Nútíma vísindi og sannleikur
17.4.2020 | 10:57
Hver eru tengslin á milli nútíma vísinda og sannleiks? Orðabók skilgreinir vísindi sem hóp sanninda sem hafa verið sýndir en þó halda sumir leiðtogar nútíma vísinda að sannleikur sé alltaf óþekkjanlegur. Þannig að nútíma vísindi og sannleikur eru í ósátt hvor við annan þegar þau ættu að vera tengd órjúfanlegum böndum.
Frægur prófessor á eftirlaunum Roger Newton, við eðlisfræðideild Indiana háskólanum, skrifaði bókina The Truth of Science. Hann hélt upp á skilgreiningu á sannleika frá öðrum vel þekktum eðlisfræðingi:
Sannleikur er alltaf óþekkjanlegur, hin eina vissa þekking eru villur. (The Truth of Science: Roger G. Newton, Harvard University Press, 1997, bls. 114).
Maður getur ekki vitað hvað er satt í vísindum ef sannleikur er óþekkjanlegur. Þessi heimspeki nútíma vísinda er í ósætti við hinar miklu vísindalegar uppgötvanir 16. og 17. aldar sem komu frá Newton, Kópernikus, Boyle, Galíleó, Kepler og öðrum. Þessir vísindamenn fyrri tíma trúðu á vísindalegan sannleika og þeir trúðu á algeran sannleika.
Í dag afneita meirihluti leiðtoga og yfirstétt vísindasamfélagsins tilvist sannleika. Þessi afneitun hefur leitt til hinna myrku tíma vísindanna og skort á nýlega uppgötvuðum náttúrulögmálum.
Þú gætir ef til vill spurt: Hvers vegna myndu vísindin afneita rannsóknir á sannleika, sem samkvæmt skilgreiningu er vísindi?
Fyrsta skrefið er ógilding á skilgreiningu á sannleika (þetta er rætt í kafla 1.5). Næst kemur sú iðkun að sameina sannleika og villu.
Dæmi um heimspekilega sannleiksgildru kemur frá Nóbels-verðlaunahafanum frá 1976, Baruch Blumberg. Yfirlýsing hans frá árinu 2000 dregur saman algenga kreddu sem haldin er uppi í vísindasamfélaginu í dag:
Samkvæmt skilgreiningu fagna vísindin nýjum sönnunum og nýjum leiðum til að hugsa hlutina. Þau hafa engan algeran sannleik. Þau eru stöðug leit og könnun. (National Geographic, apríl 2000, bls. 115).
Yfirlýsing hans skýtur fimlega ósannindum á milli tveggja réttra yfirlýsinga. Með því að blanda saman villu og sannleika er lesandanum freistað til að ætla að allar þrjár séu réttar. Fyrsti og síðasti hlutinn eru augljósir. Ef vísindin eiga að vera stöðug leit og könnun, þá verða þau að fagna nýjum sönnunum og nýjum leiðum til að hugsa hlutina. Hins vegar eru fimm litlu orðin hans, Þau hafa engan algeran sannleik, lykillinn að skilning okkar á því, hvað hefur orðið af vísindunum.
Vísindamenn og aðrir fræðimenn hafa fallið í svipaða heimspekilega sannleiksgildru, þar sem nútíma vísindi halda því fram að enginn endanlegur sannleikur sé til.
Þessi ranga nýhyggju heimspeki um engan endanlega sannleika hefur haft alvarlegar afleiðingar. Án sannleika í vísindum geta engin náttúrulögmál verið, og án náttúrulögmála geta engin vísindi verið. Þessi viðleitni hefur verið viðvarandi í gegnum nokkrar kynslóðir háskólaprófessora sem lærðu þessa kreddu þegar þeir voru í námi. Eftirfarandi útdráttur úr vísindabók frá 1964 sýnir áratuga gamla vísindaheimspeki um að hunsa raunveruleikann og ekki vænta þess að sjá sannleikann:
Ef svo má að orði komast, þá stendur vísindamaðurinn í húsi úr speglum speglum sem hann sjálfur hefur smíðað, og sem hann sjálfur heldur áfram að fullvinna þannig að þeir gefa æ nákvæmari og betri endurspeglun. Raunveruleikinn heldur áfram að sleppa undan honum, en hann sér hann óljóst á einum eða öðrum af gölluðum gleryfirborðunum fyrir framan hann. Sumir speglanna gefa eina afmyndun, sumir aðra, en allir gefa aðeins endurspeglanir. Með því að raða þessum endurspeglunum saman, leitar nútíma vísindamaðurinn jafnvel eftir betri nálgunum á sannleikanum, en hann býst ekki lengur við því að sjá nakinn sannleikann. (Life Science Library The Scientist: Rene Dubos, Henry Margenau, C. P. Snow, Time-Life Books, New York, 1964, bls. 62).
Hinn frægi eðlisfræðingur, Niels Bohr (1885-1962), sem lagði lið við að þróa atómkenninguna, tjáði þessa glöggu skoðun sína um verkefni nútíma eðlisfræði:
Það er rangt að halda að verkefni eðlisfræðinnar sé að komast að raun um hvernig náttúran er. Eðlisfræðin einbeitir sér að því sem við getum sagt um náttúruna. (The Truth of Science: Roger G. Newton, Harvard University Press, 1997, bls. 176).
Áhrifamestu hugsuðir innan vísindanna hafa breytt til muna sjálfri skilgreiningunni á vísindum og á tilgangi þeirra. Segjum sem svo að þú farir á bifvélaverkstæði til að fá viðgerð á bílnum. Bifvélavirkinn segir hluti um bílinn þinn, en það kemur ekki í ljós hvað vandamálið er. Mun bíllinn nokkurn tímann fá viðgerð? Kannski eða kannski ekki. Hvernig geta vísindin uppgötvað eitthvað í náttúrunni ef verkefni þeirra sé bara að segja hvað þeim finnst um náttúruna?
Á meðan ekki allir vísindamenn eru þessarar skoðunar, þá kennir nánast öll menntaða elítan, þar á meðal áhrifamiklir leiðtogar, prófessorar, rektorar, fagfólk innan vísinda- og opinberra stofnana víða um heim, nýhyggju og afneitar fullvissu með fullyrðingunni að sannleikur er óþekkjanlegur. Dæmi um hvernig vísindin hafna sannleika kemur víða fram í Universal Model og raunverulegar sannanir á því koma úr kennslubókum, tímaritum og fagritum vísindastofnana. Flestir þeirra hafa tekið afstöðu gegn sannleika með því að afneita tilvist hans og efla í stað þess sína eigin dagskrá.
Meginflokkur: Bindi I - Kafli 3 | Aukaflokkur: Vísindi og fræði | Breytt 22.4.2020 kl. 11:36 | Facebook
Athugasemdir
ORÐRÉTT ÚR ÞÍNUM PISTLI:
"Hver eru tengslin á milli nútíma vísinda og sannleiks?
Orðabók skilgreinir vísindi sem „hóp sanninda sem hafa verið sýndir“ en þó halda sumir leiðtogarnútíma vísinda að „sannleikur sé alltaf óþekkjanlegur“.
Þannig að nútíma vísindi og sannleikur eru í ósátt hvor við annan þegar þau ættu að vera tengd órjúfanlegum böndum".
------------------------------------------------------------------------------------
Ég er ekki sammála þinni grein hér að ofan.
Myndum við ekki t.d. segja að LOTUKERFIÐ
væri 100% vísindalegur sannleikur sem að allir væru sammála um?
---------------------------------------------------------------------------------------
Annars verður alltaf að koma með dæmi um viðfangsefni
þegar að verið er að skoða hvað sé sannleikur.
Jón Þórhallsson, 17.4.2020 kl. 11:23
Þetta eru allt of djúp vísindi til þess að ég geti lagt þar orð í belg.
Ég spyr því bara: hvað er sannleikur?
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 17.4.2020 kl. 17:37
Myndum við ekki t.d. segja að LOTUKERFIÐ
væri 100% vísindalegur og sannaður
sannleikur sem að allir væru sammála um?
Jón Þórhallsson, 17.4.2020 kl. 17:40
Orðið "scientia", þýðir fróðleikur, þekking, hæfni. Það þýðir að maður observerar "natura" og skráir það sem maður sér. Túlkunin, er algerlega á ábyrgð þess sem les.
Grundvöllurinn er heimspeki, þar sem menn eiga að vita að þeir séu ekki guðir. Að menn eru sandkorn á strönd himingeimsins. Og það eru náttúruöflin, sem hafa áhrif á þig ... en ekki öfugt.
Nei, vísindi eru ekki andstæð "sannleika" ... því það er enginn "sannleikur" í vísindum. "Sannleikur", tilheyrir teologi ... eða trúarfræðum.
Örn Einar Hansen, 17.4.2020 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning