Kristöllunarferlið
11.10.2018 | 08:37
Eftir að hafa komist að raun um að vatn finnist alls staðar í alheiminum, í vetrarbrautum, á stjörnum, á sólinni, á reikistjörnum og á tunglum, þá snúum við okkur að jörðinni. Hversu mikið vatn er hér eiginlega, innan í okkar eigin bláu plánetu? Um það bil 70% af yfirborði jarðar er þakið höfum og miklu minna hlutfall er fast í jöklum og heimskautaísum. En það er meira, miklu meira að segja frá um vatn. Jörðin, sem fylgir hinu almennu lögmáli vatns, myndaðist upprunalega úr vatni. Síðan myndaði kristöllunarferli berg og steindir sem við sjáum sem fjöll og meginlönd allt í kringum okkur. Næstu bloggfærslur setja fram í fyrsta sinn í nútíma vísindum yfirgripsmikið líkan af myndun bergs og steinda, byggt á vatni.
Hinar myrku aldir vísindanna öftruðu sönnum skilningi á alhliða hugtaki og lögmáli vatns og einnig hinu raunverulega ferli kristöllunar á náttúrulegum steindum. En steinarnir sjálfir hafa sögu að segja og næstum því allir vitna um myndun sína í vatni.
Kristöllun að búa til steina
Til eru þrjú megin ástönd efna: gas, vökvi og fast efni. Fast efni getur kristallast úr gasi eða úr vökva, en í náttúrunni myndast mikill meirihluti steinda vegna ferla í vökva. Enn fremur eru í náttúrunni aðeins til tvö ólífræn vökvaferli sem steindir myndast úr. Þessi eru:
1. Vatnsferli
2. Bráðnunarferli
Næstum allar steindir jarðarinnar mynduðust í ferli sem fólu í sér vatn. Við vitum þetta vegna þess að næstum allar steindir eru kristallar, en undantekningar eru örlítill hluti steina sem hafa bráðnað, en þeir mynda glerkennda eða gler-líka steina eins og vikur, hrafntinnu eða aðra hraunsteina. Jafnvel þar spilaði einnig vatn lykilhlutverki í myndun þessara glerkenndra steina. Svona eru kristallar frábrugðnir gleri:
Í efnafræði og í steindafræði er kristall fast efni þar sem uppbygging frumeinda, sameinda eða jóna er röðun í reglulegt skipulag með endurtekið mynstur í allar þrjár rúmfræðilegar víddir. (Wikipedia).
Þetta reglulega skipulag með endurtekið mynstur kristalla er einfaldur lykill til skilnings á uppruna næstum allra náttúrulegra steinda jarðarinnar. Í kviku-falskenningunni ræddum við um hvernig kvars gler og kvars kristallar hafa mjög mismunandi eðliseiginleika. Mikilvægasti munurinn er sá að gler er formlaust og hefur ekki reglulega kristalbyggingu eða formgerð. Kvars kristallar hafa mjög skipulagða formgerð.
Jafnvel þó að hreint kvars (SiO2) og gler (einnig SiO2) geta efnafræðilega verið það sama, hefur kvars rúmlega 1000 sinnum meiri varmaleiðni. Þetta er vegna þess að varmi getur auðveldlega ferðast í gegnum reglulega kristalbyggingu kvars, á meðan óregluleg formgerð glers er eins og völundarhús.
Steindir eins og kvars eru gott dæmi um hið almenna lögmál reglunnar og lögmál kristöllunar sem mun vera kynnt síðar. Kvars er dæmi um þriðja lögmál alhliða heildarhugmynd vatns, lögmál vatnsmyndunar:
Allar náttúrulegar kristallaðar steindir mynduðust í vatni
Vatn er allsherjar efni sem skaffar umhverfi þar sem náttúrulegir kristallar geta myndast í og í næstum bloggfærslum munum við skoða nokkrar vísbendingar um það. Annað almenna lögmál vatns útskýrir hvers vegna jarðfræðirannskóknir sem byggðar eru á viðmiðunarramma kviku hafa verið árangurslausar í að búa til náttúrulegar steindir úr bráðnuðum steinum án vatns. Rannsakendur hafa verið árangurslausir vegna þess að náttúran virkar ekki þannig. Af þessari ástæðu myndast stór meirihluti steinda úr vatni vegna þess að það er einungis í umhverfi vatns sem kristalbygging steinda munu myndast.
Kristöllunarferlið er ekki takmarkað við einungis lítinn hluta af steindum jarðarinnar. Þetta er hægt að skilja betur þegar við skoðum eftirfarandi tilvitnun úr vinsælli bók, Crystals and Crystal Growing. Þessi yfirlýsing er tekin úr þeirri bók í hlutanum The Genesis of Minerals (Upphaf steinda):
Ef einhver segir skyndilega við þig: Finndu kristal og flýttu þér, myndir þú líklega gleyma sykrinum í skálinni og saltinu í bauknum en stökkva frekar út um dyrnar til að eltast við glitrandi stein. Steindirnar sem steinar eru gerðir úr eru algengustu dæmin um kristalla öllum er kunnugt um kvars, gimsteina og hálfdýrmætu steina sem kristalla. En það er ekki eins þekkt að öll jarðskorpan er kristölluð, með lítilli undantekningu. Vissulega er það þetta sem mest öll jarðskorpan sýnir skörpu auga, með hjálp stækkunarglers hér og þar. (Crystals and Crystal Growing: Alan Holden & Phylis Morrison, MIT Press edition 1982, bls. 46).
Að gera sér grein fyrir þessu er fyrsta skrefið í að afla sér vísdóm um hvernig jörðin myndaðist það er að segja, með lítilli undantekningu er jörðin kristall. Nútíma jarðfræði mistókst að skilja hvernig jörðin myndaðist vegna þess að þau hafa ekki viðurkennt þá staðreynd að náttúrulegir kristallar myndast úr vatni. Höfundar Crystals and Crystal Growing halda áfram og gefa þessa skýru yfirlýsingu:
Nákvæmlega hvernig jörðin komst í þá lögun sem við þekkjum í dag er spurning sem er langt frá því að vera svarað. (Crystals and Crystal Growing: Alan Holden & Phylis Morrison, MIT Press edition 1982, bls. 46).
Hvers vegna er þessari spurningu langt frá því að vera svarað? Við komum auga á margar ástæður í kaflanum um falskenninguna um hringrás bergs jarðfræðin er bókstaflega full að leyndardómum sem aldrei munu fást svör við í viðmiðunarramma kvikunnar. Það er kominn tími fyrir vísindin að viðurkenna opinskátt þessa staðreynd og horfa í átt að nýju líkani, í nýjum viðmiðunarramma sem er réttur og sem getur leyst þessa leyndardóma.
Með skilninginn um að stór meirihluti steina á jörðinni séu byggðir á kristöllum og að náttúrulegir kristallar myndast einungis í vatni, getum við byrjað að uppgötva hvernig steinar og steindir koma fram úr vatni í kristallað ásigkomulag. Til að skilja þetta, verðum við rifja upp og útskýra þýðinguna á orðinu útfelling.
Meginflokkur: Bindi I - Kafli 7 | Aukaflokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.