Hnattræn kólnun var aldrei manngerð

Umræðunni um hnattræna hlýnun er ekki lokið án þess að þekkja söguna um hnattræna kólnun. Hnattræn kólnun er ekki umræðuefni sem hrakspámenn hnattrænnar hlýnunar kæra sig um að ræða um í dag, en líkt og í tilvikinu um ósongatið, þá er hér lexía sem hægt er að læra og erum við dæmd til að endurtaka söguna ef við lærum ekki af henni.

Frá um 1940 og inn í 8. áratug síðustu aldar varð jörðin fyrir tímabili hnattrænnar kólnunar, sem margir rannsakendur síns tíma töldu vera vísir á að jörðin væri á leiðinni í næstu ‚ísöld‘. Hrakspámenn kólnunar þjáðust af sömu meini og stuðningsmenn hlýnunar þjást af í dag. Þegar allt kemur til alls, hefur nútíma loftslagsfræði sannað að þau hafa ekki vísindalegt bolmagn til að spá fyrir um skammtíma veðurmynstur á áhrifaríkan hátt, hvað þá langtíma veðurmynstur, þannig að hvernig geta þau þá spáð um upphaf stefnumarkandi hlýnunar eða kólnunar?

Nútíma rannsakendur eru algerlega meðvitaðir um þetta, eins og lýst er með þessu sjónarmiði í grein um hnattræna loftslagsbreytingu í Science American frá 2005:

Hluti af þeirri ástæðu hvers vegna stjórnvöld áttu erfitt með að styðja upphaflegu spárnar um  hnattræna hlýnun upp úr 1980, var að fjöldi vísindamanna höfðu eytt áratugnum á undan í að segja öllum nánast nákvæmlega hið gagnstæða – að ísöld væri í vændum. (How Did Humans First Alter Global Climate?, William F. Ruddiman, Scientific American, mars 2005, bls. 53).

Hnattræn kólnun var talin vera manngerð fyrir aðeins nokkrum áratugum síðan, og nú er ætlast til að treyst sé á sömu vísindi sem á að hafa sannað að hnattræn hlýnun sé einnig manngerð – hvar er röksemdin? Hið raunverulega umræðuefni er ekki hnattræn hlýnun eða hnattræn kólnun, heldur er það langtíma veðurlotur og breytingar á hitastigi. Þessar breytingar hafa verið viðvarandi í gegnum alla líftíð jarðarinnar. Spurningin er hvort mannkynið hefur þýðingamikil áhrif á framvindu hlýnunar með bruna á jarðefnaeldsneyti eða með ‚þátttöku kolefnis‘ á annan hátt. Þessi undirkafli rannsakar nokkrar raðir vísbendinga sem sýna að hnattræn hlýnun og hnattræn kólnum eru náttúrulegir og lotubundnir viðburðir, og að mannlegi þátturinn hafi engin umtalsverð áhrif.

Vonandi munu vísbendingarnar úr veðurlíkaninu varðandi uppruna veðurs, El Niño, La Niña, fellibylji, jarðskjálftaský og skara annarra veðurfyrirbrigða valda hliðrun á umræðunni um hnattræna hlýnun og kólnun. Hinn sanni uppruni þessa veðurskilyrða myndu haldast áfram óútskýrðir án skilnings á að kvikufalskenningin sé röng og án uppgötvunar á vatnsplánetulíkaninu sem jarðsviðslíkanið og veðurlíkanið byggist á.

Margir vísindamenn vita að langtíma veður jarðarinnar inniheldur sveiflur í hækkandi og lækkandi hitastigi á hnattræna vísu, þó svo að ekkert gangvirki sem veldur þeim hafa verið uppgötvuð af þeim. Gagnvirki veðurlíkansins gerir grein fyrir aðra hitauppsprettu, fyrir utan sólina, sem knýr vaskjávarma í jarðskorpunni, en áhrif þess gegna mikilvægu hlutverki í breytingum á hitastigi.


Bloggfærslur 30. desember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband