Falskenningin um útfellingu vegna uppgufunar

Hvaða áhrif hefur skortur á réttri skilgreiningu á útfellingu haft á vísindin? Eins og greint hefur verið frá, er hin rétta og algera skilgreining á útfellingu ekki kennd í náttúruvísindum í skólum, enda er nemendum kennt að útfelling gerist aðeins í efnahvörfum. Hins vegar á hún sér einnig stað við breytingu í hitastigi eða í þrýstingi. Þessi nánari skýring opnar algerlega ný tækifæri til uppgötvunar. Þegar við búum yfir þessari þekkingu, er hægt að meta og skilja betur nýja tækni og náttúruleg ferli.

Eitt náttúrulegt ferli útfellingar sem við öll könnumst við er uppgufun. Þegar saltlausn gufar upp, fellur saltið úr lausninni og skilur eftir sig kristallaðan massa sem kallaður er útfelling vegna uppgufunar. Þetta er það ferli sem haldið er fram að sé ábyrgt fyrir myndun á mörgum námum sem eiga að hafa myndast í náttúrunni á löngum tíma, t.d. saltnámur. Við lesum um þetta ferli í Wikipedia:

Þó svo að öll vötn á yfirborði og í veitum jarðar innihalda uppleyst salt, þá þarf vatnið að gufa upp í lofthjúpinn til þess að steindirnar geti fallið út. (Wikipedia).

Er þessi yfirlýsing rétt? Er uppgufun eina leiðin fyrir sölt til að falla út sem steindir? Ekki samkvæmt Jarðfræðisamfélagi Ameríku (sjá fyrri tilvitnun). Í kaflanum um falskenninguna um hringrás bergs var vitnað í yfirlýsingar frá saltvísindamönnum sem sýndu að hinn raunverulegi uppruni salts er ekki til staðar í jarðfræði í dag. Enn fremur voru margar vísindalegar sannanir gefnar í kaflanum um hringrás bergs, sem sýndu að „lang stærsta jarðfræðilega set ‚útfellinga vegna uppgufunar‘ er alls ekki vegna uppgufunar“. Hvað er þá ferlið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband