Bloggfærslur mánaðarins, maí 2020

Umrótartímar

Heimurinn hreyfist, hann skríður. Fram á við, niður á við, snýr ekki aftur. Margir tala um að bráðum verði lífið „eins og áður“ – en er það í raun að fara að gerast? Verða hlutirnir nokkurn tímann „eins og áður“? Hið svokallaða venjulegt líf eru góðar minningar en hins vegar blasir við fyrir okkur annars konar líf. Hvers má vænta? Hvað eða hver orsakar þessar breytingar?

Röð atvika hefur átt sér stað að undanförnu, engin þeirra er tilviljun. Ætli „fordæmalaus“ verði ekki orð ársins, en það sama má segja um 2021 og árin sem fylgja á eftir. Bæði stórkostlegir og grátlegir hlutir stefna til móts við okkur – nýir hlutir sem eiga eftir að vekja furðu okkar en líklega einnig gremju og andúð fyrir marga.

Mikill órói er á samfélagsmiðlum og fjölmiðlar miðla oft fréttum sem eru í mótsögn við fjölda vitnisburða vísindamanna og annarra fróðra manna. Ég hef til dæmis bæði heyrt að kóróna veiran hafi verið breytt í rannsóknarstofu, en einnig hið gangstæða, að hún sé algerlega náttúruleg. Báðir aðilar voru háskólafólk með doktorsgráðu. Spurningin hér er ekki hvort veiran hafi verið aðlöguð eða ekki – sem er samt vert umræðuefni út af fyrir sig – heldur hvernig fjölmiðlar takast á við þessa umræðu, auk umræðunnar á mörgum alvarlegum ásökunum sem eru á lofti um þessar mundir. Hún er nefnilega nánast enginn, heldur upplifum við einhliða fréttaflutning sem oftast snýst um hræðslu.

Hvað er rétt og hvað er rangt? Eru menn svona harkalega ósammála eða er jafnvel einhver með vísvitandi blekkingar? Sagt á hinn bóginn, þá eru sumir gæddir þeirri gáfu að vera gefin „þekkingarorð, svo að öllum megi kenna visku og þekkingu“ (K&S 46:18). En hverjum eru gefin vísdómsorð og þekkingarorð, hverjum má treysta og hvert skal snúa sér?

Þetta er góður tími til að ígrunda, leita inn á við og biðja bænar. Við verðum að fínstilla okkur og greina þá raddir sem í kringum okkur eru og mynda okkur okkar eigin skoðun – þótt það gæti reyndar stundum verið samfélagslega „bannað“.

Við Íslendingar getum sjálfsagt tekið undir þau orð mín og reynslu, að þegar ég var ungur strákur, var fréttatíminn nánast heilagur og ekki mátti tala eða gera hávaða á meðan. Við borðuðum venjulega kvöldmat kl. 19:00 og faðir minn hafði kveikt á útvarpsfréttunum, á meðan allir urðu að hafa hljótt. Þessi leikur endurtók sig klukkutíma síðar þegar sjónvarpsfréttirnar hófust. Ég minnist afa míns sem reiddist okkur ef á fréttatímanum heyrðist bofs í okkur krökkum með orðunum: „Svona rétt á meðan!“

Það er skiljanlegt að við viljum fylgjast með hvað er að gerast, bæði innan og utan landsteinanna og við höfuð lært að treysta fjölmiðlunum okkar, að rétt sé farið með mál. Aldrei myndum við draga það í efa sem greint var frá í fréttunum.

En síðan varð Trump forseti Bandaríkjanna og hugtakið „falsfréttir“ varð til. Undarlegt að allir forsetar þar á undan hafa fengið sanngjarna og virðingarfulla umfjöllun, hvort sem þeir voru demókratar eða repúblikanar. Hvað olli því þessum umskiptum? Sá sem heldur að klaufaleg framkoma Trumps sé ástæðan, hugsi sig um. Hvers vegna eru fjölmiðlar svo harðir á því að við eigum að hata hann? Hvers vegna er stríð í gangi á milli Trump og fjölmiðla, alveg frá degi eitt? Menn verða að hafa í huga, hver á fjölmiðlana.

Prófessor dr. John Oxford, veirufræðingur og sérfræðingur í inflúensu, sagði þetta nýlega:

Persónulega myndi ég segja, að besta ráðið er að eyða minni tíma í áhorf sjónvarpsfrétta, sem eru æsifengnar og ekki mjög góðar. Ég tel persónulega að þetta Covid útbrot sé eins slæmt og vetrarflensufarsótt... Við þjáumst af fjölmiðlafaraldri! (A View from the HVIVO / Open Orphan #ORPH Laboratory – Professor John Oxford).

Verið getur þó að við munum bráðum ekki hafa neitt val, ef marka má frétt Viljans, að „Þjóðaröryggisráð vill kortleggja falsfréttir og upplýsingaóreiðu“:

Þjóðaröryggisráð hefur ákveðið að koma á fót vinnuhópi til að kortleggja birtingarmyndir og umfang upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hér á landi og gera tillögur um aðgerðir til þess að sporna gegn henni. (Viljinn.is)

Þetta hljómar svolítið eins og að einhver eigi að ákveða fyrir mig, hvað ég megi taka til mín og hvað ekki. Ritstjórn sem segir mér hvað sé rétt og hvað rangt. Já, það hljómar svolítið eins og að innleiða eigi áróðursfréttir sem notaðar voru t.d. í nasista Þýskalandi og í öðrum einræðisveldum. Á RÚV að taka það hlutverk að sér að sjá okkur fyrir fréttum? Hvar endar þetta?

Halldór Armand Ásgeirsson segir upplýsingaóreiðu vera annað nafn á lýðræði. Hann skrifar meðal annars:

Nútímalýðræðissamfélög eru gegnsýrð af skipulegri útbreiðslu misvísandi upplýsinga og valdakerfi þeirra grundvallast að miklu leyti á þeim. Fjölmiðlar eru barmafullir af misvísandi upplýsingum sem þjóna stórum hagsmunaöflum og þegja sömuleiðis skipulega um ákveðin stór mál… Við skulum ekki falla í sömu gryfju og Vesturlandabúar gerðu við hrun Sovétríkjanna þegar þeir héldu að þeir einir kynnu að segja sannleikann eða vissu hvað hann væri. Þeirra eigið þjóðfélag var allt saman gegnsýrt af lygaáróðri sömuleiðis. Falskar fréttir eru ekkert nýtt. Þær eru bara, eins og fréttaflutningurinn í Sovétríkjunum var, aðeins augljósari birtingarmynd skipulegra lyga en maður sér annars staðar. (RÚV).

Svörin við öllum spurningunum hér að ofan er hægt að bera kennsl á í ljósi langs aðdraganda sem virðist vera að enda í einhvers konar lokauppgjöri, sem er að hefjast um þessar mundir. Sagan hefur kennt okkur ýmislegt og gott er að rifja hana upp til að geta áttað sig betur á þessa hegðun fjölmiðla og stjórnvalda. Þetta er saga sem hófst í Bandaríkjunum fyrir um það bil 150 árum síðan, en það sem við upplifum í dag er í rauninni framhaldssaga hennar.


Er hörku stærðfræði nauðsynleg í leit að sannleika?

The end of physicsDavid Lindley skrifaði bók sem hann nefndi The End of Physics – The Myth of a Unified Theory (Endalok eðlisfræðinnar – mýtan um alsameinaða kenninguna). Í bók hans setti hann fram þessa frábæru yfirlýsingu varðandi stærðfræði og vísindi. Hann bætti við, hvað við verðum að gera ef vísindin eiga að „virka almennilega“:

Erfitt er að standast freistingar stærðfræðinnar. Þegar áður óljós og illa mynduð hugmynd er þjappað saman í netta stærðfræðiformúlu með átaki og hugviti, þá er það ómögulegt að þagga niður í tilfinningunni að djúpstæður sannleikur hefur verið uppgötvaður. Ef til vill er það svo, en ef vísindin eiga að virka almennilega, þá verður að prófa hugmyndina og kasta henni burt ef hún klikkar.

Ekki eru öll vísindin stærðfræðilegs eðlis. Ekki er öll stærðfræði vísindi. En samt helst í kennilegri eðlisfræði kraftmikil trú að viss stærðfræðileg harka og glæsileiki sé nauðsynleg, og jafnvel yfirgnæfandi partur í leit að sannleikanum. (The End of Physics – The Myth of a Unified Theory: David Lindley, Basic Books, 1993, bls. 13).

Vissulega gegnir stærðfræðileg harðneskja mikilvægu hlutverki í leit að sannleika. Án stærðfræðinnar myndum við finnast það erfitt, jafnvel nánast ómögulegt, að hljóta mælingar og lýsa eðliseiginleikum eins og massa, lengd og tíma hlutar eða tengsl hans við aðra hluti. Vísindakenningar sem skortir stærðfræðiþátt gætu ef til vill ekki verið hægt að prófa og eiga það á hættu að að hafa ekki áreiðanlega röksemdarfærslu sem stærðfræðin gæti veitt.

Í bókinni The Truth of Science (Sannleikurinn um vísindin) segir höfundurinn hvernig kenningar sýna sig oft sem vafasamar, vegna þess að þær gilda ekki í hinum raunverulega heimi og vegna þess að þessar kenningar eru ekki „grundvallaðar á áreiðanlegum stærðfræðilegum röksemdum“:

Fyrir önnur vísindi er bygging líkana einnig mjög algeng; það er sérstaklega þróunarkenningin sem býður upp á slíka viðleitni í líffræði. Þessi líkön eru oft vafasöm, ekki aðeins vegna þess að gildissvið þeirra hefur enga fótfestu í hinum raunverulega heimi, heldur vegna þess niðurstaðan sem þau leiða til eru ekki endilega grundvölluð á áreiðanlegum stærðfræðilegum röksemdum. (The Truth of Science: Roger G. Newton, Harvard University Press, 1997, bls. 69).

Í sumum tilfellum heldur skortur á harðneskju í stærðfræði og röksemdum, margra áratuga gamlar kenningar í óljósri merkingu.

Of mikil stærðfræði í vísindum getur verið skaðlegt

Eins og næstum því í öllu, getur of mikið af hinu góða verið slæmt – eldurinn sem sem eldar matinn okkar getur brennt niður húsið okkar. Í vísindaheiminum í dag hafa eðlisfræðingar sett fram flóknar stærðfræðijöfnur til að byggja fræðileg líkön sem aðeins hinir ‚útvöldu‘ geta skilið. Afstæðiskenningin og skammtafræði eru tvö dæmi þar sem stærðfræðin er aðal aðferðin til að ‚sanna‘ í staðinn fyrir raunverulegar athuganir. Stærðfræðin í sjálfu sér mun aldrei sanna sannleikann í vísindakenningu. Alveg sama hversu ‚glæsilegar‘ tölurnar geta virst, sannanir verða að koma frá athugunum og áþreifanlegum vísbendingum. Og aðrir verða að geta metið og sannreynt þessar athuganir og vísbendingar.

58-2

Með því að beita reglunni um hinn einfalda sannleik, þá þurfum við ekki brögðótta stærðfræði til að skilja náttúruna. Skilningur á stærðfræðigreiningu er ekki þörf til að lesa Universal Model, né ætti það að vera nauðsynlegt að skilja hvernig og hvers vegna hlutirnir eru eins og þeir eru í náttúrunni. Náttúran er fallega einföld og einfaldlega falleg þegar við skiljum og náum tökum á henni. UM mun sýna fram á að reglur og lögmál náttúrunnar eru einfaldar, um leið og þær eru þekktar.

Að lokum, stærðfræðin gegnir mikilvægu hlutverki þegar vísindamenn vinna í að útskýra og magngreina athuganir, gera greiningar, draga ályktanir og deila niðurstöðunum. Við ættum að beita stærðfræði í vísindakenningum, en ekki ganga svo langt að byggja kenningar eða líkön einungis á grundvelli stærðfræðinnar.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband