Vísbending vatnsinnlyksunar

Það kemur ekki á óvart að flestir hafa aldrei heyrt orðið ‚vatnsinnlyksur‘ (e. enhydro). Hins vegar kemur á óvart að margir framhaldsnemar og prófessorar í jarðfræði vita heldur ekki hvað vatnsinnlyksur eru. Þó svo að orðið sé ekki skráð í venjulegri orðabók, þá er það skilgreint í Glossary of Geology og er þekkt meðal steinunnenda. Þekkingin á þessum einstökum gimsteinum og mikilvægi þeirra er um það bil að breytast.

Enhydro Evidence Diagram PSD

Í ofangreindri mynd sjást nokkrar vatnsinnlyksur. Vatnsinnlyksa er steinn sem inniheldur sjáanlegt vatn (stundum jafnvel töluvert magn af því) og loftbólu. Sumir steinar hafa fleiri vatnshólf, hvert þeirra með eigin loftbólu. Oft hreyfast loftbólurnar til og frá þegar steininum er snúið og velt. Næsta mynd hér að neðan sýnir hvernig loftbóla sem er innilokuð í kvars kristalli hreyfist og breytir um form þegar steininum er snúið.

7.4.4

Á árunum þar sem UM var í mótun, voru áhugasömu fólki sýndar vatnsinnlyksur og næstum því allir brugðust eins við. Þegar það meðhöndlaði vatnsinnlyksurnar með greinilegri loftbólu á hreyfingu, vakti það sem fyrstu viðbrögð mikla furðu. Það hafði aldrei séð slíkan stein fyrr og varð hann strax athyglisverður og þarfnaðist útskýringa. Þegar það gerði sér grein fyrir því að um var að ræða innilokað vatn í steininum, breyttist undrunin í skilningsleysi.

Vegna þess að rangar kenningar um myndun bergs voru kenndar í skólum og vegna dægurmenningar sem sýnir heita og bráðnaða jörð, er uppgötvun vatns innan í steini það síðasta sem maður myndi búast við. Það er sannkölluð hliðrun á viðmiðunarramma þegar við skoðum slíkan stein í fyrsta skipti. Þetta leiðir náttúrulega til þeirrar grundvallar spurninga:

Tilvitnun bls 258

Svarið er nokkuð einfalt. Þegar kristalvöxtur gengur hratt fyrir sig, myndast vaxtarframskot og loka eitthvað af vökva-gasinu og uppleysiefninu inni sem steindin óx í. Í hvaða vökva-gasi vaxa kristallar? Það gerist í vatni. Þú getur reyndar búið þér til eigin ís-vatnsinnlyksu í frystihólfi, ef hægt er að frjósa vatnið nægilega hratt. Næsta mynd hér að neðan er dæmi um hvernig ís-vatnsinnlyksa lítur út. Að sjálfsögðu ætti ekki að vera uppi neinn vafi um það hvernig vatnið lokaðist inni í klakanum. Bólan er augljós vegna þess að vatnið var ekki algerlega frosið. Tilvist vatns innan í þessum kristöllum staðfestir klárlega að vatnsumhverfi var til staðar þegar klakinn fraus. Á sama hátt segja vatnsinnlyksaðar steindir okkur frá þeim steinefnalausnum sem vatnsinnlyksurnar uxu í.

Ice Cube Enhydro PSD

Til að skilja hvernig kristallar geta vaxið í mettuðu steinefnaríku vatni sem síðan leysast ekki auðveldlega upp í náttúrulegu vatni, er spurning um skilning á því hvernig þrýstingur og hitastig breyta mettunargetu lausnarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband