Vatn á Sólinni
2.3.2018 | 14:32
Ha, vatn á Sólinni? Hvernig getur það verið?
Innrautt róf í hárri upplausn úr miðju sólbletts hefur verið skráð með eins metra litrófsmæli með Fourier-ummyndun á Kitt Peak stjörnuathugarstöðinni. Rófið inniheldur mjög mikið af vatnsgleypniseinkennum sem eiga upptök sín á Sólinni. Þessar línur hafa verið tengdar við hreinan snúnings- og titrings-snúningsumskipti heits vatns og borið saman við háhita útgeislunarróf á rannsóknarstofu. (Water on the Sun, L. Wallace og fleiri, Science, Vol. 268, 26. maí 1995, bls. 1155).
Með því að bera saman róf úr háhita vatni á rannsóknarstofu við róf úr Sólinni, hafa vísindamenn í raun staðfest það að vatn fyrirfinnist á Sólinni. Rannsóknarmenn gerðu síðan útdrátt á uppgötvun sinni með því að lýsa yfir hversu mikið af vatni kom fram í rófi Sólarinnar:
Niðurstaða okkar er sú að þessar óvenju þéttar línur í rófi sólbletta má rekja til vatns. Ennfremur, flestar af hinum ístöðulitlu og ómerktu línum má líklega einnig rekja til vatns. (Water on the Sun, L. Wallace og fleiri, Science, Vol. 268, 26. maí 1995, bls. 1157).
Grein í júlí 1997 útgáfunni af Science hét meira að segja Water on the Sun: Molucules Everywhere (Vatn á Sólinni: Sameindir alls staðar). Hér eru nokkur megin atriði:
Venjuleg fjölatóma sameindir eins og H2O eiga ekki að fyrirfinnast á yfirborði Sólarinnar. Á svo háum hita, eða um 5800K [5500°C], ættu vatssameindir að rjúfa efnatengsl sín í sindurefnin OH og H atóm eða jafnvel í O atóm og tvö H atóm. Þess vegna fannst mér skýrslan frá 1995 eftir Wallace og fleirum Vatn á Sólinni nokkuð ótrúleg, þó algerlega trúleg engu að síður eftir að hafa skoðað gögnin Innrauða róf heits vatns úr rannsóknarstofunni, unnið af Bernath og samstarfsmönnum hans, passaði nákvæmlega við hið rannsakaða róf Sólarinnar.
Rófin tvö virðast vera ólík í fyrstu andrá en nánari rannsókn sýnir nákvæma samfellu í tíðnum róflínanna. Samræmi milli stjarnfræðilegra tíðnir og þeirrar úr rannsóknarstofu hefur verið undirstaðan fyrir uppgötvun sameinda í geimnum Samræmi tíðna í róflínunum svo tugum skiptir, eins og á myndinni, er pottþétt sönnun á mælingu á H2O. (Water on the Sun: Molecules Everywhere, Takeshi Oka, Science, Vol. 277, 18. júlí 1997, bls. 328).
Samkvæmt kenningunni ætti vatn ekki að fyrirfinnast á yfirborði Sólarinnar, en sannanirnar sýna annað. Þar er vatn og það verður að útskýra það í stjörnulíkönum. Reyndar þurfa allar stjarnfræðikenningar að gera ráð fyrir vatni sem grundvallar efni innan kenningarinnar. Það að mælt sé og borið hefur verið kennsl á mikið magn af vatni í stjörnum er ekki lengur fréttnæmt, en þó hefur þetta ekki örvað rannsóknir eða orsakað þróun á nýju vatnslíkani í stjörnu- eða plánetumyndun.
Meginflokkur: Bindi I - Kafli 7 | Aukaflokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Er þá samkvæmt þessu vatnsgufa á sólinni, ég á einhvern megin erfitt með að trúa því að gufan hverfi hreinlega ekki í svona miklum hita. Mér hefði aldrei dottið þetta í hug og gaman væri ef meiri rannsóknir myndu fara í að skoða nánar hversvegna vatn finnst nánast allstaðar.
Kolbrún Katla Jónsdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2018 kl. 15:07
Ég hefði aldrei giskað á að það væri vatn á sólinni og er þetta því mjög áhugaverð og spennandi uppgötvun. Ég vona að það sé hægt að rannsaka þetta nánar og sjá betur hvernig þetta virkar, hvernig þetta sé fræðilega mögulegt. Ekki það að þetta séu upplýsingar sem við verðum að finna svörin við, það er engan veginn að fara að hjálpa okkur hér á jörðu.
Valberg Halldórsson (IP-tala skráð) 5.3.2018 kl. 19:45
Ótrúlegt, er það ekki að vatn gufar oftast upp við mikinn hita? Þar að leiðandi skil eg einfaldlega ekkert hvernig þetta getur verið og afhverju vatnið er ekki buið að gufa upp, finnst þetta mjög áhugavert.
Sóley Albertsdóttir (IP-tala skráð) 6.3.2018 kl. 12:28
Já, þetta er voða skrýtið að vatnssameindir séu á sólinni. Ég held að á einhvern hátt er þetta bara plasma sem er inn í sólinni að streymast út og sendir bylgjur um leið sem hefur áhrif á róteindirnar. Og þannig myndast vatnssameindir en þetta er bara mín ágiskun.
Gunnar Ingi Guðjónsson (IP-tala skráð) 6.3.2018 kl. 17:16
Ég veit ekki hvort við getum segið að þetta er vatn jafnvel þótt vatnssameindir fer í sundur H og O. Mér finnst ekki sérstaklega míkið um þetta en samt það að vatn á sólinni hljómar ótrúlegt.
Koichi Takano (IP-tala skráð) 6.3.2018 kl. 19:15
Það kemur mér á óvart að vatnssameindir finnast á sólinni en ekki bara plasma. Kannski hefur þrýstingurinn á yfirborði sólarinnar eitthvað með það að gera. Þetta sumar mun NASA senda geimkönnuð að sólinni og í sporbraut við hana um 4 milljón km yfir yfirboðið sem er innan í andrúmslofti sólarinnar. Tilgangur þessarar ferðar er að rannsaka hvernig orka og hiti ferðast í kórónunni og hvað kemur sólarvindunum af stað og margt fleira. Þeir ætla meira að segja að setja nöfnin á þeim sem sækja um á minniskort sem er í geimkönnuðinum. Allir geta sótt um að hafa nafnið sitt á þessu minniskorti og mögulega brotlendir það beint í sólina sjálfa þegar ferðinni er lokið og nóg upplýsingar eru fengnar.
http://go.nasa.gov/HotTicket
Logi Jökulsson (IP-tala skráð) 7.3.2018 kl. 21:06
Vatn á sólu finnst mér vera svo svo óraunverulegt. Spurning hvort sé vitlaust að nota hugtakið vatn! Að þetta sé vatnsfrumeindir sem eru til staðar. Er villandi að nota hugtakið vatn?
Trausti Rafn Björnsson (IP-tala skráð) 8.3.2018 kl. 08:26
Mér finnst enþá svo ótrúlegt að vatn skuli finnast á sólinni. Hingað til held ég samt að þetta séu allt kenningar. Það á enþá eftir að rannsaka svona stóra tilgátur og efnið ekki nógu sannfærandi. Ef svo er að vatn finnist á sólinni væri það algjört undur í fræði vísinda. Það má vel vera að efnasabönd sem mynda vatn séu til á sólinni enda gífurlega sórt og furulegt fyrirbæri. Með frekari rannsóknum komumst við að frekari niðurstöðum. Ég á erfitt með að trúa þessari tilgátu þar sem sólinn er marg milljóngráðu heit og þannig séð ætti ekki vatn eða að minnsta kosti ekki fljótandi vatn að finnast þar.
Gabríel Werner Guðmundsson (IP-tala skráð) 8.3.2018 kl. 12:08
ótrúlegt að það sé vatn á sólinni því hún er svo rosalega heit. En er vatn þá eins og í videoinu sem við horfðum á í dag? ef yfirborð er nógu heitt myndar það lag undir vatninu og vatnið flýtur bara á yfirborðinu. Er það þannig ?
Bjarki Óskarsson (IP-tala skráð) 8.3.2018 kl. 20:53
Ef þú myndir ganga upp að mér og segja mér að það sé vatn á sólini án þess að hafa rök þá myndi ég halda að þú værir einhvað vánkaður. En eftir að hafa heyrt og lesið um þetta finnst mér þetta vera eitt það ótrúlegasta í sólkerfinu okkar. Manni hefði aldrei dottið í hug að vatn sem gufar upp við 100°C gæti verið í kringum sólina sem er í kringum 5500°C.
Borgar Ben Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.3.2018 kl. 22:09
Ég hef alltaf vitað að það sé vatn á sólu en vissi ekki nákvæmlega hvernig þar sem ég hef lesið margar mismundandi kenningar sem voru óskiljanleg. Þessi grein hefur góða útskýringu
Berglind Elsa (IP-tala skráð) 9.3.2018 kl. 08:54
Ég hef hugsað út í þetta vegna öðru bloggi sem sagði að vatn væri allstaðar, það þarf ekkert að vera í vatnsformi því þótt að það væri gufa er það samt vatn. Loksins er einhver leið sem ég get séð þetta útskýrt því ég er lengi búinn að pæla í þessu.
Sigurður Rafn (IP-tala skráð) 9.3.2018 kl. 09:24
Ég vissi aldrei að það væri vatn á sólinni, þetta eru magnaðar upplýsingar. skemmtileg grein full af skemmtilegum nýjum upplýsingum. vel gert Ronald
María Guðný (IP-tala skráð) 9.3.2018 kl. 09:54
Vá! Ég vissi að það er mikið til af vatni í sólkerfinu, en á sólinnni? Það er alveg ótrúlegt! En að heyra að það séu meiri segja sannarnir um að það sé til vatn þarna í þessum háum hita er bara ótrúlega undravert.
Eitt sem ég vill bæta við er að kannski gæti verið vatn þarna í fjórðu ástandi, plasma, en þá væri það tæknileg séð ekki lengur vatn heldur bara plasma.
Stefán Hermundsson (IP-tala skráð) 9.3.2018 kl. 09:59
Mér datt aldrei í hug að það væri vatn á sólinni en þessi grein gefur góð rök fyrir því að þar sé vatn. Mjög merkileg og áhugaverð grein!
Heiðrún Anna Hlynsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2018 kl. 11:00
Komin þetta langt inni í áfangan er ég eiginlega farin að vita að vatn er að finna allsstaðar. Vatn á sólinni er samt allt annað, því þótt það sé heitt á mörgum plánetum þá er sólin náttúrulega margfalt heitari en þær. Persónulega finnst mér vanta miklu betri þekkingu á þessu máli og betri sönnunagögn, þótt þetta sé góð kenning, en vatn á sólinni er hálf ótrúlegt eða meira heil ótrúlegt þótt ég hafi góð rök beint fyrir framan mig.
Harpa Rós Jónsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2018 kl. 11:23
Flott grein, mjög sérstakt að það hefur verið greint að það sé vatn á sólinni. það getur ekki verið að það sé í miklu magni t.d. í vötnum eða sjó?. þetta hjóta bara að vera nokrar vatns sameindir.
Ýmir Atlason (IP-tala skráð) 11.3.2018 kl. 18:13
Þetta er nú frekar skrítið. Hvernig getur þetta staðið, ég skil það ekki. En samkvæmt þessu þá er það rétt að það er vatn finnanlegt á yfirborði sólar. En ég samt enþá í erfiðleikum að trú að það getur verið vatn í umhverfi sem er með hitaastig sem er yfir 10 sinnum hærri en suðumark vatns. Mjög áhugavert og skrítið.
Gylfi þór Ósvaldsson (IP-tala skráð) 11.3.2018 kl. 19:31
Mjög áhugavert, ég á erfitt með að trúa að vatn getur verið í svona umhverfi, það getur þá varla verið mikið. þessi grein kemur samt með góð rök til þess að sanna þessa kenning, samt ótrúlegt.
Bjarni Snær Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.3.2018 kl. 20:53
Eins og svo mörgum fast mér það fremur skrítið að vita um vatn á svona heitum stað eins og sólinn.
En eftir að hafa farið yfir þetta er erfitt að neita því.
Helíum er enda létta efnið sem sólinn búa til svo það hlöt að blandast við súrefni á lokum
sólveig Diðriksdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2018 kl. 21:36
Að hugsa að það sé vatn á sólinni í 5500°C hita er algjörlega fáranlegt. Þessi kenning er mjög góð og hefur góð rök fyrir því að það sé vatn á sólinni. Mjög áhugaverð og fræðandi grein. :)
Alexandra Diljá (IP-tala skráð) 11.3.2018 kl. 22:17
Merkilegt að það skuli vera vatn á sólinni, aldrei hefði mér dottið það í hug. Þar sem að vísindamenn telja sig hafa fundið vatn í nánst öllum plánetum finnst mér að það ætti að rannsaka það nánar og fá nákvæmari svör. Annars mjög flott grein.
Lilja (IP-tala skráð) 11.3.2018 kl. 23:10
Það er heldur ótrúlegt að það sé hægt að finna vatn á sólinni. Ég hafði ekki hugmynd um þetta áður en að lærðum þetta í stjörnufræði. Þetta er hreinlega stórmagnað ef að maður hugsar út í það.
Hugi Snær (IP-tala skráð) 11.3.2018 kl. 23:35
Vá hafði þetta er merkilegt! Hafði ekki hugmynd að það væri vatn á sólinni. Hélt þetta væri bara eldhnöttur og að það væri alltof heitt til að finna eitthvað vatn því það myndi bara gufa upp.
Hekla Rún Harðardóttir (IP-tala skráð) 7.3.2019 kl. 13:24
Ég get ekki trúað því að vatn skuli finnast á sólinni. Hvernig er það ekki búið að gufa upp?? Hins vegar fær þessi kenning mann til að trúa því að vatnssameindir sé að finna á sólinni.
Halla Helgadóttir (IP-tala skráð) 10.3.2019 kl. 23:31
Þetta er flottur pistill sem fékk mig til að rannsaka þetta meira. Mér fannst tilhugsunin um vatn á sólinni óraunveruleg, en viti menn, þetta er dagsatt. Ég sé hins vegar að sumir hérna í kommentakerfinu misskilja vatnsgufu. Þeim finnst þetta skrýtið þar sem “vatn gufar upp í svona miklum hita”. Auðvitað gerist það. En það er enn þá vatn. Breyting á forminu breytir ekki efnasamsetningu vatnssameindarinnar. Sumir í athugasemdunum eru líka að misskilja hvað “vatn” þýðir. Vatn er bara sameindin H2O. Vatn þarf ekki að vera einhver lækur eða haf. Er klaki ekki vatn? Jú. Vatnsgufa, eða “nokkrar vatnssameindir” eins og sumir hérna orða það, er vatn líka:)
Samúel Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.3.2019 kl. 00:29
Ég á mjög erfitt með að trúa þessari tilgátu. Hvernig getur vatn verið á sólinni og hvernig er það ekki búið að gufa upp. Það getur ekki verið að það sé vatn á sólinni í minsta kosti ekki í fljótandi formi.
Daníela Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 26.4.2019 kl. 18:02
Það er merkilegt að það sé vatn á sólinni því það er svo heitt þar. Afhverju er það ekki búið að gufa upp? Mér finnst erfitt að trúa að það sé til þar í fljótandi formi. Þetta er magnað og áhugavert að það sé vatn á sólinni.
Phuwalak Phanseua (Bee) (IP-tala skráð) 18.3.2020 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.