Færsluflokkur: Bindi I - Kafli 8
Hvernig myndast salt?
12.4.2019 | 12:05
Í eftirfarandi myndbandi útskýrir höfundur bókarinnar Universal Model, Dean W. Session, hvernig salt jarðarinnar myndaðist. Íslenskur texti er á myndbandinu.
Saga gosbrunna
10.1.2018 | 12:00
Áður hefur lítillega verið fjallað um gosbrunna, en gosbrunnur er gufugos ofurhitaðs vatns allt frá lítilli stærð (t.d. Strokkur í Haukadal) í verulega stór gos. Þegar vatn breytist í gufu, getur það þanist út um 1700 sinnum upphaflegt rúmmál sitt. Vatn í jarðskorpunni sem hitast upp vegna þyngdaraflsnúnings (skilgreining sjá grænan texta hér) getur þanist það mikið út að það leiði til þess að það sleppur út í formi gufuhvers í gegnum náttúrulegar neðanjarðar vatns- eða gosrásir. Fastar bergmyndanir geta átt sér stað og jafnvel fjöll myndast við gosbrunna undir miklu vatnsdýpi. Það gerist þegar hitastigið eða þrýstingurinn lækkar aðeins. Stundum springur hin ofurhitaða gufa sig í gegnum jarðskorpuna og skilur þá eftir sig vatnsgíg, en með slíkri sprengingu fylgir venjulega mikið af grjóti, seti og steindum sem fljúga upp á yfirborðið. Í hraungosum á Íslandi í dag gjósa eldfjöll storkubergi sem eru steinefni sem eru orðin glerkennd vegna bráðnunar en þau innihalda lítið af vatni. Í atburði hins allsherjar vatnsflóðs hins vegar átti meiriháttar bergmyndun sér stað í vatnsdýpi þar sem vaþrývarma steindir mynduðust, þ.e. steindir sem myndast í vatni, við ákveðinn þrýsting og við ákveðið hitastig. Slíka steina er algengt að finna nálægt yfirborði jarðarinnar í dag.
Gamlir steingervðir gosbrunnar gefa áþreifanlegar vísbendingar um að stórir og miklir gosbrunnar gusu einu sinni út um allan heim og vegsummerkin sem þeir skildu eftir sig gefa sönnun fyrir því hvenær þeir gusu. Í fyrsta sinn í sögunni mun uppruni áður óþekktra seta vera útskýrð sem nútíma jarðfræði hefur skilgreint sem frávik.
Erfitt er að ímynda sér stærðargráðu gosbrunnanna í hinu allsherjar flóði sem átti sér stað á jörðinni, jafnvel eftir að hafa séð svipaða gosbrunna annarsstaðar í sólkerfinu (Enkeladus). Þessi ímyndaða mynd á að sýna hvernig gosbrunnur sem gýs á flekaskilum gæti hafa litið út. Neðanjarðar vatn undir þrýstingi myndaði sjón sem aldrei áður (né síðan) hefur sést þegar það braust út í gegnum stóra gosbrunna fyrir þúsundum árum. Í dag eru ótal vísbendingar um þennan atburð til í allri jarðfræðinni sem leyfir okkur að sjá hvernig þessir gosbrunnar mótuðu landslagið.
Bindi I - Kafli 8 | Breytt 24.1.2018 kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndun kalsedón
24.8.2017 | 10:10
Í þessu stutta myndbandi lýsir höfundur bókarinnar Dean Sessions hvernig, eða öllu betur í hvernig umhverfi, kalsedón myndast.
Bindi I - Kafli 8 | Breytt 24.1.2018 kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um myndun bergs
5.6.2017 | 14:29
Hér er stutt myndband um myndun bergs eins og skýrt er frá í bókinni mjög vel. Áhugaverðasta spurningin hér er hvernig stendur á því að mismunandi litur er í berginu ef það á að hafa verið mjúkur sandur í upphafi.
Fyrst ekki var til orð sem lýsti umhverfi vats, þrýstings og hita, þá kom til nýyrðið Hypretherm, blanda af hydro = vatn, pressure = þrýstingur og thermal = varmi. Á íslensku verður þetta kallað vaþrývarma umhverfi.
Bindi I - Kafli 8 | Breytt 24.1.2018 kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvernig sandöldur myndast
23.5.2017 | 09:12
Höfundur Universal Model, Dean W. Sessions, útskýrir í þessu myndbandi hvernig sandurinn í Pink Coral Sand Dunes í suðurhluta Utah myndaðist. Þetta myndband hjálpar hjálpar okkur að skilja uppruna þessa hreinu kvars kristalla og hversu langan tíma það tók til að verða að þessum sandkornum.
Nánar er hægt að lesa um þetta efni í Bindi I á bls. 528 í undirkaflanum "The Sand Mark" en einnig er fjallað um "The Sand Mystery" á bls. 148.
Bindi I - Kafli 8 | Breytt 24.1.2018 kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)