"Tegund" – Darwin gat ekki skilgreint

Þegar Darwin hóf skrif á bók sinni um uppruna lífs, þá var líklega mikilvægasta verkefnið hans (að minnsta kosti hlýtur það að hafa verið með því mikilvægasta) að skilgreina einstaka lífverur í verki sínu. Hvernig útskýrir maður upprunann á einhverju án þess að vita hvað þetta eitthvað er? Stuttu eftir útgáfu á bók sinni, skrifaði Darwin bréf til samstarfsmanns síns Asa Gray þar sem þetta kom m.a. fram:

Heyrðu annars, ég hitti Phillips um daginn, steingervingafræðinginn, og hann spurði mig: ‚Hvernig skilgreinir þú tegund?‘ og ég svaraði, ‚Ég get það ekki‘. (More Letters of Charles Darwin, Vol. I: Charles Darwin, D. Appleton and Company, 1903, bls. 127).

Hugsaðu um afleiðingar yfirlýsingar hans…

Tilvitnun bls 220-1

Í dag, nánast tveimur öldum síðar, eru nútíma líffræðingar enn að kljást við óútkljáða skilgreiningu á tegund. Úr Science News frá 2009:

Sérfræðingar eru jafnvel enn að ræða um sjálfa skilgreininguna á ‚tegund‘. (Evolutions‘s Evolution, Rachel Ehrenberg, Science News, janúar 2009, bls. 21).

Þarna ætti að blikka á rauðum viðvörunarljósum hjá öllum sem rannsaka þróunarkenninguna ef þeir hugsa rökrétt: 161 ár og þróunarsinnar hafa enn ekki skilgreint hvað tegund er. Kannski, ef það tekst að útkljá skilgreininguna um ‚tegund‘, gætu samanburðartilraunir komið á fót hugmyndinni eða hrakið hana að ein tegund gæti orðið að annarri – hið sanna próf þróunar.

Kaflarnir um aldurslíkanið og steingervingalíkanið fjarlægðu burðarsúlur óratímans og steingervingaskrána sem þróun byggist á, þannig að einungis standa eftir glerbrot falskenningarkreddu. Í þessum kafla varpar UM ljós á eitthvað af þessum glerbrotum, sem skýrir áhrif þróunar á samfélagið. Ef til vill, undir lok kaflans, munu þeir sem enga skoðun hafa á þróun vita nóg til að taka afstöðu. Hins vegar getur sannleikurinn einn og sér ekki sannfært þrjóskan mann til að sjá sannleik. Fyrir þá sem eru reiðubúnir til að líta, þá er hliðrun viðmiðunar yfirvofandi.

Tilvitnun bls 220-2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Maðurinn er tegund sem að við getum t.d. skipt í allskyns flokka:

Hvíti kynstofninn.

Blökkufólk.

Asíubúar.

Indíánar.

Indverjar.

----------------------------------------------------------

Síðan geetum við verið með dýrategundina fisk sme að hægt er að flokka í allskyns flokka eins og Lax, bleikju osfrv.

Jón Þórhallsson, 17.2.2020 kl. 10:36

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Og hvernig skilgreinir þú þá tegund?

Ásgrímur Hartmannsson, 18.2.2020 kl. 15:56

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Tegundin Fiskur eru þekktur fyrir að hafa sporð, hreistur, tálkn

og lifa í vatni.

Jón Þórhallsson, 18.2.2020 kl. 16:12

4 Smámynd: Ronald Björn Guðnason

Ásgrímur, svar við spurningu þinni er að finna í nýjustu færlsu.

Ronald Björn Guðnason, 27.2.2020 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband