Tengsl á milli jarðskjálfta og hrauns

Svörum fyrst spurningunni „Hvað fylgir hraungosum alls staðar í heiminum?“

Í síðast liðnum október [2002] flúðu í kringum 1.000 Ítalir heimili sín eftir að Etna, fræga eldfjallið á Sikiley vaknaði til lífsins. Fljúgandi glóandi hraunmolar skutust rúma 500 metra upp í loftið og hraun flæddi hratt niður hlíðarnar norðaustan og sunnan megin. Gosinu fylgdi hundruðir jarðskjálftar sem mældust í allt að 4,3 á Richter kvarðanum. (Mount Etna´s Ferocious Future, Tom Pfeiffer, Scientific American, apríl 2003, bls. 60).

Þar sem eldgos eiga sér stað, þar eru jarðskjálftar en geta rannsakendur, þrátt fyrir yfirlýsingar USGS um að vísindamenn trúa því að flestir jarðskjálftar orsakast af „hægfara hreyfingum [kviku] innan í jörðinni“, sýnt að ‚fræðileg kvika‘ er orsök jarðskjálftanna? Þegar jarðskjálfti á sér stað, vitum við oft af honum bara vegna jarðskjálftamæla sem safna gögnum. Það sem mælarnir raunverulega mæla eru titringar, eða ‚hljóð‘, en rannsakendur hafa sagt:

Rannsóknir á jarðskjálftum hafa sýnt að stígandi kvika framleiðir örlítið hljóð og virðist hreyfast nokkuð greiðlega, án þess að verða fyrir meiri háttar hindrunum. (Mount Etna´s Ferocious Future, Tom Pfeiffer, Scientific American, apríl 2003, bls. 63).

Annars vegar eru hægfara hreyfingar kviku innan í jörðinni sögð vera orsök jarðskjálfta en hins vegar framleiðir stígandi kvika lítið hljóð og hreyfist nógu greiðlega að jarðskjálftamælar nemi hana ekki, e.t.v. að mjög litlu leyti. Þetta er þýðingarmikil en þó mótsagnarkennd yfirlýsing, sérstaklega þegar við könnum, hvor kom á undan eins og skráð var í eftirfarandi lýsingu á eldgosi í Mauna Loa á Havaí:

Eftir gos í fjallshlíðinni 1935 fylgdi rúm fjögurra ára hvíld. En árið 1939 og í byrjun árs 1940 bentu æ fleiri jarðskjálftar að þögli tíminn væri senn á enda. Klukkan 23:00 þann 7. apríl 1940 hófust gosskjálftar sem mældust á jarðskjálftamælum við eldfjallaathugunarstöðinni og kl. 23:30 sá fólkið í Kona appelsínugula bjarma goss á fjallstoppnum. (Volcanoes in the Sea, the Geology of Hawaii, Gordon A. Macdonald og Agatin T. Abbott, University of Hawaii Press, 1970, bls. 57).

Jarðskjálftar Mauna Loa gefa skýr dæmi um að jarðskjálftar eru undanfarar eldgosa. En eitt stakt dæmi svarar ekki jarðskjálfta-hraun spurningunni:

Orsakar kvika jarðskjálftum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband