Vísbendingin um mjóa hæðarhryggi

Ef hæðir myndast með jarðföllum og vaskjávarma, getum við átt von á að hæðir myndast oft mjóar í laginu vegna þess að jarðskjálftar koma fyrst og fremst fyrir á ílöngum sprungusvæðum. Þar sem margar sprungur eru reyndar samsíða fjallgörðum, virðast hæðirnar sjálfar vera eins og „hæðarhryggir“ í laginu. Í grein frá 2005 undir heitinu Weather‘s Highs and Lows: Part 1 The High (sjá hér), útskýrir Keith C Heidorn einmitt slíkt fyrirbæri:

Ef formið er skoðað, eru flestar hæðir almennt sporöskjulaga og oft stórar og flatmaga. En þegar þær víxlverka við aðra loftmassa og önnur svæði, og eru aflagaðar af kröftum í háloftunum, verða hæðirnar oft langar og mjóar í laginu. Þegar þær eru teiknaðar á veðurkortum, líkjast þessar ílangar þrýstilínur fjallgarða á landakortum. Veðurfræðingar vísa þess vegna í þær sem hæðarhryggi eða einfaldlega hryggi.

Þessi athugun útvegar þýðingamikið stykki úr púsluspili hæða. Háþrýstisvæði eru „flestar almennt sporöskjulaga“ og eru „langar og mjóar“. Þetta er í samræmi við virk og mjó jarðskjálftasvæði sem búast má við að mynda háþrýstikerfi. Þetta er enn ein vísbending um vaskjávarma uppruna á háþrýstisvæðum og það sýnir einnig að háþrýstikerfi eru ekki veðurkerfi sem myndast af handahófi með ‚þyngd loftsúlu‘. Eins og við sjáum hér, og í næstu færslum, þá eru hæðir í eðli sínu lotubundnar sem myndast oft á sömu slóðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband