Falsvísindin um vatnsinnlyksur

Sumir rannsakendur hafa varpað fram þá hugmynd að vatnsinnlyksur hafi myndast þegar grunnvatn seytlast inn í opin holrými á steinum. Til dæmis:

Hugtakið vatnsinnlyksa vísar í vatnsfylltar holufyllingar. Þar sem holufyllingar myndast með steinefnaríku vatni sem síast inn í holrými, þá er það ekki óalgengt að sjá vaxtarferlið enn í gangi. (Oddities of the Mineral World, William B. Sanborn, Van Nostrand Reinhold Co., 1976, bls. 51).

Munum að í kaflanum um kvars leyndardóminn (undirkafli 6.4 í falskenningunni um hringrás bergs) voru yfirlýsingar jarðfræðinga sem rannsaka holufyllingar, þess efnis að þær staðfestu klárlega að jafnvel þó að nokkrar kenningar hafa verið lagðar fram, þá „virðist engin vera algerlega fullnægjandi til að útskýra öll einkenni holufyllinga.“ Þeir hafa ekki útskýrt á fullnægjandi hátt myndun holufyllinga og þeir gátu vissulega ekki útskýrt hvernig vatn komst inn í holufyllinguna. Kenningin, eða réttara sagt falsvísindin, að steinefnaríkt vatn síaðist inn í holrými til að skapa holufyllingu hefur aldrei sést gerast, né mun það nokkurn tímann. Hvers vegna ekki? Kvars kristallar sem eru stærri en nokkrir millimetrar myndast ekki í steinefnaríku vatni með lágum þrýstingi og í stofuhita.

Vatnsinnlyksur geta glatað vatninu sínu þegar þær eru teknar úr náttúrulegu umhverfi sínu og verða fyrir kulda, miklum hita eða eru skemmdar. Hins vegar glata margar ekki vatninu sínu. Ef sýnishorn eru með þykka veggi, geta þau þolað einhverjar breytingar á þrýstingi og hitastigi.  Mörg hafa verið í eigu safnara í áratugi án þess að glata vatninu sínu. Þau bera vott um hversu þéttar vatnsinnlyksur geta verið. Enn fremur geta leysiefni og önnur efni sem hafa varðveist innan í vatnsinnlyksunni sagt okkur heilmikið um það vatnsumhverfi sem kristalholufyllingarnar uxu í. Þessi vísbending sýnir ótvírætt að þessir steinkristallar uxu í vatni en urðu ekki til vegna storknunar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband