"Hentuga skeiðklukkan"

Hinn vel þekkti þróunarsinni Richard Dawkins sagði eitt sinn sögu í bók sinni The Blind Watchmaker og notaði skeiðklukku til að sýna á myndrænan hátt hvernig steinar eru aldursákvarðaðir:

Nýlega hafa framfarir í eðlisfræði gefið okkur aðferðir til að setja algildan aldur, í milljónum ára, á steinum og á þeim steingervingum sem þeir innihalda. Þessar aðferðir eru háðar þeirri staðreynd að ákveðin geislavirk frumefni hrörna á nákvæmlega þekktan hátt. Það er líkt og að nákvæmar örsmáar skeiðklukkur hafa á hagkvæman hátt verið innbyggðar í steinunum. Sérhver skeiðklukka var sett af stað í því augnabliki sem hún var sett niður. Allt sem steingervingafræðingarnir þurfa að gera, er að grafa upp og lesa tímann af skífunni. (The Blind Watchmaker, Why the evidence of evolution reveals a universe without design: Richard Dawkins, W. W. Norton & Company, 1987, bls. 226).

Þessi dásamlega saga lætur mann trúa því að allt sem sérfræðingar í tímatalsfræði jarðarinnar þurfa að gera, er að einfaldlega taka upp stein, setja hann í töfrabúnað sem aldursákvarðar með geislavirkum efnum og þá bíp, prentast út aldurinn! Þó svo að Dawkins langar að við trúum því að þetta sé svo einfalt, þá sagði Dalrymple að allir aldrar steina séu háðir „einstaklingsbundnum úrskurði“ þess sem er að leita að aldrinum. Reyndar er engin skeiðklukka í steinum með stafræna tölustafi sem segir okkur hversu gamall steinninn er.

Dæmi Dawkins hefði getað verið í lagi ef skeiðklukkan hefði verið grafin aðeins í tvö þrjú ár, en ef hún væri grafin í nokkur þúsund ár (hvað þá milljónir eða milljarðar ára), þá myndi hún ryðga og detta í sundur – alveg eins og aðferðir nútíma vísinda um aldursákvörðun með geislavirkum efnum hafa gert.

Þrátt fyrir æ meiri tækniframfarir og aukna möguleika á nákvæmum mælingum á samsætum frumefna, þá mun hin ranga kenning um uppruna á samsætum frumefna halda áfram að gefa okkur ónákvæma og ranga aldra.

Eins og gildir um allar vísindalegar kenningar – ef forspár kenningarinnar geta ekki verið prófaðar, skoðaðar og metnar á endurtekin hátt, þá er hún ógild. Ef aldursákvörðun þarfnast samráðs við sérfræðing í tímatalsfræði jarðarinnar sem gerir sinn eigin „einstaklingsbundinn úrskurð“ um það hver aldurinn skal vera, þá getur ekki verið neitt raunverulegt traust á þeim aldri og maður gæti átt von á því að slík vinnubrögð aldursákvörðunar mæti efasemdum meðal almennings.

Mörg önnur dæmi, meðal annars aldursákvörðun á þekktu sögulegu hrauni, sýna hversu gölluð samlíking Dawkins með skeiðklukkunni í raun er.

Tilvitnun bls 54


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband