Falskenningin um jarðfræðilegan tíma

Jarðfræðilegur tími er ein megin burðarsúla sem nútíma vísindi er byggð á. James Hutton, faðir nútíma jarðfræði, er kenndur við hugmyndina ‚óratími‘ eða ‚Deep time‘. Hutton, sem var fræðimaður en þó ekki tilraunakenndur vísindamaður, ímyndaði sér bara jarðfræðilega tímakvarðann sinn.

Við munum kanna sögu tímatöflunnar sem gefur yfirlit yfir mismunandi aðferðir sem notaðar eru til að reikna aldur jarðarinnar á síðustu tveimur öldum. Við munum skoða hvernig nútíma vísindi komst að þeim 4,5 milljörðum ára aldri jarðarinnar og þeirri rangri ályktun sem tengd er þessum aldri. Lögð verður áhersla á nokkra lykilrannsakendur sem komu að aldursákvörðun jarðarinnar ásamt mikilvægum mistökum þeirra og því sem á vantaði.

Jarðfræðilegur tími skilgreindur

Höfundur hugmyndarinnar um kvikuplánetu, eða kvikukreddunnar, var James Hutton sem einnig er ábyrgur fyrir falskenningunni um jarðfræðilegan tíma. Einn frægasti þróunarsinni allra tíma, Stephen Jay Gould, skildi klárlega að nútíma jarðfræði væri ekkert án ‚óratíma‘. Gould gaf James Hutton líflegan heiður:

Hann braut mörk tímans og kom þar með á fót mest auðkennandi og umbreyttasta framlagi jarðfræðinnar fyrir mannshugann – óratímann. (Stephen Jay Gould í The Man Who Found Time, James Hutton and the Discovery af the Earth´s Antiquity: Jack Repcheck, Perseus Publishing, 2003).

En hvað er óratími og hverjar voru hinar vísindalegar „sannanir“ á því að slíkur tími sé til? Í Bókinni The Man Who Found Time, James Hutton and the Discovery af the Earth´s Antiquity lesum við:

James Hutton, skoskur náttúruspekingur, horfðist djarflega í augu við þennan aldargamlan vísdóm. Í riti hans frá 1788 kynnti hann formlega sönnun á því að jörðin væri mun eldri en 6.000 ára. Reyndar var aldurinn óreiknanlegur – hann gæti verið hundruð milljónir ára eða milljarðar ára. Hutton dró ályktun sína um aldur jarðarinnar með byltingarkenndri kenningu sinni um jörðina, sem skilgreindi ofurhægfara ferli veðrunar og rofs, samofið hreyfingum jarðskorpunnar sem orsakast af miklum hita undir yfirborðinu. (The Man Who Found Time, James Hutton and the Discovery af the Earth´s Antiquity: Jack Repcheck, Perseus Publishing, 2003, bls. 4).

En hvernig sannaði Hutton í raun jarðfræðilegan tíma þegar kenningar hans voru byggðar á rangri jarðfræði? Er til raunveruleg og áþreifanleg sönnun í nútíma jarðfræði um milljónir ára veðrun og rof? Hvað með sönnunina um „mikinn hita undir yfirborðinu“ – hefur nútíma jarðfræði nokkurs staðar raunverulega sönnun fyrir þessu? Vísindin eiga enga sönnun fyrir hvorug þessara yfirlýsinga. Leyndardómarnir um Löss og rof í kaflanum um hringrás bergs eru bein empírísk sönnun sem hrekur milljónir ára langa veðrun sem Hutton talaði um. Kaflinn um kvikufalskenninguna kynnti vel skiljanleg vísindi sem sýndi að það er engin kvika inni í jörðinni.

Það er mikilvægt að vita að kenning Huttons um jarðfræðilegan tíma hafði í raun engan grundvöll þegar hann ímyndaði sér hann seint á 18. öld. Sumir vísindamenn trúa því að þrátt fyrir að Hutton skjátlaðist þegar hann gerði ráð fyrir veðrun og kviku, þá hafi nútíma tækni í dag sannað hugmyndir hans um jarðfræðilegan tíma. Þessi kafli mun hins vegar sýna að sú trú er einnig röng – nútíma tækni hefur alls ekki sannað óratíma vegna þess að aldurgreiningar sem gefa til kynna milljónir ára voru allar gerðar í skugga kvikukreddunnar og annarra rangra forsenda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og fimm?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband