Steingervingar tengja vísindi við skemmtun

Engin vísindagrein sameinar jafn vel áþreifanlega uppgötvun á jarðfræði, líffræði og sögu eins og steingervingafræðin gerir. Reynslan margfaldar skilning okkar ef við þekkjum hinn sanna uppruna steingervinga. Tilgangur næstu færslna er einmitt að auka þessa þekkingu.

Tilvitnun bls 125-1

Fyrir flesta kallar orðið ‚steingervingur‘ fram hugsanir um risaeðlur. Risaeðlur, eða ‚skelfilegar eðlur‘, hafa svo sannarlega fangað hugi ungra sem aldna, en af sama skapi vísindamanna. Þrátt fyrir að vera alkunnugir, eru steingervingar risaeðla nokkuð sjaldgæfir. Langflestir steingervingar eru af plöntum, eins og steingervð tré, og ættu þeir að vera rannsakaðir mest.

Eitt vandamál sem steingervingafræðin hefur, er að enginn í dag er raunverulega að íhuga þann möguleika að næstum allir náttúrulegir steingervingar mynduðust aðeins fyrir um 4000 árum síðan í allsherjar flóði á heimsvísu. En í þess stað eru rannsóknarsjóðir eyrnarmerktir rannsakendum sem nota ímyndunarafl sitt til að finna upp leiðir þar sem dýr eiga að hafa lifað fyrir milljónum árum síðan. En sönn vísindi krefjast tilrauna með raunverulegum athugunum og slíkar tilraunir eiga að geta verið endurteknar, og þær verða að útskýra náttúruna á réttan hátt ásamt háttum hennar, áður en þær kenningar sem tilraunirnar eru byggðar á geta verið lýstar yfir sem réttar. Þetta er tilgangur steingervingalíkansins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og sex?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband