Vísbendingin um afstöðu tungls í jarðskjálftum og eldgosum

Ef braut tunglsins um jörðina hefur áhrif á hreyfingu í jarðskorpunni, þá ættu að finnast tengsl á milli daglegrar snúning jarðarinnar, umferð tunglsins og jarðskjálfta. Við sjáum vísbendingar um þessi tengsl við virkasta eldfjall heimsins sem er á Havaí. Vísindamenn tilkynntu árið 1988 í Journal of Geophysical Research:

Á milli 1967 og 1983 riðu fjórar jarðskjálftahrinur yfir eldfjallið Kilauea, Havaí, sem stóðu yfir í 68 til 156 klukkutíma. Ferilskráning á fjölda viðburða á klukkutíma sýnir merkilega mótun sem endurtekur sig daglega eða tvisvar á dag… áhrif flóðkrafta virðist vera besta útskýringin fyrir þessari mótunarvirkni. (Tidal Triggering of Earthquake Swarms at Kilauea Volcano, Hawaii, Rydelek, Davis, Koyanagi, Journal of Geophysical Research, Vol. 93, NO B5, bls. 4401, 10. maí 1988).

5.3.8

Í apríl 2003 útgáfunni af Scientific American var grein um annað af einu virkasta og tilkomumesta eldfjalli heims, Etnu. Þetta eldfjall sem er þekkt í mannkynssögunni vegna eyðileggingar sem það hefur orsakað í aldarraðir, er staðsett á eynni Sikiley á Ítalíu. Þetta er það sem rannsakendur höfðu að segja um losun gufu úr Etnu:

Fyrir utan hraunflæði, framkallar Etna næstum stöðuga, taktbundna losun gufu, ösku og bráðnuðu bergi. (Mount Etna´s Ferocious Future, Tom Pfeiffer, Scientific American, apríl 2003, bls. 63).

Gæti verið til hulin hringrás í eldvirkni Etnu sem tengist snúningslotu jarðarinnar eða braut tunglsins?

Í febrúar 2000 áttu heiftarleg gos sér stað í suðausturhluta gígs Etnu á 12 eða 24 klukkustunda millibili. (Mount Etna´s Ferocious Future, Tom Pfeiffer, Scientific American, apríl 2003, bls. 63).

Þetta er sterk vísbending um að lotubundinn þáttur þyngdarafls hefur bein áhrif á hraunflæði og jarðskjálfta. Lotur jarðskjálfta og hraungosa gerir rannsakendur ráðþrota vegna þess að þeir hugsa í hugmyndafræði kvikuplánetunnar. Lotur eldgosa Etnu eru ekkert annað en ‚tilviljun‘ vegna þess að svipaðar lotur finnast einnig annars staðar, eins og í Merapi, eldfjalli í Java. Úr bókinni Volcanic Seismology skrifar höfundur eftirfarandi athugun varðandi gosið í Merapi í október 1986:

Fyrir myndun hraungúlsins, átti þýðingarmikil og reglubundin endurtekning sér stað á 24 og 12 klukkutíma fresti á kippunum. Þetta fyrirbæri minnkaði stórlega með uppsöfnun kviku [hrauns] upp á yfirborðið. (Volcanic Seismology, P. Gasparini, R. Scarpa, K. Aki, 1992, bls. 62).

Kvikuplánetukenningin getur ekki útskýrt ‚lotur‘ og vissulega getur hún það ekki vegna þess að ekkert gangverk er til sem getur útskýrt lotubundnar hreyfingar efnis djúpt í jörðinni, sérstaklega þegar hreyfingin gerist líklega mjög hægt – aðeins sentimetra á ári. Þetta er ástæðan fyrir því að jarðskjálftar halda áfram að vera leyndardómsfull ráðgáta fyrir marga rannsakendur. Árið 2002 ætluðu hjón sem rannsóknarteymi að finna tengsl milli tunglsins og eldvirkni:

Ef spár um eldgos eru ruglandi ráðgáta, þá trúa eldgosaaðdáendurnir Steve og Donna O‘Meara að þau gætu hafa komið auga á lykilatriði. Hjónarannsóknarteymið eru að rannsaka tengsl sem sumir eldfjallafræðingar hafa tekið eftir fyrir löngu síðan en enginn hafði rannsakað nægilega – hlutverk tunglsins í að hafa áhrif á eldvirkni…

Verkefni teymisins var að ákvarða hvenær mesta hámark í eldvirkni eigi sér stað og hvernig aukin virkni gæti tengst togi vegna þyngdarafls tunglsins. Með því að fylgja því mynstri sem þau höfðu séð áður, spáðu O‘Meara hjónin því að á meðan eldgosin eru í gangi, þá myndu vera hámark í eldvirkni í jarðnánd tunglsins og í fullu tungli. Í þessu tilfelli studdu viðburðir þessa kenningu og reyndar átti hæsti toppur eldvirkni sér stað á tímapunkti nákvæmlega á milli fulls tungls og jarðnánd tunglsins. (Vefsíða National Geography sem er ekki lengur aðgengileg).

Teymið uppgötvaði beinan hlekk byggðan á staðreyndum á milli staðsetningu jarðarinnar og staðsetningu tunglsins, sett í samband við eldvirkni. Maður myndi halda að með þessum sönnunum um lotur jarðskjálfta-eldgosa, ættu vísindin að líta nánar á hinu svokölluðu ‚orsök‘ eldgosa. Sannanir um fyrirsjáanlegar lotur halda áfram að hrynja inn, sérstaklega með uppgötvuninni um „þögla jarðskjálfta“:

…uppgötvunin um þögla jarðskjálfta er að neyða vísindamenn til að endurskoða ýmsa þætti sprunguhreyfinga… Eitt forvitnilegt einkenni þessara þöglu jarðskjálfta er að þeir gerast með reglulegu millibili – reyndar svo reglulega, að vísindamenn eru nú að spá um endurkomu þeirra með góðum árangri. (The Threat of Silent Earthquakes, Peter Cervelli, Scientific American, mars 2004, bls. 91).

Nýlegar uppgötvanir um jarðföll og þögla jarðskjálfta marka einungis upphaf nýrra uppgötvana sem hjálpa okkur að skilja betur áhrif þyngdarafls himintungla og verkun þeirra á hreyfingu í jörðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband