Vatnsgígar
14.11.2017 | 20:34
Ég ætla að birta nokkrar myndir af vatnsgígum í dag og byrja á St. Helen fjallinu sem fjallað var um síðast, sjá hér. Fáir (þar á meðal ferðamenn sem heimsækja gestamiðstöðina þar) vita að í gosinu 1980 mynduðust einnig vatnsgígar. Þessir gufu-sprengigígar eru vitnisburðir um hvernig vatnsgígar geta myndast í raun hvar sem er, að því gefnu að vatn og hiti sé fyrir hendi.
Öll eldgos eru tilkomin vegna núningshita úr jarðskjálfta. Núningshiti hitar upp berg en einnig vatn sem þar er. Í tilfelli St. Helen, náði frosið yfirborðsvatn og einnig vatn sem kom upp úr jörðinni sem hafði hitnað vegna núnings ákveðnu marki og sprakk og myndaði þessa vatnsgíga.
Vatnsgígar St. Helen fjallsins eru með þeim stærstu sem þekktir eru sem hafa myndast beint fyrir framan vísindalegum athugunum. Í dag eru nánast engin merki um þá þar sem þeir hafa fyllst af leðju og aurskriðum. Þeir eru nánast órannsakaðir enda er horft fram hjá þeim sem ómikilvægir í jarðvísindum í dag.
Hér sjáum við Panum vatnsgíg sem er í Kaliforníu, Bandaríkjunum. Hann minnir mig á sprungna loftbólu í morgunmatnum mínum úr blöndunartækinu.
Til viðbótar við vatnsgíga á landi, þá er hægt að læra heilmargt með því að líta ofan í hafið.
Á síðasta áratug eða svo hefur ný tækni gert okkur það kleift að skoða niður í dýpi sjávar á gersamlega nýjan hátt. Eins og svo oft áður, þá geta nýjar athuganir verið áskorun fyrir gamlar hugmyndir.
Það var eftir að við höfðum verið á tunglinu og sú rómantíska hugdetta loftsteinagíga hafði fast grip á vísindunum, að mikill fjöldi vatnsgíga, sumir enn að myndast, uppgötvuðust handan meginlandsstalls við Nova Scotia, Kanada.
Þessi "formfræðileg" einkenni á sjávarbotninum, uppnefnd "bóluör", voru fyrst uppgötvuð árið 1970. Þær vöktu litla athygli þar til nýlegar tækninýjungar leyfði rannsakendum að skoða þær á miklu dýpi. "Bóluörvar" voru útskýrðar þannig í grein í Marine Geology tímaritinu árið 2003:
Nú til dags er því almennt trúað að bóluörvar eigi upptök sín í gasuppdrifi úr þunnum gaspokum í yfirþrýstingi sem sundrar setið í vatninu, eða í miklum og linnulausum vökva sem losnar og sem hindrar að setið sest inn í og í kringum gegnumstreymið. (Deep Sea Pockmark Environments in the Eastern Mediterranean, Lyobomir Dimitrob, John Woodside Marine Geology, 195, 2003, bls. 263-264).
Bóluörvar líkjast mjög vatnsgígum, nema að þær eru neðansjávar. Þó svo að gufusprenging geti átt sér stað undir áhrifum þrýstings vegna ofanáliggjandi vatninu þá eru flest gos í eðli sínu úr vatni. Greinin í Marine Geology heldur áfram:
Bóluörvar [vatnsgígar] eru lang algengastar nálægt drulluspúandi fjöllum og meðfram sprungum á virkum vökvalosunarsvæðum.
Það að vatnsgígar geti spýtt út óbráðnaða steina upp á yfirborð meginlandanna og eins á djúpum hafsbotni hefur verið týndi hlekkurinn í skilningi okkar um hvernig yfirborð pláneta hafa myndast. Með þessum hlekki getum við séð gíga tunglsins, Mars og annarra pláneta í nýju ljósi þegar við setjum einstök púslustykki náttúrunnar saman.
Svipmót á milli bóluörva á sjávarbotni og gíga á yfirborði tunglsins eru tvímælalaus, eitthvað sem fór ekki fram hjá rannsakendum:
Bóluörvar [vatnsgígar] birtast á ómskjám sem svokallaðir tunglblettir. (Sama grein og áður).
Að sjálfsögðu vísa þeir til svipmótanna sem "svokallaðir", vegna þess að í hugum þeirra er enginn möguleiki að tunglið geti nokkurn tímann hafa verið þakið vatni. En sem betur fer eru sannleikur og tími í sama liði. Hliðrun í áttina að vatnsplánetulíkans og framfarir í tækni munu skipta gamalli kenningu sem ósamrýmanlegri út fyrir nýjar athuganir. Vísindamenn spáðu einu sinni í því hvort Mars hafi nokkurn tímann verið þakinn hafi. Síðan, fyrir nokkrum árum, safnaði Mars Exploration Rover verkefnið fullt af gögnum til stuðnings fyrir því að Mars hafi einmitt verið þakið höfum.
Uppruni Mars og tunglsins hefur enn ekki verið tengt vatni, en rannsóknarverkefni framtíðarinnar munu halda áfram með að útvega upplýsingar til stuðnings á uppruna þeirra í vatnsplánetulíkani.
Vatnsgígavísindi er á byrjunarstigi en með bjarta framtíð fyrir sér.
Áskorun fyrir þig, kæri lesandi: Skrifaðu í athugasemd hér að neðan hvaða gígur á Íslandi gæti flokkast sem vatnsgígur. Legðu nú höfuð í bleyti!
Meginflokkur: Bindi I - Kafli 7 | Aukaflokkur: Vísindi og fræði | Breytt 24.1.2018 kl. 15:17 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.