Bindi II og Aldurslíkanið

Vol-2-Book-front2

Nú styttist í útgáfu á Universal Model, Bindis II. Eins og sjá má, prýðir sjálfur Seljalandsfoss sem forsíðumynd utan á kápunni. Á meðan Bindi I heitir Jarðarkerfið, þá nefnist þetta nýja bindi Lífkerfið. Þar halda kaflanúmerin áfram frá fyrsta bindinu og hefst þá nýja bókin á kafla 10. Hér að neðan er kynning á þessum 10. kafla sem nefnist Aldurslíkanið.

Bindi II, sem hefur verið aðgengilegt á rafrænu formi í þó nokkra mánuði, hefur eftirfarandi kaflaheiti: Aldurslíkanið, Steingervingalíkanið, Þróunarfalskenningin, Líflíkanið, Líkanið um heimssöguna, Clovis-líkanið og Mannslíkanið.

Aldurslíkanið

Milljónir ára. Milljarðar ára. Hversu gömul er jörðin raunverulega? Við höfum kynnst mörgum kenningum í lífinu okkar varðandi aldur jarðarinnar og aldur hluta sem lifðu á jörðinni. Flestir hneigjast til að hunsa smáatriðin þeirra aðferða sem notaðar eru til að greina þennan aldur.  Of oft viðurkennum við eða höfnum aldurskenningum án þess að skilja eða þekkja þær, vegna þess að nútíma vísindi hafa gert smáatriðin of flókin. Það sem við höfum gert í aldurslíkaninu, er að taka smáatriði þúsundir blaðsíðna um aðferðir aldurssetninga og dæmi úr þeim, og skipulagt þær á þann hátt sem leyfir kynningu á þeim á einfaldan hátt. Síðan tókum við samantekt á aldurshugmyndum og settum þær í samhengi við hið nýja Alhliða líkan (UM).

Í þessum kafla munum við fjalla um smáatriði hverrar aðferðar aldurssetninga og rannsaka vísindalegar sannanir til að meta hvaða aðferð aldurssetninga virkar og hvaða aðferð ber engan árangur. Kaflar úr fyrsta bindi UM hafa undirbúið jarðveginn þannig að rétt mat á aðferð aldurssetninga geti átt sér stað. Vegna þess að núverandi aldursfalskenningar hafa verið uppi í svo langan tíma og vegna þess að þær eru svo djúpt greyptar í hugum manna, mun það líklega taka fleiri ár fyrir hinar einföldu staðreyndir þessa kafla til að ná festu og endurnýja gömlu hugmyndirnar. Í dag hafa langflestir vísindamenn og rannsakendur ekki sjálfir framkvæmt aldursgreiningu með greiningu geislavirkra efna og þekkja líklega ekki smáatriðin í þessum kafla. Þeir hafa einungis samþykkt kenningar sem eru dreifðar í nútíma vísindum eins og þær væru réttar. Á hinn bóginn eru langflestir meðal almennings ekki sannfærðir um að aldrarnir séu réttir. Ef maður hugsar um það, eru allar greinar vísindanna og sérhver hlið náttúrunnar háðar aldursgreiningu eða eru tengdar henni. Viðmiðunargleraugu aldursgreiningu sem maður lítur í gegnum, ákvarðar hvernig litið er á alheiminn og hefur að lokum áhrif á það hvernig lítum á sjálf okkur. Með það í huga verður það mikilvægt að uppgötva og staðfesta hinn rétta aldur allra hluta.

Ein leið til að greina réttan aldur frá röngum, er að leita að samræmi. Sannleikur, eða réttur aldur, mun vera sá sami í gær, í dag og á morgun. Þegar við leiðréttum gamlar og ósannanlegar aðferðir aldurssetninga og skiptum þeim út fyrir nýrri og sýnilegri tækni, þá mun aldursgreiningin verða stöðugt nákvæmari og við munum geta útskýrt það sem hingað til var óútskýranlegt. En á meðan munu rangir aldrar sem byggðir eru á slæmum aðferðum aldurssetninga halda áfram að breytast og munu alltaf stangast á við sannanlegar aðferðir.

Þessum kafla er skipt upp í tvo hluta – fyrri hlutinn með undirkaflana 1-6 fjallar um sögu aldursgreininga og setur fram í grófum dráttum rangar aðferðir aldurssetninga sem höfðu áhrif á öll nútíma vísindi og lagði sitt af mörkum til hinna myrku tíma vísindanna sem fjallað var um í kafla 2.2. Síðari hlutinn, undirkaflar 7-12, fjallar um ósviknar aðferðir aldurssetninga sem útvega nýjar og sannanlegar vísindalegar aðferðir til að aldursgreina bæði lífræn og ólífræn efni. Ósviknu aðferðir aldurssetninga sýna hversu mikilvægt það er fyrir sönn vísindi að byggja á réttri tækni aldursgreininga sem eru sannanlegar, samkvæmar sjálfri sér og áreiðanlegar.

Sumt umræðuefni skarast óhjákvæmilega með líkanið um heimssöguna vegna þeirra óaðskiljanlegu tengsla aldurs og sögu. Aldurslíkanið og líkanið um heimssöguna færa sameiginlega fram með empírískum sönnunum frá fjölda greinum vísindanna, gersamlega ólíkt tímatal en það sem nútíma vísindi hafa verið að kenna í gegnum alla myrku tíma vísindanna.

Haltu áfram að hafa opinn hug á meðan þú lest þennan kafla eins og við lögðum áherslu á í fyrsta kafla í UM – hlutlægni er sérstaklega mikilvæg þegar staðið er andspænis ögrandi hugmynda. Ef þú hefur nú þegar lesið fyrri kafla, ættir þú að vænta þess að sjá nýjar vísindalegar staðreyndir um aldur sem áður voru óþekktar. Niðurstaðan er fyrirsjáanleg – aldursgreining nútíma vísinda er meingölluð og rangar tímasetningar hennar verða að vera leiðrétt með sannanlegum tímasetningum áður en við getum nokkurn tímann vonast eftir að skilja hvenær náttúruviðburðir raunverulega gerðust.


Bloggfærslur 11. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband