Vísbending sneiðmyndar
19.10.2017 | 15:27
Hin óumdeilanlega sönnun kviku-falskenningarinnar (sjá hér) var vísbending frá jarðskjálftasneiðmyndum. Hljóðbylgjur hjálpa vísindamönnum að þekkja eiginleika og tengsl milli vökva og föstu efni í möttli jarðar. Vísbending sneiðmyndar færir alls ekki rök fyrir kvikumöttli. Ein ástæða er sú að kvika bráðið berg í vökvaformi hreyfist væntanlega með uppstreymi og kvikustrókum. Hins vegar sýna jarðskjálftamælingar að meginhluti möttulsins er ekki vökvi:
Jarðskjálfta- og berfræðilegar mælingar sýna að meginhluti möttulsins er úr kristölluðu föstu efni. (The Earths mantle, Composition, Structure, and Evolution, ritstýrt af Ian Jackson, Australian National University, Cambridge University Press, 1998, bls. 193).
Þessi greinilegi ágreiningur á milli athugana og falskenningar hefur gersamlega vikið fyrir þeim mörgum frávikum sem áfram haldast leyndardómur í nútíma jarðfræði, en getur verið útskýrt með vatnsplánetulíkaninu. Það eru mörg svæði í möttlinum sem ekki eru úr föstu efni og eru einfaldlega vatn.
Fyrir mörgum árum sýndu jarðskjálftabylgjur úr jarðskjálftum að nokkrir hlutar úr miðju jarðarinnar væri vökvi. Ákveðnar bylgjur svokallaðar P-bylgjur ferðast bæði í gegnum vökva og fast efni á meðan aðrar S-bylgjur ferðast ekki í gegnum vökva. Þegar fræðimenn sáu að ákveðnar jarðskjálftabylgjur færu ekki í gegnum ytri kjarnann, þá vissu þeir að hann var í vökvaformi þeir vissu bara ekki úr hvers konar vökva efnið var. Bylgjuhraði og aðrir eiginleikar hafa gert það mögulegt að átta sig meira á eðli vökvans djúpt í jörðinni. Spurningar eins og seigja vökvans gætu verið svarað. Vísindamenn sem skrifuðu í Journal of Science gerðu þennan samanburð um vökvaform ytri kjarna jarðarinnar:
Seigja vökvans í ytri kjarnanum er sambærileg seigju vatns. (Earths Core and the Geodynamo, Bruce A. Buffett, Science, Vol. 288, 16. júní 2000, bls. 2007).
Svarið virðist svo auðvelt þegar við hugsum um þau fleiri þúsund rúmkílómetra af náttúrulegum vökva sem fyrirfinnst og sem við sjáum á jörðunni.
Meginflokkur: Bindi I - Kafli 7 | Aukaflokkur: Vísindi og fræði | Breytt 24.1.2018 kl. 15:19 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.