Framreikningur Mark Twains

Hinn vel þekkti rithöfundur, háðsádeiluhöfundur og skipstjóri fljótbáts, Mark Twain, hafði mjög gaman af að skrifa um Mississippi fljótið. Í bók hans Life on the Mississippi, dró hann upp mynd af getgátum nútíma vísinda um tíma:

Ef ég nú myndi vilja vera einn af þessu þunglamalegu vísindafólki, og blaðra til að sanna hvað hafi gerst fyrir löngu síðan með því sem gerðist á ákveðnum tíma fyrir stuttu síðan, eða hvað muni gerast langt í framtíðinni með því sem gerðist á síðustu árum, þvílíkt tækifæri það væri!

Jarðfræðin hafði aldrei slíkt tækifæri, né slíkar nákvæmar dagsetningar til að rökræða út frá! Né heldur ‚þróun tegunda‘! Ísaldir eru frábærir hlutir, en þeir eru óljósir – svo óljósir. Vinsamlegast takið eftir:

Á 176 ára tímabili hefur neðri hluti Mississippis styst um 389 km. Þetta eru smávægilegir 2 km á ári að meðaltali. Þess vegna getur hvaða spakur maður sem er, sem ekki er blindur eða fáviti, séð að á gamla sílúr tímabilinu fyrir einum milljón árum í nóvember, hafi neðri Mississippi verið tveimur milljónum kílómetrum lengri og stokkið yfir Mexíkóflóann líkt og veiðistöng. Og með sama hætti gæti hver sem er séð að eftir 742 ár mun Mississippi fljótið aðeins vera 2 km að lengd, og Cairo og New Orleans munu sameina götur sínar og fólk mun rölta rólega með einn borgarstjóra og eitt sameiginlegt borgarráð. Það er eitthvað heillandi við vísindi. Maður fær slíkan aragrúa af getgátum til baka út úr smávægilegu innleggi staðreynda. (Life on Mississippi: Mark Twain, upphaflega gefið úr af James R. Osgood & Co., 1883).

Með pælingum Mark Twains sjáum við að jarðfræðilegur tími er einfaldlega getgáta sem byggð er á smávægilegu innleggi staðreynda. Á virðulegri og fræðilegri máli mætti kalla þetta framreikning. Webster orðabókin útskýrir framreikning sem „ákvörðun (óþekktrar stærðar) út frá einhverju sem er þekkt; getgáta.“ (Webster´s Universal College Dictionary: Random House, Inc., 1977, bls. 284).

Framreikningur getur verið gagnlegur í stærðfræði og tölvulíkönum en hann ætti aldrei að vera notaður til þess að skilgreina breiðar hugmyndir í náttúrunni eins og jarðfræðilegan tímakvarða. En það er nákvæmlega það sem nútíma vísindi hafa gert – að álykta að jarðfræðilegur tími sé ‚þekktur‘ út frá óþekktum hlutum, sem þýðir ekkert annað en það sem orðabókin segir að það sé – getgáta.

Mark Twain  PSD large


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband