Sagnfræðilegar og nútíma vísindalegar aðferðir aldursákvarðana

Fyrir utan sagnfræðilegu aðferðir ákvarðana á aldri jarðarinnar, eru til sex svokallaðar vísindalegar aðferðir í töflunni yfir sögu aldursákvörðunar (sjá mynd hér að neðan): Sjávarmál, Hitastig, Eðlisfræði sporbrautar, Efnafræði sjávar, Rof og set og Geislavirkni. Í dag trúa flestir vísindamenn að fyrri rannsakendur hafi gert vel þegar þeir virtu hina skráðu sögu heimsins að vettugi og skiptu henni út fyrir nýjum aðferðum aldursákvarðana sem áttu að opinbera hinn „rétta“ aldur jarðarinnar. En í sumum tilfellum var sú trú misvísandi. Í þessum og öðrum köflum mun sýnt á óhrekjandi hátt að tuttugasta öldin færði okkur leiðandi nútíma vísindamenn sem voru sameinaðir í einni áætlun – að skipta út hina skráðu sögu heimsins með nýrri fræðilegri sögu.

10.3.6 History complete - án Mynd

Sögulegar heimildir um aldur jarðarinnar hafa ekki breyst mikið í gegnum árin, en hinar sex útbreiddu aðferðir sem nútíma vísindi notar til að meta aldur jarðarinnar, hafa allar gengist undir gífurlegar breytingar. Sérhver aðferð aldursákvörðunar var vel samþykkt á sínum mektardögum og eins var þeim öllum hafnað fljótt eftir að ný kenning tók við af henni gömlu. Í dag hafa allar gömlu aðferðirnar og aldrar verið hafnað af nútíma vísindum og eftir er aðeins nýjasta aðferðin og samsvarandi aldur hennar. Engin vísindagrein hefur nokkurn tímann náð þeim áfanga þar sem allt sem hægt er að vita um greinina hefur verið uppgötvað, en annað er þó hljóðið í sérfræðingum í tímatalsfræði jarðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Biblían er röng ... við vitum þetta, síðan getum við sjálf séð að vísindalegar ákvarðanir eru ekki réttar heldur. En þør eru samt sem áður, nákvæmari en biblían ... sem við vitum, samkvæmt eigin sagnfræði að er röng.

Örn Einar Hansen, 2.3.2019 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband