Færsluflokkur: Bindi II - Kafli 12
Þróun andspænis vísindalegum staðreyndum
10.3.2020 | 12:21
Þróun sem kenning þarf að dæma eftir vísindalegum staðreyndum. Persónulegar skoðanir og hlutdrægni ætti að sleppa, alveg eins og í kviðdómi. Þó svo að vísbendingarnar benda á dagskrá trúlausra þróunarsinna, þá verðum við að gera tilkall til vísindalegra staðreynda ef umbylta á þróunarkenningunni. Enn fremur má hin tíða víxlun á sannleik smáþróunar (aðlögun) og áróðri stórþróunar ekki rugla okkur. Smáþróun, eða breytingin innan tegundarinnar, er raunveruleg, enda er hún sjáanleg á endurtekinn hátt. Á hinn bóginn er stórþróun, eða tegundamyndun þar sem ein gerð lífvera verður að annarri, ekki raunveruleg, enda hefur hún aldrei sést, hvað þá endurtekið. Þannig að vísindalega séð er hún ekki staðreynd. Munum einnig að hugtakið þróun eins og það er notað af þróunarsinnum (og hér í UM almennt) vísar í þá ósönnuðu hugmynd um stórþróun eða tegundamyndun.
Tökum nú á ný samantekt á nokkrum af þessum staðreyndum. Að sjálfsögðu er þetta ekki tæmandi listi, en í stuttu máli er hægt að nefna hér nokkrar beinar vísindalegar sannanir sem fella skal úrskurð um.
- Enginn óratími, engin þróun
- Engin tegundamyndun, engin þróun.
- Engin steinruni í gangi, engin þróun.
- Ekkert þróunartré, engin þróun.
Afleiðing einhverra þessara fjögurra staðreynda, sérhver þeirra byggð á og staðfest af eigin orðum þróunarsinna eða af athugunum sem hver og einn getur gert, ákvarðar hver fyrir sig að þróun er röng. Með sannanirnar fyrir framan þig getur þú dæmt nokkuð auðveldlega án nokkurs vafa. Það er einföld spurning:
Ef þú svarar með já, að til sé sönnun sem sýnir án nokkurs vafa að þróun eigi sér ekki stað, þá þurfum við einnig að svara þessari spurningu:
Börn hafa nóg að læra án þess að bæta þurfi við uppspunnar kenningar. Það er undirstöðuatriði að við losum skóla okkar við þessa röngu og ógrundvölluðu falskenningu. Hvoru megin munt þú standa í þessari óumflýjanlegu og sögulegu byltingu? Munt þú taka virkan þátt, eða bara fylgjast með þegar hún gengur um?
"Allir sögðust vera vissir..."
4.3.2020 | 13:23
Sannleikur þróunarinnar ætti að vera sá, að meðal alls þess gríðarlegs fjölda lífvera sem samanstendur af milljónum tegunda á jörðinni, ættu allar að hreyfast með óslitinni röð tegundamyndunar. Þróun getur ekki hulist neins staðar, hún hlýtur að vera alls staðar! Hún hlýtur að birtast hvaðanæva þar sem líf er annars vegar, sem er í raun alls staðar ef horft er til heims uppgötvana allt í kringum okkur. Með þúsundir á þúsundir ofan af líffræðingum sem hafa ásett sér að leita að dæmum um þróun, þá hlýtur þetta vissulega að vera meðal háleitustu markmiðunum, toppurinn af tilverunni í uppgötvunum í nútíma líffræði nema að sannanir séu taldar það sannfærandi, að allir hafi hætt við leitinni. Hér lýsir einn yfir ákveðnu andvaraleysi vegna þess að allir virðast svo vissir um sönnunina:
Hvers vegna virðist vera þvílíkur skortur á áhuga á að greina frá athugunum á tegundamyndunum? Í fyrsta lagi virðist líffræðisamfélagið álíta þetta vera útkljáða spurningu. Mörgum rannsakendum finnst það vera til nægar vísindagreinar. Fáir þeirra hafa í raun skoðað þær nánar. Til að prófa þessa hugmynd, spurði ég um 25 nema í framhaldsnámi og fræðimenn innan háskóladeildarinnar þar sem ég er í námi, hvort það hafi verið til dæmi þar sem tekið var eftir tegundamyndun og birt í vísindaritum. Allir sögðust vera vissir að svo væri. Því næst spurði ég þá um tilvísanir eða lýsingar. Aðeins átta af þeim sem ég ræddi við gátu nefnt dæmi og aðeins þrír gátu nefnt meira en eitt. En allir voru vissir um að það séu til skýrslur um þetta í vísindaritum. (Observed Instances of Speciation).
Gögnin styðja ekki staðhæfinguna um að þróunin sé ein af traustustu staðreyndum sem vísindin hafa nokkurn tíma staðfest. Enn fremur vísar hinn greinilegi skortur á áhuga á að greina frá athugunum á tegundamyndunum í undirliggjandi vandamál: greinilega fyrirfinnast engar tegundamyndanir til að skrifa skýrslu um!
Þróunarsinnar hafa mikinn áhuga á að sannfæra heiminn um að þróunun sé raunveruleg. Til að skapa þá tálvon um að svo sé, styðjast líffræðingar við þá vísindafjarveru að aðrir líffræðingar hafa nú þegar sannað tegundamyndun, að einhver annar hafi raunverulega sjálfur fylgst með því. Í vísindaritum gefa gaumgæfileg valin orð í skyn að staðreyndin um þróun sé ótvírætt viðurkennd í vísindasamfélaginu.
En maður þarf ekki að líta langt til að sjá korn efasemda. Án sjáanlegra sannanna á tegundamyndun eiga þróunarsinnar einungis vonina eftir. Í júlí 2002 útgáfunni af Scientific American birtist mótsagnarkennd grein um þróun, þar sem höfundurinn, John Rennie, segir að vísindin hafa komið með sannleik þróunarinnar án nokkurs vafa. Hann talaði til andmælendur þróunar sem hafa sagt:
Enginn hefur nokkurn tímann séð nýja tegund þróast.
Svar Rennies við þessa ásökun var þetta:
Engu að síður eiga vísindaritin að hafa innihaldið greinar um tegundamyndun í plöntum, skordýrum og möðkum. (15 Answers to Creationist Nonsense, John Rennie, Scientific American, júlí 2002, bls. 82).
Slyngð orð Rennies í svarinu kveða á um að greinar um tegundamyndun eiga að hafa verið til einhversstaðar í vísindaritunum. Hvernig getur eitthvað verið sannleikur án nokkurs vafa, byggt á skýrslum um tegundamyndun sem eiga að hafa verið til? Frekari rýrnun á trúverðugleika greinarinnar kemur frá dæminu sem Rennie notar sem sönnun. Í stað þess að nota sönnun á raunverulegum viðburði tegundabreytingar, vitnar hann í rannsókn á ávaxtaflugum. Greinilega var besta dæmið hans um sönnun á þróun þessi:
Til dæmis sýndu William R. Rice frá Háskólanum í New Mexico og George W. Salt frá California háskólanum, að ef þeir flokkuðu hóp af ávaxtaflugum eftir því hvernig þær kjósa ákveðið umhverfi, og ræktuðu þessar flugur í sitt hvoru lagi í 35 kynslóðir, þá myndu flugurnar sem af þeim koma neita að æxlast með flugum úr mjög frábrugðnu umhverfi. (15 Answers to Creationist Nonsense, John Rennie, Scientific American, júlí 2002, bls. 83).
Öll undirstaðan á sönnunum Rennies var að ávaxtaflugur neituðu að æxlast eftir 35 kynslóðir. En þær voru enn ávaxtaflugur! Eigum við að samþykkja að bara vegna þess hópur af ávaxtaflugum vill ekki æxlast við annan hóp af ávaxtaflugum, að þá hafi ný tegund myndast? Í hundaheiminum, ef 2,5 kílóa Smá-Pinscher ákveður að æxlast ekki með 50 kílóa Newfoundland hundi, myndi það sanna þróun?
Bæði dýrin eru hundar. Þau eru af sömu tegund, en úr mismunandi kynræktun. Og flugurnar eru eftir sem áður flugur, þrátt fyrir kynslóðabilið. Sú tilraun vísindamanna að sannfæra almenninginn um þróun með slíkum ófullnægjandi sönnunum er hlægileg. Fyrir einstaklinga í leit að sannleika er þetta vissulega viðvörunarljós.
Hvert þessara tegunda á veggnum sýnir einhverja sönnun fyrir þvi að hafa komið frá einhverri annarri tegund? Hinn mikli leyndardómur í allri þróun kemur fram með undirliggjandi spurningu hvar eru sannanirnar? Það eru engar sannanir til um tegundamyndun í nútíma vísindum í dag. Takið eftir svipnum á drengnum í spegilmyndinni.
Rétt skilgreining á þróunarkenningunni
27.2.2020 | 09:58
Þó svo að þróunarsinnar rugla saman smáþróun og stórþróun þróunarkenningarinnar af ásettu ráði til þess að láta báðar líta raunverulega út, þá þarf samt að aðgreina þær til að halda þeim rétt til haga. Til þess einmitt að hjálpa við að halda þessu tvennu til haga innan UM, þá er í hvert sinn sem vísað er til náttúruvals eða valræktunar, alls ekki verið að vísa í hugtakið þróun. Fræðin um smáþróun leitar eftir svörum við spurningum um breytingar innan tegundar: hverjar þær eru og hvernig þær gerast, á meðan þróun almennt þýðir tegundamyndun, eða það fræðilega ferli þar sem tegund sem til er fyrir breytist í eða verður að nýrri tegund. Með þetta í huga munum við ekki hafa frekari afskipti að hugmyndinni um breytingar innan tegundar, vegna þess að það er ekki þróun í hinum víða skilningi.
Grundvallar umræðan um þróun einblínir á þessa spurningu:
Þetta er það sem þróunarkenningin snýst um, og svarið jákvætt eða neikvætt er það sem allir eru að leita að. Allt frá upphafi hafa þróunarsinnar haldið því fram að allar lífverur komu (þróuðust) frá sameiginlegum forföður, þ.e. frá einfrumungi úr sjónum. Eina leiðin til að það gæti hafa gerst, er í gegnum tegundamyndun. Þess vegna mun orðið þróun í UM notað í hinum takmarkaða skilningi til að þýða myndun nýrrar tegundar úr tegund sem til er fyrir.
Það er ákveðin áhætta á að virðast endurtaka sig ónauðsynlega þegar stórþróun, tegundamyndun og þróun, þar með talið þróunarkenninguna, þýðir í raun allt það sama. Að vita til þessa, einfaldar markmið okkar og rannsókn á þessu efni. Með réttum skilgreiningum getum við þokast áfram í leit okkar að uppgötvuninni hvað þróunarkenningin raunverulega er.
Ef stærðfræðingur ætlaði sér, en gæti ekki sýnt fram á, að 2 sinnum 3 = 7,259, hvað gæti hann þá gert? Í staðinn fyrir að breyta svarinu bara í 6, gæti hann einfaldlega endurskilgreint hugtökin eða þýðingu þeirra, og lýsa því síðan yfir að svarið 7,259 væri nú rétt. Þetta skapar að sjálfsögðu vandamál. Hvers vegna ætti einhver annar að trúa því að svarið væri 7,259? Hvað ef einhver annar byggi til annað rangt svar upp á 7,318? Þrátt fyrir yfirlýsingu sérfræðings, gefur brotna reglan svör sem ekki er hægt að sanna.
Í dag eru nánast allir þróunarsinnar sammála um og trúa því að tegundamyndun gerist, en þeir hafa þó engar sannanir. Án sannanna sem hægt er að athuga, deila þeir um hluti á borð við skilgreininguna um hvað tegund raunverulega er (sjá Evolutions´s Evolution, Rachel Ehrenberg, Science News, janúar 2009, bls. 21). Með enga skýra skilgreiningu, vex ósamlyndi og skiptar skoðanir í miklum mæli eins og illgresi á sumrin.
Skýrleiki er nauðsynlegur, þannig að í UM munum við skilgreina tegund sem stofn lífvera, þar sem allir sem tilheyra þeim stofni geta æxlast innbyrðis, þar á meðal með gervifrjóvgun, og geta framleitt frjó afkvæmi (sjá The Facts On File Dictionary of Biology: Robert Hine, 3. útg., Market House Books, 1999, bls. 305).
Bindi II - Kafli 12 | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þróunarkenningin skilgreind
21.2.2020 | 09:21
Fyrsta skrefið í áttina til skilnings á hugmyndinni um þróun er að skilja hvernig þróun er skilgreind. Margur misskilningur um þróun kemur frá fjölbreyttum skilgreiningum sem notaðar eru. Nútíma þróunarsinnar eru ósammála innbyrðis um hvað þróunarkenningin raunverulega sé, og hafa þeir hagrætt sér margar skilgreiningar til að útskýra hugmyndir sínar, þar sem sumar þeirra eru gersamlega mótsagnarkenndar. Við verðum að skilgreina þróun hér þannig að við getum rætt kenninguna almennilega.
Líffræðingar skipta þróun réttilega í tvo stóra flokka: smáþróun og stórþróun. Munurinn á milli þessara flokka smáþróun og stórþróun er nógu mikilvægur til að ræða í smáatriðum. Skilgreiningar á tegund, þróun, náttúruval, valræktun, aðlögun og tegundamyndun eru teknar með í skilgreiningum á þróun í eftirfarandi mynd. Að skilja öll þessi hugtök er mikilvægt til skilnings á þróunarkenningunni í sinni víðasta skilningi.
Smáþróun
Micro úr grísku þýðir smátt, og inniheldur smávægilegar breytingar eða aðlaganir að eða innan lífverunnar. Smáþróun má ekki rugla saman við breytingar á smásæju stigi, heldur vísar það frekar í breytingar á eiginleika innan tegundar. Þessar litlu breytingar, einnig þekktar sem stökkbreytingar, eru aðlaganir sem sést hefur í plöntum og dýrum. Í náttúrunni og í darvinsku kenningunni er smáþróun náttúruval en í haldi manna er hún valræktun. Dæmi um smáþróun, eða breytingar innan tegundar, eru afskaplega algengar. Maðurinn hefur stundað valræktun í þúsundir ára og þróað mjög sérhæfðar kynbætur á húsdýrum og afbrigði grænmetis með sérstökum einkennum sem ætlað var að auka uppskeruhagnað, verjast sjúkdómum eða í margs konar öðrum tilgangi. Fjölbreytnin og umfangið sem þetta gerðist með er sannarlega undravert. Meðal dýra er hundurinn líklega algengasta dæmið um þá gríðarlega fjölbreytni í valræktun.
Í dag eru til hundruðir kyn hunda (sem í daglegu tali eru kölluð hundategundir, sem er rangt samkvæmt skilgreiningu) og fjöldinn heldur áfram að vaxa. Stór kyn eins og Newfoundland geta vegið yfir 100 kg á meðan á léttari endanum vegur fullvaxinn Smá-Pinscher aðeins 2-3 kg og er jafn stór og gosdós. Myndin hér að ofan sýnir þennan stærðarmun, en hún sýnir lítinn Smá-Pinscher og 50 kílóa Newfoundland hund. Þó svo að stærðin sé augljós, þá er hún ekki eini munurinn; hundaunnendur vita að hegðun, styrkur og sérhæfð hæfni eru mikilvæg einkenni sem eru meðfædd í sérhverju kyni. Hin mikla fjölbreytni hunda í dag er afleiðing þúsundir ára og hundruði kynslóða vandvirka og stundum tilviljunarkenndra kynbóta. Þrátt fyrir dramatíska mismuni, þá er hundur bara hundur og þó svo að hegðun eða stærð ákveðins kyns gæti líkamlega takmarkað mökun við annað kyn, þá geta allir hundar æxlast erfðafræðilega með öðrum hundum af öðru kyni og gefið frjósöm afkvæmi. Þeir geta það vegna þess bæði dýrin eru af sömu tegund. Gjörvalla hundaættina má rekja til baka til uppruna síns í úlfinum. Frá fyrstu æxlun á milli kynja hefur ræktun, annaðhvort náttúruleg eða með hjálp mannsins, fjarlægt eða magnað ákveðna eiginleika sem jók mismuninn innan tegundarinnar. Þótt ótrúlegt megi virðast, þá tekur það aðeins nokkur fáein ár til að rækta breitt samansafn kynja, sem sannar að ræktun er skjót og þarf ekki milljónir ára.
Upp úr 1950 hófu rússnenskir rannsakendur að valrækta villta refi í þeirri von að getað tamið þá. Innan við fjórar kynslóðir urðu vonir þeirra að raunveruleika:
Áður en langt um leið, voru spakastir á meðal refanna svo hundalíkir að þeir myndu stökkva í fangið á rannsakendunum og sleikja andlit þeirra. (Taming the Wild, Evan Ratlif, National Geographic, mars 2011, bls. 46).
Myndin hér að ofan er dæmi um valræktun á öðru eftirlætisdýri mannsins hestinum. Hægt að sjá margs konar hesta, en á Íslandi fyrirfinnst einungis íslenski hesturinn. Kötturinn, sauðfé, kýr, svín, hænsni, geitur og þúsundir annarra nytja- eða húsdýra eru lifandi dæmi um valræktun. Kjarni málsins er að breytingar innan tegundarinnar (smáþróun), hvort sem hún er náttúruleg eða af manna völdum, er þekkt, bæði með athugunum og með tilraunum. Það þarf ekki milljónir ára til að sýna það, eins og þróunarsinnar halda. Enn fremur gerist það einungis innan tegundarinnar.
Náttúruval virkar að mörgu leyti á sama hátt og valræktun, nema nú sér náttúran um valið í staðinn fyrir manninn. Náttúrulegar breytingar eru venjulega ekki eins dramatískar eins og þær eru í valræktun. Náttúran er pragmatísk hvað þetta varðar. Náttúruval hefur verið í gangi í langan tíma og aðeins fáir andstæðingar þróunarkenningarinnar afneita þau ferli sem tengjast náttúruvali innan tegundar, enda er hægt að sjá þau, spá fyrir um þau og fylgja þau náttúrulegum erfðarlögmálum: þau fylgja alhliða vísindaaðferðinni (USM). Náttúruval innan tegundar, stundum þekkt sem hinir hæfustu lifa af, leiðir oft til þess að sterkustu eiginleikarnir haldast við, þ.e. aðlögunarhæfustu einstaklingarnir innan stofnsins. Þeir veikustu geta, þó ekki alltaf, dáið áður en þeir gefa áfram sitt DNA. Í rúmlega öld hafa líffræðingar skoðað þetta ferli náið, í þeirri von um að læra meira.
Tekið var eftir náttúruvali löngu fyrir tíma Darwins, en aftur, náttúran er pragmatísk. Þegar tegundir eru látnar vera, hverfa þær aftur í venjulegan erfðafræðilegan stofn sem ráðandi gen hafa áhrif á. Með valræktun býr maðurinn til nýtt kyn með því að velja vandlega einstaklinga með víkjandi genum og fjölfalda þar með furðuverk, en náttúran sýnir engan slíkan ásetning. Reyndar segir í grein frá mars 2001 í The American Naturalist þetta:
Með því að taka einungis tillit til rannsókna sem gefnar voru út í rótgrónum jafningjarýndum tímaritum, er það umhugsunarvert að öflugustu rannsóknir okkar benda til að náttúruval er veikt eða ekki til staðar. (The Strength of Phenotypic Selection in Natural Populations, The American Naturalist, mars 2001, Vol. 157, No. 3, bls. 253).
Vafalaust gerist náttúruval, en þróunarsinnar halda áfram að draga þá ályktun að þessi regla gildi einnig á milli tegunda, að náttúruval valdi sköpun nýrrar tegundar einhvern veginn. Darwin sannaði ekki tegundamyndun, og enn þann dag í dag er ekki til kurl af sönnun sem staðfestir þá ályktun sem nútíma vísindamenn draga að svo sé.
Stórþróun
Á meðan breytingar innan tegundar sýnir smáþróun, þá er stórþróun sú fræðilega breyting einnar tegundar í aðra, sem sagt gjörsamlega ný tegund. Bæði smá- og stórþróun er til sem kenning í nútíma vísindum, en þegar vísað er hins vegar í hugtakið þróun eða þróunarkenning, er fyrst og fremst átt við stórþróun. Stórþróun og tegundamyndun deila í meginatriðum sömu merkinguna, bæði þýða hin fræðilega breyting einnar tegundar í nýja tegund.
Smáþróun er hlutfallslega einföld og auðveld hugmynd til að skilja vegna þess að hún er sjáanleg. Stórþróun gæti einnig verið einföld og auðveld skilnings ef hún væri sjáanleg. Hins vegar, eins og næstu færslur munu sýna, hefur enginn nokkurn tímann séð eða sannað stórþróun, þar sem ein tegund verður gjörsamlega að nýrri tegund.
"Tegund" Darwin gat ekki skilgreint
17.2.2020 | 10:12
Þegar Darwin hóf skrif á bók sinni um uppruna lífs, þá var líklega mikilvægasta verkefnið hans (að minnsta kosti hlýtur það að hafa verið með því mikilvægasta) að skilgreina einstaka lífverur í verki sínu. Hvernig útskýrir maður upprunann á einhverju án þess að vita hvað þetta eitthvað er? Stuttu eftir útgáfu á bók sinni, skrifaði Darwin bréf til samstarfsmanns síns Asa Gray þar sem þetta kom m.a. fram:
Heyrðu annars, ég hitti Phillips um daginn, steingervingafræðinginn, og hann spurði mig: Hvernig skilgreinir þú tegund? og ég svaraði, Ég get það ekki. (More Letters of Charles Darwin, Vol. I: Charles Darwin, D. Appleton and Company, 1903, bls. 127).
Hugsaðu um afleiðingar yfirlýsingar hans
Í dag, nánast tveimur öldum síðar, eru nútíma líffræðingar enn að kljást við óútkljáða skilgreiningu á tegund. Úr Science News frá 2009:
Sérfræðingar eru jafnvel enn að ræða um sjálfa skilgreininguna á tegund. (Evolutionss Evolution, Rachel Ehrenberg, Science News, janúar 2009, bls. 21).
Þarna ætti að blikka á rauðum viðvörunarljósum hjá öllum sem rannsaka þróunarkenninguna ef þeir hugsa rökrétt: 161 ár og þróunarsinnar hafa enn ekki skilgreint hvað tegund er. Kannski, ef það tekst að útkljá skilgreininguna um tegund, gætu samanburðartilraunir komið á fót hugmyndinni eða hrakið hana að ein tegund gæti orðið að annarri hið sanna próf þróunar.
Kaflarnir um aldurslíkanið og steingervingalíkanið fjarlægðu burðarsúlur óratímans og steingervingaskrána sem þróun byggist á, þannig að einungis standa eftir glerbrot falskenningarkreddu. Í þessum kafla varpar UM ljós á eitthvað af þessum glerbrotum, sem skýrir áhrif þróunar á samfélagið. Ef til vill, undir lok kaflans, munu þeir sem enga skoðun hafa á þróun vita nóg til að taka afstöðu. Hins vegar getur sannleikurinn einn og sér ekki sannfært þrjóskan mann til að sjá sannleik. Fyrir þá sem eru reiðubúnir til að líta, þá er hliðrun viðmiðunar yfirvofandi.
Uppruni þróunar
13.2.2020 | 13:27
Þessi skrif eru ekki ætluð að vera ítarleg frásögn um tilkomu þróunarkenningarinnar það er hvorki tími né rúm fyrir því hér, og ef til vill eru til hundruði bóka sem fjalla einmitt um það. Við munum frekar halda áfram þeirri stuttu kynningu á viðfangsefninu með því að rannsaka viðhorf manna og framgang hugmyndarinnar um þróun og áhrifamátt hennar á heiminn til að undirbúa okkur til taka á móti sannleika. Einn athugull vísindablaðamaður kom auga á ástæðuna á bak við þá árangursríku tilkomu þróunarfalskenningarinnar:
Mikilvægur þáttur í tilurð hinnar almennt ráðandi og vinsælu þróun Darwins hefur verið að nánast sérhver framúrskarandi sérmenntaður vísindamaður sem var tilnefndur í stöðu í lífvísindum síðastliðin 40 eða 50 ár, í enskumælandi heiminum, hefur verið sannfærður darwinisti. (Shattering the Myths of Darwinism: Richard Milton, Park Street Press, 2000, bls. 12).
Það ber svo sannarlega á þessari staðreynd í vísindaritunum, kennslugögnum, sjónvarpi og á opinberum vetfangi þar sem yfirlýsingar eins og ekkert í líffræði gefur vit nema í ljósi þróunar eru gerðar. Því miður olli hinn þröngi ljósgeisli þróunarkenningarinnar meiri myrkvun hugans heldur en upplýsingu sannleikans, sem leiddi til nútíma myrku tíma vísindanna.
Kynnt hér í nýju ljósi, fylgir lýsing sem veldur því að allir geta séð skýrar, þar á meðal fagfólk. Með ljósi UM mun það brátt ljóst að þróun er ekki raunveruleg, en kenningin um hana lifir einungis vegna þess að framúrskarandi fagfólk og vísindamenn í leiðtogastöðum lýsa því þannig yfir.
Opinberlega hófst upphaf þróunar með útgáfu Charles Darwins á bók sinni Uppruni tegundanna árið 1859. Jafnvel þótt hugmyndir hans hafi ekki algerlega verið hans upprunalega, fangaði Darwin kjarna hugmyndarinnar í ítarlegum útskýringum sínum. Lokaorð hans draga saman hugsanir hans:
Leiða má líkum að því vegna fjölmargra og svipaðra röksemda, að allar núlifandi og gengnar lífverur jarðar séu afkomendur eins og sama forverans sem upphaflega var gefið líf. (Uppruni tegundanna: Charles Robert Darwin, Hið íslenzka bókmenntafélag, 2004 (upprunaleg útgáfa á ensku 1859), bls. 654).
Uppruni þróunar, eins og Darwin kom á fót í sinni eigin bók, var ályktun eða líkur úr svipuðu, sem sýnir greinilega að Darwin var ekki sjálfur sannfærður. Darwin tjáði áhyggjur sínar í bréfi ritað til Asa Gray, sem var góður vinur og síðar prófessor við Harvard, árið 1859, sama ár og Uppruni tegundanna kom út:
Sérhver gagnrýni frá góðum manni er mér mikils virði. Það sem þú bendir á er almennt mjög, mjög satt: að verk mitt muni vera hörmulega fræðilegt, og stórir hlutar eru engan veginn þess virði að kallast aðleiðsla, enda er algengasta villan mín líklega aðleiðsla úr of fáum staðreyndum. (More Letters of Charles Darwin, Vol. I: Charles Darwin, D. Appleton and Company, 1903, bls. 126).
Áhyggjur Darwins að algengasta villan hans um að styðjast við of fáar staðreyndir kemur enn frekar í ljós ef horft er til fjöldans á raunverulegum tilraunum sem sanna átti þróun, sem hann framkvæmdi.
Ekki eru til neinar skrár um það að hann hafi framkvæmt nokkra slíka tilraun. Án tilrauna, hvort sem eru hans eigin eða einhvers annars, var verk Darwins, eins og hann sagði sjálfur, hörmulega fræðilegt, og kenningin helst þannig enn þann dag í dag. Eitt mesta áhyggjuefni í verki Darwins var vangeta hans að skilgreina tegund einmitt það sem bók hans reynir að gera.
Þróunarfalskenningin
6.2.2020 | 10:49
Helmingarnir tveir í myndinni hér að ofan sýna tvíbura-falskenningarnar um afstæði og þróun. Þessar tvær mikilsvirtar falskenningar nútíma vísinda hafa umturnað heiminum almennt meira en nokkur önnur kenning, en þær leiddu nútíma vísindi inn í tímabil myrkurs á tuttugustu öldinni og fyrr. Til eru margir sem hafna hugmyndinni um þróun, en vægðarlaus markaðsetning ný-darwinista, sem hafa unga hugsuði að markhópi sínum með sífelldum straumi af Darwin-sinnuðum áróðri, og sem hefst snemma í grunnskóla, skapar nýja trúendur á hverju ári. Enn fremur krefjast framhaldsskólar og háskólar líffræðikennslu sem kenna þróun eins og hún væri sönnuð staðreynd, og oft er litið svo á að einungis leiðinlegir guðhræddir aular séu ekki sannfærðir um það sem allir aðrir vita að sé rétt.
Að sjálfsögðu hafa undraverðar framfarir átt sér stað í uppgötvunum á æ smærri smáatriðum og í athugunum á lífsvirkni frumuhluta sem nú er möguleg vegna gríðarlegra tækniframfara. Þessi tækni leyfir mannkyninu að gera sértækar kynbætur mögulegar, bæði í plöntum og í dýrum, sem hefur fyllt heiminn með röð af nýju og breyttu korn- og grænmeti, sérhæfðum kynbættum dýrum og einnig af tilviljun með hræðilega þrálátum vírusum og örverum. Hins vegar víkkar tæknileg nýsköpun nokkuð oft bilið á milli vísinda með athugunum og ógrundvallaðra kenninga. Í næstu færslum er meiningin að rannsaka vísbendingarnar sem sýna ósannindin og eyðileggjandi áhrif hinnar ógrundvallaðrar rangrar kenningar um þróun og vísindin sem snúa að henni, og hvernig vísindin halda áfram í örvæntingu sinni að kæfa niður hinar athuguðu staðreyndir sem afsanna kenninguna.
Fyrst munum við kynnast þróunarfalskenningunni. Einnig er að finna í þessum kafla umræða um hina réttu skilgreiningu á hugtökum þróunar og hvers vegna þau eru mikilvæg. Síðar mun fylgja áþreifanleg sönnun sem sýnir hvers vegna nútíma þróun raunverulega er falskenning, og sem afhjúpar sönnunargögn hulin af ásettu ráði og jafnvel hreina blekkingu. Þá skoðum við afleiðingarnar sem þróunarkenningin hafði á eigið líf Darwins, áhrif hennar á vísindin og þann raunveruleika að þróun er meira heimspeki en vísindaleg viðleitni. Að lokum verður fjallað um dagskrá vísindanna sem aðhyllist þróun og um byltinguna sem verður að eiga sér stað til að skipta út skáldsöguna um þróun fyrir vísindalegum staðreyndum.