Bylting Huttons
18.1.2019 | 12:11
Það sem Hutton klárlega gerði er að hann hóf vitsmunalega byltingu sem innihélt jarðfræðilegan tíma, nútíma jarðfræði og þróunarlíffræði:
Einhvern tímann á árinu 1784 var formlegt boð sent til Hutton, þar sem hann átti að kynna almenningi tvær lexíur um kenningu sína um jörðina. Þetta mikils virta boð neyddi Hutton til að setja saman vinnuna og hugmyndirnar sem hann hafði haft síðastliðin rúm þrjátíu ár. Og það kveikti síðar á vitsmunalegri byltingu sem svo leiddi til nútíma jarðfræði, þróunarlíffræði og skilning á réttum aldri jarðarinnar. (The Man Who Found Time, James Hutton and the Discovery af the Earth´s Antiquity: Jack Repcheck, Perseus Publishing, 2003, bls. 143).
Einmitt þessi mikilvæga yfirlýsing að bylting Huttons hóf jarðfræði og líffræði eins og við þekkjum þau í dag ætti að opna augu okkar í öllum þessum kafla og í hinum næsta sem fjallar um þróunarfalskenninguna. Ef bylting hóf þessar vísindagreinar, þá þarf byltingu til að breyta þeim, umræðuefni sem fjallað verður um síðar.
Hutton féll í sömu gildru og Einstein og Darwin féllu í síðar. Hutton og Darwin stunduðu báðir umfangsmiklar rannsóknir á náttúrunni, en ekki er hægt að segja það sama um Einstein. Engu að síður klikkuðu allir þrír í því mikilvægu hlutverki að vera tilraunakenndir vísindamenn. Að einfaldlega að ímynda sér kenningu eða rannsaka eitthvað uppfyllir ekki kröfurnar á alhliða vísindaaðferðunum. Vísindamenn verða að geta spáð og síðan vinna að því að ákvarða hvort slíkar spár muni gerast. Ef vísindamaður keppist ekki eftir því að búa til spár á virkan hátt og stundar ekki tilraunastarfsemi til að sannprófa kenningarnar, þá er í raun mjög lítil vísindi stunduð. Þetta er ástæðan fyrir því að allir þessir þrír nútíma vísindamenn misfórust. Eigið viðhorf Huttons gagnvart tilraunum var fálátt:
Ungi aðalsmaðurinn [James Hall] var efnilegur efnafræðingur og snemma upp úr 1790 spurði hann Hutton hvort hann gæti framkvæmt nokkrar tilraunir á basalti. Af einhverjum óljósum ástæðum fannst Hutton að hvers konar slíkar tilraunir myndu vera árangurslausar og hvatti Hall til spara sér ómakið. (The Man Who Found Time, James Hutton and the Discovery af the Earth´s Antiquity: Jack Repcheck, Perseus Publishing, 2003, bls. 170).
Ef Hutton hefði framkvæmt einfalda tilraun með því að bræða basalt, hefði honum orðið ljóst að kenning hans um uppruna basalts sé vafasöm. Ef nútíma jarðfræðingur myndi framkvæma tilraunina í dag, myndu hann vita að basaltsetlög sem finnast á yfirborði meginlandanna gætu ekki hafa komið úr eldfjöllum á þurrlendi, heldur mynduðust öllu heldur undir djúpum sjó fyrir ekki svo löngu síðan. En það myndi hins vegar ekki passa vel inn í falskenninguna um jarðfræðilegan tíma.
Falskenningin um jarðfræðilegan tíma er sýnd í myndinni hér að ofan. Dálkurinn til hægri sýnir tímann í milljón árum. Þessa töflu eða einhverja álíka henni er hægt að finna í öllum nútíma jarðfræðibókum og hún er kennd eins og um staðreyndir væru að ræða sem er ástæðan fyrir því að hún er köllum falskenning hér í UM.
Nemendur eiga oft í vandræðum með að læra utan að öll þessi skrýtnu nöfn sem standa fyrir ákveðin tímabil eða tíma, en þau byggja á röngum jarðfræðilegum forsendum sem gerðar voru löngu áður en nútíma kenningar um aldursákvörðun og samsvarandi tækni voru aðgengilegar. Í köflum 5-8 er fjallað um að til viðbótar við kreddukvikuna og falskenningunni um veðrun og rof á löngu tímabili, þá hafa kenningarnar um sístöðu, landris og niðurstreymi fleka allar verið grundvallaðar á röngum jarðfræðilegum forsendum og að jarðfræðingar hafa aldrei í raun sannað tilvist þeirra. Reyndar styðjast nú margir rannsakendur sem vitnað hefur verið í í síðustu köflum, við nýjar tæknilegar og jarðfræðilegar vísbendingar til að draga í efa og jafnvel fordæma sumar kenningar í nútíma jarðvísindum. Slíkir víðsýnir rannsakendur eru að leita að nýjum líkönum sem myndu binda endi á rétttrúnað í gömlum jarðfræðikenningum.
Í einni nútíma kennslubók í jarðfræði getum við lesið um það hvers vegna James Hutton fann upp á jarðfræðilegan tíma:
Að vinna með þessum nýja jarðfræðilegum tímakvarða þurftu jarðfræðingar að breyta um hugsunarhátt um jörðina. Þetta ferli nýrrar gerðar hugmyndavinnu var stjórnað af James Hutton síðla á átjándu öld og á í nítjándu öld var það Charles Lyell, höfundur einna af fyrstu og áhrifamestu jarðfræðibókum (Principles of Geology). Með því að fylgja í fótspor þessara tveggja fræðimanna, komust jarðfræðingar að þeirri þekkingu að plánetan var ekki mynduð með röð náttúruhamfara á nokkur þúsund árum eins og margir trúðu, einkum þeir sem viðurkenndu fyrsta kapítulann í fyrstu Mósebók sem bókstaflega frásögn um sköpun jarðarinnar. Öllu heldur var jörðin afrakstur venjulegra jarðfræðilegra ferla sem stóðu stöðugt yfir á miklu lengri tímabilum. (Understanding Earth: Frank Press, Raymond Siever, W.H. Freeman and Company, 1998, bls. 228).
Enn og aftur, við munum koma fram með greinileg gögn sem sýna að Hutton, Lyell og nútíma jarðfræði hafi aldrei sannað að jarðfræðilegur tímakvarði sé raunverulegur. Öllu heldur, eins og við munum brátt sjá, höfðu jarðfræðingar sem komust að þeirri þekkingu stefnumið: að vera á móti öllu í fyrstu Mósebók hvort sem frásögnin sé sönn eða ekki.
Óratími var fundin upp til að leysa skráða mannkynssöguna af hólmi, umræða sem tekin verður upp síðar. Hvorki Hutton né Lyell, né fyrri nútíma jarðfræðingar, gátu litið inn í framtíðina þar sem hamfarir á borð við sprengingu St. Helen fjallsins, skjálftaflóðbylgjur og jarðskjálftar myndu gersamlega breyta þann hátt sem jarðfræðin lítur á setlög myndast með tímanum. Ímyndaða sístöðukenning Huttons er smám saman að deyja út, jafnvel innan jarðfræðisamfélagsins. Þrátt fyrir þetta reyna enn margar nútíma jarðfræðibækur að halda fast í þessa villu, og sporna við flóði sannleikans, með því að halda lífi í þeirri meginreglu sem gjörvöll nútíma jarðfræði var byggð á:
Einnig innbyggt í hugsunarhætti Huttons og sem sett var kröftuglega fram í kennslubók Lyells, var sístöðuhyggjan sem, eins og kom fram í kafla 1, segir að ferli sem við sjáum móta jörðina í dag eru þau sömu og hafa verið að verki í gjörvallri sögu jarðarinnar. (Understanding Earth: Frank Press, Raymond Siever, W.H. Freeman and Company, 1998, bls. 228).
Jarðfræðilegur tími á rætur sínar að rekja í sístöðuhyggjunni og sú tilhæfulausa hugmynd er í vaxandi mæli hrakin af nútíma jarðfræði.
Meginflokkur: Bindi II - Kafli 10 | Aukaflokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning