Tvenns konar uppruni jarðskjálfta

Flestir Íslendingar átta sig á því að stóru jarðskjálftarnir hér á landi verði til vegna núnings bergs vegna láréttra flekahreyfinga. Skilyrði slíkra skjálfta eru að finna á Skjálfandadjúpinu og á Suðurlandi. Skjálftahrinan um þessar mundir við Grímsey kemur þess vegna ekkert á óvart.

"Daglegu" jarðskjálftarnir eru þó af öðrum toga en þeir myndast vegna flóðkrafta. Á sama hátt og höfin lyftast og síga með flóð og fjöru, þá lyftast og síga meginlöndin einnig, þó bara um rúma 20 cm í stað fleiri metra sem sjórinn lyftir sér. Á stöðum þar sem jarðskorpan er sprungin, t.d. við flekaskil, er jarðskorpan ekki samtaka í að lyfta sér og síga. Þannig myndast núningur bergs vegna lóðréttar hreyfingar - daglegir jarðskjálftar sem eru yfirleitt minni að stærð en þeir sem myndast vegna láréttra hreyfinga.

Jarðskjálftar vegna flóðkrafta hafa dagsveiflur eins og ég hef sýnt áður (sjá hér og hér), enda fara sólin og tunglið daglega yfir höfuð okkar. Á sama hátt og við erum með stórstreymi þegar flóðkraftar frá tungli og sólu leggjast á eitt, þá gerist svipað með jarðskjálftana - þeir verða stærri við nýtt og fullt tungl. Í dag er einmitt nýtt tungl.

Líklegt er að um sambland beggja áhrifa sé að ræða, enda eru hreyfistefnurnar tvær tengdar. Ekki er ólíklegt að miklir flóðkraftar (sem leiða til lóðéttrar hreyfingar) hafa hrundið af stað láréttri hreyfingu og þar með stærri og fleiri jarðskjálfta.

Jarðskjálftar 15.2.2018


mbl.is Um 400 skjálftar á 12 tímum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband