Vatnsplánetan Mars

Árangursrík þróun nokkurra geimskipa og jeppa sem fóru til Mars hefur skilað sér í umfangsmiklum og nýjum upplýsingum og gögnum. Sönnun fyrir því að þar var vatn í miklu magni hefur komið í ljós. Einn jarðeðlisfræðingur hjá Jarðfræðistofnun  Bandaríkjanna (USGS) sagði þetta um „mikilvægustu framfarir“ í vísindarannsóknum:

Mikilvægustu framfarir síðastliðin 25 ár: Í janúar 2004 lenti [Mars-jeppi] á litlum gíg og uppgötvaði setlög sem sýndu að opin og grunn höf hafi verið til þar. (Discover, Laurence A. Soderblom, Research Geophysicist, Astrogeology Program of the USGS, des. 2005, bls. 70).

Rannsakendur höfðu verið vægast sagt mjög hissa á að hafa fundið svo miklar sannanir fyrir miklu magni af vatni á Mars. Nú þegar Mars-jeppinn hefur staðfest svo mikið vatn á Mars er næsta spurning augljós: „Hvaðan kom allt þetta vatn?“ Frá öðrum hnöttum lærum við að flest allt vatn á hnetti kemur að innan. Halastjörnur geta spýtt út vatni í þúsundir ára vegna þess að það er svo mikið vatn inni í þeim.

Þegar vatnið í skorpunni gufar upp vegna hita sólargeisla eða vegna þyngdarafls-núningshita, sleppur það í gegnum vatnsgíga en einnig í gegnum sprungur og misgengi sem mynda þá vatnsdali ef vatnið er í fljótandi formi við gosið.

17.12 Mars, Hrad Vallis, NASA, PIA02076, finalÞessi mynd er nærmynd af vatnsrás sem nefnist Mars Hrad Vallis. Hið þýðingamikla sérkenni á þessari mynd er vatnsgígurinn neðarlega á myndinni. Takið eftir greinilegum vatnsrásum þar sem vatn flæddi beint út úr gígnum og niður á landslagið fyrir neðan.

Bæði útflæðisrásin og að ekkert útkast er sjáanlegt er greinilegt tákn um það að gígurinn er ekki árekstrargígur. Gosbrunnar  geta myndað gíga og kastað út vatni, sem skilur eftir sig nánast ekkert útkast. Vatnsgígar geta myndast þegar veitir (jarðlag sem vatn rennur hlutfallslega greitt um) undir yfirborðinu fjarlægir set sem veldur því að lög við yfirborðið hrynja niður, t.d. Kerið. Þetta getur myndað gíga, röð gíga og sigdali.

Fyrir aðeins rúmum áratug síðan hefðu menn ekki ímyndað sér að geimvísindamenn ættu eftir að lýsa gígum á Mars sem vatnsgíga en ekki árekstrargíga. Þetta nýja og djarfa skref gerðist þó árið 2005 þegar hugmyndin um útflæðisrásir og vatn undir yfirborðinu hafi „brotist út með hamförum“:

Aram Chaos, gígur með þvermál upp á 280 km, hefur útflæðisrás og er fylltur með lög steina sem innihalda hematít. Stórir grjóthnullungar eru á víð og dreif á gígbotninum. Það virðist eins og hlaup af yfirborðsvatni hafi brotist út með hamförum sem olli landsvæðinu til að falla saman. Sumt af þessu vatni myndaði stöðuvatn í gíg sem myndaði lög af hematít-ríku seti. (The Many Faces of Mars, Philip R. Christensen, Scientific American, júlí 2005, bls. 38).


Bloggfærslur 7. febrúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband