Núnings-hitalögmálið og þöglir jarðskjálftar

Eftir að hafa skoðað vísbendingarnar um uppruna jarðhitans, getum við nú komið auga á nýtt náttúrulögmál með hraun-núnings líkaninu:

Tilvitnun bls 81

Það eru margar breytur sem leggja sitt af mörkum til framleiðslu hrauns og næstum því allar þeirra tengjast annaðhvort beint eða óbeint þeim hita sem myndast með núningi.

Jarðskjálftar eru oft vísir á hreyfinu jarðar, þó ekki alltaf. Á síðustu árum hafa vísindamenn uppgötvað nýja og áður óþekkta tegund jarðskjálfta – þögla jarðskjálfta. Ekki hafði verið tekið eftir hægfara færslum í jarðskorpunni fyrr en nýlega:

Snemma í nóvember 2000 varð Havaíeyjan Big Island fyrir stærsta jarðskjálftanum á því svæði í rúman áratug. Í kringum 2.000 rúmkílómetrar af suðurhlíð eldfjallsins Kilauea skjögraðist í áttina að sjónum og leysti orkuhögg úr læðingi af stærðargráðunni 5,7. Hluti þessarar hreyfingar átti sér stað undir svæði þar sem þúsundir manns koma daglega við til þess að sjá eitt af tilkomumesta hraunflæði eyjunnar. En samt tók enginn eftir því þegar jarðskjálftinn reið yfir – ekki einu sinni jarðskjálftafræðingar.

Hvernig var hægt að yfirsjást slíkan athyglisverðan viðburð? Það hefur komið í ljós að titringur er ekki eðlislægur hluti allra jarðskjálfta. Viðburðurinn í Kilauea var ein af fyrstu ótvíræðu mælingum á hinum svokölluðu þöglum jarðskjálftum, tegund mikilla jarðhreyfinga sem voru óþekkt í vísindunum þar til fyrir aðeins fáeinum árum síðan. (The Threat of Silent Earthquakes, Peter Cervelli, Scientific American, mars 2004, bls. 87).

Rannsakendur hafa tekið eftir því að á rúmlega 36 klukkustunda tímabili færðist jarðvegurinn um 10 cm, sem mældist vegna nýrra og nákvæmari mælitækja. Uppgötvun þessara gríðarstóra þögla jarðskjálfta tryggir að vísindamenn verði að rannsaka „gamalgrónar kenningar um alla jarðskjálfta“ á ný:

Ef rannsóknir í framtíðinni leiða í ljós að þöglir jarðskjálftar séu algeng fyrirbæri flestra sprungna, þá munu vísindamenn neyðast til að endurskoða gamalgrónar kenningar um alla jarðskjálfta. Athuganir á mörgum mismunandi hröðum á færslum í sprungum er raunveruleg áskorun fyrir kenningasmiði sem reyna að útskýra ferli sprungna, til dæmis með grundvallar eðlisfræðilögmálum. Það er talið í dag að fjöldi og stærð mældra jarðskjálfta getur verið útskýrt með nokkuð einföldu núningslögmáli. (The Threat of Silent Earthquakes, Peter Cervelli, Scientific American, mars 2004, bls. 91).

Tenglsin á milli jarðskjálfta, núnings og hrauns eru skýrari vegna þess að hægfara, þöglir jarðskjálftar, sem orsakast af voldugum en þó hljóðlátum hreyfingum í jörðinni, framleiða gífurlegan hita með núningi. Þessar hljóðlátar hreyfingar eru afleiðingar þyngdaráhrifa frá öðrum himintunglum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband