Jarðföll – uppruni jarðskjálfta og hrauns

Áður notuðum við þá líkingu að nudda saman lófunum til að sýna áhrif núnings. Ímyndaðu þér að framlengja þá tilraun í 24 tíma á dag, 7 daga vikunnar. Jörðin verður fyrir einhverju svipuðu, fyrirbæri sem kallast jarðföll:

Tilvitnun bls 81_2

Næstum því allir skilja eitthvað úr hinni föstu hreyfingu sjávarfalla sem þekkist sem flóð og fjara tvisvar á dag og það er alkunnugt að tunglið er drifkraftur þessara sjávarfalla. Önnur staðreynd sem er ekki nálægt því eins þekkt er sú, að einnig eru til hreyfingar í jarðveginum vegna flóðkrafta. Úr Glossary of Geology (2005):

Jarðföll hafa sveiflur á milli sjö og fimmtán sentimetra. (Glossary of Geology: Fifth Edition, Klaus K. E. Neuendorf, James P. Mehl, Jr., Julia A. Jackson, American Geological Institute, 2005, bls. 200).

Þetta þýðir að jörðin sem þú stendur á færist upp og niður um sjö til fimmtán sentimetra á hverjum degi! Sami krafturinn sem orsakar flóð og fjöru í sjónum hrindir af stað jarðföllum, en við finnum ekki fyrir þessari hreyfingu vegna þess hversu hægfara hún er. Hún er þó mælanleg með þróuðum vísindamælitækjum og með hjálp gervihnattatækni. Sjö til fimmtán sentimetrar hljómar kannski ekki mikið, en ef tekið er tillit til þess að það eru hundruðir metrar af hörðu bergi undir fótum okkar og að það hreyfist daglega upp og niður, þá getum við metið betur stærðina á þessu jarðfræðilegu fyrirbæri. Fáir, þar með taldir vísindamenn, vita um jarðföll. Vísindasamtök eins og NASA viðurkenna jarðföll, en þau virðast gera lítið úr áhrifum þeirra og framlagi þeirra til að mynda hraun og jarðskjálfta:

Jörðin verður einnig fyrir flóði og fjöru á föstu landi, en þau jafngilda minna en 20 sentimetrum. (Heimasíða NASA).

Streita myndast í jarðskorpunni með tímanum vegna hinnar reglulegu, daglegu hreyfingar upp og niður sem orsakast af þyngdaráhrifum tunglsins, sem safnast upp þar til hún leysist úr læðingi í jarðskjálftum. Núningshiti á sér einnig stað en magn hitans sem myndast er háður stærð jarðskjálftans og þrýstingsins sem er til staðar við staðsetningu hreyfingarinnar; aukinn þrýstingur þýðir aukinn hiti. Þess vegna getum við átt von á hærra hitastigi þegar dýpt jarðskjálftaviðburðarins eykst. Síðar munum við sjá áþreifanlega sönnun fyrir þessu fyrirbæri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband