Meira um stuðlaberg

Áður hef ég skrifað stuttlega um stuðlaberg, sjá hér.

Hér eru nokkur stuðlaberg sem ég heimsótti á ferð minni í gær.

20293062_10212225459784931_5878531476433392413_n

Byrjum á þessu skilti sem stendur við Dverghamra. Í textanum er ekki greint frá því hvernig stuðlarnir myndast, bara þeir myndast, sem er svo sem sanngjarnt. Málið er að það hafa aldrei myndast stuðlar á sögulegum tíma. Við tölum um að eldgos á Íslandi eiga sér stað á um það bil fjögurra ára fresti en aldrei myndast stuðlaberg við eldgos í dag. Hvers vegna ætli það sé? Ef myndun slíkra stuðla er eins einfalt og myndin sýnir, þá ættum við að geta fylgst með myndun þeirra í dag en svo er ekki raunin. Hvers vegna ekki?

20476088_10212225460264943_170700720528736196_n

Hér er ein nærmynd en hér má sjá "pönnukökuáhrifin" sem stundum sjást. Súlurnar (stuðlarnir) myndast greinilega í sirka 2 cm þykkt í einu. Þessi áhrif má einnig sjá á eyju í Breiðafirði þar sem meiri láréttur munur er sjáanlegur. Breiðfirðingar tala um pönnukökustafla.

20294534_10212225460664953_4467547482491014610_n

Hinn fagri Foss á Síðu sést hér í bakgrunni. En hvar er nú áin sem talað var um í textanum á skiltinu? Hér eru bara tveir stuðlabergsklettar, einir og yfirgefnir.

20374499_10212225460904959_6459766749477630652_n

Staðið uppi á öðrum klettinum, þeim vinstra megin frá síðustu mynd. Hvar er hraunið? Á skiltinu er talað um að hraun hafi runnið í grunnan dal en hvar er það? Það ætti að vera í sömu hæð og hæð klettanna. Hvers vegna sést ekki hraunið? Vegna þess að það var aldrei neitt hraun! Stuðlaberg myndast ekki eins og lýst er á skiltinu.

20375790_10212225461104964_2279602388621465634_n

Víða sést stuðlaberg ná langt upp í fjallstopp eins og hér við Reynisfjöru. Þetta er nokkuð hár "grunnur dalur" samkvæmt skiltinu.

20375701_10212225461504974_4798469136939671230_n

Ástæðan fyrir því að stuðlaberg myndast ekki í dag er að þeir mynduðust í mestu náttúruhamförum veraldarinnar, í umhverfi vatns, hita og mikils þrýstings. Slíkar stórfenglegar aðstæður fyrirfinnast ekki í náttúrunni í dag. Myndun steina og steinda er nú orðið þekkt og hafa menn sýnt með tilraunum og með tilheyrandi "uppskrift" að hægt sé að búa þá/þær til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband