Valda jarðskjálftar eldsumbrotum?

Samkvæmt flestum vísindamönnum er „innri hitinn“ sem settur er í samband við kviku orsök jarðskjálfta. Frá heimasíðu USGS (Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna) gátum við (ekki lengur tiltæk) lesið svarið við eftirfarandi spurningu:

Sp: Valda jarðskjálftar eldgosum?

Sv: Nei, það eru mismunandi ferli í jörðinni ábyrg fyrir eldgosum. Jarðskjálftar geta komið fyrir á svæði fyrir og eftir eldgos en einnig á meðan á því stendur, en þeir eru afleiðingar virkra krafta tengda eldgosum, en eru ekki orsök eldsumbrota.

Jarðskjálftar eru oft tengdir eldgosum, en eldfjallafræðingar álíta þá vera tákn um yfirvofandi eldsumbrot í virkum sem og í óvirkum eldfjöllum. Þó svo að nærri öll eldfjöll og hraunflæði eru tengd aragrúa af jarðskjálftum þegar þau eru virk, þá nær skyndileg skjálftavirkni í dvalandi eldfjöllum athygli vísindamanna og veldur hún viðvörun í nærliggjandi héruðum. Engu að síður hafa vísindamenn almennt ekki trúað því að jarðskjálftar valda eldsumbrotum.

Hvað telja vísindamenn að valdi eldgosum?

Frá sömu heimasíðu USGS svara vísindamenn þessari spurningu þannig:

Jarðvísindamenn trúa því að flestir jarðskjálftar eru orsakaðir að hægfara hreyfingum innan í jörðinni sem ýtir á móti stökkri og tiltölulega þunnri ytri skorpunni, sem veldur skyndilegu broti í bergi.

Vísindamenn „trúa“ að hægfara hreyfingar innan í jörðinni eru orsakaðar af hreyfingum flekanna:

Flekakenningin er útgangspunktur skilnings okkar á kröftum innan í jörðinni sem valda jarðskjálftum.

Flekakenningin segir að jarðskorpuhreyfing sé til vegna uppstreymis kviku, sem er ein hlið kvikuplánetulíkansins. Flekahreyfingar er mikilvægt viðfangsefni og munum við koma nánar að því síðar, en fyrst höldum við áfram að rannsaka hvernig jarðskjálftar og hraun eru tengd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband