Gosbrunnar

Skilgreining á gosbrunnum (hydrofountains) er ef til vill óþörf, enda höfum við oft séð vatni sprautað upp í loftið í einhverjum brunni eða tjörn, t.d. í miðborg Reykjavíkur.

Gosbrunnar eru þó mikilvæg fyrirbæri í náttúrunni, bæði sem voru í sögunni og eins sem eru virkir í dag. Goshverir (geysers) eru dæmi um gosbrunna en það er þó bara hluti sögunnar, annars væri nóg að tala um goshveri. Til þess að fá hugmyndina um gosbrunna, langar mig að taka Enkeladus sem dæmi.

7.3.11 Enkeladus

Þessar myndir sýna meiriháttar vatnsgos, eða gosbrunn sem gýs frá yfirborði Enkeladusar, sjötta stærsta tungli Satúrnusar. Vísindamenn voru orðlausir þegar þeir fylgdust með slíkum merkis atburði. Að vera vitni að slíku gosi segir tvímænalaust til um tilvist virkra vatnshnatta í sólkerfinu okkar. Á þeim tíma sem Cassini geimfarið tók myndir af þessu áður óþekkta fyrirbæri, spjó gosbrunnur Enkeladusar vatni upp í geim í hærri hæð en eigið þvermál (sjá innskotsmynd 1 sem sýnir litrófsmynd af tunglinu og öllu gosinu)! Innskotsmynd 2 er ljósmynd úr sýnilega ljósinu af þessum atburði á byrjunarstigi. Innskotsmynd 3 er nærmynd af yfirborði Enkeladusar sem sýnir stórar sprungur og gil frá fyrri bresti. Þessar hafa vafalaust einnig losað töluverðu magni af vatni og ís upp í geim, sem hafa endað sem hluti af hringjum Satúrnusar. Vísindamenn hafa greint hringi Satúrnusar til að vera að mestu úr ís og Enkeladus er þekkt til að hafa verið einn af megin uppruna þess.

Innskotsmynd 4 er einnig nærmynd af yfirborði Enkeladusar. Ferningarnir tákna hitastigið á yfirborðinu (á Fahrenheit skalanum). Rauðu ferningarnir tákna heitara yfirborð og hinir bláu kaldara yfirborð. Takið eftir að hitastigið hækkar, eftir því sem nær dregur að sprungu (misgengi). Þetta er dæmi um þyngdarafls-núnings-lögmálið sem fjallað er um í 5. kafla (Bindi I) í UM. Núningur meðfram misgengi í skorpunni hitar vatn undir yfirborðinu sem rís upp að yfirborðinu. Stundum, eins og í þessu tilfelli þegar Cassini flaug þarna um, eiga gos sér stað með slíkum krafti, að miklir vatns- og ísstrókar eru sjáanlegir sem spúa efni langt inn í geim. Enkeladus vatnshnötturinn er sagður hafa eðlismassa sem svarar til rúmlega 1,5 sinnum hærri en eðlismassi vatns og er hann líklega samansettur af vatni, grjóti og steinefnum.

Ef þú átt nokkurn tíma tök á að horfa á Satúrnus í gegnum stjörnusjónauka – allir ættu að prófa það – vertu tilbúinn til að verða innblásinn, ekki einungis af fegurð hringja Satúrnusar, heldur einnig vegna þeirrar staðreyndar að þeir eru nánast eingöngu búnir til úr vatni!

Gosbrunnar hafa merkilega sögu að segja – einnig á jörðinni okkar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég væri til í að vita dagsetninguna á því hvernær þetta vatnsgos var.

Kolbrún Katla Jónsdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2018 kl. 08:27

2 identicon

Það væri nett ef jörðin hefði sjáanlega hringi eins og satúrnus þótt það myndi ekki gera neitt fyrir mann

Sigurður Rafn (IP-tala skráð) 22.2.2018 kl. 08:34

3 identicon

Ótrúlegt hvað það er margt sem maður hefur ekki hugmynd um úti í geiminum, það eru mjög nýjar upplýsingar fyrir mig að það sé vatn á mörgum öðrum plánetum hvað þá gosbrunnar.. Mjög fræðandi og áhugaverð grein.

Soley Albertsdottir (IP-tala skráð) 22.2.2018 kl. 08:35

4 identicon

Þessi grein er mjög fróðleg og áhugaverð. Ég vissi til dæmis ekki að hringir Satúrnusar væru gerðir úr ís og ég hef aldrei heyrt neitt um Enkeladus. Það að Enkeladus gýs gosbrunnun sem er stærri en hann sjálfur er afar spennandi. Ætli það séu fleiri tungl eins og Enkeladus einhversstaðar?

Valberg Halldórsson (IP-tala skráð) 22.2.2018 kl. 08:36

5 identicon

Þessi gos á Enkeladus geta vel útskýrt afhverju það eru svona augljósir hringir í kringum sartúnus. Það er alltaf að koma nýtt magn af vatni og ís til viðbótar í hringina. 

Ýmir Atlason (IP-tala skráð) 22.2.2018 kl. 08:41

6 identicon

Það er hreinlega stórmagnað að þetta drífur út í geim og líka lengra en þvemál hnattarins. Það hlýtur að vera stórskemmtilegt að fylgjast með Satúrnusi og þessu tungli í almennilegum stjörnukíki.

Hugi Snær (IP-tala skráð) 22.2.2018 kl. 08:41

7 identicon

Hvernig getur svona gosbrunnur orðið til? Svona mikil kraftur getur ekki myndast við smá núning. Kannski jú en það er samt frekar ótrúlegt. En það er samt ein spurning sem ég er að spá í, hversu oft hefur þetta gerst? Vegna þess að það er sagt að hringir Satúrnus séu mest gert vegna Enkeladus. Annars mjög áhugavert.

Gylfi þór Ósvaldsson (IP-tala skráð) 22.2.2018 kl. 08:45

8 identicon

Mér finnst Enkeradus algjör athyglisleg hnettur. Talið að undir yfirborðið hans er til heit vatn, vetni, og nokkurar efni sem er þörf fyrir lífi. Það þýðir að hafin Enkeradus getur haldið líf lífandi, Enkeradus er talið nú líklegasta stað þar sem lífi er til nema jörð. Það er spennadi að hugsa um hvort það er lítið lífi í þetta lítill hnett eða ekki.

Og fannst mér líka hurð að hring Satúrnus er úr vatn Enkeradus að nokkurar leyti. Kannski það er Enkeradus sem hefur gert Satúrnus eins og Satúrnus sem við ímyndum okkur.

Og vegna hvernig fegur hann virðist ég elska hann. Hann er talið hvílasta hnettur í sólkerfið. Ég er að hlakka til næsta frétt af honum.

Koichi Takano (IP-tala skráð) 22.2.2018 kl. 09:31

9 identicon

ekki vissi ég að hringir satúrnusar væru að mestu úr vatni og finnst mér mjög merkilegt að eitthvað tungl úti í geimi er með risastór vatnsgos (stærri en þvermál tunglsins)og er að mestu úr vatni og ís.

Bjarki Óskarsson (IP-tala skráð) 22.2.2018 kl. 20:58

10 identicon

Magnað að eitthvað tungl út í heimi geti verið með vatnsgos! Hversu klikkað er það, hvernig verða þeir til. Voru þeir alltaf? Er líf þarna? Lífverur? 

Trausti Rafn Björnsson (IP-tala skráð) 22.2.2018 kl. 22:19

11 identicon

okey. þessar myndir eru mjög áhugaverðar, sérstaklega númer 1 og 2! ég vissi ekki að hringir Sartúnusar væru gerðir úr nánast eingöngu vatni! það finnst mér magnað. þessi grein var mjög fróðleg og vel skirfuð. 

María Guðný (IP-tala skráð) 22.2.2018 kl. 23:13

12 identicon

Mjög merkilegt hversu þunnur hringur satúrnusar er og að hann sé allur úr klaka. Einnig er það mjög spes að tungl getur verið með vatnsgos

Borgar Ben (IP-tala skráð) 22.2.2018 kl. 23:30

13 identicon

Ég vissi og hef lært það að hringir satúrnusar væru mest megnis vatn og ís en aldrei vissi ég hvaðan það kæmi. Ég hefði ekki hugmynd að mikið magn af hringjum satúrnusar kæmi frá fylgitungli hennar. Það sem er meira spennandi að miða við lýsinguna á Enkeladusar tunglinu þá viðist einhverskonar líf mögulegt. Ef það þrífst vatn ásamt öðrum efnum er góður möguleiki á að bakteríur, veirur eða annað megi finna þarna. Ef svo er þá er spurning hvort það séu fleirir svona fylgitungl í sólkerfinu okkar. Það getur verið afar áhugavert að rannsaka þetta þar sem mörg tungl eins og þetta geyma mikil leyndarmál á baki sér, eins og þessi gos á Enkeladus það er magnað að vita af því að þetta fyrirbæri sé að gjósa út í sólkerfið í meiri hæð/stærð heldur en flatarmál á sínu eigin tungli Þ.e.a.s dæmi ef geysir hér á íslandi myndi gjósa rúmlega heilt jarðar flatarmál út í geiminn sem er varla hægt að ímynda sér.  

Gabríel Werner Guðmundsson (IP-tala skráð) 23.2.2018 kl. 06:08

14 identicon

Ég er eiginlega ekki það hissa að hringir satúrnusar eru eingöngu úr vatni, þar sem flestir tungl og hnettir eru að mestu leyti úr vatni. Flottar myndir og mjög skemmtileg og fróðleg grein

Berglind (IP-tala skráð) 23.2.2018 kl. 09:02

15 identicon

Mjög merkilegt að vita hvaðan ísklumparnir í hringjum Satúrnusar koma og að gosbrunnarnir á Enkeladus geta gosið svo hátt frá yfirborð tunglsins. En það er ekkert nýtt fyrir mig að flest allt er úr vatni í geimnum, mörg tungl eru í raun bara ís (vatnsís) og berg.   

Stefan Hermundsson (IP-tala skráð) 23.2.2018 kl. 09:26

16 identicon

Áhugaverð grein og merkilegt að tunglið Enkeladus hafi svona stór gos sem eru jafnvel stærri en þvermál hnattarins. Ég vissi heldur ekki að hringir Satúrnusar væru gerðir úr ís, hélt að þeir væru úr grjóti og loftsteinum. Mér finnst líka mjög merkilegt hvað þeir eru þunnir. 

Lilja (IP-tala skráð) 23.2.2018 kl. 11:14

17 identicon

Mjög fræðileg grein um þessa virkni hjá Enkeladusi. Títan er líka mjög áhugavert tungl. Hún hefur sama sjávarmál og Jörðin, kannski lengst í framtíðinni getum við farið þangað, klædd í geimfötum og skoðað það sem Títan geymir.

Gunnar Ingi Guðjónsson (IP-tala skráð) 23.2.2018 kl. 13:46

18 identicon

Þetta vissi ég ekki. Kannski er þetta eitt af furðulegustu hlutunum sem ég hef komist að um heiminn á þessu ári. Mér finnst það hughreystandi að vita að hringir Satúrnusar eru gerði úr ís sem framleiddur er af Enkeladu og ég vona að kannski, einn daginn,  getum við mannkynið tekið nokkra bita af hringnum og séð ef það er kannski líf á Enkeladus.

sólveig Diðriksdóttir (IP-tala skráð) 24.2.2018 kl. 18:18

19 identicon

Mjög fræðileg og áhugaverð grein, myndirnar líka mjög flottar. Ég hef aldrei heyrt neitt um Enkeladus og vissi heldur ekki að hringir Satúrnusar væru geriðir úr ís, mjög merkilegt. 

Heiðrún Anna Hlynsdóttir (IP-tala skráð) 24.2.2018 kl. 21:56

20 identicon

Þessi grein er mjög áhugaverð, ég vissi ekki að hringirnir væru úr ís, það er líka mjög fræðandi að komast að því enkaladus framleiðir ísinn.einnig skemmtilegt að lesa um gosin á enkaladus,

Bjarni Snær Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.2.2018 kl. 23:41

21 identicon

Vá hafði ekki hugmynd um að hringir Satúrnus væru nánast bara úr vatni! Hef einmitt alltaf velt fyrir mér úr hverju þeir eru og hvernig þeir myndast. 

Hekla Rún Harðardóttir (IP-tala skráð) 28.2.2019 kl. 09:51

22 identicon

Ég hafði aldrei heyrt um gosbrunna annars staðar en á jörðu. Við lifum á spennandi tímum þar sem svona hluti er sífellt verið að uppgötva. Ég vona líka að ég fái bráðum tækifæri til að skoða þetta, sem og fleiri hluti í geimnum, í gegnum stjörnusjónauka.

Samúel Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.2.2019 kl. 09:57

23 identicon

Mjög fræðandi og áhugaverð grein. Mér finnst mjög merkilegt hvernig svona mikið vatn getur verið inni í Enkeladus. Miðað við mynd númer 1þá hlýtur þetta að hafa verið gríðarlega stórt gos!

 

Halla Helgadóttir (IP-tala skráð) 1.3.2019 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband