Svör við spurningum

Það er þekkt staðreynd að vatn fyrirfinnst á mörgum af reikistjörnunum og á tunglum þeirra í sólkerfinu okkar og hafa vísindin uppgötvað vatn í stjörnunum og jafnvel í okkar eigin sólu. Hversu algengt er eiginlega vatn í alheiminum og hversu mikilvægt er það? Jarðfræðingar eru almennt sammála um að salt sjávar kom vegna veðrunar úr fjöllum, en er það satt – er það að gerast í dag? Við finnum steingervð tré – viður sem breyttist í fastan stein – um allan heim í öllum heimsálfum. Hvernig gátu tré sem eitt sinn lifðu, steinrunnið í kvars kristallaðan stein áður en þau rotnuðu? Ef alheimurinn er afleiðing miklahvells, hvers vegna er geimurinn ekki fylltur með handahófsdreifðu efni? Hvers vegna snúast stjörnur, reikistjörnur og stjörnuþokur allar á reglubundinn hátt?

Réttu svörin við spurningum sem þessum marka upphafið á nýjum skilningi á vísindum sem mun hafa víðtæk áhrif á daglegt líf okkar. Við svörum spurningum sem þessum og hundruðum annarra í Universal Model. Spurningar mynda grunninn – grundvöllinn að réttum vísindum og það þarf átak til að spyrja þær á réttan hátt.

Hversu mikilvægar eru spurningar? Spurningar örva mannshugann. Þær hrinda af stað innri íhugun og ytri tjáningu. En fyrir öllu, svör koma með því að spyrja spurninga. Spurningar eru undirstaðan fyrir lærdóm og margt er hægt að segja um þessa reglu. Við kynnum margar réttar reglur í Universal Model og þetta er sú mikilvægasta af þeim öllum – Reglan um svarið:

Tilvitnun bls 7

Leit er ferðalag í áttina að markmiði, alveg eins og spurning er ferðalag í átt að þekkingu og vísdómi. Spurningar koma á mörgu formi og hafa oft mjög mismunandi tilgang. Spurning sem orðuð er óheppilega getur gefið rangt svar eða kannski ekkert svar. Oft krefst spurningin þess að hugsa ‚út fyrir boxið‘ til að ná réttu svarinu. Í næstum því öllum tilfellum er það þannig, að lykillinn að svarinu krefst rétts skilnings á spurningunni.

Sjá einnig greinina „Svör koma frá spurningum.“


Bloggfærslur 13. mars 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband