þetta vera töfrabragð. smile Þessi reynsla var ekki bara lærdómsrík, heldur líka mjög skemmtileg! Að fylgjast með þeim hugsa og sjá forvitni þeirra vaxa var hápunktur dagsins og ég set mér það sem markmið að reyna að eiga oft álíka reynslu með börnunum mínum.

Þannig að hvað eigum við að gera með allar þessar rúmlega 300 spurningar sem koma til okkar daglega? Hvetja þau að spyrja meira! Lífið verður annasamt og spurningarnar halda áfram að koma, þannig að búið til lista, segðu barninu þínu að þú sért að skrifa niður spurningarnar þeirra og að þú munir setja ákveðin tíma síðar til að finna svör sameiginlega, já hor- og prumpspurningarnar líka. Reynslan og minningarnar sem koma frá uppgötvun sannleik beint við hliðina á börnunum þínum eru ólýsanlegar. Það leyfir lærdómsferlinu til að vera á jöfnu stigi með foreldri og barni sem bæði eru jafn forvitin að finna sannleikann í þeim heimi sem þau búa í.

Dean James Ryan frá Harvard Gaduate School of Education sagði þetta í útskriftarræðunni sinni í maí 2016:

Mig langar að hvetja ykkur að standast þá freistingu að hafa tilbúið svar og eyða meiri tíma í að hugsa um réttu spurninguna til að spyrja. Hinn einfaldi sannleikur er að svar getur aðeins verið eins gott og hin spurða spurning. Þetta veit ég af eigin reynslu… Fyrir þá sem hyggjast gerast kennarar til dæmis, þá vitið þið að vel orðuð spurning lætur þekkingu koma til lífs og myndar þann neista sem kveikir á loga forvitninnar. Og það er enginn stærri gjöf sem hægt er að gefa nemendum en gjöf forvitninnar. Fyrir þá sem munu verða leiðtogar, sem þið öll verðið, hafið ekki áhyggjur um að hafa öll svörin. Miklir leiðtogar hafa ekki öll svörin, en þeir vita hvernig á að spyrja réttrar spurninga, spurninga sem neyða aðra og sjálfa sig til færa gömul og þreytt svör til hliðar, spurninga sem opna möguleika sem voru ósýnilegir áður en spurt var.

Spurningar örva mannshugann. Þær eru upptök innri hugleiðslu og ytri tjáningu. Með því að hvetja til að spyrja spurninga, og með tímanum að kenna börnunum og einnig fullorðna fólkinu hvernig á að spyrja á hlutlægan hátt, þá munt þú gefa þeim gjöf sem þau geta átt með sér að eilífu. Kennið þeim að spyrja alls með opnum huga og að hætta aldrei að leita að sannleika í svörunum, svörum sem koma frá spurningum.

Heimildir:

https://rightquestion.org

https://www.telegraph.co.uk/news/uknews/9959026/Mothers-asked-nearly-300-questions-a-day-study-finds.html

https://www.theiet.org/policy/media/press-releases/20151104.cfm

https://www.gse.harvard.edu/news/16/05/good-questions

https://www.youtube.com/watch?v=9wrIIDNECUQ#action=share 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband