Að uppgötva og staðfesta uppruna veðurs

Walter A. Lyons lýsir viðhorfinu sem gegnsýrir sumar vísindagreinar í bók sinni The Handy Weather Answer Book (1997):

Það gæti virst þannig að allt sem hægt er að uppgötva í vísindum hefur verið uppgötvað. Það tilkall hefur oft verið gert á síðustu öld af nokkrum af hrokafyllri hluta vísindasamfélagsins. Loftslagsvísindamenn eru almennt auðmýkri – við vitum fyrir víst að það er margt sem við einfaldlega ekki skiljum um hina flóknu gagnvirkni andrúmsloftsins við yfirborð jarðarinnar og við hinn ekki-svo-tóma geim sem umlykur plánetuna okkar. Á meðan svo veigamiklar framfarir hafa verið gerðar, þá er til stór heimur uppgötvunar sem enn bíður hina forvitnu.

Það virðist vera að Lyon og aðrir loftslagsvísindamenn eru fálátari í að lýsa yfir kenningum sínum sem staðreyndir en aðrir vísindamenn í öðrum greinum – hvers vegna?

Loftslagsvísindamenn eru varkárari í að lýsa yfir kenningum sínum sem staðreyndir en aðrir vísindamenn í öðrum greinum, vegna þess að þeir vita að almenningur getur auðveldlega prófað kenningar þeirra.

Hvernig prófar almenningur falskenninguna um miklahvell, eða kviku-falskenninguna, jarðfræðilegan tíma eða þróunar-falskenninguna? Jafnvel vísindamenn sjálfir eiga erfitt með að koma með beinar sannanir fyrir kenningunum. Ef til vill eru loftslagsvísindamenn settir á hærri ábyrgðarskyldu en á öðrum sviðum náttúruvísinda vegna þess að það sem þeir segja, er oft sannað eða afsannað eftir tiltölulegan stutta orðræðu, á meðan aðrar vísindagreinar eru svo ruglandi eða erfiðar að meðal manneskja snýr sér bara undan. Einn leiðtogi nútíma vísinda fór svo langt að segja:

Fólk almennt finnst vísindin vera andstyggileg og virðist óttast þau. (Lipps)

Nútíma vísindi þarf að breyta þessu viðhorfi, hversu erfitt sem það kann að reynast. Ótal mörg samfélög nútíma vísinda harma skortinn á ungum og nýjum vísindamönnum og hugsa um hvað sé hægt að gera til að hvetja fleira ungt fólk til að tileinka sér vísindi. Hvernig geta vísindi nokkurn tímann vænst þess að endurheimta traust án ábyrgðarskyldu? Það er ekki til alhliða vísindaleg aðferð til að prófa og mæla nýjar vísindalegar uppgötvanir og frá sjónarmiði almennings geta vísindamenn sjálfir ekki verið sammála um sumt af grundvallaratriðum í vísindum – eins og hnattræna hlýnun, mál sem er fullt blekkingar og undirferlis.

Einn af tilgangum UM er að færa ábyrgðarskyldu og starfsrækslu inn í hin gölluðu vísindi og endurreisa traust almennings. Þessu verður náð með því að endurreisa sannleika í vísindum, þar sem tilgangurinn er að uppgötva ný náttúrulögmál í staðinn fyrir endalausar kenningar.

Lyons sagði að það væri „stór heimur uppgötvunar sem enn bíður hina forvitnu.“ Með því að útskýra uppruna veðurs, mun Veðurlíkanið opna nýjan heim veðurfræðilegra uppgötvana fyrir alla þá sem eru forvitnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband