Fyrsta UM tilraunin til að búa til steingervinga

Árið 1997 voru nokkrir þættir steinrunaferlisins orðnir þekktir. Margir staðir þar sem steingervingar hafa fundist hafa verið rannsakaðir og það varð ljóst að flestir steingervingar lágu í lituðu leirseti sem virtist ekki hafa neina þekktan uppruna á yfirborðinu í umliggjandi landslaginu. Að lokum var ljóst að litaða leirsetið hafði komið úr gosbrunnum. Þetta var set sem barst úr iðrum jarðar í útrennsli flóðvatna sem eitt sinn þakti gjörvallt yfirborð jarðarinnar. Sá viðburður hafði gersamlega breytt jarðskorpunni og það á aðeins skömmum tíma. Það finnast steingervingar á hæstu fjöllum, þannig að dýpt vatnsins sem hlaut að hafa verið nógu djúpt til að þekja fjöllin, var reiknuð sem gat myndað þann nauðsynlega þrýsting fyrir steinruna.

Háþrýstiofn (þrýstiketill) var keyptur, ásamt tæki sem gat búið til allt að 20.000 psi þrýsting innan í háþrýstiofninum. Þrýstikatlarnir voru pípur úr ryðfríu stáli með sérstaka vélunna enda til að leyfa þeim að haldast lokuðum undir háum þrýstingi og sem hægt var að taka í sundur á ný. Upphaflega (1997) var nákvæma uppskriftin til að búa til steingervinga ekki þekkt. Lítill trjábútur var skorinn til og settur í þrýstiketilinn ásamt vatni og lituðum leir sem náttúrulegir steingervingar fundust í. Undirbúningstilraunir fólu í sér nokkrar breytur: þrýstingur, leirset, sandset og mismunandi gerðir vatns voru prófuð, en án árangurs. Engan steinruna var að sjá. Greinilega vantaði í tilraunir okkar mikilvægt íblendi eða eðlisfræðilega kennistærð en rannsóknir og tilraunir í áraraðir höfðu ekki afhjúpað svörin sem vonast var eftir. Hugmyndirnar voru settar „á hilluna“, bæði bókstaflega og í höfðinu en bíða þurfti eftir skilningi sem myndi leyfa frekari tilraunir.

Það liðu tvö ár þegar ný viðbót við uppskriftina af steingervingum kom í ljós. Það var orka. Á þeim tíma virtist orkan vera ‚segulsvið‘ jarðarinnar (jarðsviðið sem talað er um í kafla 9.6 var enn ekki uppgötvað). Á því ári voru gerðar 100 eða fleiri nýjar tilraunir að gerð steingervða trjáa, nú með rafmagni sem streymdi í gegnum háþrýstiofninn, aftur með mismunandi breytur – en enn enginn steinruni. Tilraunin var sett á hilluna á ný.

En svo í febrúar 2000 varð alger viðmiðunarbreyting. Þýskur steindasali var að selja manngerða kvars steina í Tucson steina- og gimsteinasýningunni. Þetta var í fysta sinn sem við sáum slíka tegund af manngerðum kristalli. Samstundis varð okkur ljóst að ferlið sem notað var til að búa til smíðaða kvars kristalla sé lykillinn sem vantaði. Mælt var með bókinni eftir Kurt Nassau, Gems Made by Man, og hún umbylti hugsunargangi okkar og lagði grundvöllinn að endurhönnun vaþrývarma ferlisins. Þessi eina uppgötvun tengdi síðar saman tugi púslustykkja í viðfangsefnunum vatnspláneta, allsherjar flóð, veður, aldur og steingervingar.

Önnur uppgötvun leiddi í ljós að orkan sem vantaði var ekki orkusvið jarðarinnar, heldur hiti. Þegar hér var komið við sögu, var ljóst að kvika er ekki til, en það var hins vegar ekki ljóst hvaðan hitinn kom sem knýr eldgos. Brátt uppgötvuðust þó núnings-hitalögmálið og síðar þyngdarafls-núningslögmálið. Þetta leiddi til þess að menn gerðu sér grein fyrir mikilvægi hitastigsins á vatninu, ekki aðeins fyrir vöxt steingervinga, heldur einnig fyrir allan vöxt náttúrulegra steinda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband