Faðir steingervingafræðinnar

Georges Cuvier  2

Vísindarannsóknir á steingervingum er svið sem kallast steingervingafræði og Georges Cuvier (1769-1832) setti hana á stofn ásamt fagsviðinu samanburðar líffærafræði. Í dag er hann þekktur sem faðir steingervingafræðinnar, en víðtækar rannsóknir hans og athuganir gáfu honum mikla virðingu meðal starfsfélaga sinna. Hinn virti náttúrufræðingur 19. aldar var einnig með reynslu í jarðfræði og gaf mikið út um þetta efni. Hann leit á allsherjar flóðið sem „síðustu náttúrhamfarirnar“ og að steingervingarnir sem hann rannsakaði væru bein sönnun fyrir því:

Í staðinn fyrir að túlka þetta sem sönnun fyrir þróun, þá trúði Cuvier því að dýr pössuðu við búsvæði sitt svo nákvæmlega, að þau gátu ekki lifað breytingar á umhverfi sínu af. Hann lagði til að hamfarir eins og flóð hafi herjað á jörðina öðru hverju. Síðustu náttúruhamfarirnar trúði Cuvier að hafi verið flóð sem lýst er í 1. Mósebók í Biblíunni. Þessar hamfarir ollu fjöldaútrýmingu í dýraríkinu. (100 Scientists Who Shaped World History: John Hudson Tiner, Bluewood Books, 2000, bls. 40).

Það er gaman að taka eftir því að Cuvier var uppi áður en þróunarkenning Darwins var birt, á tíma þar sem ekki var litið á steingervinga í gegnum röng gleraugu jarðfræðilegs tíma. Steingervingar stóðu sjálfstætt fyrir því sem þeir voru, án rangra kenninga til að rangfæra uppruna sinn.

Cuvier kynnti ritgerð árið 1796 um bæði lifandi fíla og steingervinga þeirra, sem sýndi að steingervðir fílar væru af annarri tegund sem höfðu útrýmst. Þetta var mikilvæg uppgötvun, vegna þess á þeim tíma trúðu fræðimenn því að engin tegund hafi útrýmst. Þetta leiddi til þess að Cuvier varð að stuðningmanni náttúruhamfara og að nokkrar slíkar hafi átt sér stað í sögu jarðarinnar, með hamfarir Nóaflóðsins sem mest áberandi þeirra.

Jean-Baptiste Lamarck var samtíðarmaður Cuviers en þessir tveir rökræddu harðlega kenninguna um hægfara þróun. Cuvier myndi reiða sig á gríðalega miklu reynslu sína með steingervinga á skrá, sem sýndu að steingervingar breyttust ekki hægt og rólega úr einu formi í annað og að steingervingar sem fundust í Egyptalandi höfðu ekki breyst á neinn hátt í samanburði við sömu tegund í dag. Þó svo að hugmyndum Lamarcks um þróun tókst ekki að flæma burt yfirsterkari hugmyndum Cuviers á braut, en þessar voru grundvallaðar á steingervingum, varaði vinnuframlag og áhrif Cuviers aðeins í um það bil tvo áratugi í viðbót.

Stuttu eftir að Cuvier dó, tók Charles Darwin upp kenningu Lamarcks um þróun og útvíkkaði hana með útgáfu á bók sinni Uppruni tegundanna árið 1859.

Ástæðan einmitt fyrir því að steingervingar haldast á huldu í svo miklum leyndardómi er sú staðreynd að uppruni þeirra hefur enn ekki verið skilinn. Þróunarkenningin rændi fræðunum um steingervinga með því að láta rannsakendur trúa því að það tók bæði steina og steingervinga milljónir ára til að myndast. Þessi trú kæfði rannsóknir á myndun steingervinga í áratugi og skildi eftir margar ósvaraðar spurningar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og sautján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband