Þyngdarafls-núningslögmálið

Núnings-hitalögmálið skilgreindi uppruna jarðhitans og útskýrði hvernig hraun myndast úr hita í gegnum núning. Þyngdarafls-núningslögmálið skilgreinir hins vegar uppruna hreyfinganna sem mynda núning.

Tilvitnun bls 86

Hin stöðuga daglega hreyfing jarðskorpunnar orsakast af jarðföllum. Þetta gefur mikið til kynna. Þyngdarafls-núningslögmálið sem myndskreytt er í mynd hér að neðan sýnir hvernig núningur á milli fleka framleiðir hraun í eldfjöllum. Daglegar hreyfingar upp og niður kílómetralangra sprungna í jarðskorpunni byggja upp gríðalega spennu. Við beinlínuröðun sólar og tungls í fullu eða nýju tungli eru hreyfingarnar stærstar og þegar sólin eða tunglið er í jarðnánd eða jarðfirrð, geta hreyfingarnar verið enn stærri og hugsanlega losað orku úr uppsafnaðri spennu í formi stærri jarðskjálfta. Jarðföll gefa vísbendingar um hvernig aukinn þrýstingur og núningur getur framkallað hita í jarðskorpunni.

5.3.13

Er það er tilviljun að í lok 2004 gusu St. Helen fjallið, eldfjöll á Havaí eyjum, Etna og önnur eldfjöll kröftuglegra en venjulega og síðan þann 26. desember 2004 hafi 9,1 jarðskjálfti, sá stærsti í áratugi, riðið yfir við vesturströnd Súmatra sem olli tortímandi skjálftaflóðbylgju? Það eru til lotur í allri náttúrunni og þær eru tengdar jarðskjálftum og eldvirkni í gegnum stjarnfræðilegar lotur. Við munum ræða fleiri vísbendingar úr stjarnfræðilegum lotum í kaflanum um veðurlíkanið, þar sem við ræðum einnig um eldgos og jarðskjálfta um víðan heim undir lok ársins 2004, auk aukningu á fellibyljum í kjölfarið, á árinu 2005. Voru þessir viðburðir einnig tilviljun? Fyrst þegar við skiljum tengslin á milli stjarnfræðilegra lota, jarðskjálfta og núningshita, getum við byrjað að spá fyrir um, að minnsta kosti á almennan hátt, hvenær og hvar þessir viðburðir munu eiga sér stað. Ef við þekkjum uppruna hreyfingarinnar, þá getum við skilið hvers vegna hreyfingar eiga sér stað og við getum einnig byrjað að spá fyrir um afleiðingar þessara hreyfinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband