Vísindi, tækni og stærðfræði

Hver er munurinn á vísindum og tækni og hvernig eru þau tengd? Hafa bæði borið jafn góðan árangur? Þetta eru mikilvægar spurningar og svörin munu skýra hvers vegna hinu myrku tímar vísindanna eru til.

Hversu mikilvæg er stærðfræðin fyrir vísindin? Hvað þarf mikla stærðfræði til að skilja vísindi? Getum við hindrað framfarir í vísindum með því að nota of mikið af stærðfræðilíkönum? Vísindin hrella marga vegna þess að nútíma vísindi tengir flókna stærðfræði við vísindin. Það er að sjálfsögðu nauðsynlegt að hafa grundvallar þekkingu um grunnaðgerðir stærðfræðinnar og það er nauðsynlegt að hafa að minnsta kosti undirstöðu þekkingu á rúmfræði, vegna þess að bæði eru hjálpartæki til að útskýra gögn og athuganir. Hins vegar gæti svarið á því hversu mikil stærðfræði sé of mikil komið á óvart.

Vísindi og tækni eru EKKI það sama

Við höfum áður sýnt fram á þá staðreynd að sumar af lykilkenningum nútíma vísinda eru ekki gerðar háar undir höfði af meirihluta fólksins. Leiðtogar gera sér grein fyrir því hversu erfitt það er að vekja áhuga almennings á náttúruvísindum, en þeir skilja einnig mikilvægi þess að hljóta stuðning hans. Vinsæld knýr fjármögnun nýrra rannsókna sem er margra milljarða dollara viðfangsefni í Bandaríkjunum í dag. Hvernig getur þú sannfært almenninginn til að fjármagna óvinsæla fræðilega rannsókn? Á síðustu áratugum hefur verið vaxandi viðleitni að setja vísindi og tækni undir sama hatt sem kallast ‚vísindi‘. Þetta hefur gert mörkin á milli þeirra óskýr og fáir gera sér grein fyrir mikilvæginu á mismun þeirra. Einn munur er mjög þýðingarmikill – vísindin hafa ekki verið eins árangursrík og tæknin hefur verið.

Við tökum eftir einu dæmi í hinu vinsæla bandaríska vísindatímariti Scientific American. Á síðustu tveimur áratugum hefur það orðið æ erfiðara fyrir vísindatímarit til að fylla blaðsíður sínar með hreinar vísindalegar uppgötvanir og frásagnir til að halda uppi lesendahóp. Á hinn bóginn hafa tímarit um tækni farið stigvaxandi, prýdd gnægð af tæknilegum uppgötvunum og frásögnum. Scientific American tók eftir þessu og fyrir nokkrum árum síðan tilkynnti blaðið lesendum sínum breytingum á framsetningunni til að hafa nýjan hluta sem fjallar um tækni.

Í einu tilfelli kynntu þeir tuttugu hugmyndir í desember 2009 útgáfunni sem breyta myndi heiminum til að „byggja hreinni, hollari og snjallari heim“ (bls. 50). Af þessum tuttugu hugmyndum voru einungis þrjár byggðar á vísindum. Hinar sautján vor byggðar á tækni. Þetta hlutfall, 3 af 20 hugmyndum byggðar á vísindum, er líklega dæmigert fyrir hlutfallið vísindi-tækni ástandið sem er ríkjandi í dag. Það eru miklu fleiri árangursríkar tæknilegar uppfinningar heldur en nýjar vísindalegar uppgötvanir. Flestar nýjar vísindalegar uppgötvanir (eins og í stjörnufræði og líffræði) eru oft bein afleiðing nýrra tækniframfara í stjörnusjónaukum, DNA skimun og öðrum tækjum og aðferðum. Oft er það þannig, að þessar nýjar tæknitengdar uppgötvanir eru í mótsögn við ríkjandi kenningar, umræðuefni sem rætt verður síðar.

Í öðrum texta er „krafti vísindanna“ ruglað saman við „tækni“:

Krafti vísindanna er ekki hægt að afneita: þau hafa gefið okkur tölvur og þotur, bólusetningar og vetnissprengjur, tækni sem hefur breytt gangi sögunnar, hvort heldur til hins betra eða verra. (The End of Science – Facing the Limits of Knowledge in the Twilight of the Scientific Age: John Horgan, Little, Brown & Co., 1996, bls. 20).

Tölvur, þotur og sprengjur eru ekki vísindi, heldur tæknilegar uppfinningar. Við getum fundið dæmi eins og þessi, þar sem afrakstri vísinda og tækni er ruglað ranglega saman í nánast öllum vísindabókum, tímaritum eða dagblöðum.

Til þess að aðgreina þetta tvennt á skýrari hátt, vekur UM athygli á regluna um vísindi og tækni:

Tilvitnun bls 57-2

Önnur ástæða fyrir því hvers vegna vísindi og tækni er oft ruglað saman, er að sérfræðingarnir skilgreina tækni sem hagnýt vísindi. Hins vegar getur mikið af nýrri tækni ekki útskýrt hvers vegna eða hvernig uppfinningin virkar – hún gerir það bara. Eftirfarandi tilvitnun frá fyriræki sem meðhöndlar vatn lýsir „umfangsmikilli rannsókn“ á bak við „vísindin“ í framleiðslu þeirra:

Það hafa verið gerð umfangsmikil rannsókn til ákvörðunar á vísindunum á bak við rafeindameðhöndlun á vatni. (Scalewatcher).

Þrátt fyrir allar þær „rannsóknir“ sem þeir segja að hafi átt sér stað, þá þekkir engin réttu vísindin, né hafa vísindin knúið þróunina á kerfinu. Um leið og þeir viðurkenna að þeir hafi ekki vitað hvað gerðist á bak við tjöldin, segja þeir:

…er hugsanlega ekki fyllilega skilið á þessum tímapunkti. Lykilatriðið er að þetta ferli virkar! (Scalewatcher).

Vísindin skilja ekki hvers vegna lítil segulmögnuð uppfinning dregur úr ‚hörðu‘ vatni, vegna þess að þeir skilja ekki sjálfan upprunan á hörðu eða kölkuðu vatni. Þetta er útskýrt í smáatriðum í leyndardómnum um karbónat (undirkafli 6.9) og spurningum um það er svarað í karbónat vegsummerkinu (undirkafli 8.8). Við útskýrum að kalkað vatn hefur uppruna örvera, sem strangt tiltekið er ekki efnafræðilegur eða jarðfræðilegur.

Nútíma vísindi haldast andstyggileg fyrir marga vegna þess að þau geta ekki réttilega útskýrt náttúruna, þegar á sama tíma vinsæld tækninnar heldur áfram, enda virkar dótið! Fók mun ekki kaupa vörur sem virkar ekki og af þessari ástæðu á tæknin meiri velgengni að fagna en vísindin. Tæknin er framboð knúin af kapítalisma; ef vara framleiðir ekki fyrirhugaðar niðurstöður, þá selst hún ekki og enginn mun fjárfesta þar frekar. Þegar við ýtum á takkann á fjarstýringunni, þá væntum við sjónvarpið kveikir á sér. Ef bíll er óáreiðanlegur og virkar bara að hluta til, þá myndum við skipta honum út fyrir öðrum sem er betri; þetta er eðli tækninnar.

Jafnvel þó að vísindin og tækni séu ekki það sama, ættum við að halda þeim báðum jöfnum uppi til að mæla velgengni þeirra – bæði verða að virka! Í dag er ekkert til sem krefst velgengni í vísindum; fjármagnanir eru veittar jafnvel þó að vísindin mistekst að útskýra náttúruna. Og auðvitað eru til mörg tækifæri til að misnota eða misbeita vísindasjóði.

Önnur ástæða fyrir því að sameina vísindi og tækni er titillinn sem gefinn er þeim sem vinna í báðum geirum. Við vitum að þetta fólk almennt eru vísindamenn, en það er mjög mikilvægt að aðgreina þetta tvennt. Við munum vísa í það fólk sem vinnur við tækni sem tæknifræðinga. Tölvu-‚vísindi‘ og eldflauga-‚vísindi‘ eru rangnefni og ættu í staðinn að kallast tölvutækni og eldflaugatækni.

58-1

Að skilja að vísindi og tækni eru ekki það sama er áríðandi ef við ætlum að auka við okkur þekkingu og vísdóm á náttúrunni. Að finna svör við grundvallar spurningum náttúrunnar er ekki það sama og að fjárfesta í hraðskreiðari flugvél. Tækni gegnir mikilvægu hlutverki í að hjálpa við að uppgötva svörin við spurningum náttúrunnar og vísindin geta aðstoðað tæknifræðinganna, en tækni er ekki vísindi.

Tækni er öflugt verkfæri en við ættum aldrei að rugla tækniframfarir við uppgötvanir á hvernig og hvers vegna náttúran virkar. Það er brýnt að hafa í huga að náttúrulögmál koma frá vísindum – uppfinningar koma frá tækni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Oft eru þetta nátengt hugtök

sem að gætu sameinast í sjónvarpsþætti eins og 

NÝJASTA-TÆKNI OG VÍSINDI:

Hérna er dæmi um viðfangsefni þar sem að vísindi og tækni

geta farið saman: 

100% mennsk kona af hvíta kynstofninum frá Pleiades-stjörnukerfinu

kemur og heimsækir jarðarbúa á UFO-DISKI:

https://www.youtube.com/watch?time_continue=1&v=GsJlhV6Vk3s&feature=emb_logo

= Fólk notar allskyns tækni í öllu vísindalegu starfi.

Jón Þórhallsson, 30.4.2020 kl. 10:19

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Nær allir vísindamenn vinna með einhverskonar tækni alla daga

og tæknifræðingar þurfa að nota allskyns vísindi í sínu starfi.

Jón Þórhallsson, 30.4.2020 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband