Arfleifð Clair C. Pattersons

Flestir rannsakendur samþykktu 4,5 milljarða ára mat Pattersons vegna þriggja ástæðna en þessar ástæður höfðu ekkert með það að gera að sanna aldur jarðarinnar:

1) Patterson hlaut viðurkenningu fyrir að þróa afmengunartækni til að fjarlægja blý úr umhverfinu, en það liðu mörg ár áður en aðrir gátu endurtekið tilraunina hans um að einangra blý. Patterson sjálfur útskýrir:

Í Caltech notaði ég strax nýju tæknina þeirra í nýju rannsóknarstofunni minni til að stjórna lækkun á mengun og það magn sem við vorum að vinna með. Og þannig gat ég gert þessa blýmælingu í járn-loftsteininum á árangursríkan hátt. En það tók langan tíma áður en þessi fámenni hópur fólks gat haldið með og endurtekið mælingarnar mínar. Það tók þá ár og ár og ár áður en þeir gátu gert þetta. Og það liðu tólf ár bókstaflega áður en þessi tala rataði í kennslubækur í jarðfræði. Áður var aldur jarðarinnar mjög óskýr. Hann var einhver milljarðar ár. Fyrir síðari heimsstyrjöldina var það þekkt sem nokkurs konar dularfull tala. Síðan eftir um það bil tólf ár, hóf hin rétta tala að birtast í kennslubókum í jarðfræði… (Heimasíða CaltechOralHistories).

Patterson lagði endurtekið áherslu á þann fjölda „ára“ sem það tók þar til aðrir gátu endurtekið vinnuna hans, og vakti sérstaka athygli á óvenjulegar aðferðir sínar og mælingar sem komu úr vandvirkum tækjum og tólum. Thomas Kuhn lýsir því hvernig rannsakendur verða sammála um og styðja nýtt og vinsælt viðmið, jafnvel þótt það hafi í rauninni ekki verið lýst yfir sem gilt, en þetta skapar ósveiganlegt umhverfi til að styðja kenninguna. Hann takmarkar þannig gagnrýni þegar þessi greinilega valdsímynd tilkynnir mikilvæga nýja uppgötvun. Aðrir, líkir í hugsunarhætti, stökkva síðan  á vagninn, þó svo að ekkert sé að draga hann. Þannig var það með Patterson – aðferðir hans voru nokkuð tæknilegar og naut hann orðstírsins.

2) Patterson hlaut viðtöku vegna árangursríka hjálp hans við að útrýma blýmengun úr bensíni, málningu og öðrum afurðum. Vinna hans á þessu sviði á viðurkenningu skilið. Við búum við öruggari umhverfi vegna hennar, en hún bætir ekki upp rangar forsendur hans um aldur jarðarinnar sem leidd var úr vinnu hans með blý.

3) Líklegast mikilvægasta ástæðan fyrir því að rannsókn Pattersons féll í góðan jarðveg var fastheldnin hans. Patterson byrjaði á frægu grein sinni Age of meteorites and the earth frá 1956 með þessa djarfa yfirlýsingu:

Það virðist vera þannig að við ættum nú að viðurkennaaldur jarðarinnar er jafn nákvæmlega þekktur og með um það bil sama öryggi eins og magn áls er þekkt í graníti frá Westerly, Rhode Island. (Age of meteorites and the earth, Clair Patterson, Geochimica et Cosmochimica Acta, 1956, Vol. 10, bls. 230).

Vandamálið með þessa yfirlýsingu er það að magn áls í graníti frá Rhode Island er hægt að mæla nákvæmlega, aftur og aftur, og hægt er að staðfesta niðurstöðurnar með mikilli nákvæmi. En hvorki Patterson né nokkur annar vísindamaður hefur nokkurn tímann getað endurtekið slíka mælingu með marga af hinum svokölluðu „loftsteinum“. Kjarni málsins er að aldursgreining loftsteina, eða í raun hvaða steina sem er, með aðferð geislavirkra efna hefur í för með sér töluvert af forsendum sem menn gera ráð fyrir að séu réttar. Það er engin leið í kringum það! Ef forsendurnar eru rangar – þá eru öll aðferðin til að aldursgreina ógild. Aftur á móti eru engar forsendur sem maður gerir ráð fyrir þegar mælt er ál í granítsýni frá Rhode Island og þar með er hliðstæða Pattersons um samanburð á hlutfalli áls í graníti við hlutfall úrans í blý sem aðferð til að aldursgreina jörðina, gjörsamlega röng. Þetta var líkt og Patterson hefði lýst því yfir að egg hafi átt hliðstæðan uppruna og appelsína vegna svipaðs útlits þeirra.

Síðar í lífinu sínu viðurkenndi Patterson óbeint að hann og samstarfsfólk hans hafði ekki verið hlutlæg í vísindarannsóknum sínum. Í birtingu greinar sinnar sem markaði tímahvörfum, lýsti hann því yfir að hann „þekkti aldur þessa steins“ áður en hann var búinn að greina hann!:

Nú, við þekktum aldur þessa steins og George gamli myndi ákvarða magn úrans í þessu sirkon og ég myndi vinna í blýinu. Þegar ég myndi finna eitthvað, þá myndum við taka úran Georgs og blýið mitt og vitandi hver aldurinn var, myndum við reikna hversu mikið blý ætti að vera til staðar og hver samsetning samsætanna ætti að vera. (Heimasíða CaltechOralHistories).

Patterson og samstarfsfélagar hans voru vissulega hlutdrægir í vinnunni sinni. Í staðinn fyrir að reikna aldurinn, gerðu þeir ráð fyrir honum og fylltu einfaldlega inn í eyðurnar. Þetta var ekki raunveruleg vísindi – þetta var blekkjandi og óréttmætt, en Patterson var aðeins einn af mörgum sem gerði ráð fyrir forsendum sem byggðar voru á röngum kenningum.

10.3.7


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband