Útvarpsviðtal við Dean W. Sessions (Kate Dalley show)
14.6.2017 | 08:39
Dean W. Sessions, höfundur Universal Model, var tekinn í viðtal í Kate Dalley þættinum (katedalleyradio.com), en hún starfar fyrir Fox News. Í fyrri hluta viðtalsins tala Kate og Dean um loftslagsbreytingar, mikilvægi náttúrulögmála og önnur umræðuefni tengda Universal Model Bindi I, Jarðarkerfið.
Í síðari hluta þáttarins hringja hlustendur og spyrja Dean um Universal Model. Hlustið á svör hans varðandi vísindalegar kenningar, gagnrýni á UM og fleira! Það eru fréttir og auglýsingar fyrst, viðtalið byrjar á tímanum 6:20.
Til að læra meira, farið á UniversalModel.com
Bloggar | Breytt 24.1.2018 kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hrogn og froskegg fundust í rafi
13.6.2017 | 12:54
Þetta raf (steinrunnin trjákvoða) sem fannst, hefur fangað hrogn og froskegg í sér. Með núverandi skilning á rafi, hvernig stendur á því? Með nýrri hugmyndarfræði um uppgötvun rafs sem mun birtast í Bindi II lærum við að raf myndast í raun í vatni, með ferli sem þarf hita og þrýsting. Það tekur ekki milljónir ára fyrir raf til að myndast heldur frekar bara nokkra daga.
Bloggar | Breytt 24.1.2018 kl. 17:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Orkusvið jarðar
12.6.2017 | 17:22
Orkusvið jarðar er í daglegu tali kallað "segulsvið" jarðar. Lykilatriðið sem hefur áhrif á skilning okkar á "segulsviðinu" er nafnið sjálft. Hugtakið "segulsvið" er notað á svið sem drifið er af segli sem gæfi slétt og stöðugt svið. Hinsvegar er sviðið í kringum hnetti eins og jörðina hvorki slétt né stöðugt sem er ein ástæðan fyrir því að fólk misskilur þetta orkusvið. Í staðinn fyrir segulsvið, þá sýnir veðurlíkanið að jörðin hefur rafsvið í kringum sig. Þessi mikilvægi mismunur gerir okkur kleift að læra hvernig rafsviðið hefur myndast.
Bloggar | Breytt 12.3.2018 kl. 11:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stuttur fyrirlestur með Rupert Sheldrake
9.6.2017 | 08:42
Þetta myndband með er hverrar mínútu virði (18 mínútur)! Þessi Englendingur sem ekki tengist Universal Model að mér vitandi, telur upp kenniatriði sem sýnir hversu kjánaleg vinnubrögð og hugsunarháttur nútíma vísinda virðast vera.
Bloggar | Breytt 24.1.2018 kl. 17:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þörfin fyrir alhliða vísindaaðferðir
8.6.2017 | 15:18
Það hefur verið sagt að mesta uppgötvun í vísindum væri uppgötvun vísindalegrar aðferðar í uppgötvunum. Segðu það fimm sinnum hratt! :) En hver er skilgreiningin á mestu uppgötvun í vísindum? Það eru í raun til ótal skilgreiningar sem ætti að vera viðvörun til allra að hver sem "hún" nú er, þá hefur hún ekki verið skilgreind rétt.
Er til staðall í vísindum hvað varðar vísindalegar aðferðir?
Vísindaleg aðferð sem fjallað er um í kennslubókum og í endalausum heimildum á netinu er að finna í ótal formum. Sumir fara svo langt að segja að það sé ekki einu sinni til! Það er öllum ljóst sem framkvæma fljótlega leit á netinu, að ekkert staðlað og einfalt safn af skrefum skilgreinir vel hina nútíma vísindaaðferð. Maður getur venjulega fundið nokkra sameiginlega þætti á meðal þeirra, svo sem kenningar, tilgátur eða athuganir, en það er engin alhliða samstaða, ekki einu sinni meðal sömu vísindasviða, í því hvernig eða hvenær ætti að beita þeim.
Hvernig eiga kennarar og foreldrar að kenna staðlaða aðferð við vísindalegar uppgötvanir ef vísindin sjálf hefur ekki nein? Og alveg jafn mikilvægt, hvernig geta vísindamenn verið ábyrgðir fyrir nákvæmni og fjölbreytileika tilrauna sinna ef það er engin alhliða vísindaleg aðferð til, til að fylgja og dæma störf sín eftir?
Er einsleitni í vísindum ÞAÐ mikilvæg? Skiptir máli hvernig aðgerðum er beitt, er hægt eða má færa eða eyða að vild og vænta þess að fá sömu niðurstöðu? Þú myndir hæðast að smiði sem byrjaði að byggja hús með því að byrja á þakinu og enda á grunninum eða á pípulagningarmanni sem myndi segja: "Veistu hvað, ég held að lagnir séu bara ekki mikilvægar, þannig að við skulum bara sleppa þeim." En þó er þetta eitthvað sem við sjáum í mörgum útgáfum af vísindalegum aðferðum þar sem nauðsynlegum hlutum er sleppt, eins og t.d. náttúrulögmálum. Eins þegar kenning er notuð sem lokaskrefið í aðferðinni, endastoppistöð vísindalegrar uppgötvunar.
Til að koma á reglu verður að vera þekkt aðferð sem allir vísindamenn þurfa að fylgja. Það að leyfa öllum vísindamönnum að búa til og ráða sína eigin útgáfu af vísindalegum aðferðum er alveg eins óskipulagt og að láta endurskoðendur búa til eigin skattareglur eða lögfræðinga setja sér eigin reglur í dómssal. Það er þessi skortur á stöðlun sem hefur stuðlað að á yfir hundrað ára tímabili í vísindum þar sem ekki einu sinni eitt þýðingarmikið nýtt náttúrulögmál hefur uppgötvast. Það er kominn tími til að almenningur byrji að krefjast þess að vísindamenn fylgi staðlaðri alhliða vísindalegri aðferð til að tryggja nákvæmni og ábyrgð. Of margar rangar kenningar eru kenndar sem staðreyndir án áþreifanlegra sannanna til að styðja þau og of mikið fé er sóað í árangurslaus verkefni sem ekki er hægt að endurtaka.
Við föttum það - enginn vill að einhver maður eða einhver aðferð kæfi skapandi uppgötvunarferlið sitt, en vísindin snúast um að uppgötva sannleika í náttúrunni en ekki skapandi kenningar sem gætu virst sannar en hafa engar raunverulegar áþreifanlegar sannanir sem styðja þau.
Universal Model hefur búið til alhliða vísindaaðferð sem gildir á öllum vísindalegum sviðum. Henni var komið á fót til að hjálpa til við að uppgötva ný náttúrulögmál sem eru raunveruleg endastoppistöð sannra vísindra uppgötvana. Hvernig vitum við að hún virkar? Vegna þess að út frá þessari aðferð hefur UM hingað til uppgötvað yfir 40 þýðingarmikil ný náttúrulögmál og hundrað stórfenglegar uppgötvanir. Hvers vegna ekki nota aðferð sem hefur þegar verið sönnuð til að ná árangri?
Til viðbótar er hægt að bæta við undirskrefum á milli hinna sex grundvallarþrepa. UM hefur skilið að vísindalegur sannleikur og skynsemi geta útskýrt alheiminn á einfaldan hátt og að það verður að vera til aðferð sem hægt er að nota til að þekkja þessa hluti. Lærðu meira um alhliða vísindaaðferðina í undirkafla 2.5 í Universal Model, New Millennial Science, Bindi I.
Alhliða vísindaaðferðin:
1. Kenning
2. Spá
3. Prófun
4. Athugun
5. Mat
6. Náttúrulögmál
Bloggar | Breytt 24.1.2018 kl. 17:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Rof segir ekki allt
7.6.2017 | 10:32
Á gullæðinu um miðja 19. öld, veittu menn mikið magn af vatni í Kaliforníu til þess að flýta fyrir gullfundi. Um 1500 lítrar af vatni á sekúndu voru látin flæða niður vestanverð Sierra Nevada fjöllin sem æddi í gegnum þrenglsi og dali með þvílíkum krafti, að það tók mikið efni með sér á leið sinni. Þetta manngerða rof var vistfræðileg hörmung sem var að lokum bannað árið 1884.
Rof með vindi og vatni er fyrirbæri sem heldur sífellt áfram og er alltaf að móta landslagið. Sjáanlegt rof hefur verið framreiknað af vísindamönnum og blandað kenningum sínum þegar þeir reyna að útskýra mótun landslags. Málið er að rof, eins og við sjáum það í dag, getur ekki verið útskýringin á myndun á mörgum þessum landslagsfyrirbærum.
Þessi mynd er af dæmigerðum dali þar sem jarðfræðingar gætu auðveldlega sagt að hann myndaðist á þúsundum eða jafnvel milljónum ára. Sannleikurinn er hins vegar sá, að hann myndaðist á fáeinum vikum í kjölfari St. Helens eldgosinu árið 1980. Þetta er örlítið dæmi um það að hinn langi tímakvarði jarðfræðinga og ofuráhersla þeirra á veðrun og rof stenst ekki. Rof útskýrir ekki nærri allt í náttúrunni eins og vísindamenn halda fram.
Universal Model Bindi I, undirkafli 6.11 fjallar um sjö stórmerkilega hluti sem sýna fram á að rof getur ekki hafa verið að verki eins og sagt er.
Sú ofuráhersla á rof sem ég vísaði í áðan hefur leitt til þeirrar ranghugmyndar að veðrun og rof sé ástæðan fyrir allt set jarðarinnar. Rof á sér raunverulega stað allt í kringum okkur, landslagið breytist smám saman. Steinar og klettar brotna niður með tímanum. Vindur strýkur af og rífur og vatn tekur með sér efni - með meiri vatnskrafti tekur það æ stærri kornastærðir, allt í stóra hnullunga í t.d. jökulhlaupum.
Í náttúrhamförum getur rof gerst mjög hratt, sjá mynd hér að ofan, og þekkjum við á Íslandi til hvað hlaup geta valdið stórkostlegu rofi á skömmum tíma. Íhugið þessa hugmynd og hugsið enn stærra! Þessi hugmynd er þó önnur saga.
Það er til fjöldinn allur af dæmum um það, hvernig jarðfræðin hefur gert ráð fyrir að rof sé ábyrgt fyrir allri myndun landslags á jörðunni, þó svo að dæmið gangi ekki upp í öllum tilfellum. Þessir umtöluðu sjö hlutir í undirkafla 6.11 mæla sterklega gegn rofi. Að hafa opinn huga við gagnrýni við hina almennu trú um rof mun opna dyr nýs skilnings og nýrrar þekkingar.
Þó svo að það hjálpi kannski ekki að fá upptalninguna eina, þá læt ég hana flakka með í lokin. Ef til vill fjalla ég um þessar síðar.
- Granítklettar
- Myndun boga
- Myndun jarðvegs
- Flatir og sléttir steinar
- Hinar miklu sléttur
- Myndun stalla
- Aurkeilur
Bloggar | Breytt 10.10.2018 kl. 08:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Löss leyndardómurinn
6.6.2017 | 11:42
Löss er mjög algengt setberg víða um heim, t.d. í Bandaríkjunum, Suður-Ameríku, Austur-Evrópu og í Asíu. Það þekur þúsundir ferkílómetra en samt er sannur uppruni þess ókunnur í nútíma jarðfræði. Sagt er að um fokjarðveg sé að ræða en ekki hefur verið hægt að sýna fram á að svo sé með tilraunum. Jarðfræðingar segja sjálfir að sú kornastærð sem löss er búið til úr, vanti í því rofi sem hefur verið fylgst með. Réttur uppruni löss er útskýrður í Universal Model Bindi I, kafla 8.
Löss er skilgreint sem ólagskiptur fokjarðvegur, rykkennt set með mörgum leirsteindum. Þetta þýðir að það eru engin sjáanleg lárétt lög í berginu, sjá mynd.
Það má spyrja sig þeirrar mikilvægu spurningar, hvers vegna eru löss lögin lóðrétt en ekki lárétt? Ef um set er að ræða, rykkorn sem setjast ofan á hvort annað, hvar eru þá láréttu lögin? Í staðinn hafa myndast lóðrétt lög eða súlur sem er ekki síður merkilegt.
Ein sérstök tegund af löss finnst í Síberíu og kallast Yedoma. Þar er löss bergið sums staðar tugum metra hátt og þekur svæði upp á rúmlega eina milljón ferkílómetra! Yedoma er sífreri með vatn-ís innihald upp á 50-90%.
Leyndardómurinn um löss felst m.a. í því að engin skynsöm útskýring á uppruna þess hefur verið gefin af jarðvísindamönnum og lítið er sagt um þetta berg í kennslustofum.
Löss er stærsta yfirborðs-setberg í Alaska en er ekkert skylt þeim fjöllum sem þar eru. Hvernig má það vera að löss set hefur einsleita samsetningu í Alaska á meðan nærliggjandi fjöll hafa annars konar samsetningu? Ætti lössið þar ekki að innihalda steindir sem fjöllin hafa líka?
Til eru fleiri leyndardómar um löss sem ég ætla ekki að ræða hér, en samantekt á þeim öllum eru þessi:
- Engin skýr skilgreind upptök á löss er að finna í nútíma jarðfræði.
- Ekkert sannfærandi ferli um myndun löss er að finna í nútíma jarðfræði.
- Engin yfirgripsmikil rannsókn á löss hefur verið framkvæmd.
- Ekkert fullnægjandi heimskort af löss hefur verið gert.
- Löss er hluti af hinni ósögðu sögu setlagafræðinnar.
- Löss er hluti af leyndardóminum um hið týnda set.
Í lokin er hér nokkrar viðbótar spurningar um löss til umhugsunar:
- Hvar eru löss setin "í vinnslu" á jörðinni í dag?
- Ef löss á upptök sín í vindi, hvers vegna samanstendur lössið í Síberíu (Yedoma) af allt að 90% frosnu vatni?
- Hvernig myndast löss súlur af vindi með tímanum?
- Ef löss er vindfok, hvers vegna er samsetning löss steinda um allan heim svona svipuð?
- Hvers vegna er löss ólagskipt?
- Hvar eru öll löss lögin djúpt í jarðskorpunni?
- Hver vegna finnur maður löss oftast á láglendi og í dældum um allan heim?
Bloggar | Breytt 24.1.2018 kl. 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um myndun bergs
5.6.2017 | 14:29
Hér er stutt myndband um myndun bergs eins og skýrt er frá í bókinni mjög vel. Áhugaverðasta spurningin hér er hvernig stendur á því að mismunandi litur er í berginu ef það á að hafa verið mjúkur sandur í upphafi.
Fyrst ekki var til orð sem lýsti umhverfi vats, þrýstings og hita, þá kom til nýyrðið Hypretherm, blanda af hydro = vatn, pressure = þrýstingur og thermal = varmi. Á íslensku verður þetta kallað vaþrývarma umhverfi.
Bloggar | Breytt 24.1.2018 kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Meira um jarðskjálfta
26.5.2017 | 11:40
Um daginn skrifaði ég færslu um fylgni milli jarðskjálfta á Íslandi og tunglstöðu, sjá hér. Hér er svolítil viðbót við því en ég hélt áfram að safna gögnum frá Veðurstofu Íslands og birti ég lengra súlurit sem nær yfir nýtt tungl sem var í gær.
Þegar horft er á þetta graf (smellið á það til að stækka myndina), þá staðfestist það að fylgni milli jarðskjálfta og tungstöðu er raunveruleg. Hvers vegna er það? Vegna þess að tunglið veldur flóðkröftum og þessir kraftar eru raunverulega ástæðan fyrir jarðskjálfta! Takið eftir ofurtoppana í kringum miðnætti við nýtt tungl (nr. 4) - sól og tungl toga saman í hina áttina (síðara dagsflóð), sem veldur fullt af stærri jarðskjálftum!
Fun fact í lokin: Suðurlandsskjálftinn 17. júní 2000 reið yfir stuttu eftir hádegi á fullu tungli. Ísland var staðsett nánast beint á milli sólu og tungls sem er eitt form af háflæði. Reyndar koma suðurlandsskjálftar vegna lárétta flekahreyfingu en flóðkraftar valda lóðrétta hreyfingu. Ekki er þó ólíklegt að flóðkraftar hafi hrint stóra skjálftanum af stað.
Bloggar | Breytt 24.1.2018 kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stuðlaberg
24.5.2017 | 10:54
Eitt af því fallegasta sem við upplifum í íslenskri náttúru er svokallað stuðlaberg, oft kallað basaltsúlur á öðrum tungumálum. Stuðlaberg er ekki séríslenskt fyrirbrigði en þetta náttúruundur er hægt að finna í öllum heimsálfum. Mikil umræða var í gangi á 19. öld þess efnis, hvort hinar svokölluðu basaltsúlur voru frá eldgosum komnar eða hvort þær mynduðust í vatni.
Íslenskur eldfjallafræðingur Haraldur Sigurðsson skrifaði í bók sinni Melting the Earth:
Jarðfræðingurinn sem fyrstur manna sýndi fram á uppruna basalts var Nicholas Desmarest (1725-1815), andstætt yfirlýsingu Guettards um að stuðlaberg í Auvergne ætti uppruna sinn í vatni.
Á meðan hann var að klifra á Prudelle hálendinu nálægt Mont dOr, tók Desmarest eftir nokkrum lausum stuðlum í hinu dökka basalti sem höfði dottið úr kletti fyrir ofan. Hann rakti steinana þangað sem þeir féllu upprunalega úr og fann þar svipaða stuðla sem stóðu lóðréttir í klettinum og bentu upp en ofan á þá lá gjallkennt hraunlag. Þessi einfalda athugun hans á stuðlabergi sem hluti af hraunflæði stendur sem megin framför í vísindum.
Þá var það bara ákveðið. Stuðlaberg er storkuberg vegna þess að það sást hraunlag yfir einu þeirra! Stuðlaberg (sem er basalt) er hins vegar ekki tilkomið úr gosi, enda finnst kvars í basalti sem vitnisburður um það að það geti ekki verið storkuberg. Oft heyrum við það sagt að stuðlaberg myndaðist vegna kælitækni hrauns, þ.e. fljótandi hraun sem safnast hefur í dæld storknar fyrst á yfirborðinu og myndast þá þessar sexhyrndar sprungur vegna samdráttar, en þær ferðast síðan í þriðju víddina og mynda þessar súlur. En spyrjum okkur eftirfarandi grundvallar spurningar:
Ef basalt myndast úr eldgosum, hvers vegna sjáum við þá aldrei myndun stuðlabergs í eldgosum í dag?
Það sem er merkilegt, er að það vantar alla sönnun á því að basalt eigi uppruna sinn í eldgosum eins og Desmarest hélt fram. Í dag staðhæfa jarðfræðingar mjög frjálslega að stuðlaberg sé storkuberg.
Hér koma fleiri grundvallar spurningar:
Ef þetta stuðlaberg í Reynisfjöru er storkuberg, hvers vegna ná stuðlarnir ekki jafn hátt upp á það yfirborð hrauns sem á hafa verið þar? Engin ummerki er um brot stuðla fyrir neðan.
Ef stuðlaberg myndaðist eins og nútíma vísindi segja til um, hvernig má það vera að stuðlar séu ekki lóðréttir eins og þessir í Reynisfjöru? Í hvaða eðlisfræði streymir varmi niður um eitthvað horn ef yfirborðið er slétt?
Athugið, að til eru láréttir stuðlar, t.d. við Arnarstapa og hjá Hljóðaklettum.
Þessir stuðlar við Aldeyjarfoss eru beinir og fínir neðst en beygja í allar áttir efst.
Ef stuðlaberg er til komið vegna eldgoss, ættu þá ekki beinu súlurnar að vera efst, næst yfirborðinu og frekar óreglulegar súlur þegar neðar dregur? Hvernig á varmaflæðið að hafa verið með slíku óreglulegum stuðlum nálægt yfirborðinu?
Að lokum sýni ég Djöflaturninn (Devils Tower) í Wyoming, Bandaríkjunum. Þetta stuðlaberg er reyndar ekki úr basalti, heldur flokkast sem fónólít porfúra. Þetta er heilt fjall, yfir 1500 m hátt! Stóra spurningin hlýtur að hljóma í huga allra: Hvernig myndaðist þetta fjall? Svarið sem nútíma vísindi gefa er það sama og fyrir íslenskt stuðlaberg storkuberg. Samt fyrirfinnst engin ummerki eldsumbrota á stóru svæði í kringum Djöflaturninn, engin gosaska, ekkert hraun og fyrir öllu, engar ár til að valda rofi og ekkert set af því efni sem á að hafa umlukið fjallið þannig að stuðlarnir gætu myndast.
Til er miklu betri útskýring á myndum stuðlabergs en nútíma vísindi eru að telja okkur trú um.
Bloggar | Breytt 24.1.2018 kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)